Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 61 tekist það.“ – Og kom ykkur vel saman, skyldi hann þarfir ykkar? „Svo sannarlega, enda tók það hann ekki nema átta vikur að taka upp plötuna, plöt- una sem við höfðum verið að væflast með í tvö ár. Það var aldeilis munur að vinna svo hratt og örugglega, því við vorum allt öðru vanir. Það tók t.d. 6–8 mánuði að hljóðrita Head Music.“ Jákvæðni – Þær hljóma líka einstaklega ólíkt þess- ar tvær plötur Head Music og A New Morn- ing, eru í raun algjörar andstæður, sú fyrr- nefnda mjög kuldaleg en síðarnefnda hlýleg. „Já, sú nýja er mjög þjóðlagaskotin, engin borgarplata heldur sveitaplata enda var hún samin að mestu ut- an Lundúna, í mikilli einangrun og umvafin náttúru. Það leiddi tvímælalaust til afslappaðri lagasmíða, rómantískari og yfir höf- uð þægilegri. Samvinnan var á end- anum meiri en nokkru sinni áður og t.a.m. er „Positivity“, fyrsta smáskíf- an skrifuð á alla sveitina, sem ekki hefur gerst áður.“ – Var það markviss ákvörðun ykk- ar að gera plötu sem hljómaði gjör- ólíkt Head Music? „Að sumu leyti. Í rauninni gefur þessi mýkri hlið á Suede mun rök- réttari mynd af tónlistarsmekk okk- ar sem skipum sveitina því við höf- um lengi verið hugfangnir af tónlist söngvaskálda á borð við Nick Drake og Neil Young, eldra efninu með Fleetwood Mac og gömlu sálartón- listinni. A New Morning endurspegl- ar það betur en aðrar plötur okkar hafa gert. En það þýðir ekki að næsta plata muni gera það líka.“ – Segðu mér frá titli plötunnar? „Hann endurspeglar texta Ander- sons sem eru jákvæðari nú en nokkru sinni fyrr. Hann er bara svo miklu sáttari við lífið, er hættur í ruglinu og fluttur upp í sveit. Svo er- um við allir bara svo sáttir við bandið og hvar það er statt. Það er því nýr morgunn hjá okkur.“ – Þið virðist alveg hættir að gera þessa löngu dramatísku ópusa sem einkenndu fyrstu tvær plöturnar, sér í lagi Dog Man Star, og kjósið í staðinn sígilda 3 mínútna popplaga- stílinn? „Við kunnum enn að meta slíka tónlist, flóknar og margslungnar lagasmíðar í stórum dramatískum útsetn- ingum, eins og þú segir, voru áberandi á Dog Man Star. Í dag höfum við bara engan áhuga á að búa til þannig tón- list. Það er bara ein- faldara að semja gott stutt lag heldur en gott langt lag. Og mér finnst þessi stuttu lög sem við semjum í dag betri en þau sem voru á tveimur fyrstu plötun- um.“ 17 ára rokkstjarna – Nú eru átta ár liðin síðan þú gekkst til liðs við sveitina og margt náttúrlega gerst síðan. „Síðan ég byrjaði í Suede hef ég tekið þátt í gerð þriggja platna sem ég er mjög sáttur við. Það var alltaf draumurinn að gerast tónlistarmaður og ég er mjög sáttur við hvernig líf mitt hefur þróast. Markmið mitt og metn- aður er í sjálfum sér mjög einfaldur, að halda áfram að búa til góða popptónlist. Ég hætti þegar ég tek þátt í að gera vonda plötu.“ – Það hýtur að hafa verið svolítið yfirþyrmandi að ganga í heimsfræga hljómsveit ekki eldri en 17 ára gam- all? „Jú, vissulega, en ég varð bara að láta mig hafa það og leiða slíkt hjá mér. Þetta var samt ekki eins mikið áfall og menn halda. Ímyndaðu þér bara ef þér hefði verið boðið 17 ára gömlum að ferðast um heiminn og leika á gítar í vinsælli hljómsveit, búa til mikinn hávaða og horfa upp á óteljandi stelpur garga til þín. Auð- vitað stekkur maður á slíkt tækifæri án þess að hugsa sig um tvisvar,“ segir Oakes og hlær. – Manstu hvenær nákvæmlega þér fannst þú vera orðinn fullgildur liðsmaður í Suede? „Já, þegar lag eftir mig var sett á plötu. Alex hefur sömu sögu að segja, honum fannst hann ekki vera alvöru Suede-liði fyrr en hann kom lagi að.“ – Var ekki erfitt að ganga í hljóm- sveit og þurfa að leika lög eftir ann- an gítarleikara á heilli tónleikaferð? „Það var vissulega skrítið, en veistu, eftir á að hyggja þá er ég feg- inn því það gaf mér nægilegt svig- rúm til að átta mig á þessu nýja lífi.“ – Þegar þú gekkst í raðir Suede varstu yfirlýstur aðdáandi Bernards Butlers, forvera þíns, ertu það enn? „Í fullri hreinskilni finnst mér hann aldrei hafa náð aftur þeim hæðum sem hann var í með Suede. Þó get ég sagt honum til hróss að hann hefur sinn sérstæða stíl og er heiðarlegur tónlistarmaður.