Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðlun menningararfsins
Grettis saga í fortíð og nútíð
Málþing um Grettis sögu haldið
að Laugarbakka í Miðfirði
laugardaginn 26. október 2002
9.30 Morgunhressing - skráning á málþingið.
10.00 Setning, Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Húnaþings vestra.
10.15 Pétur Jónsson: ,,Ok er af myndi þriðjungr af nótt" -
Grettistak sjálfseignarstofnun.
10.35 Bergur Þorgeirsson: Menningarverkefni í framkvæmd -
Snorrastofa í Reykholti.
11.10 Jón Hámundur Marinósson: Teiknimynd um Gretti og
margmiðlun sögunnar.
11.45 Umræður og framsögumenn svara fyrirspurnum.
12.00 Hádegisverður og leiksýning
13.15 Sólborg Una Pálsdóttir: Hefðbundin miðlun - Fræðistörf
Hermanns Pálssonar.
13.50 Örnólfur Thorsson: ,,Myndin af Íslandi."
14.25 Guðvarður Már Gunnlaugsson: Hver var Grettir
Ásmundarson?
15.00 Umræður og framsögumenn svara fyrirspurnum.
15.20 Farið að Bjargi í leiðsögn Karls Sigurgeirssonar.
Kaffiveitingar.
16.30 Viðar Hreinsson: ,,Illfylgjur tímanna."
17.00 Ásdís Arnalds: Skapgerð Grettis.
17.30 Jón Torfason: ,,Upp undir Eiríksjökli." Um Grettisörnefni.
18.00 Umræður og framsögumenn svara fyrirspurnum.
18.15 Málþingsslit.
Skráning í síma 455 2512 eða grettir.sterki@grettistak.is
Síðasti skráningardagur er 21. október.
Málþingsgjald er kr. 2.500, matur og kaffi innifalið.
Málþingsstjóri, Elín R. Líndal, framkvæmdastjóri Grettistaks ses.
Nafnorðastíl hefur stund-um borið á góma í þess-um þáttum og enn skalklifa. Það sem einkenn-
ir stíltegund þessa er að nafnorð
eru notuð ótæpilega þar sem eðli-
legra væri að tjá hugsunina með
sagnorði eða jafnvel lýsingarorði.
Sígild dæmi um nafnorðastíl eru
setningar svo sem: „Fjöldi gesta
jókst þegar leið á kvöldið“ eða
„opnunartími verslunarinnar er frá
kl. 10 til 18“. Í fyrra dæminu færi
mun betur á því að nota sögn í stað
nafnorðs og rita „gestum fjölgaði
þegar leið á kvöldið“ en í seinna
dæminu lýsingarorð: „Verslunin er
opin frá kl. 10 til 18.“
Ekki er gott að segja hvers
vegna nafnorðastíllinn er svo
ágengur sem raun ber vitni. Sumir
telja það vera áhrif frá erlendum
tungum, aðrir segja að hann gefi
málinu virðulegri og „stofn-
analegri“ blæ, meiri þunga. Hvort
tveggja kann að vera satt. Enskan
er til dæmis mikið nafnorðamál og
„stofnanaíslenskan“ svonefnda
verður ekki sökuð um að sniðganga
þann orðflokk. Lögreglan er stofn-
un sem sendir fjölmiðlum dag-
bækur vikulega og þar finnast
vissulega mörg góð dæmi um
margnefnda stíltegund. Gripið er af
handahófi niður í dagbækur sem er
að finna í gagnasafni Morgunblaðs-
ins.
Á einum stað stendur: „Í mið-
borginni var stöðvaður töluverður
fjöldi bifreiða og gætt að ástandi
ökumanna og þurfti í fjórum til-
vikum frekari rannsókna við.“
Þarna kemur fjöldinn við sögu rétt
einu sinni. Honum tekst víða að
troða sér inn þar sem lýsingarorðið
margur færi betur. Þá er „þurfti í
fjórum tilvikum frekari rannsókna
við“ skólabókardæmi um það sem
hér er fjallað um. Á eðlilegra máli
væri frásögnin einhvern veginn
svona: „Allmargar bifreiðar voru
stöðvaðar í miðborginni og ástand
ökumanna athugað. Þurfti að rann-
saka fjögur tilfelli nánar.“ Nógur
er „stofnanabragurinn“ enn.
