Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 48
VATNAVEXTIR Á SUÐAUSTURLANDI
48 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HVORKI Þorsteinn Sigfússon,
bóndi á Skálafelli, né tengdafor-
eldrar hans sem hafa búið þar í
um 60 ár, hafa áður séð annan
eins vatnsflaum og var í Kol-
grímu í fyrrinótt og í gær. Þor-
steinn er viss um að jökulhlaup
hafi valdið hinum miklu vatna-
vöxtum.
Um fjögurleytið í fyrradag var
farið að vaxa verulega í ánni og
var vöxturinn mun hraðari en
venjulega. Þegar Þorsteinn og
Þóra Vilborg Jónsdóttir, eig-
inkona hans, brugðu sér af bæ um
klukkan 21:30 urðu þau þó ekki
vör við neitt óvenjulegt. Annað
var upp teningnum þegar þau
sneru til baka um tveimur
klukkustundum síðar. Jökulvatnið
hafði þá flætt upp úr farveginum,
yfir tún og engjar og fært veginn
upp að bænum í kaf og grafið
undan honum á kafla. Þetta sá
Þorsteinn ekki og þegar hann
hugðist aka upp að bænum hall-
aði bíllinn skyndilega til vinstri
og lagðist nánast á hliðina og
urðu þau að klöngrast út um bíl-
stjórahurðina.
„Það var talsverð lífsreynsla að
stökkva út í jökulvatn á stað þar
sem maður átti alls ekki von á
því,“ sagði Þorsteinn í samtali við
Morgunblaðið.
Í birtingu hafði sjatnað veru-
lega í ánni og skemmdirnar komu
í ljós. „Það eru stærðarjakar á
túninu og tjónið er gríðarlegt,
það sýnir sig alltaf betur og bet-
ur. Valllendisbakkar við árfar-
veginn eru horfnir auk þess sem
vegurinn heim að bænum er stór-
skemmdur,“ sagði Þorsteinn.
Vatnið flæmdist yfir um 8-10 ha
og skildi eftir sig grjóthnullunga
og allt að mannhæðarháa ísjaka.
Þá gróf hún út skurði og undan
rafmagnslínum sem voru lagðar í
jörðu í sumar. Þorsteinn telur að
Kolgríma hafi flætt upp fyrir
bakka sína fyrir ofan þrengsli í
árfarveginum um 4-500 metrum
fyrir ofan þjóðveginn. Vatnið hafi
síðan flæmst vestur með veginum
þar til hún gróf hann í sundur á
tæplega 100 metra kafla.
Oddur Sigurðsson, jarðfræð-
ingur hjá Vatnamælingum Orku-
stofnunar, segir að vatnavext-
irnir á þessum slóðum séu líklega
þeir mestu í hálfa öld, eða frá því
að Kolgríma var brúuð. Hann
segir ekki öruggt að um jök-
ulhlaup sé að ræða og bendir á
að Vatnsdalslón hafi verið nánast
tómt 28. september. Það geti þó
vel verið að önnur lón hafi tæmst
en aðalrennslið sé þó væntanlega
vegna úrkomu og bráðnunar.
Morgunblaðið/RAX
Kolgríma bar með sér stærðar ísjaka upp á heimatúnin við Skálafell. Feðgarnir Þorsteinn Sigfússon og Ingi Steinn Þorsteinsson (sitjandi) virða ósköpin fyrir sér ásamt Sigfúsi Jónssyni.
Þorsteinn Sigfússon, bóndi á Skálafelli, teygir sig í gaddavír í 3 metra
hæð þar sem áður stóð girðing á túni. Áin sópaði hvorutveggja burtu.
Ísjakar og grjót-
hnullungar á túnum
Snorri Bjarnason, starfsmaður Vegagerðarinnar í Höfn, skoðar verksummerki eftir hlaupið í Kolgrímu.