Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 33
Í
FRUMVARPI til fjár-
laga er framlag til lög-
reglunnar í Reykjavík
lækkað. Upphæðin er
ekki há, niðurskurður
um 5,6 milljónir. Í huga fjölda
Reykvíkinga hlýtur þessi tillaga
hins vegar að endurspegla ótrú-
legt skilningsleysi, ef ekki metn-
aðarleysi, dómsmálaráðherra í
löggæslumálum höfuðborg-
arinnar. Ef gerð er einföld grein-
ing á þróun löggæslumála í
Reykjavík undanfarin ár er erfitt
að verjast þeirri hugsun að
dómsmálayfirvöld hafi meiri
áhuga á að þyngja refsingar og
verja fjármunum til fangelsa en
aðgerðum til að fækka afbrotum
og koma í veg fyrir glæpi. Það er
vert að staldra við þetta atriði. Í
besta falli er umdeilanlegt hvort
þyngri refsingar og aukinn fjöldi
fanga leiði til öruggara sam-
félags. Til að fækka afbrotum og
koma í veg fyrir glæpi er miklu
nær að leggja áherslu á sýnilega
lögreglu og grenndarlöggæslu.
Lögreglan getur leikið lyk-
ilhlutverk í markvissum for-
vörnum sem hljóta að beinast að
ungu fólki. Mörg athyglisverð
dæmi eru um þetta í Reykjavík
þar sem hverfalögregla hefur
unnið í náinni samvinnu við for-
eldra, skóla, heilbrigðisstarfsfólk
og félagsmálayfirvöld. Þess
vegna er það þyngra en tárum
taki að kostað hafi harmkvæli að
ná fjölda hverfalöggæslumanna
og forvarnarfulltrúa til samræm-
is við það sem hann var fyrir
rúmum tíu árum. Að það hafi
tekist nú í haust er hins vegar
ánægjulegt.
Annað gott dæmi um gjöfult
samstarf frá umliðnum árum er
úr miðborginni. Þar hafa for-
eldrar, kirkjan og Íþrótta- og
tómstundaráð tekið höndum
saman við lögregluna og fleiri
með þeim árangri að unglingar
undir lögaldri sjást varla eftir að
skyggja tekur. Hættuástandið
sem skapaðist um hverja helgi
hefur þokast til betri vegar með
rýmri reglum um opnunartíma
veitingahúsa. Skemmtanaglaðir
Reykvíkingar og gestir þeirra
flykkjast nú ekki allir út úr öld-
urhúsum á sama augnabliki.
Þetta eru dæmi um það að sýni-
leg lögregla, samstarf og mark-
vissar aðgerðir geta skilað
árangri. Til mikils er að vinna.
Niðurskurður í almennri lög-
gæslu ógnar þeim árangri sem
náðst hefur á undanförnum ár-
um og getur komið í veg fyrir að
haldið verði áfram á sömu braut.
Fyrir árið 2001 taldi lögreglan í
Reykjavík að fjölga þyrfti lög-
reglumönnum úr 290 í 303.
Markmiðið var að auka götueft-
irlit með fíkniefnasölum og efla
hverfalöggæslu. Í stað þessarar
aukningar var lögreglunni gert
að fækka lögreglumönnum um
20. Í skýrslu dómsmálaráðherra
til Alþingis síðastliðinn vetur
kom fram að lögreglumenn í
Reykjavík væru 267 í heild en
hefðu verið 242 fyrir tíu árum.
Þetta segir þó ekki alla söguna.
Ef skyggnst er á bak við töl-
urnar kemur í ljós að almennir
lögreglumenn á götum Reykja-
víkur eru ekki aðeins færri en
þeir voru fyrir 10 árum. Þeir eru
færri en fyrir 25 árum.
