Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Löngum bar hann létta brá lífs á göngu sinni, Jóhannes því ennþá á ást í minningunni. Mín hinsta kveðja til Jóhannesar Björnssonar er einlæg og stutt. Jói fluttist ungur með foreldrum sínum og systkinum til Akureyrar, þaðan voru æskuminningar hans. Í útliti var Jói glæsilegur og mikið snyrtimenni. Hann bar gæfu til að eignast sex börn með fjórum kon- um. Elst er Berghildur, hún á fjögur börn: Sigrúnu, Björn, Jón Gest og Gunnar Þór. Næst er Auður Ingi- björg, hún á sex börn: Áslaugu, Helga, Trausta, Fjólu, Eirík Karl, Óla Björn og Ingibjörgu Hörpu. Þriðji er Kristján, hann á þrjú börn: Ingu Sif, Kristján Frey og Evu Guð- rúnu. Oddný Sigrún á líka þrjú börn: Evu Lín, Heiðu Margréti og Jón Trausta. Fimmti í röðinni er Jón Már og sonur hans Ingi Snær. Yngstur er Einar Örn, aðeins 17 ára, missir hans er sár. Það er glæsilegt að eiga 17 mann- vænleg barnabörn, sem um margt JÓHANNES BJÖRNSSON ✝ Jóhannes Björns-son fæddist í Goðdölum í Lýtings- staðahreppi í Skaga- firði 8. september 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavík- ur 21. september síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Njarð- víkurkirkju 2. októ- ber. svipar til afa gamla. Jói var víðförull maður, ungur hélt hann vestur um haf til Ameríku, dvaldi þar í fimm ár og lauk m.a. herþjónustunámi, áður en hann sneri heim til Íslands og festi sitt ráð. Síðari heimsreisa Jóa var til Ástralíu og stóð rúmt ár. Að henni lokinni settist hann hér að til frambúðar. Aðalvinnuveitandi Jóa var Varnarliðið og vinnusvæðið Keflavíkurflugvöllur. Jói sá um margvísleg innkaup og eftirlitsstörf fyrir herinn. Starfs- maður var hann góður. Ég kynntist Jóa fyrst fyrir rúm- um 40 árum. Þá kom hann í heim- sókn til frænku sinnar, sem hefur lagt á sig að búa með mér í hart nær hálfa öld. Eftir fyrstu kynnin voru heimsóknir Jóa árvissar og við Edda heimsóttum hann oft bæði til Reykjavíkur og Njarðvíkur, þar sem síðasta heimili hans og Helgu var. Í félagsskap Jóa leið öllum vel. Ég er þakklátur fyrir okkar kynni og þó ég sakni hins hæfileikaríka drengs þá má gleðjast yfir því að baráttan við ógnvaldinn varð ekki lengri en raun varð á. Helgu og Einari, ásamt öllum börnum og aðstandendum óskum við Edda allrar blessunar með okk- ar dýpstu samúðarkveðjum. Guð blessi minningu Jóhannesar Björnssonar. Pálmi Jónsson. Anna mín, mig lang- ar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þeg- ar ég kynntist þér bjugguð þið Ólafur á Skúlagötunni í Borgar- nesi. Mér fannst þú glæsileg kona, alltaf vel til höfð, ákveðin og vissir svo vel hvað þú vildir. Stjórnaðir fjölskyldunni með röggsemi og varst óþreytandi í að kalla hana saman við öll möguleg tækifæri. Galdraðir fram stórveislur með annarri hendinni og sinntir barnabörnunum með hinni. Í öllu fjörinu varst þú nægilega kærulaus til að hafa gaman af öllu saman, veltir þér ekki upp úr áhyggjum af eldhúsi fullu af óuppvöskuðu eld- hústaui eða rykló úti í hornum. Viss- ir sem var að nógur tími væri til slíkra verka þegar gestirnir hyrfu á braut. Þess á milli flakkaðir þú með Ólafi heimshorna á milli og komst heim með ferskan blæ af framandi löndum og fullar innkaupatöskur. Þrátt fyrir þetta annríki áttirðu alltaf tíma aflögu fyrir barnabörnin enda þykir þeim mjög vænt um þig og bera mikla virðingu fyrir þér. Þú varst afskaplega frjáls og sjálfstæð kona. Ef þú værir af minni kynslóð værir þú án efa sprenglærð. Kimi var þitt höfuðból, þar varst þú drottningin og þú varst í essinu þínu þegar þér tókst að smala fjöl- skyldunni saman þar. Enda er af- raksturinn eftir því, systkinin eru einstaklega samrýnd og það er aldr- ei hlegið eins mikið og þegar „Skúlagötufjölskyldan“ kemur sam- an! Í garðinum í Kima náðum við oft vel saman, við gengum um og skoð- uðum framvinduna í gróðrinum, ANNA INGADÓTTIR ✝ Anna Ingadóttirfæddist í Reykja- vík 29. apríl 1929. Hún lést á Landspít- alanum 1. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 11. október. reyttum frá skógar- plöntunum og skipu- lögðum næstu gróður- setningar og grisjanir. Innst inni hafði ég þó alltaf á tilfinningunni að þú þyrftir í raun enga hjálp, þú vissir þetta jafnvel og ég, en hafðir gaman af að spjalla um þetta sam- eiginlega áhugamál okkar. Anna mín, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þú varst einstök kona og góð fyrirmynd dætrum okkar og reyndar öllum dætrum. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og kveð þig með söknuði. Ingibjörg Kristjánsdóttir. Elsku amma mín. Núna þegar þú ert farin fer maður að hugsa um hvað lífið er mikils virði og í raun- inni allt sem maður gerir. Þegar mamma sagði mér að þú værir dáin skildi ég ekki hvað hún var að segja. Mér fannst það bara ekki hægt. Það var ekki fyrr en við vorum komin út í bíl á leiðinni til Huldu frænku sem ég gerði mér ljóst að þú værir farin, og kæmir aldrei aftur. Og ég náði ekki einu sinni að segja bless við þig í síðasta sinn. Ég vil því nota tæki- færið sem ég hef núna, amma mín, og kveðja þig. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og takk fyrir að hafa verið amma mín. Anna Rakel Ólafsdóttir. Elsku amma. Okkur leið hræði- lega illa þegar við fréttum að þú værir dáin. Við grétum öll. Nú get- um við ekki heimsótt þig lengur og nú er afi einn og vantar þig. Við ætl- um að vera dugleg að heimsækja hann. Hafðu það gott í himnaríki, amma, við munum aldrei gleyma þér. Birta og Ólafur Orri Ólafsbörn. Heimurinn er sem hálagler. Nú þegar Helgi Kristbjarnarson er dá- inn vil ég votta minn- ingu hans virðingu mína. Við kynntumst sem unglingar, urð- um samferða í skóla til stúdentsprófs og vorum þá löngu orðnir góðir vinir. Einhver samhljómur í hugum okkar, hugsunum og afstöðu var grundvöll- ur vináttunnar. En auk þess var Helgi svo frjór í hugsun að mér var unun að samvist- um með honum. Ekki barst hann mikið á né kallaði eftir athygli. Þeim mun frumlegri og frjórri var hugsun hans sem hann var öðrum hlédræg- ari. Heimili foreldra Helga stóð fé- lögum hans opið. Þar var okkur tekið sem vitsmunaverum. Kristbjörn Tryggvason ræddi við okkur um hvaðeina og hlustaði á skoðanir okk- ar. HELGI KRISTBJARNARSON ✝ Helgi Kristbjarn-arson fæddist í Reykjavík 25. júní 1947. Hann lést á heimili sínu 30. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 10. október. Snemma á mennta- skólaárunum skall á kreppa í fjölskyldu minni þegar eldri bróðir minn varð geðveikur. Enn nú, tæpum fjörutíu árum seinna, er erfitt að taka á slíkum málum og finna góða umönnun fyrir geiðveik ung- menni. Ég sagði Helga vini mínum frá vandræðum okkar. Hann leiddi mig á fund föður síns sem tók mér opnum örmum og hjálpaði okkur að koma bróður mínum undir læknis- hendur. Eftir þetta hef ég staðið í þakkar- skuld við Helga og Kristbjörn. Þakk- arskuldin bættist ofan á vináttuna sem fyrir var og jók við hana. Eftir að Helgi var farinn að starfa sem geðlæknir gerðist það nokkrum sinnum þegar fólk nákomið mér lenti í sálarkreppu að ég leitaði til Helga og bað hann