Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEILSURÆKTIN Styrkur hóf starfsemi sína í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn í byrjun september. Boðið er upp á alla almenna heilsu- ræktarstarfsemi eins og hóptíma, vel útbúinn tækjasal, einkaþjálfun, sölu á fæðubótarefnum o.m.fl. Viðbrögð íbúa hafa verið mjög góð og það er greinilegt að fólk kann að meta þessa þjónustu á staðnum, sagði Þórir Þór- isson, eigandi og framkvæmdastjóri Styrks. Núverandi eigendur Styrks hafa rekið stöð á Selfossi frá 1996 og í Hveragerði frá 2001. Þessi stöð er því sú þriðja og að sjálfsögðu geta korthafar nýtt kort sín á öllum stöðv- unum. Ragnar Matthías Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sem jafnframt sér um rekstur Íþrótta- miðstöðvarinnar í Þorlákshöfn, segir að fram til þess að Styrkur tók við rekstrinum hafi Íþróttamiðstöðin sjálf séð um rekstur þrektækjasalar og boðið upp á leikfimi. Þessi þjón- usta var nýtt nokkuð vel en með til- komu Styrks í reksturinn hefur fjöl- breytnin aukist verulega og aðsókn stóraukist. Morgunblaðið/Jón H.Sigurmundsson Þórir Þórisson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Styrks, sem hefur hafið rekstur heilsuræktar- stöðvar í Íþróttamiðstöð Þor- lákshafnar. Heilsuræktarstöðin Styrkur hefur rekstur Þorlákshöfn FÉLAGS- og skólaþjónusta Snæ- fellinga og Barnaverndarstofa Ís- lands stóðu fyrir tveggja daga nám- skeiði á Hótel Framnesi í Grundarfirði fyrir skömmu. Fyrri dagurinn var ætlaður nýj- um fulltrúum í Barnaverndarnefnd og fulltrúum svokallaðra sam- starfsaðila, þ.e. frá lögreglu, skól- um, leikskólum og heilsugæslu á Snæfellsnesi. Seinni dagurinn var ætlaður Barnaverndarnefnd og starfsmönnum hennar. Á námskeið- inu fóru starfsmenn Barnavernd- arstofu, þær Helga Friðriksdóttir lögfræðingur og Anni G. Haugen félagsráðgjafi, ítarlega yfir þau störf sem lúta að barnavernd og kynntu nýjungar í lögum um barna- vernd sem tóku gildi 1. júní. Á Snæfellsnesi hefur um nokk- urra ára skeið starfað ein barna- verndarnefnd skipuð fulltrúum frá hverju sveitarfélagi. Frá stofnun Félags- og skólaþjónustu Snæfells- ness hefur forstöðumaður hennar Sigþrúður Guðmundsdóttir jafn- framt verið starfsmaður Barna- verndarnefndar Snæfellsness. Á árinu 2000 voru tilkynnt mál til nefndarinnar 16 en árið 2001 voru þau 25. Morgunblaðið/ Gunnar Kristjánsson Þátttakendur og fyrirlesarar seinni dags barnaverndarnámskeiðsins talið frá vinstri. Kári Eiríksson félagsráðgjafi, starfsmaður FSS, Hrefna Friðriksdóttir frá Barnaverndarstofu, Anni G. Haugen frá Barnavernd- arstofu, Matthildur Guðmundsdóttir, Sigrún Baldursdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir, forstöðumaður FSS, Júníana Óttarsdóttir, Guðrún M. Ársælsdóttir og Helga Sveinsdóttir. Námskeið fyrir barnaverndarnefnd Grundarfjörður BARÐI NK 120, skuttogari sem nú bætist í flota Síldarvinnslunnar, kom til heimahafnar í dag. Hið nýja skip kemur í stað gamla Barða sem nýlega var seldur til Namibíu. Nýi Barði, sem áður hét Snæfugl SU og var smíðaður í Noregi 1989, var áð- ur í eigu Skipakletts á Reyðarfirði. En Síldarvinnslan eignaðist skipið á síðasta ári þegar fyrirtækin sam- einuðust. Barðinn kom til heima- hafnar frá Póllandi þar sem skipið var sandblásið og málað. Barði verður gerður út bæði á ísfisk og heilfrystingu og er reiknað með að nauðsynlegum endurbótum á skip- inu, aðallega á vinnsludekki, verði lokið um næstu mánaðamót og skipið geti haldið í fyrstu sína veiði- ferð í byrjun nóvember. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Nýi Barðinn siglir inn Norðfjörð í rigningarsúldinni. Nýr Barði til heimahafnar Neskaupstaður VELTA hugbúnaðarfyrirtækja á Íslandi nam 20 milljörðum króna árið 2001 og hefur fjórfaldast á fjórum árum. Á fyrri helmingi þessa árs jókst veltan um 3,5% frá sama tímabili í fyrra. Iðngreinin hefur þó ekki náð hagnaði frá árinu 1998 og nam heildartap um 23% af rekstrartekjum árið 2000. Starfsfólki í hugbúnaðariðnaði fer fækkandi en alls starfa um 2.600 manns í greininni, þar af hafa 65% háskólamenntun. Hægt hefur á vexti greinarinnar í ár en hugbún- aðariðnaðurinn er sú grein sem hvað hraðast hefur vaxið á und- anförnum árum. Að sögn Ingvars Kristinssonar, formanns samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, hefur krafan um hagnað fyrir- tækja í greininni aukist og erfitt reynist að fá fjármagn til nýrra verkefna. Framtíðarsýn hugbúnaðariðnað- ar á Íslandi var til umfjöllunar á málþingi sem haldið var í tengslum við Agora-sýninguna í Laugardagshöll í gær. Þar greindi Ingvar Kristinsson, formaður sam- taka íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja, frá þróun iðnaðarins, ógn- unum hans og tækifærum. Einnig voru mættir fulltrúar stjórnamála- flokkanna til að kynna stefnu þeirra í uppbyggingu upplýsinga- og þekkingariðnaðar á Íslandi. 3,3 milljarðar í útflutningi Í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins sagði Ingvar að helsta markmið samtakanna væri að efla útflutning íslensks hugbúnaðar. „Launakostnaður í greininni er lágur miðað við önnur lönd, hús- næði er ódýrt og kostnaður vegna fjarskipta og orkunotkunar lítill. Rekstrarumhverfi á Íslandi er því mjög hagstætt iðngreininni. Þar af leiðandi eigum við að geta búið til lausnir fyrr og með minni tilkostn- aði en annars staðar þekkist.“ Ingvar telur að nýta beri þetta forskot í samkeppni við erlenda aðila og til að laða erlenda fjár- festa að íslenskum hugbúnaðariðn- aði. Á síðasta ári var fluttur út hugbúnaður fyrir tæpa 3,3 millj- arða króna eða sem nemur 1,1% af heildarútflutningi landsins. Ingvar segist telja að mesta áherslu eigi að leggja á að flytja út staðlaðan hugbúnað en hlutfall hans nam 40% af því sem flutt var út í fyrra. Hann telur að eftir fjögur ár ætti útflutningur að geta numið 30% af veltu fyrirtækjanna í greininni og Íslendingar verði leiðandi í notkun upplýsingatækni. Þá segir hann að SÍH stefni að því að upplýsinga- tækniiðnaðurinn skili 10% af þjóð- artekjum árið 2006. Virðisaukaskattur vandamál Þótt rekstrarkostnaður iðn- greinarinnar sé lægri hér en víðast hvar annars staðar segir Ingvar að fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum geti ekki keppt við tölvudeildir op- inberra stofnana og fjármálafyr- irtækja. Samtök íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja eru afar ósátt við að tölvudeildir fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga, opinberra fyrir- tækja og stofnana fái að starfa „í skjóli skattsvika“, en samtökin segja það skýrt í lögum að tölvu- deildir fyrirtækja eins og t.d. banka séu ekki hluti af kjarna- starfsemi þeirra og því beri að greiða virðisaukaskatt. Hins vegar hafi skattayfirvöld ekki gengið á eftir því að það sé gert. Ingvar segir að virðisaukaskattskyld, einkarekin hugbúnaðarfyrirtæki séu því í samkeppni við tölvudeild- ir sem greiði ekki virðisaukaskatt. Hann bendir á að ríkisskattstjóri hafi gefið út álit fyrir fjórum árum að undanþága frá virðisaukaskatti ætti aðeins við um kjarnastarfsemi fjármálastofnana. Hann segir ljóst að þróun