Bregðum okkur 10 ár aftur í
tímann. Í fjárlagatillögum ársins
1992 kom fram að fjöldi lögreglu-
manna við almenna löggæslu í
Reykjavík árið 1991 var nánast
sá sami og 15 árum áður. Hvað
hefur gerst síðan? Þótt heild-
arfjöldi lögreglumanna í Reykja-
vík sé ögn hærri en hann var fyr-
ir áratug er hlutfall almennra
lögreglumanna mun lægra. Með
gildistöku nýrra lögreglulaga ár-
ið 1997 var rannsóknarlögregla
ríkisins lögð niður. Verulegur
hluti verkefna hennar færðist til
embættis lögreglunnar í Reykja-
vík. Þetta er ein meginskýring
þess að rannsóknarlög-
reglumönnum við lögregluna í
Reykjavík hefur fjölgað um tæp-
lega 50 milli áranna 1990 og
2001. Augljóst er að fjárveitingar
hafa ekki fylgt þessum auknu
verkefnum. Fjölgun rannsókn-
arlögreglumanna hefur leitt til
þess að almennum lög-
reglumönnum hefur fækkað að
sama skapi, úr 146 árið 1990 í 101
árið 2001. Með öðrum orðum má
ætla að allt að þriðjungi færri
lögreglumenn séu á götum
Reykjavíkur nú en árið 1976.
Almennir lögreglumenn eru
þeir sem starfa í framlínunni.
Þeir eru hinn sýnilegi hluti lög-
reglunnar. Stöðum þeirra hefur
ekki aðeins fækkað á und-
anförnum árum. Fjöldi á hverri
vakt hefur einnig dregist saman.
Skoðum tölur um næturvaktir
um helgar. Eftir skammvinna
fjölgun fyrir alþingiskosning-
arnar 1999 tók nið-
urskurður við. Á síðustu
þremur árum hefur lög-
reglumönnum á þessum
vöktum fækkað um 15%. Í
miðborginni eru nú 9 lög-
reglumenn í stað 13 þegar
mest var. Á virkum dögum
er fækkunin hlutfallslega
meiri eða 22%. Þessi fækk-
un sýnilegra lögreglumanna
helst í hendur við yfirvinnubann
og lokun flestra hverfastöðva
lögreglu eftir að dagvinnu lýkur.
Aðeins Breiðholtsstöðin er opin
til kl. 23.
Síðasta aldarfjórðung má
segja að Reykjavík hafi verið að
þróast hröðum skrefum úr bæ í
borg með kostum þess og göll-
um. Reykjavík státar af öflugu
skemmtana- og menningarlífi,
fjölda veitingastaða og blómlegu
kvöld- og næturlífi. Því fór fjarri
fyrir 25 árum og hefði jafnvel
verið hæpið að fullyrða fyrir ára-
tug. Þessar breytingar eru að
langstærstum hluta af hinu góða.
Rétt eins og fjölgun íbúa, marg-
földun í bílaeign að ógleymdum
stórauknum fjölda ferðamanna
kallar breyttur borgarbragur í
Reykjavík á aukna þjónustu á
fjölmörgum sviðum. Þar hefur
löggæslan setið eftir.
Ef litið er til nágrannaland-
anna tekur skipulag löggæslu-
mála alls staðar mið af því að lög-
reglu er frekast þörf í borgum.
Þessu er öfugt farið á Íslandi.
Samanburður á höfuðborgum
þar sem reiknaður er fjöldi íbúa
á hvern lögreglumann staðfestir
enn frekar að ekki er nema von
að lögreglan í Reykjavík hafi í
nógu að snúast. Íbúar á lögreglu-
mann eru 456 í Reykjavík sam-
anborið við 380 í Helsinki, 328 í
Kaupmannahöfn, 303 í Osló, 199 í
Berlín, 167 í Stokkhólmi og 113 í
París. Í skýrslu dómsmálaráð-
herra er þó það sem upp úr
stendur að viðurkennt er að ekk-
ert mat hefur farið fram á lög-
gæsluþörf í Reykjavík. Í tilefni af
þeim tíðindum er fyllsta ástæða
fyrir borgaryfirvöld að ítreka
kröfur sínar þar um. Það þarfn-
ast sérstakra skýringa að lög-
reglan eigi að komast af með
þriðjungi færri almenna lög-
reglumenn árið 2002 en lög-
reglustjóri hafði á að skipa 1976.
