Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: And- vari kemur í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Leikhúsferð í Borgarleikhúsið í kvöld að sjá Kryddlegin hjörtu, rúta frá Hraunseli kl. 19. Á mánudag verður opn- aður nýr púttvöllur í Hraunseli kl. 10. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánudaga og fimmtu- daga. Mánud.: kl. 16 leik- fimi. Fimmtud.: kl. 13 tréskurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15–16 bóka- spjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Da- mos. Laugard.: kl. 10–12 bókband, línudans kl. 11. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. Uppl. og skráningar Svanhildur s. 586 8014 e.h. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Fimmtud.: kl. 10, aðra hverja viku, púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 545 4500 Þráinn. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtud. 17. okt. leikhúsferð – Veislan í Þjóðleikhúsinu kl. 20, skráning hafin. Nám- skeið í skyndihjálp fyrir eldri borgara í 2 daga 18. og 21. okt. og seinna námskeiðið 25. og 28. okt. Skráning í s. 820 8571 kl. 14–15 virka daga. Mánu- dagur: Leikfimi fellur niður kl. 9.30 og 10.15. Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistarsýning Brynju Þórðardóttur op- in í dag og á morgun frá kl. 13–16, veitingar í Kaffi Bergi. Þriðjudag: perlusaumur, gler- skurður og klippimyndir. Fimmtudag: glermálun og perulsaumur. Föstudag: kortagerð og servéttumyndir í fjöl- breyttri vetrardagskrá. Allar uplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Sunnud.: Dans- leikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13. Danskennla, framhald, kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjud.: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu- hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Fræðslunefnd FEB verður með fræðslu- og kynning- arferð á Reykjalund 16. okt. Farið frá Ásgarði kl. 13. Þátttaka tilkynnist skrifstofu FEB. Skemmtun í Ásgarði föstudaginn 18. okt. kl. 20 kórsöngur og hljóm- sveitin Skjern Salon- orkester leikur fyrir dansi. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Hæðargarður Námskeið í postulínsmálun byrjar 16. okt. Í tilefni af 10 ára opnunarafmæli fé- lagsmiðstöðvarinnar verður afmælisfagnaður 18. október. Kvöldverð- ur, skemmtiatriði og fluttur annáll stöðv- arinnar í léttum dúr. Hvassaleiti 56–58. Sviða- veisla verður haldin fös- tud. 18. okt. Húsið opnað kl. 18.30. Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir og Elsa Har- aldsdóttir heldur uppi fjöri og stjórnar fjölda- söng. Skráning á skrif- stofunni og í s. 588 9335. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag, kl. 10.30. Félagar úr Akranes- félaginu koma í heimsókn í Lionshúsið, Auðbrekku 25–27, laugard. 26. okt. Kvöldverður og skemmtiatriði. Veislu- stjóri sr. Gunnar Sig- urjónsson, Ásgeir Jó- hannesson segir frá, Vinabandið, happdrætti, dans o.fl. Húsið opnað kl 19. Þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttöku- lista sem eru í fé- lagsheimilunum. Félag eldri borgara Suð- urnesjum. Leikhúsferð í Borgarleikhúsið 31. okt. að sjá Með vífið í lúk- unum. Skráning fyrir 14. okt. Nánar í auglýs- ingum. Árlegur haust- fagnaður verður í Glað- heimum, Vogum, laugard. 12. okt kl. 15. Digraneskirkja, kirkju- starf aldraðra. Opið hús á þriðjudag frá kl. 11, leik- fimi, léttur málsverður, helgistund, fræðsluþátt- ur, kaffi. Allir velkomnir. Félagsstarfið Lönguhlíð 3. Enskukennsla er haf- in, kennt er á mánudög- um og miðvikudögum kl. 13.30. Vesturgata 7. Kennsla í þrívíddarmyndum á mið- vikudag kl. 9.15–12, skráning í síma 562 7077. Kennsla í postulínsmálun byrjar þriðjudaginn 22. okt. Haustbingó verður miðvikud. 16. okt. kl. 13.15.Vöfflur með rjóma í kaffitímanum, allir vel- komnir. Keramik- námskeið byrjar föstu- daginn 18. okt. kl. 13–16, skráning hafin. Þriðju- daginn 19. nóvember kemur hjúkrunarfræð- ingur og mælir bein- þéttni. Lyfjafræðingur fer yfir lyfjanotkun. Fræðsla um lyf, vítamín, steinefni og fleira. Vinsamlega pantið tíma í viðtal í s. 562 7077. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrrver- andi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reykingum í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hvera- gerði, fundur í Gerðu- bergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Sel- tjarnarneskirkju (kjall- ara), kl. 20.30 á fimmtu- dögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sól- vallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Líknar- og vinafélagið Bergmál, opið hús sunnudaginn 13. okt. kl. 16 í húsi Blindrafélags- ins, Hamrahlíð 17, 2. hæð. Matur, skemmti- atriði, fjöldasöngur. Pét- ur Guðjónsson talar. Þátttaka tilkynnist í síma 864 4070, 822 5017 eða elfab@li.is. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu fé- lagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.– fim. kl. 10–15. Sími 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrif- stofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykja- vík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréf- sími 562 5715. Í dag er laugardagur 12. október, 285. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 traustan, 8 kvendýr, 9 bylgjan, 10 giska á, 11 skreppa saman, 13 heyið, 15 vitur, 18 garna, 21 blundur, 22 berja, 23 svardagi, 24 vistir. LÓÐRÉTT: 2 gróði, 3 keipa, 4 logið, 5 óbeit, 6 sjór, 7 yndi, 12 tangi, 14 sjávardýr, 15 kjöt, 16 deila, 17 ákæra, 18 hrifsaði, 19 málgefin, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 eggja, 4 hólks, 7 Njörð, 8 pípur, 9 ali, 11 rita, 13 snúi, 14 furða, 15 púki, 17 glær, 20 eir, 22 álkan, 23 úlfúð, 24 skaði, 25 tórir. Lóðrétt: 1 efnir, 2 gjögt, 3 auða, 4 hopi, 5 læpan, 6 syrgi, 10 lærði, 12 afi, 13 sag, 15 pláss, 16 kokka, 18 lofar, 19 ræður, 20 enni, 21 rúmt. Víkverji skrifar... VÍKVERJI fékk á dögunumsenda ávísun frá erlendum banka stílaða á hann, Víkverja. Að sjálfsögðu kættist hann mjög við það að hagurinn skyldi vænkast svo skyndilega og arkaði út í banka við fyrsta tækifæri. Í Búnaðarbankan- um í Kringlunni fengust þau svör að ómögulegt væri að leysa ávísunina út nema maður ætti reikning í bank- anum. Nú var Víkverja vandi á hönd- um. Hann er nefnilega í viðskiptum við Sparisjóðinn og ekki langt síðan útibú SPRON í Kringlunni var lagt niður, honum til mikils ama. Víkverji hefur í nógu að snúast og fékk ávísunin því að dúsa í seðla- veskinu í nokkra daga þar sem Vík- verji átti ekki leið hjá útibúi SPRON á afgreiðslutíma. Loksins var reynt að koma velktri ávísuninni í verð í útibúi Sparisjóðsins í Kópavogi, en þar fékkst sama svarið; Þú verður að eiga reikning í bankanum. Gott og vel. Víkverji ákvað því að athuga málið hvort SPRON væri virkilega ekki með útibú í nágrenni Kringl- unnar þar sem Víkverji vinnur og eyðir bróðurparti dagsins. Indæl kona varð fyrir svörum sem lagði til að hann fengi sér göngutúr í hádeg- inu yfir í Ármúlann. Víkverji hefur ekki enn farið í þann göngutúr, en vonar að ávísunin leysist ekki upp í frumeindir sínar áður en leið Vík- verja liggur næst á Skólavörðustíg. x x x VÍKVERJA finnst slátur afskap-lega gott og getur verið sam- mála Kjartani Ólafssyni þingmanni um að slátur sé ódýr og góður matur. Hann veit þó ekki hversu góð fram- tíðarlausn það er að taka slátur til að slá á dýrtíðina og hátt matarverð á Íslandi. Að minnsta kosti fóru sparn- aðartilraunir Víkverja fyrir lítið í fyrra þegar hann ákvað að halda í hefðina og taka slátur. Hann kom nefnilega út í mínus. Eftir skemmti- lega törn í eldhúsinu var frystirinn fullur af lifrarpylsu. En í vetrarlok hafði ekki verið snert á einum ein- asta keppi og enduðu þeir að lokum allir úti í tunnu. Víkverji skammast sín mikið fyrir þetta bruðl og getur víst lítið gert til að afsaka það. Vandamálið er þó líklega það að betri helmingur Víkverja vill ekki sjá lifrarpylsu en veit fátt betra en blóð- mör. Þessu er hins vegar öfugt farið með Víkverja. Svo tekur það óratíma að matreiða slátrið, þannig að það var alltaf auðveldara að grípa eitt- hvað fljóteldað úr ísskápnum. Á heimili hans hefur verið ákveðið að taka ekki slátur í ár þrátt fyrir hvatningu þingmannsins. x x x UM síðustu helgi brá Víkverji sérí leikhús til að sjá leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Viktoríu og Georg, á Litla sviði Þjóðleikhússins. Var leikritið hið ágætasta og stóðu leikararnir sig prýðilega. Víkverji gat þó um fátt annað hugsað en hvað hann hlakkaði til að komast heim, leggjast undir sæng og fá sér heitt kakó. Nístingskuldi var í salnum og heyrði Víkverji að fleiri í salnum áttu við sama vandamál að stríða. Undarlegt