“ – Sjálfur segist hann ekki hafa heyrt eitt einasta lag með Suede eft- ir að hann hætti? „Það rifjar örugglega upp of óþægilegar minningar fyrir hann, get ég ímyndað mér.“ – Hvert finnst þér vera besta lag sem Suede hefur sent frá sér? „„Lost in TV“ af nýju plötunni og svo trúlega „Wild Ones“.“ – Og svona að endingu, hvað er Richard Oakes að hlusta á þessa dagana? „Þessa stundina er ég að stúdera bandarískt neðanjarðarrokk, sveitir á borð við Sonic Youth, Pavement og The Breeders. Kannski vegna þess hversu viðkvæm og blíð tónlistin er sem ég sjálfur spila.“ – En þú hefur samt ekki stormað inn á æfingu og heimtað að sveitin fari að leika bandarískt neðanjarð- arrokk? Oakes hlær og segir síðan: „Nei, það hefur alltaf verið langur vegur milli tónlistarinnar sem ég hlusta á og þeirrar sem ég spila.“ Oakes segir Suede-liða sátta og afslappaðri en áður. skarpi@mbl.is Það þarf tvo til (Two Can Play That Game) Gamanmynd Bandaríkin, 2001. Skífan VHS/DVD. 92 mín. Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og handrit: Mark Brown. Aðalhlutverk: Viv- ica A. Fox, Morris Chestnut og Anthony Anderson. AFÞREYINGAREFNI sem reynir að höfða til áhorfenda með því að fjalla um samskipti kynjanna er nokkuð sem oft er uppfullt af klisjum og kreddum. Lífsspekibókin Konur eru frá Mars og karlar frá Venus er kannski eitt skæð- asta dæmi um slíkt, sem og hinn sívin- sæli Hellisbúi, en í þessum verkum er gjarnan gert út á fyrirfram skil- greindan mismun milli karla og kvenna, og kynjunum kennt að ganga út frá þessum mis- muni og læra á ákveðnar „leikregl- ur“ í samskiptum sínum, í stað þess að tala einfaldlega saman sem jafn- ingjar. Kvikmyndin sem hér um ræðir er algjörlega í þessum anda, nema hvað hún er fremur þreytt útgáfa af stefnumótaspeki. Þar kemst hin full- komna Shante að því að kærastinn hennar er að gefa öðrum konum hýrt auga. Hún setur því ákveðna her- kænskutækni í gang, og fá áhorfend- ur að fylgjast með vitsmunlegu stríði kærustuparsins, sem miðar að því að Shante nái að knýja fram iðrun og ævarandi tryggð kærastans. Þessi viðureign er bara ekki nógu áhuga- verð eða frumleg til að maður nenni að fylgjast með henni ótilneyddur. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Kærustu- par í stríði Frábær fjölskyldumynd frá Disney um grallarann Max Keeblesem gerir allt vitlaust í skólanum sínum! Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit 441. Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Vit 444 MBL KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Vit 444 1/2 Kvikmyndir.is  MBL Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Vit 427 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 2, 4. Enskt tal. Vit 430. 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 12 ára. Vit 435 AL PACINO ROBIN WILLIAMS HILARY SWANK HJ Mbl 1/2HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. 1/2 HK. DV  Kvikmyndir.com 1/2 HK. DV 1/2 Kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL 1/2 Kvikmyndir.is  Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL 34.000 FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Vit 453 Ef þú ert að leita að sannleikanum þá ertu ekki á réttum stað Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.20. Vit 433 M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E GH Kvikmyndir.com Kvikmyndir.isSG. DV Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Vit 427 HL. MBL E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd í lúxussal kl. 3, 5.45, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 454 AL PACINO ROBIN WILLIAMS HILARY SWANK AKUREYRI AKUREYRI Forsýning kl. 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 2.  Kvikmyndir.com FORSÝNING Frábær spennumynd með Val Kilmerfyrir þá sem fíluðu Memento.. Brjáluð tónlist í myndinni með m.a. ChemicalBrothers og Moby. www.sambioin.is Sýnd kl. 10.15. Sýnd kl. 4 og 6. Hafið Big Fat Liar Max Keeble´s Lilo & Stitch Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 6 og 8. The Bourne Identity Clockstoppers Max Keeble´s Lilo & Stitch
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.