um að ræða við viðkom- andi og reyna að hjálpa honum að finna leið út úr kreppunni. Alltaf brást hann vel við. Nokkrum sinnum hafa viðkomandi einstakling- ar sagt mér frá því hvernig afskipti Helga urðu þeim til hjálpar og hve mannlegur og hlýr hann var í viðmóti. Eitt sinn sem oftar á menntaskóla- árunum taldi ég mig hafa fengið góða hugmynd. Helgi féllst á að hugmynd- in væri góð. „En það er enginn skort- ur á góðum hugmyndum heldur er skortur á fólki sem getur komið góð- um hugmyndum í verk,“ sagði Helgi. Og hann kunni svo sannarlega að fylgja eftir snjöllum hugmyndum og hafði yndi af því að hrinda þeim í framkvæmd. Fjölmörg dæmi mætti telja, allt frá hugmyndum um vísinda- legar framfarir til stofnunar Völu- skríns, verslunar með þroskaleikföng barna, stofnunar áhugaleikhúss og hátæknifyrirtækisins Flögu. Það var mér mikil gæfa að eiga Helga að samferðamanni og vini. Að sama skapi syrgi ég hann og mun sakna. Hjörleifur Stefánsson. Við minnumst Helga Kristbjarnar- sonar sem mikils frumkvöðuls og samstarfsmanns á sviði heilbrigðis- tækninnar. Hann stýrði uppbyggingu eins glæsilegasta heilbrigðistækni- fyrirtækis hér á landi og þótt víðar væri leitað. Helgi var virkur í rann- sóknum og tók þátt í stefnumótun og uppbyggingu á heilbrigðistæknisviði m.a. á vegum Heilbrigðistæknifélags Íslands og Heilbrigðistæknivett- vangs. Hann naut virðingar fyrir störf sín og var öðrum fyrirmynd í þessum málum. Við þökkum fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf og sendum fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Baldur Þorgilsson og Þórður Helgason. ✝ Jón SvanbergKarlsson fædd- ist á Fitjum í Stað- ardal í Stranda- sýslu 11. júní 1931. Hann lést á LSH í Fossvogi 3. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Pétur Karl Jónsson frá Víðivöllum, f. 22. júní 1899, d. 23. október 1968, og Guðrún Níelsdóttir frá Goðdal, f. 8. júní 1894, d. 19. janúar 1989. Systkini Jóns Svan- bergs eru Katrín, f. 24. ágúst 1926, d. 7. júní 1997, Ingi Níels, f. 21. mars 1929, d. 19. maí 1976, Pétur Hoffmann, f. 1. apr- íl 1936, og Eggert Sigurðs, f. 1. apríl 1936. Fósturbróðir Jóns Svanbergs er Kristján Jóhanns- son, f. 13. október 1945. Hinn 6. janúar 1962 kvæntist Jón Svanberg Kristínu Guð- mundsdóttur, f. 8. mars 1941, frá Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu. Börn þeirra eru: 1) Rúnar Karl, f. 22. apríl 1962, sambýliskona Kristín Erla Guð- mundsdóttir, f. 30. september 1967, og eiga þau þrjú börn, Svanberg Má, f. 1986, Erlu Rún, f. 1991, og Kristin Frey, f. 1996. 2) Guðmundur, f. 16. september 1963. 3) Agnar, f. 30. júní 1966, fyrri kona Ólöf Jónsdóttir, skilin 1998, þau eiga tvö börn sam- an, Önnu Kristínu, f. 1993, og Hörpu Hrönn, f. 1996. Nú- verandi sambýlis- kona er Soffía Rut Jónsdóttir, f. 3. desember 1966, og áttu þau eitt barn, Anítu Örnu, f. 2001, d. 2001, og tvö börn Soffíu, Ásmund Hjört og Dagbjörtu Þóreyju, bæði f. 1995. 4) Óskírð dóttir, f. 6. maí 1972, d. 7. maí 1972. 5) Kjartan, f. 20. mars 1974, eiginkona Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir, f. 6. febrúar 1972, og eiga þau eitt barn, Anton Huga, f. 1999. Jón ólst upp í foreldrahúsum og starfaði ýmislegt um ævina, en lengstum var hann bóndi á Breiðabólstað í Dalasýslu og jafnframt sláturhússtjóri á haustin í Búðardal í yfir 20 ár. Útför Jóns Svanbergs verður gerð frá Kvennabrekkukirkju í Dalasýslu í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Degi er farið að halla og rökkur færist yfir borgina. Hann Jón tengdafaðir minn hefur kvatt þennan heim eftir löng og ströng veikindi. Hans er sárt saknað. Það var alltaf mikil gleði á heimilinu þegar heyrðist í jeppanum hans afa. „Afi er kominn, afi er kom- inn,“ kallaði lítill snáði. „Mamma, gefum afa kaffi.