Löggæsla
í kreppu
Eftir Dag B. Eggertsson
’ Almennir lögreglu-menn á götum Reykja-
víkur eru ekki aðeins
færri en þeir voru fyrir
10 árum. Þeir eru færri
en fyrir 25 árum. ‘
Höfundur er læknir
og borgarfulltrúi.
nu forset-
hyggju og
. Forsetinn
bróður
m. Þá sagði
né þjóða-
ða hótanir
máu. Við
otárás á
til að skapa
ið úti eft-
ein eignist
ðingarvopn
ensku. Eft-
ngariðju
nanna.
raðar til að
forseta-
nnvirkjum
dlitlar
lljarða
n. Tak-
urs til að
t var al-
að hindra
ands. Á
nnum á
að fram-
að hafa
þving-
er nið-
opn og líf-
nast meira
a framleitt
Með þessum rökum og vísan til stuðnings Saddams
við hryðjuverkamenn vilja ríkisstjórn og þing Banda-
ríkjanna, að öryggisráð SÞ samþykki nýtt og strangara
umboð fyrir eftirlitsmenn sína og einnig heimild til að
beita hervaldi gegn Saddan Hussein, til að fylgja
ákvörðunum SÞ eftir. „Bandaríkin vilja, að Sameinuðu
þjóðirnar séu virk stofnun, sem stuðli að friði,“ sagði
Bush á mánudagskvöld, þess vegna þyrfti að skerpa
umboð eftirlitsmanna þeirra.
Írakar ættu að segja frá öllum gjöreyðingarvopnum
sínum og eyðileggja þau undir stjórn SÞ. Í því skyni að
tryggja sannsögli ætti Íraksstjórn að leyfa vitnum að
ólögmætum aðgerðum hennar að svara spurningum ut-
an Íraks. Vitnin ættu að hafa heimild til að taka fjöl-
skyldur sínar með sér úr landi, svo að þær væru lausar
undan grimmd og drápshug Saddams. Eftirlitsmenn
ættu að fá aðgang að öllum stöðum, alltaf, fyr-
irvaralaust, tafarlaust og undantekningarlaust.
„Tími höfnunar, blekkinga og tafa er liðinn. Saddam
Hussein verður að afvopnast, geri hann það ekki sjálf-
viljugur munum við verða í forystu fyrir þeim, sem sam-
einast um að gera það í þágu friðar,“ sagði Bush.
x x x
Á vettvangi öryggisráðsins ræðst, hvort Bandaríkin
og bandamenn þeirra einir eða þjóðasamfélagið allt
beitir Saddam meiri hörku. Samþykkt Bandaríkjaþings
þýðir hvorki tafarlausa né óhjákvæmilega beitingu her-
valds. Hún er á hinn bóginn þung áskorun á Sameinuðu
þjóðirnar.
Þar skiptir mestu, að samstaða myndist milli ríkjanna
fimm, sem fara með neitunarvald í öryggisráðinu:
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína og Rúss-
lands.
Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands eru einhuga.
Rússar eru að færast á þeirra band. Tony Blair, for-
sætisráðherra Breta, fór í vikunni til fundar við Vladim-
ir Pútín Rússlandsforseta til að reka smiðshöggið. Í ör-
yggisráðinu haga Kínverjar gjarnan seglum eftir vindi.
Frakkar þola ekki einangun í ráðinu til lengdar og munu
leitast við að komast úr henni með breytingum á orða-
lagi eða formsatriðum. Þeir vilja, að ályktun örygg-
isráðsins verði tvískipt. Fyrst verði umboð eftirlits-
mannanna hert með strangari kröfum í garð Íraka.
Síðar verði ályktað um eftirfylgni með valdbeitingu,
verði Íraksstjórn ekki við kröfunum.
