Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ afmælisafsláttur -25% af Zeiss kontaktlinsum -25% af nýjum sjónglerjum OPTICAL STUDIO SMÁRALIND SIMI 528 8500 PX LE T U R V A L • 102 10. TIL 13. OKTÓBER ATVINNULEYSI á Suðurnesjum í september svarar til þess að 193 hafi verið án atvinnu allan mánuðinn. Meira atvinnuleysi er nú á Suður- nesjum en á nokkru öðru svæði landsins, utan höfuðborgarsvæðis- ins, og atvinnuleysi er hvergi meira meðal kvenna. Það sem af er októ- ber hefur þeim sem eru án vinnu á Suðurnesjum fjölgað hratt og voru í gær 284. Í yfirliti Vinnumálastofnunar kemur fram að í september voru að meðaltali 193 án vinnu á Suðurnesj- um. Samsvarar það 2,3% af mannafla á vinnumarkaði. Eru Suð- urnesin þar í öðru sæti á eftir höf- uðborgarsvæðinu þar sem atvinnu- leysi mældist 2,6%. Í mánuðinum voru 3,2% kvenna án atvinnu og er það mesta atvinnuleysi meðal kvenna á landinu. Karlarnir voru hins vegar í öðru sæti, með 1,6% at- vinnuleysi. Venjulega fækkar á atvinnuleys- isskrá frá ágúst til september en á Suðurnesjum fjölgaði hins vegar um 20 á skrá á þessum tíma, miðað við meðaltal mánaðarins, þar af voru 17 konur. Ef litið er til þróunarinnar frá septembermánuði á síðasta ári sést að síðan hefur atvinnuleysi á Suðurnesjum fjórfaldast. Í lok sept- ember var í fyrra voru 63 á atvinnu- leysisskrá en voru orðnir 242 í lok nýliðins mánaðar. Síðan hefur fjölg- að á skrá og í gær var talan komin upp í 284, að því er fram kemur í töflu á heimasíðu Vinnumálastofn- unar. Mesta atvinnuleysið er í Reykja- nesbæ, eins og fram kemur á með- fylgjandi töflu. Þar af voru 189 án vinnu í Reykjanesbæ, 14-16 í Grindavík, Sandgerði og Garði og 7 í Vogum. Kortleggja stöðuna Fram hefur komið í fréttum blaðsins að uppsagnir og breytingar á vinnufyrirkomulagi hafa verið hjá stórum vinnuveitendum í flugstöð- inni og hjá verktökum á Keflavík- urflugvelli. Þá hefur útgerð dregist saman. Síðast má nefna uppsagnir alls starfsfólks í glugga- og hurð- averksmiðju BYKO í Njarðvík. Áhrifin af þessum uppsögnum eru ekki að fullu komin fram í atvinnu- leysistölum og er því búist við hækkandi tölum áfram. Ólafur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA), segir að blikur séu á lofti í atvinnumálum svæðisins. Hann seg- ir nauðsynlegt að kortleggja betur núverandi stöðu og í þá vinnu verði ráðist með Svæðisvinnumiðlun Suð- urnesja. Hann segir að á Suðurnesjum séu tiltölulega fáir en stórir vinnuveit- endur. Þegar illa ári hjá þeim og grípa þurfi til ráðstafna í rekstri verði áhrifin mjög slæm. Því hafi verið unnið að því að auka fjöl- breytni í atvinnulífinu. Ólafur segir að ýmislegt jákvætt sé að gerast í atvinnulífinu á svæð- inu en því miður séu ekki til neinar skyndilausnir þegar stór áföll verði eins og nú séu að dynja yfir. Hann nefnir fréttir um að Saltverksmiðjan á Reykjanesi verði fljótlega gang- sett að nýju. Þá bindi menn vonir við að framkvæmdir við undirbúning byggingar stálverksmiðju í Helgu- vík geti hafist upp úr áramótum. Byrja þarf á því að sprengja fyrir lóð og segir Ólafur að það sé tals- verð framkvæmd. Þá hefjist vonandi á næstunni framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar. Fjórfalt meira atvinnuleysi en á sama tíma á síðasta ári 284 einstaklingar eru nú án vinnu                                     !         "  # $  %  %               &' ' ' ' ( )  *   + $,    ) ##  - & -. / & - . 