Morgunblaðið - 12.10.2002, Page 18
SUÐURNES
18 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
afmælisafsláttur
-25%
af Zeiss kontaktlinsum
-25%
af nýjum sjónglerjum
OPTICAL STUDIO SMÁRALIND SIMI 528 8500
PX
LE
T
U
R
V
A
L
• 102
10. TIL 13. OKTÓBER
ATVINNULEYSI á Suðurnesjum í
september svarar til þess að 193 hafi
verið án atvinnu allan mánuðinn.
Meira atvinnuleysi er nú á Suður-
nesjum en á nokkru öðru svæði
landsins, utan höfuðborgarsvæðis-
ins, og atvinnuleysi er hvergi meira
meðal kvenna. Það sem af er októ-
ber hefur þeim sem eru án vinnu á
Suðurnesjum fjölgað hratt og voru í
gær 284.
Í yfirliti Vinnumálastofnunar
kemur fram að í september voru að
meðaltali 193 án vinnu á Suðurnesj-
um. Samsvarar það 2,3% af
mannafla á vinnumarkaði. Eru Suð-
urnesin þar í öðru sæti á eftir höf-
uðborgarsvæðinu þar sem atvinnu-
leysi mældist 2,6%. Í mánuðinum
voru 3,2% kvenna án atvinnu og er
það mesta atvinnuleysi meðal
kvenna á landinu. Karlarnir voru
hins vegar í öðru sæti, með 1,6% at-
vinnuleysi.
Venjulega fækkar á atvinnuleys-
isskrá frá ágúst til september en á
Suðurnesjum fjölgaði hins vegar um
20 á skrá á þessum tíma, miðað við
meðaltal mánaðarins, þar af voru 17
konur. Ef litið er til þróunarinnar
frá septembermánuði á síðasta ári
sést að síðan hefur atvinnuleysi á
Suðurnesjum fjórfaldast. Í lok sept-
ember var í fyrra voru 63 á atvinnu-
leysisskrá en voru orðnir 242 í lok
nýliðins mánaðar. Síðan hefur fjölg-
að á skrá og í gær var talan komin
upp í 284, að því er fram kemur í
töflu á heimasíðu Vinnumálastofn-
unar.
Mesta atvinnuleysið er í Reykja-
nesbæ, eins og fram kemur á með-
fylgjandi töflu. Þar af voru 189 án
vinnu í Reykjanesbæ, 14-16 í
Grindavík, Sandgerði og Garði og 7 í
Vogum.
Kortleggja stöðuna
Fram hefur komið í fréttum
blaðsins að uppsagnir og breytingar
á vinnufyrirkomulagi hafa verið hjá
stórum vinnuveitendum í flugstöð-
inni og hjá verktökum á Keflavík-
urflugvelli. Þá hefur útgerð dregist
saman. Síðast má nefna uppsagnir
alls starfsfólks í glugga- og hurð-
averksmiðju BYKO í Njarðvík.
Áhrifin af þessum uppsögnum eru
ekki að fullu komin fram í atvinnu-
leysistölum og er því búist við
hækkandi tölum áfram.
Ólafur Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofu Reykjanesbæjar
(MOA), segir að blikur séu á lofti í
atvinnumálum svæðisins. Hann seg-
ir nauðsynlegt að kortleggja betur
núverandi stöðu og í þá vinnu verði
ráðist með Svæðisvinnumiðlun Suð-
urnesja.
Hann segir að á Suðurnesjum séu
tiltölulega fáir en stórir vinnuveit-
endur. Þegar illa ári hjá þeim og
grípa þurfi til ráðstafna í rekstri
verði áhrifin mjög slæm. Því hafi
verið unnið að því að auka fjöl-
breytni í atvinnulífinu.
Ólafur segir að ýmislegt jákvætt
sé að gerast í atvinnulífinu á svæð-
inu en því miður séu ekki til neinar
skyndilausnir þegar stór áföll verði
eins og nú séu að dynja yfir. Hann
nefnir fréttir um að Saltverksmiðjan
á Reykjanesi verði fljótlega gang-
sett að nýju. Þá bindi menn vonir við
að framkvæmdir við undirbúning
byggingar stálverksmiðju í Helgu-
vík geti hafist upp úr áramótum.
Byrja þarf á því að sprengja fyrir
lóð og segir Ólafur að það sé tals-
verð framkvæmd. Þá hefjist vonandi
á næstunni framkvæmdir við
breikkun Reykjanesbrautar.
Fjórfalt meira atvinnuleysi en á sama tíma á síðasta ári
284 einstaklingar
eru nú án vinnu
!
"
# $
%
%
&'
'
'
'
(
)
*
+ $,
) ##
-
&
-.
/
&
-
.
01
/
/
2324
# $
Suðurnes
EFNT hefur verið til samkeppni um
nafn á nýja sorpbrennslustöð Sorp-
eyðingarstöðvar Suðurnesja sf. í
Helguvík.
