Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 17
Byggingin verður að hluta til á tveimur hæðum. „Það er ásetning- ur, að með því að sveigja þakið yfir hinu opna rými og íþróttasal megi skapa áhugavert og þægilegt rými hvað varðar mótun og dagsbirtu,“ segir í greinargerðinni. Þá verði lögð áhersla á að nýta dagsbirtu og náttúrulega loftræstingu eins vel og kostur er hvarvetna í skólanum. Loks eru hugmyndir um að hægt verði að planta lágvöxnum gróðri á þaki skólans í sérstaka tegund jarð- vegs sem myndi henta. Segir í bréfi forstöðumanns Fast- eignastofu Reykjavíkur til borgar- ráðs að áætlað sé að ljúka hönnun á næsta ári og hefja framkvæmdir í byrjun árs 2004. Jafnvel verði hægt að taka hluta byggingarinnar í notk- un í ágúst árið 2005. Kostnaðaráætlun Fasteignastofu vegna skólans er 970 milljónir króna án búnaðar og leiktækja á lóð. Teikning/VA arkitektar Suðvesturhorn byggingarinnar samkvæmt frumteikningum en þar mun inngangur skólans vera. því. Við ráðlögðum krökkunum að taka ekki þessi efni, ekki vera í vímu og ekki tala við ókunn- uga.“ Alexander var í hópi með nokkrum bekkjarbræðrum sínum og segir þá hafa unnið vegg- spjald í tengslum við verkefnið. „Svo höfðum við kynningu á þinginu. Ég var svolítið kvíðinn,“ játar hann brosandi, en allt gekk þó vel. Indíana Ósk Róbertsdóttir fjallaði um íþróttir ásamt bekkj- arsystrum sínum. „Við fjölluðum um hvaða áhrif íþróttir hafa á líf- ið. Þær eru góðar fyrir líkamann. Það verða allir að hreyfa sig en ekki vera bara inni í tölvunni. Maður verður hraustari og dug- legri þegar maður verður stór ef maður er í íþróttum.“ Heiða Ósk Gunnarsdóttir mælti fyrir sínum hópi á þinginu og fjallaði um kosti og galla Rima- hverfis. „Það eru margir krakkar hérna og það er gott. Svo er um- ferðin lítil og skólinn góður. Okk- ur finnst samt vanta keiluhöll, bíó og sundlaug,“ segir Heiða og Al- exander bætir við að versl- unarmiðstöð og almennings- garður yrði hverfinu til bóta. Þau segjast öll ánægð með Rimaskóla. Þar séu allir vinir og þau viti ekki til þess að einelti sé þar að finna. „Sjötti C er góður bekkur,“ segja þau öll í kór og vilja jafnvel meina að hann sé besti bekkurinn. Tilgangur barnaþinganna í Grafarvogi er að skapa umræðu og stuðla að auknum áhuga barna á jákvæðum gildum lífsins, s.s. hollum lífsháttum, jákvæðum tómstundum, námi og upp- byggilegu fjölskyldulífi. „Að gefa börnum tækifæri til að leggja umræðunni um forvarnir og betri lífsskilyrði lið. Að leggja skól- unum til verkefni sem er upp- byggilegt og gæti fallið vel að námsskrá ákveðinna árganga. Að beina umræðu um forvarnir í já- kvæðan farveg,“ segir í fréttatil- kynningu frá Grósku í Graf- arvogi. Morgunblaðið/Jim Smart Alexander Ragnar Ingvarsson, Heiða Ósk Gunnarsdóttir og Indíana Ósk Róbertsdóttir segja Rimaskóla skemmtilegan og vinalegan skóla. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 17 50% afsláttur Haust hátíð ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 90 32 10 /2 00 2 50 túlipanar 990 kr. 50 krókusar 990 kr. 2 kg. páskaliljur 699 kr. Haustlaukar á tilboði Haustvöndur 999 kr. Verð 1.990 kr. áður 3.990 kr. 3 erikur Ný sending BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur ákveðið að taka tilboði Jarðvéla ehf. í fyrsta áfanga gatnagerðar í Hvarfi III. Hverfið er iðnaðarsvæði sem rísa á meðfram Breiðholtsbraut. Að sögn Stefáns L. Stefánssonar, deildarstjóra framkvæmdadeildar bæjarins, stendur til að leggja göt- urnar Ögurhvarf, Urðarhvarf og Vatnsendahvarf í þessum áfanga. Tilboð Jarðvéla hljóðaði upp á tæpa 41 milljón króna en kostnaðaráætlun var tæpar 53 milljónir. Gatnagerð í Hvarfi III að hefjast Vatnsendi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.