Fyrir virðingu SÞ og til aðhalds við Saddam er höf-
uðnauðsyn, að ekki verði um undanskotsleiðir fyrir
hann að ræða. Tvíþætt ályktun öryggisráðsins, sem
veitti honum slíka leið, yrði aldrei samþykkt.
x x x
Það yrði mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar, ef þær
hikuðu nú gagnvart blekkingum og lygum Saddams
Husseins. Hann hefur haft samþykktir og kröfur örygg-
isráðsins að engu. Öflugasta aðildarríki SÞ vill beita sér
í nafni samtakanna til að knýja einræðisherrann til
hlýðni við ákvarðanir alþjóðasamfélagsins. Ef ekki
skapast forsendur til þess, mun mörgum enn þykja, að
fordómar þeirra í garð SÞ hafi ræst – þar berji menn
sér á brjóst en hopi, þegar á hólminn er komið.
Saddam Hussein er best lýst sem sönnum lærisveini
Stalíns. Hann beitir ógnarvaldi sínu jafnt innan landa-
mæra Íraks sem utan. Hann hikar ekki við að drepa
nána samstarfsmenn eða fólk úr eigin fjölskyldu til að
þjóna valdafíkn sinni. Engri þjóð er brýnna að losna við
einræðisherrann en Írökum sjálfum. Þegar sagt er, að
áhugi og áhyggjur Bandaríkjamanna byggist á þörf fyr-
ir lægra olíuverð, er athygli aðeins beint að einum auka-
vinningi við brotthvarf Saddams. Þeir eru margir fleiri
fyrir mannkyn allt.
Raunar er það prófsteinn á fleiri en Sameinuðu þjóð-
irnar, að takist að sameina þjóðir heims til að brjóta
Saddam Hussein á bak aftur. Það reynir á trúverð-
ugleika allra málsvara mannréttinda og mannúðar,
hvort þeir leggi þessum málstað lið. Friðkaup við ein-
ræðisherrann skila engu. Að læra ekki af sögunni, getur
verið dýrkeypt.
þjóðanna í húfi
bjorn@centrum.is
a andúðar þeirra á Bandaríkjunum.
eynir hins vegar að greina sagn-
á bak við þessa andúð og telur að
gi rekja allt aftur til sjálfstæðisbar-
daríkjanna á átjándu öld. Þá hafi
stutt Suðurríkin í þrælastríðinu í
n að geta splundrað hinu nýja ríki.
ga hafi andúðin fest sig í sessi eftir
aríkin sigruðu nýlendur Spánar á
Filippseyjum í lok nítjándu aldar.
elur að þessi andúð hafi gegnt
pólitísku og félagslegu hlutverki
þetta hafi verið nær eina málið sem
gátu sameinast um. Þá hafi hatur
Þjóðverjum, eftir þrjár styrjaldir á
1870–1945, verið yfirfært á Banda-
n, ekki síst fyrir tilstilli kommún-
hafi verið talið mikilvægt að sætt-
ið Þjóðverja eftir seinni
rjöldina og Bandaríkin tóku því við
Þýskalands sem „óvinurinn“.
fi m.a. verið hægt þar sem Frakkar
rei til Bandaríkjanna á nítjándu öld
í sama mæli og t.d. Írar og Þjóðverjar. Því
hafi ekki myndast sömu vensl milli þjóð-
anna.
Nú reynir enn og aftur á samskipti
Bandaríkjanna og Frakklands vegna Íraks-
málsins. Það er því forvitnilegt að þegar
rætt er við franska embættismenn og
stjórnmálamenn um þessi mál, leggja þeir
sig í líma að taka fram – yfirleitt án þess að
þeir séu spurðir að fyrra bragði – að fátt sé
mikilvægara en samskipti Frakka og
Bandaríkjanna og að alls ekki megi líta svo á
að stefna Frakka í Íraksmálinu sé með neinu
móti and-amerísk. „Það er afskræming á af-
stöðu okkar,“ segir Jean-Francois Cope, að-
stoðarráðherra, sem jafnframt er talsmaður
frönsku ríkisstjórnarinnar. „Við erum stað-
fastir í því að taka á ógnum á borð við Írak,“
segir Cope. Hins vegar segir hann ótækt að
eitt ríki taki sér það vald að ákveða hvort
fara eigi í stríð eða ekki. Slíkar ákvarðanir
verði að taka á vettvangi öryggisráðsins.