Á fundi nýrrar stjórnar Sorpeyð-
ingarstöðvarinnar voru kynnar hug-
myndir að nýju merki og listskreyt-
ingu við nýju stöðina, auk
nafnasamkeppninnar. Fram kemur
að nafn stöðvarinnar á að vera lag-
gott og þjált í munni. Æskilegt er að
það hafi skírskotun til umhverfisins
eða starfseminnar. Fyrir bestu til-
löguna að mati dómnefndar verða
veittar 50.000 kr. í verðlaun. Skila
skal tillögum til skrifstofu Sorpeyð-
ingarstöðvarinnar í Njarðvík fyrir 1.
nóvember næstkomandi.
Samkeppni
um nafn á
sorpstöð
Helguvík
„Atvinnuveit-
endur þurfa
að taka sig á“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Konur eru áhugasamari um að efla þekkingu sína og færni, að sögn
forstöðumanns Miðstöðvar símenntunar. Hér er Skúli Thoroddsen í
hópi þriggja rekstrarfræðinema, talið frá vinstri: Lilja Samúelsdóttir,
Karítas Sara Gunnarsdóttir og Ágústa Guðmarsdóttir.
HEILDARFJÖLDI þátttakenda hjá
Miðstöð símenntunar á Suð-
urnesjum (MSS) jókst mjög sl. vor
og ekkert bendir til annars en þátt-
taka verði einnig góð nú á nýbyrj-
aðri haustönn. Skúli Thoroddsen
forstöðumaður sagðist í samtali við
Morgunblaðið telja að þátttaka
starfsmenntasjóða samtaka at-
vinnulífsins og launþegasamtak-
anna, Starfsafls og LandsMenntar,
væri að skila sér í aukinni þátttöku
í starfstengdu námi.
„Einnig er vaxandi skilningur á
því að hvers kyns námskeiðshald í
óbeinum tengslum við starf sé leið
til aukinnar símenntunar í þágu at-
vinnulífsins síðar. Þetta helst í
hendur og margir atvinnurekendur
hafa skilning á þessu en þeir þyrftu
að vera fleiri,“ sagði Skúli.
60 fjarnemar stunda
háskólanám gegnum MSS
Þróunin hefur einnig orðið sú að
æ fleiri nemendur stunda fjarnám
um gagnvirkan fjarkennslubúnað
hjá miðstöðinni og er fjöldi fjar-
nema á háskólastigi nú 60. Byrjað
var að bjóða upp á fjarnám í ferða-
málafræði með nokrum nemum ár-
ið 1998, þá í samvinnu við Markaðs-
og atvinnumálaskrifstofu Reykja-
nesbæjar. Nokkru síðar óskaði
Heilbrigðisstofunun Suðurnesja
eftir því að MSS kannaði möguleika
á fjarnámi í hjúkrunarfræði frá Há-
skólanum á Akureyri vegna skorts
á hjúkrunarfræðingum við stofn-
unina, en slíkt nám var þá hafið á
Ísafirði. Samkomulag tókst á milli
MSS og HA og haustið 2000 hófu 15
nemendur á Suðurnesjum nám í
hjúkrun. Umræðan hafði auk þess
ýtt úr vör öðrum 20 nemendum í
fjarnámi í viðskipta- og rekstr-
arfræði við HA við miðstöðina.
Að sögn Skúla voru mörg ljón í
vegi hins nýbyrjaða fjarnáms. „Við
þurftum að glíma við ýmsa byrj-
unarörðugleika, aðallega tækni-
hindranir, sem olli því að ýmsir
héldu að sér höndum. Hvað sem því
leið varð þróunin ekki stöðvuð,
fjarnámið var að kveða sér hljóðs
um allt land sem raunverulegur
kostur í heimabyggð. Seinna bætt-
ust leikskólakennarar við og vonir
standa til þess að hægt verði að
bjóða grunnskólakennurum upp á
fjarnám héðan. Á meðan nýta þeir
sér námsaðstöðuna hjá miðstöðinni.
Það er mjög mikilvægt fyrir
svæðið að geta boðið upp á fjarnám
í heimabyggð, það eykur líkurnar á
því að við höldum þessu fólki í
byggðarlaginu, en menntunarstigið
á svæðinu er of lágt auk þess sem
brottfallið úr framhaldsskólanum
er of mikið,“ sagði Skúli.
Konur mun
fleiri en karlar
Fjöldi almennra námskeiða verð-
ur í boði hjá MSS í vetur og að sögn
Skúla er það mest hinn almenni
borgari sem sækir sér menntun á
námskeiðunum.
„Fyrirtækin eru því miður ekki
nógu dugleg að senda starfsmenn
sína á námskeið þó vissulega séu
hér fyrirtæki sem gera sér grein
fyrir mikilvægi símenntunar. Stórir
atvinnuveitendur eins og sveit-
arfélögin þufa að gera betur.
Það er líka áberandi hvað konur
eru áhugasamari um að efla þekk-
ingu sína og færni.
Karlar standa þeim langt að
baki. Mér virðist sama þróunin vera
í fullorðinsfræðslunni og í Háskóla
Íslands þar sem sókn kvenna er
meiri en karla. Hjá okkur eru karl-
ar aðeins um 25% þátttakenda á
námskeiðum,“ sagði Skúli.
Keflavík
Þátttaka eykst stöðugt í nám-
skeiðum Miðstöðvar símenntunar