01 / /     2324  # $  Suðurnes EFNT hefur verið til samkeppni um nafn á nýja sorpbrennslustöð Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja sf. í Helguvík. Á fundi nýrrar stjórnar Sorpeyð- ingarstöðvarinnar voru kynnar hug- myndir að nýju merki og listskreyt- ingu við nýju stöðina, auk nafnasamkeppninnar. Fram kemur að nafn stöðvarinnar á að vera lag- gott og þjált í munni. Æskilegt er að það hafi skírskotun til umhverfisins eða starfseminnar. Fyrir bestu til- löguna að mati dómnefndar verða veittar 50.000 kr. í verðlaun. Skila skal tillögum til skrifstofu Sorpeyð- ingarstöðvarinnar í Njarðvík fyrir 1. nóvember næstkomandi. Samkeppni um nafn á sorpstöð Helguvík „Atvinnuveit- endur þurfa að taka sig á“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Konur eru áhugasamari um að efla þekkingu sína og færni, að sögn forstöðumanns Miðstöðvar símenntunar. Hér er Skúli Thoroddsen í hópi þriggja rekstrarfræðinema, talið frá vinstri: Lilja Samúelsdóttir, Karítas Sara Gunnarsdóttir og Ágústa Guðmarsdóttir. HEILDARFJÖLDI þátttakenda hjá Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum (MSS) jókst mjög sl. vor og ekkert bendir til annars en þátt- taka verði einnig góð nú á nýbyrj- aðri haustönn. Skúli Thoroddsen forstöðumaður sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að þátttaka starfsmenntasjóða samtaka at- vinnulífsins og launþegasamtak- anna, Starfsafls og LandsMenntar, væri að skila sér í aukinni þátttöku í starfstengdu námi. „Einnig er vaxandi skilningur á því að hvers kyns námskeiðshald í óbeinum tengslum við starf sé leið til aukinnar símenntunar í þágu at- vinnulífsins síðar. Þetta helst í hendur og margir atvinnurekendur hafa skilning á þessu en þeir þyrftu að vera fleiri,“ sagði Skúli. 60 fjarnemar stunda háskólanám gegnum MSS Þróunin hefur einnig orðið sú að æ fleiri nemendur stunda fjarnám um gagnvirkan fjarkennslubúnað hjá miðstöðinni og er fjöldi fjar- nema á háskólastigi nú 60. Byrjað var að bjóða upp á fjarnám í ferða- málafræði með nokrum nemum ár- ið 1998, þá í samvinnu við Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar. Nokkru síðar óskaði Heilbrigðisstofunun Suðurnesja eftir því að MSS kannaði möguleika á fjarnámi í hjúkrunarfræði frá Há- skólanum á Akureyri vegna skorts á hjúkrunarfræðingum við stofn- unina, en slíkt nám var þá hafið á Ísafirði. Samkomulag tókst á milli MSS og HA og haustið 2000 hófu 15 nemendur á Suðurnesjum nám í hjúkrun. Umræðan hafði auk þess ýtt úr vör öðrum 20 nemendum í fjarnámi í viðskipta- og rekstr- arfræði við HA við miðstöðina. Að sögn Skúla voru mörg ljón í vegi hins nýbyrjaða fjarnáms. „Við þurftum að glíma við ýmsa byrj- unarörðugleika, aðallega tækni- hindranir, sem olli því að ýmsir héldu að sér höndum. Hvað sem því leið varð þróunin ekki stöðvuð, fjarnámið var að kveða sér hljóðs um allt land sem raunverulegur kostur í heimabyggð. Seinna bætt- ust leikskólakennarar við og vonir standa til þess að hægt verði að bjóða grunnskólakennurum upp á fjarnám héðan. Á meðan nýta þeir sér námsaðstöðuna hjá miðstöðinni. Það er mjög mikilvægt fyrir svæðið að geta boðið upp á fjarnám í heimabyggð, það eykur líkurnar á því að við höldum þessu fólki í byggðarlaginu, en menntunarstigið á svæðinu er of lágt auk þess sem brottfallið úr framhaldsskólanum er of mikið,“ sagði Skúli. Konur mun fleiri en karlar Fjöldi almennra námskeiða verð- ur í boði hjá MSS í vetur og að sögn Skúla er það mest hinn almenni borgari sem sækir sér menntun á námskeiðunum. „Fyrirtækin eru því miður ekki nógu dugleg að senda starfsmenn sína á námskeið þó vissulega séu hér fyrirtæki sem gera sér grein fyrir mikilvægi símenntunar. Stórir atvinnuveitendur eins og sveit- arfélögin þufa að gera betur. Það er líka áberandi hvað konur eru áhugasamari um að efla þekk- ingu sína og færni. Karlar standa þeim langt að baki. Mér virðist sama þróunin vera í fullorðinsfræðslunni og í Háskóla Íslands þar sem sókn kvenna er meiri en karla. Hjá okkur eru karl- ar aðeins um 25% þátttakenda á námskeiðum,“ sagði Skúli. Keflavík Þátttaka eykst stöðugt í nám- skeiðum Miðstöðvar símenntunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.