Um mann sem ók á bíl og stakk
síðan af er þetta ritað: „Þá var
árekstur og afstunga í Mjóddinni.“
Orðasmíð er góðra gjalda verð sé
hún hagleg, en ekki er örgrannt um
að umsjónarmanni finnist nafn-
orðið afstunga miðlungi þarft í
þessu samhengi.
Kveikt var í ruslatunnum í porti í
miðborginni. „Engar skemmdir
urðu nema á tunnunum,“ segir í
dagbók lögreglunnar. Ófimlega er
þar að orði komist en líklega er átt
við að ekkert hafi skemmst nema
tunnurnar.
– – –
Matthías Eggertsson sendi
þættinum eftirfarandi bréf:
„Innan ferðaþjónustu hér á landi
hefur athyglin á síðari árum beinst
æ meira að því að finna ferðamönn-
um viðfangsefni þeim til yndis og
ánægju. Meðal þess sem þeim er
boðið upp á eru hestaferðir, sport-
veiðar, golf og fleira. Það samheiti
yfir þessa iðju, sem hefur verið að
festa sig í sessi, er afþreying.
Þetta orð, afþreying, hefur ekki
fallið mér í geð. Það er dregið af
sagnorðinu að þreyja sem sam-
kvæmt orðabók Máls og menning-
ar, áður Menningarsjóðs, merkir:
„Bíða með þrá, bíða þess með eft-
irvæntingu að e-u ljúki; þrauka:
þreyja e-ð af, þreyja þorrann og
góuna: standast örðugleika þar til
þeim er lokið.“ Með öðrum orðum,
orðið afþreying er nánast notað í
þveröfugri merkingu við hina upp-
runalegu merkingu þess.
En gerir það þá nokkuð til? Aðall
íslensks máls er sá að málið er
gagnsætt, þ.e. þeir sem nota það
tengja orð þess sjálfrátt og ósjálf-
rátt við önnur skyld orð og við ný-
yrðasmíð er leitast við að vísa til
orða eða orðstofna sem fyrir eru í
málinu. Þessa reglu ber að halda í
heiðri. Með orðinu afþreying er það
ekki gert. Hins vegar er til gott og
gegnt orð í íslensku máli sem gerir
það, orðið
dægradvöl. Ég
legg til að það
verði tekið upp í
stað afþrey-
ingar.“
Allt það sem
Matthías segir
má til sanns
vegar færa og
no. þreying eitt
og sér merkir
t.d. þolinmæði. Hins vegar virðist
sem orðið afþreying hafi lengi ver-
ið notað jöfnum höndum í þeirri
merkingu, sem Matthías leggur í
það, og merkingunni dægradvöl.
Halldór Laxness segir til dæmis í
Heimsljósi sem kom út rétt fyrir
1940: „Fánginn stóð undir hús-
veggnum á meðan og blés í kaun og
barði saman fótunum sér til afþrey-
íngar.“ Hér er augljóst að fanginn
„bíður þess með eftirvæntingu“ að
þrautum hans ljúki, hann er ekki að
skemmta sér.
Sami höfundur segir aftur á móti
í Vettvangi dagsins, sem út kom
um svipað leyti: „… gekk mér til af-
þreyingar einn dagtíma inn í kvik-
myndahús.“ Líklegt er að hann hafi
gert það sér „til yndis og ánægju“.
Í hinni miklu orðabók sinni frá
1920 gefur Sigfús Blöndal tvær
merkingar, annars vegar dægra-
stytting og hins vegar hugarhægð
eða huggun. Á hinn bóginn merkir
orðið aðeins dægrastytting,
skemmtun eða hvíldariðja í tóm-
stundum í Íslenskri orðabók.
Í nýútkominni og nytsamlegri
hugtakaorðabók, Orðaheimi eftir
Jón Hilmar Jónsson málfræðing
(JPV útgáfa 2002), er undir fletti-
orðinu afþreying m.a. að finna hafa
ofan af fyrir sér, hvíla hugann við
(eitthvað), (gera eitthvað) sér til
skemmtunar eða dundurs. Jafn-
framt er vísað til flettiorðanna
áhugamál, skemmtun og gleði-
bragð/glaðværð.
Matthías segir að orðið sé nú
„nánast notað í þveröfugri merk-
ingu við hina upprunalegu merk-
ingu þess“. Það er ekki einsdæmi
að svo fari fyrir orðum samanber
no. landráðamaður sem Sveinn
Sigurðsson minntist á hér í þætt-
inum fyrir viku.