þótti honum þó að í hléi var opnað upp á gátt út á bílastæði þannig að kuldinn var ívið meiri eftir hlé. Voru ekki margir í salnum, þannig að ekki var nauðsynlegt að lofta út. Hugsanlega átti kuldinn að hjálpa áhorfendum að komast inn í kaldan veruleika persónanna í leik- ritinu, en þar sem kuldinn dró at- hygli Víkverja frá leikritinu hafði hann a.m.k. öfug áhrif í hans tilfelli. AÐ undanförnu hafa for- sætis- og fjármálaráðherra brugðist við eðlilegri kröfu öryrkja, aldraðra og fleiri, um hækkun skattfrelsis- marka með sérkennilegu yfirlæti og hreinu rugli. Þeir fullyrða t.d. að hér sé besta velferðarkerfi í heimi. Samkvæmt fjölþjóð- legum samanburðar- skýrslum hefur Ísland ver- ið lægst Norðurlanda á þessu sviði frá 1964 og er nú varla hálfdrættingur á við Dani og Svía. Þar að auki er íslenska húsnæðis- stefnan hrein markaðs- stefna sem gengur út frá því að húsnæði sé fjárfest- ing en ekki félagsleg nauð- syn. Þetta þýðir stöðuga endurfjármögnun húsnæð- isins með linnulausri skuld- setningu. Í júnílok voru skuldir íslenskra heimila 734 milljarðar króna og höfðu þá hækkað um 32 milljarða króna frá áramót- um. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu á jörðinni og það hefur sín áhrif á kaup- máttinn. Út yfir tók þó „útreikn- ingur“ fjármálaráðherrans sem lét út úr sér að fátækt fólk myndi ekkert græða á hækkun skattfrelsismarka því hækkunin mundi aðeins skila 380 krónum af hverj- um þúsund krónum. Þetta er ekki útreikningur heldur útúrsnúningur. Ég tek dæmi af sjálfum mér: Ég fæ 87 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun og tveimur lífeyrissjóðum. Þá eru frádregnar 13 þúsund krónur í skatt. Væru mörk- in hækkuð fengi ég þessar 13 þúsund krónur í hend- urnar. Það er skiljanlegur útreikningur. Auk þessa borgum við virðisauka- skatt, þjónustugjöld og fleira. Er það velferð að hirða einn milljarð króna á ári af fólki með 90 þúsund krónur eða minna á mánuði meðan skattar eru lækkað- ir á hátekjufólki? Jón Kjartansson frá Pálmholti. Áslandsskóli NÝLEGA gerði eitt dag- blaðanna könnun meðal lesenda hvort rétt hefði verið af stjórnvöldum í Hafnarfirði að rifta samn- ingi við Íslensku mennta- samtökin um rekstur Ás- landsskóla. Ósköp er ég hræddur um að almenningur hafi lítið vitað hvað deilan snerist um. Hvergi hafði komið fram í fréttum af málinu hvað olli þessu vandræða- ástandi nema að um sam- starfsörðugleika hefði verið að ræða. Í hverju fólust þeir? Hafði skólastjórinn þar ekki sama vald og tíðkast í öðrum íslenskum skólum? Vissi ekki yfirmaður ÍMS hvaða lög gilda í skóla- stjórnun hér á landi? Í hverju fólst það samkomu- lag sem samningsaðilar gerðu upprunalega? Hafði annar hvor aðilinn brotið það samkomulag? Ef svo, í hverju fólst það brot? Upprunalega var talað um að í skólanum yrði unn- ið eftir ákveðinni nýrri hug- myndafræði. Í hverju fólst sú hugmyndafræði? Meiri aga og siðprýði nemenda? Fór skólastjórinn kannski ekki eftir þeirri hugmynda- fræði sem samið hafði verið um fyrirfram að unnið yrði eftir? Margar spurningar koma í hugann, engin svör hafa fengist og því ómögu- legt fyrir almenning að taka þátt í skoðanakönnun um það. Ætli það sé líka svo í mörgum öðrum skoðana- könnunum? Eða í viðhorfi fólks til stjórnmálaflokka eða einstakra stjórnmála- manna? Og í atkvæða- greiðslu okkar í kosningum til sveitarstjórna og Al- þingis? Einn sem skilar auðu. Útsala Verðlistans ÉG fór á útsöluna hjá Verð- listanum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þar fékk ég frábæra þjónustu og verðið var ótrúlega gott. Ég fór út með 3 jakka og pils en þeg- ar ég er komin hálfa leið heim uppgötva ég að ég gleymdi að kaupa vesti sem ég var búin að velja og sneri þá við. Þegar í versl- unina var aftur komið hafði sú sem afgreiddi mig tekið eftir að ég hafði gleymt vestinu og tekið það til hlið- ar fyrir mig. Vil ég þakka henni hjartanlega fyrir. Kristín. Tapað/fundið Svartir hælbandaskór týndust TÁMJÓIR, svartir hæl- bandaskór týndust á leið frá Hafþóri skósmiði í Garðastræti, á leið í Þing- holtin fyrir um 2 vikum. Þeir eru rauðir að innan og svartir að utan með lágum mjóum hæl. Skilvís finn- andi hafi samband við Sig- rúnu í síma 693 6633. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Ruglað um skattfrelsismörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.