“ Hann afi Jón kom oft til okkar bara svona til að kíkja, hann stoppaði ekki lengi og sagðist verða að vaska upp áður en frúin kæmi heim. Svo glotti hann. Ætli það hafi ekki verið Leiðarljós sem togaði í hann heim frekar en uppvaskið. En auðvitað veit ég ekkert um það. Í vasanum hafði hann smápen- inga sem hann gaukaði að litlum manni. Eitt sinn sagði hann: „Heyrðu, Anton Hugi, er það satt sem frændi þinn sagði mér að þú viljir ekkert nema bréfpeninga?“ Sá stutti brosti bara og skildi ekk- ert hvað afi var að segja og hélt áfram að vera glaður yfir smápen- ingunum frá afa. Mínar fyrstu minningar um Jón eru frá því fyrir tæpum tíu árum þegar ég kom með Kjartani að Breiðabólstað. Óneitanlega fór um mig dálítill kvíði þegar bærinn nálgaðist, veðrið var gott og Jón var að heyja en eitthvað hafði bil- að og Kjartan ákvað að renna heim til að aðstoða pabba sinn við viðgerðina. Auðvitað vildi Jón vita eitthvað um hagi mína og fljótlega var ljóst að hann þekkti föður minn og afa mína. Eftir það skorti okkur Jón ekki umræðuefni. Þær voru margar sögurnar sem hann gat sagt mér frá fornu fari og gaman var að spjalla um sveitina því það þótti okkur báðum sér- staklaga gaman, enda miklir sveitamenn í okkur. Smala- mennskur voru einnig ákaflega tíð- ræddar hjá okkur, og sitt sýndist nú hvoru og auðvitað héldum við uppi örlitlum hrepparíg, ég úr Norðurárdalnum þar sem hann þekkti marga og hann úr Suð- urdölunum. Ég sagði honum auð- vitað að við Norðdælingarnir ætt- um að halda smalanámskeið fyrir Dalamennina en hann var ekki sama sinnis og taldi því vera öfugt farið. Eftir að Jón veiktist fórum við oft með Anton Huga niður á sjúkrahús til hans og alltaf brosti hann sínu blíðasta og sýndi litla manni mikla athygli með því að strjúka honum og benda á mynd- ina sem sá stutti hafði teiknað handa afa. Í fyrstu var sá stutti svolítið hræddur við öll þessi tæki sem voru hjá afa en þau gleymdust fljótt og á hverjum degi sagði hann: „Fara til afa núna, þegar leikskólinn er búinn.“ Var það ekki síður að þakka gæsku og alúð starfsfólks gjörgæslu Landspítal- ans sem bjó einstaklega vel að okkur öllum og gátu lítil hjörtu treyst á hluti eins og að fá alltaf kexköku þegar komið var í heim- sókn. Jón var einstaklega mikill barnakarl og fylgdist vel með framförum barnabarna sinna og þroska þeirra og þótti honum mik- ið til þess koma í vor þegar Anton Hugi, litla borgarbarnið, sagði við hann: „Afi, veistu hvaðan mjólkin kemur?“ „Nei,“ sagði afi. „Frá kúnum,“ sagði þá sá stutti og auð- vitað var afi frá sér numinn og sá stutti æstist allur og sagði afa þetta oft í þessari heimsókn. Þeg- ar afi var að fara frá okkur fór Anton Hugi fram í forstofu og náði í skóna hans, húfuna og stafinn, svona afa til hægðarauka. Það er ekki langur tími af mannsævinni, tæp tíu ár, og hefði ég svo gjarnan viljað vera hluti af lífi hans lengur. Jón var góður maður, hann lagði ávallt gott til manns á jákvæðan hátt. Við fjöl- skyldan eigum eftir að sakna sárt allra þessara góðu stunda með afa. Elsku Kristín, Kjartan, Agnar, Guðmundur, Rúnar og fjölskyldur, megi algóður Guð veita ykkur styrk í sorginni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir. JÓN SVANBERG KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.