Að öllu samanlögðu hyggur um-
sjónarmaður að dægradvalarmerk-
ing títtnefnds orðs sé orðin svo
rótgróin í málinu að ekki verði aft-
ur snúið. Hitt er svo annað mál að
dægradvöl finnst honum mun
hljómfegra orð en afþreying.
– – –
Málblómin spretta víða. Glöggur
hlustandi heyrði eftirfarandi í tón-
listarþætti á ónefndri útvarpsstöð:
„Þetta er eitthvert flottasta kover
sem einn hefur séð.“ Það er orðið
stutt yfir í enskuna: „This is one of
the classiest covers one has seen.“
Og kover er að verða viðtekið orð í
máli fjölmargra. Þótt umsjón-
armaður vilji gjarnan fara að dæmi
Maós formanns og leyfa þúsund
blómum að spretta eru þessi ekki
þar á meðal.
– – –
Veður – Fjúk og frost gekk alla
nóttina. Gó elris hundur alla þá
nótt óþrotnum kjöftum og tögg all-
ar jarðir með grimmum kuldatönn-
um.
[Fóstbræðra saga.]
Þótt umsjón-
armaður vilji
gjarnan fara að
dæmi Maós for-
manns og leyfa
þúsund blóm-
um að spretta
eru þessi ekki
þar á meðal
keg@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Karl Emil Gunnarsson
VEFJAGIGT er eitt af því sem
maður helst vildi losna við þegar
maður hefur fengið hana, en því er
ekki að fagna því þótt hægt sé að
halda henni í skefjum á milli þá
sprettur hún alltaf upp aftur og hrjá-
ir mann með verkjum, svefntruflun-
um og þreytu.
Því miður er það svo að margir
þjást af vefjagigt árum saman án
þess að fá greiningu því hún verður
ekki mæld í blóði eða með röntgen, og
er oft greind með útilokun annarra
sjúkdóma, og stundum ýmist of-
greind eða vangreind. Læknar vilja
oft leita að orsökum í ljósi eins ein-
kennis fremur en heildar.
Svefntruflanir lýsa sér oft þannig
að þótt fólk sofi nær það ekki djúp-
svefni. Verkir og eymsli geta verið
ýmist staðbundin eða flakkað um. Oft
eru vöðvar svo aumir viðkomu að
helst má líkja við þegar ýtt er á mar-
blett. Ef einhver leggur hönd á öxl
eða handlegg viðkomandi verður
sársaukinn stundum illbærilegur.
Úthald er líka mjög lítið og þarf að
velja í hvað orkunni er eytt, því fari
maður út að kvöldi getur tekið einn til
tvo daga að ná sér upp aftur. Og má
þá nefna að stundum fær fólk að
heyra að það geti það sem það vill,
ekki síst vegna þess að það lítur oft
vel út. Oft hefur heyrst okkar á með-
al, „stundum vildi ég vera með kraga
eða hækjur til að losna við athuga-
semd eins og mikið líturðu vel út, þú
hlýtur að vera betri af gigtinni núna“.
Síþreytan er hvorki móðursýki né
taugaveiklun, en erfitt er líka að
greina hana. Oft hefur viðkomandi
sjúklingur áður lent í miklum veik-
indum eða áfalli, andlegu eða líkam-
legu og fær síþreytu upp úr því. Sí-
þreytan er einkennileg þreyta sem
hellist yfir mann á augnabliki og
maður verður eins og sprungin
blaðra, þá verður maður að komast
heim eða annað til að hvíla sig og í
verstu köstum hefur maður ekki orku
til að svara í síma hvað þá annað.
Sumir missa svefn eða hann verður
mjög slitróttur, aðrir geta sofið enda-
laust og eru aldrei úthvíldir, og allur
þróttur er úr manni dreginn. Fólk
verður viðkvæmt fyrir hávaða og ljósi
og þarf að nota dökk gleraugu jafnvel
í rigningu og dumbungi, eins getur
verið erfitt að horfa á sjónvarp vegna
breytinga á birtu. Afkastageta
minnkar, einbeiting slaknar og minni
verður stopult. Fólk getur slagað
eins og drukkið. Sem betur fer kemur
þreytan í köstum og á milli á maður
góða daga og vikur, og það gefur ljós-
ið við enda ganganna þegar verr
gengur.
Vefjagigtar- og síþreytuhópur
Gigtarfélagsins hittist alla laugar-
daga kl. 11 hjá skiltinu við Grasa-
garðinn í Laugardal til að fara í stutta
göngu og síðan kaffi og spjall.