Pólítískur ráðgjafi í franska utanríkis-
ráðuneytinu sagði það vera markmið
Frakka að reyna að standa með þeim í
bandaríska stjórnkerfinu, sem væru reiðu-
búnir að starfa með þeim. „Hagsmunir
Bandaríkjanna og okkar fara yfirleitt sam-
an. Það er hins vegar erfitt að eiga samstarf
þegar sumir virðast líta svo á að við skiptum
ekki máli.“ Hann bætti þó við að oft virtist
núverandi Bandaríkjastjórn tala eins og hún
ætlaði að gera alla hluti sjálf en þegar á
reyndi væri hins vegar yfirleitt reynt að
finna lausnir í samstarfi við önnur ríki.
Frakkar vilja skýra afstöðu sína í Íraks-
málinu þannig að þeir séu að flestu leyti
sammála Bandaríkjunum varðandi þá ógn
er stafi af Saddam Hussein og nauðsyn þess
að grípa til aðgerða. Hins vegar sé mat
ríkjanna á því hvaða leið eigi að fara til að ná
markmiðinu ekki hið sama. Þeir óttast áhrif
átaka og telja að hægt sé að knýja Saddam
til að láta undan með vopnaeftirliti. Jean-
Francois Bureau, talsmaður franska varn-
armálaráðuneytisins, orðaði það svo að
Frakkar væru í vafa um hversu sterk tengsl
væru á milli hernaðaraðgerða og pólitísks
árangurs.
Í umræðum í franska þinginu um Íraks-
málið nú í vikunni var forvitnilegt að fylgjast
með þeim blæbrigðamun sem er á stefnu
Bandaríkjanna og Frakklands. Að mörgu
leyti snýst munurinn um nálgun að vand-
anum. Í Bandaríkjunum er hefð fyrir því í
opinberri umræðu að reyna að einfalda hlut-
ina og draga skýrar línur þótt flóknar rök-
ræður liggi að baki niðurstöðunni. Jean-
Pierre Raffarin forsætisráðherra lagði hins
vegar áherslu á það í þingumræðunum að
það mætti ekki setja upp Íraksmálið á þann
veg að það snerist um baráttu „góðs og ills“.
Meginrök Raffarins – sem tveir fyrrum for-
sætisráðherrar, þeir Alain Juppé og Ed-
ouard Balladur, tóku undir – voru þau að
það ætti ekki að vera fyrsti kosturinn að fara
í stríð. Því legði Frakkland áherslu á tvær
ályktanir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Þeir útilokuðu ekki hernað gegn Saddam,
„allir kostir yrðu að vera á borðinu“, en
sögðu að það ætti að vera „lokaúrræði“. Ut-
anríkisráðherrann Dominique de Villepin
sagði að með því ferli er Frakkar legðu til
væri verið að undirbúa jarðveg almennings-
álitsins ef hernaður yrði að lokum raunin.
Að flestu leyti virðist sem Frakkar hafi
haldið mjög vel á spilum sínum í þessu máli.
Þeir fylgja stefnu sem er í fullu samræmi við
hagsmuni þeirra. Þeir vilja halda málinu í
öryggisráðinu, þar sem þeir eiga fastafull-
trúa, en hafa jafnframt framfylgt stefnu sem
er í miðju evrópskra stjórnmála og reyna
þannig að ná málamiðlun milli afstöðu Evr-
ópuríkja og Bandaríkjanna.
íkin…og Írak
Reuters
a var vel fagnað er hann heimsótti Frakkland fyrr á árinu.
sts@mbl.is