Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 43 Góður og gegn drengur er horf- inn af heimi. Trúr og dyggur félagi hefur eins og svo alltof margir orð- ið að lúta í lægra haldi fyrir þeim vágesti sem svo víða heggur mis- kunnarlaus strandhögg. Hjörtur Guðmundsson var mað- ur fagurra hugsjóna um samhjálp allra manna til heilla fyrir mann- vænt þjóðfélag, misrétti í hvaða mynd sem var þoldi hann ekki og lagði hvarvetna fram krafta sína í baráttu fyrir betra mannlífi, jöfn- uði sósíalismans í sannastri merk- ingu. Við kynntumst í Kennaraskólan- um forðum tíð og varð vel til vina, skoðanir fóru saman þá og æ síðan, Hjörtur var góður félagi, hæglátur jafnan og lét ekki mikið fyrir sér fara, en manna ákveðnastur ef því var að skipta og lét hvergi hlut sinn í orðræðu, greindur vel og víða lesinn og þó heillaði ljóðlistin hann meir en nokkuð annað. Hann var mjög ritfær og vandaði málfar sitt allt og setti fram skoð- HJÖRTUR GUÐMUNDSSON ✝ Hjörtur Guð-mundsson fædd- ist 15. ágúst 1930. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 2. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Z. Eiríks- son, f. 21.11. 1903, d. 7.4. 1988, og Ingi- björg S. Hrólfsdóttir, f. 2.10. 1910, d. 1.5. 2001. Systkini Hjart- ar eru: Valgarð Birk- ir, f. 13.10. 1936, Guðrún Fanney, f. 1.2. 1941, Elínborg, f. 23.5. 1946, Hrólfur Birgir, f. 31.3. 1948, d. 19.12. 1973, Sveinn, f. 25.7. 1949, og Amalía Sigrún, f. 15.6. 1951. Útför Hjartar verður gerð frá Mælifelli í Skagafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. anir sínar með skýr- um og einörðum hætti, lipur penni og lét vel að tjá sig þann- ig. Hann fékkst nokk- uð við samningu ljóða og var hinn liðtækasti á því sviði og oft færði ég það síðar á lífsleið- inni í tal við hann hvers vegna hann hefði ekki ræktað með sér ótvíræða skáld- gáfu, en hann gaf æv- inlega lítið út á það í sinni miklu hógværð, máske gjörði hann það þótt dult færi. Hann var mér samferða í skól- anum í bindindismálum og lagði þar gott til mála eins og alls staðar annars staðar. Vegir okkar lágu oft saman á seinni árum á sameiginlegum stjórnmálavettvangi okkar, bæði hjá Alþýðubandalaginu og svo nú síðast hjá Vinstri grænum, hann var hinn trausti og sívakandi fé- lagi, enginn var hann jábróðir, sagði hiklaust kost og löst á hverju einu. Mér hafa sagt forystumenn úr hreyfingunni að alltaf hafi Hjörtur verið tilbúinn að vinna hvert það verk er vinna þurfti, þar hafi eljan og samvizkusemin verið aðalsmerkin. Síðast hittumst við fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og áttum saman gott samtal, tal mitt barst að heilsu hans, en hann eyddi því jafnharðan, vildi tala um allt annað og að honum þótti áhugaverðara. Hjörtur gjörði kennsluna að ævi- starfi, þar var hann hinn sívökuli fræðari sem sannarlega bar hag og heill nemenda sinna fyrir brjósti. Hjörtur var mikill sveitamaður í eðli sínu í þess orðs beztu merk- ingu, sveitinni sinni nyrðra unni hann heitt og svo sannarlega vildi hann Íslandi allt. Þakkarkveðja fyrir kynni góð er Hirti send við leiðarlok og systk- inum hans sendar samúðarkveðjur. Í heiðríkju bláhimins berast ósk- ir hlýjar um vegferð væna á huldum leiðum eilífðarinnar. Far vel félagi og vinur. Helgi Seljan. Elsku Hjörtur. Mig langar í nokkrum orðum að þakka þér fyrir allt. Það var svo margt sem ég átti eftir að tala um við þig, en nú ert þú farinn í ferðina löngu, laus við allar þjáningar. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Já, það er satt, sumarið líður allt of fljótt. Þú varst alltaf að segja: Það hlýtur að fara að batna, þetta er búið að vera svo leiðinlegt ár. Ekki óraði mig fyrir því, þegar hringt var í mig frá líknardeildinni að morgni 1. október og mér sagt að þér hrakaði en vildir samt tala við mig, að það yrði síðasta sam- talið okkar. Elsku Hjörtur. Ég vil þakka þér fyrir öll símtölin og samverustund- irnar, þær voru bara allt of fáar. Starfsfólki og lækni á líknardeild Landspítalans í Kópavogi færi ég bestu þakkir fyrir frábæra umönn- un og hjúkrun. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hafðu þökk fyrir allt. Sjáumst. Elínborg. Kynni við Hjört Guðmundsson hófust er ég kom að Vogaskóla 1960. En Hjörtur hóf þar störf 1958. Hann var enginn nýgræð- ingur í starfi þetta haust, hafði byrjað kennslu í Önundarfirði eftir gagnfræðapróf á Sauðárkróki 1949. Eftir það settist Hjörtur í Kenn- araskólann og lauk prófi 1954. Hann var tvo vetur kennari í Búð- ardal og skólastjóri á Drangsnesi einn vetur. Oft kom fram í sam- tölum okkar, að Hirti voru kærar minningar frá þessum árum. Hann mundi vel alla nemendur og bar til þeirra hlýjan hug. Hann fylgdist með þeim í gegnum árin og tók úr fjarlægð þátt í gleði þeirra og sorg- um. Eftir að Hjörtur hóf störf í Vogaskóla, einum fjölmennasta skóla landsins, var sama upp á ten- ingnum. Hann lagði sig fram um að kynnast nemendum sem einstak- lingum og það var ótrúlegt hvað hann gat endalaust bætt í þennan minningasjóð. Sérhver nemandi fékk sinn sess í minnishólfi og sat þar um alla framtíð. Hjörtur fór tvisvar til Hafnar til náms og á Lýðskóla í Askov. Hann kenndi við Póstskólann samhliða grunnskóla, var virkur í félagsmál- um og oft valinn trúnaðarmaður. Hann var dyggur liðsmaður í bar- áttu fyrir bættum kjörum. Öll störf leysti Hjörtur Guðmundsson af hendi með trúmennsku. Hann vildi hafa alla hluti á hreinu, línur skýr- ar og einfaldar og kom málum sín- um fram með hógværð og gætni. Hjörtur hætti kennslu að mestu vorið 1992. Ég vil að leiðarlokum þakka Hirti Guðmundssyni fyrir ævilanga vináttu og hjálpsemi í erilsömu starfi. Ég votta aðstandendum samúð og veit að minning um góð- an dreng mun lifa í brjóstum allra sem kynntust Hirti Guðmundssyni. Guðmundur Guðbrandsson. Hjörtur bekkjarbróðir okkar gekk hægt og hljótt um sali í lif- anda lífi. Hann hvarf okkur sýnum á sama hátt – hægt og hljótt. Hjörtur var þó síður en svo skap- laus maður eða sannfæringar vant. Hann var eldheitur baráttumaður jafnaðar og réttlætis; staðfastur fánaberi lítilmagnans sem aldrei lá á áliti sínu þótt ekki hrópaði hann það hátt á torgum. Hann stóð ætíð hæglátur vaktina, spurði hvað manni fyndist um óréttláta stjórn- sýslu, minnkandi samkennd og vaxandi misskiptingu. Það hnussaði í honum þegar honum var samsinnt og harka færðist yfir hans fríða andlit – svei því! Þessi fróði, ljóðelski hagyrðingur var einfari sem reyndist jafn sann- ur í verkum sínum og einlægri trú á baráttu fyrir réttlæti og jöfnuði öllum til handa. Makalaust var hvað þessum hægláta manni gekk vel að komast af við hina grósku- miklu æsku og troða auk heldur dönsku í þá sem fátt vildu síður læra. Einurð hans og reglufestu í kennslu var viðbrugðið. Hann stóð fastur fyrir líkt og Sveinn Dúfa og skilaði farsælu starfi í þágu mennt- unar á löngum kennsluferli. Hjörtur og Matthías, minn látni eiginmaður, voru einlægir vinir. Marga góða stund áttu þeir saman, sérlega ef þeir fengu að vera í friði tveir einir. Það segir töluvert um samhug tveggja sálna þegar ekki þarf að orða hugsanir en þögnin skilst. Eitt sinn sem oftar sátu þeir á kaffihúsi þegar inn snarast ær- ingi úr bekknum og heilsar rétt si svona: „Hér sitjið þið þá og þegið saman félagarnir.“ Og satt var það, þannig gátu þeir setið langtímum, stöku orð á stangli, bóklestur, ljóð eða bara samvera í þögn og þeir undu glaðir við sitt hvor í annars félagsskap. Hjörtur saknaði Matt- híasar mikið og festi þann hug sinn eigin hendi á merka bók sem hann færði mér að honum látnum. Við bekkjarsystkin Hjartar bárum sér- stakar tilfinningar til hans þótt hljótt færu líkt og hans eigin. Þannig var og um börn okkar Matthíasar. Við biðjum honum öll blessunar. Verndi allar góðar vættir minn- ingu Hjartar Guðmundssonar, kennara. Fyrir hönd bekkjarfélags- ins Neista, Elín G. Ólafsdóttir. Elsku Adda. Ég sendi þer kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Rúnar, börn og fjölskyld- ur, við biðjum Guð að vernda ykk- ur og vera ykkur stoð í sorginni. Jóhanna Erlingsdóttir. Leifturmyndir liðinnar tíðar leita á hug, ljúfsárar, því á þær bregður nú dimmum skugga hryggðarinnar. Björt er minningin um börnin ADDA SIGRÍÐUR ARNÞÓRSDÓTTIR ✝ Adda SigríðurArnþórsdóttir fæddist á Reyðar- firði 24. nóvember 1956. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans 3. október síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 11. október. sem settust á skóla- bekk hjá mér fyrir nær 40 árum. Þá ljómaði eftirvænting og tilhlökkun af svo mörgum barnsandlit- um og meðal þeirra falleg og fínleg stúlka með hlýtt bros og birtu í augum, stúlkan duglega og röska sem við kveðjum nú í dag svo hræðilega fljótt. Ég naut þeirrar gæfu að fylgja þessum glaða og geðþekka hópi eftir til ung- lingsára, fylgjast með framförum þeirra og þroska og gleðjast með þeim á góðum stundum. Hún Adda Sigga bar með sér birtu og þokka inn í þennan góða hóp, glaður hlátur hennar og hlý- legt dagfar er efst í hug mér nú við leiðarlok, einörð var hún ef því var að skipta og kappsöm um leið við hvaðeina. Þær eigindir munu hafa verið henni dýrmætar ævina á enda, því hún annaðist heimili sitt af fórnfúsum dugnaði og kær- leika og tók á hverju viðfangsefni lífsgöngunnar þannig að leyst yrði sem allra bezt af hendi. Henni fylgdi gott og farsælt veganesti úr foreldrahúsum mik- illar elskusemi og umhyggju. Hún naut þeirrar auðnu að eign- ast ágætan lífsförunaut og börnum sínum veitti hún allt það sem hún frekast mátti, þar sem ástúð og eindrægni var aðalsmerkið. Ég hitti hana síðast á hraðferð beggja, en brosið hennar enn gleðiríkt og hlýtt og þótt vissi ég um vágestinn grimma þá, en við hann tókst hún á með ríkum lífs- vilja og sannri hetjulund, þótt eng- inn fái í innsta hug ráðið við slíkar aðstæður. Haustlaufið fölnar og fýkur og það haustar í huga við harma- fregn. Þakklátum huga er hún Adda Sigga kært kvödd um leið og eig- inmanni og börnum, móður, systk- inum og aðstandendum öðrum eru sendar hlýjustu samúðarkveðjur. Á ókunnum leiðum eilífðarinnar er henni Öddu Siggu allrar bless- unar beðið, þar veit ég að birtan ein og kærleikurinn munu ráða eins og á allri hennar lífsgöngu. Kær er hennar minning í muna geymd. Helgi Seljan. Elskulega bekkjarsystir. Svo alltof, alltof snemma ert þú hrifin burt frá okkur. Minningarnar leita á og ósjálfrátt hverfur hugurinn til baka í gamla hópinn hér á Reyð- arfirði. Bros þitt og hlátur eru ljóslifandi og öll kátínan í kringum þig. Þú leist ætíð svo björtum aug- um á tilveruna og varst alltaf til í glens og grín. Það var svo margt brallað á þeim árum sem gaman var að rifja upp þegar leiðir lágu saman. Það er ljúft nú þegar sorg- in knýr dyra að geta huggað sig við hlýjar minningar og efst í huga er þakklætið fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta fé- lagsskaparins við þig. Við gleymum ei ljúfu geði og geymt það ætíð er Hvað gaf okkur mikla gleði glettnin í augum þér. Elsku Rúnar, Hilmar Þór, Guð- finna, Kjartan og aðrir aðstand- endur, megi góður guð styrkja ykkur á þessari stundu. Innilegar samúðarkveðjur Bekkjarfélagarnir frá Reyðarfirði. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLMAR THOMSEN, Dalbraut 27, Rvík, áður Lindarholti 3, Ólafsvík, sem lést á líknardeild Landspítalans þriðju- daginn 8. október, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 14. október kl. 15. Jakobína Elísabet Thomsen, Níels Friðfinnsson, Guðríður Margrét Hallmarsdóttir, Martin Conrad, Berglind Hallmarsdóttir, Sigurður Tómas Hallmarsson, Sigríður Soffía Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERTA HANNESDÓTTIR, Fellsmúla 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 10. október. Edda G. Garðarsdóttir, Jón Waage, Guðmundur Snorri Garðarsson, Hannes Garðarsson, Dagný Þorfinnsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Jan Ingimundarson, Erla Gígja Garðarsdóttir, Stefán E. Petersen, barnabörn og barnabarnabörn. EF MINNINGARGREIN á að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi) verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför hefur far- ið fram eða greinin kemur ekki innan tiltekins skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna frests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.