Vefjagigt og síþreyta
Eftir Elísabetu Sigmars
og Rósu Jónídu
Benediktsdóttur
„Síþreytan er hvorki
móðursýki né tauga-
veiklun, en erfitt er líka
að greina hana.“
Höfundar eru í Vefjagigtar- og
síþreytuhópi Gigtarfélagsins.
Elísabet
Sigmarsdóttir
Rósa Jónída
Benediktsdóttir
ÁFORM Reykjavíkurlistans um
að byggja bílastæðahús undir Tjörn-
inni er nú til meðferðar í borgar-
kerfinu. Umhverfis- og heilbrigðis-
nefnd boðaði á fund sinn 9.
september sl. nokkra sérfræðinga til
að gera grein fyrir áliti sínu á fyr-
irhugaðri framkvæmd og ber að
þakka nefndinni fagleg vinnubrögð.
Nú liggja fyrir umsagnir borgar-
minjavarðar og deildarstjóra forn-
leifadeildar Árbæjarsafns.
Forn skip og ísbryggja
Í umsögn borgarminjavarðar er
ítrekað að vænta megi þess að finna
mannvistarleifar við allar fram-
kvæmdir í miðbæ Reykjavíkur og
svæðum næst honum og því verði að
viðhafa varúð við allt jarðrask þar.
Samkvæmt umsögn deildarstjóra
fornleifadeildar Árbæjarsafns er
talið að hugsanlega megi gera ráð
fyrir því að undir Tjörninni geti ver-
ið að finna leifar fornra skipa, sam-
anber þá hugmynd manna að Vík-
urbændur hafi notað tjörnina sem
vetrarlægi fyrir báta. Aðrar minjar
á fornleifaskrá á þessu svæði er Ís-
bryggjan við norðurenda Tjarnar-
innar en þar var ís dreginn á land og
fluttur í íshúsin. Bryggjan er líklega
fyrst byggð fyrir aldamótin 1900 og
lýtur því ákvæðum þjóðminjalaga
nr. 107 frá 2001.
Mæðragarðurinn
Mæðragarður markast af Lækj-
argötu til vesturs, Bókhlöðustíg til
norðurs, lóðum við Laufásveg til
austurs og Miðbæjarskólans til suð-
urs. Í umsögn deildarstjóra forn-
leifadeildar Árbæjarsafns um
Mæðragarðinn kemur fram að í hon-
um var vatnsból nefnt Skálholtslind
og þótti vatnið í lindinni heilnæmara
en í flestum öðrum lindum í bænum.
Orðrétt segir svo: „Nauðsynlegt er
að gera jarðvegsrannsóknir á svæð-
inu áður en framkvæmdir hefjast,
taka könnunarskurði til að fá vís-
bendingar um hvort þar megi vænta
mannvistarleifa. Til þess þarf leyfi
Fornleifaverndar ríkisins. Þar að
auki þarf að hafa eftirlit á uppgreftri
á lausum jarðlögum af svæðinu með-
an á framkvæmdum stendur, sam-
anber 13. og 14. grein fornminja-
laga.“
Varnaðarorð fuglafræðinga
Áður höfum við heyrt varnaðar-
orð Ólafs Nielsens fuglafræðings í
fjölmiðlum sem telur að ekki eigi
frekar að ganga á Tjörnina. Hann
hefur eindregið lagst gegn byggingu
bílakjallarans og bent á að svæðið
njóti borgarfriðunar.
Aðgát skal höfð
Tjörnin er lifandi náttúrusafn og
hefur fræðslugildi fyrir skólana. Áð-
ur var hún miðdepill í samfélagi
fólks sem fór á veturna og renndi
sér á skautum og svo er sem betur
fer enn, auk þess sem margir njóta
þess að ganga í kringum tjörnina
allan ársins hring. Þá er sú hefð sem
skapast hefur að fara niður að Tjörn
og gefa öndunum einnig einstök.
Ómetanlegt er fyrir okkur borgar-
búa að eiga slíkt útvistar- og leikja-
svæði í hjarta miðborgarinnar. Það
er því fróm ósk mín til meirihlutans
í borgarstjórn Reykjavíkur að hann
fari sér hægt og ofur varlega í þessu
mikilvæga máli.
Við Reykja-
víkurtjörn
Eftir Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur
„Tjörnin er
lifandi nátt-
úrusafn og
hefur
fræðslugildi
fyrir skólana.“
Höfundur er borgarfulltrúi.