hugbúnaðar geti ekki tal- ist hluti af kjarnastarfsemi og því beri þessum stofnunum að greiða virðisaukaskatt. Ingvar segir að í raun sé um að ræða eins konar ríkisvæðingu í stað einkavæðingar þegar stofnanir á vegum ríkisins séu með fjölda manns í vinnu við að reka tölvukerfi sem einkarekin hugbúnaðarfyrirtæki gætu hæg- lega tekið að sér. Ingvar bendir á að sveitarfélög og stofnanir fái t.a.m. endur- greiddan virðisaukaskatt þegar þau kaupa þjónustu verkfræðinga eða arkitekta. Telur hann að hið sama eigi að gilda um hugbún- aðarfyrirtæki. Hann segir samtök- in telja mikilvægt að lausn finnist á virðisaukaskattsmálinu því ís- lenskur hugbúnaðariðnaður eigi að snúast um að þróa vörur til út- flutnings. Það sé ekki verið að gera innan tölvudeilda stofnana sem hafi það eitt að markmiði að halda utan um rekstur tölvukerfis viðkomandi stofnunar. Hagstætt rekstr- arumhverfi Morgunblaðið/Sverrir Á síðasta ári nam hugbúnaður 1,1% af heildarútflutningi landsins. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MIKIL viðskipti hafa verið að und- anförnu með hlutabréf í SÍF hf. og hafa eignarhlutar Fjárfestingar- félagsins Straums hf. og S-hópsins svokallaða aukist umtalsvert. Þegar nýjustu upplýsingar um hluthafa í SÍF eru bornar saman við hluthafa- lista frá því í lok september má sjá að Fjárfestingarfélagið Straumur hf., Samvinnulífeyrissjóðurinn, Ker hf., Íshaf hf. og SÍF sjálft hafa bætt við hlutabréfaeign sína. Lífeyris- sjóður verslunarmanna, Íslands- banki hf. og Búnaðarbanki Íslands hf. hafa á hinn bóginn dregið úr eign- arhlut sínum. Hlutabréfaeign Straums hefur farið úr tæpum 5% í rúmlega 13% frá því í lok september og er Straumur samkvæmt því annar stærsti hlut- hafinn í SÍF. Burðarás er sem fyrr stærstur samkvæmt hluthafalista gærdagsins með ríflega 14% hlut, en að auki er tæplega 2% hlutur, sem skráður er á Íslandsbanka, í eigu Burðaráss og á félagið því 16% í SÍF. Þórður Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums, segir að- spurður að Straumur standi einn að kaupum á hlutabréfum í SÍF líkt og í öðrum fjárfestingum félagsisins. Hann segir ástæður kaupanna í SÍF þær, að Straumur sjái ýmis tækifæri felast í rekstri og framtíð SÍF. S-hópur með að minnsta kosti 36% hlut Fyrirtæki og sjóðir sem tengjast S-hópnum svokallaða eiga stóra hluti í SÍF og hafa verið að auka hlut sinn. Samvinnulífeyrissjóðurinn hefur aukið hlut sinn úr rúmum 5% í rúm 7% og Ker hefur aukið hlut sinn úr rúmlega 1% í yfir 6%. Spurður um aukningu eignarhlutar Kers segir Geir Magnússon, forstjóri félagsins, að um sé að ræða innlausn á fram- virkum samningi sem gerður hafi verið við Búnaðarbankann í vor. Geir segir að ekki sé verið að safna bréf- um í SÍF og að hann viti ekki til að keppni eða átök eigi sér stað um bréfin. Fyrir utan Samvinnulífeyris- sjóðinn og Ker má nefna að Mundill ehf., sem er í eigu Samskipa, á ná- lægt 7% í SÍF, Framleiðendur ehf., sem er félag fyrrum ÍS-aðila, á svip- aðan hlut, Vátryggingafélag Íslands hf. á rúmlega 6%, Mastur ehf., sem tengist S-hópnum, á 2% og Íshaf hf., sem er í eigu Kers, á rúmlega 1%. Alls eiga þau fyrirtæki sem kennd hafa verið við S-hópinn því að minnsta kosti 36% í SÍF. Straumur og S- hópur kaupa í SÍF BRÉF í netfyrirtækinu Yahoo Inc. hækkuðu um 22% á fimmtudaginn, í kjölfar upp- gjörs fyrir þriðja ársfjórðung. Lokagengi dagsins var 12,27 dollarar, sem var 2,9 dollurum hærra en við upphaf viðskipta. Í gær hækkuðu bréfin aftur og var lokagengi þeirra 13,36 doll- arar eftir tæplega 9% hækkun innan dagsis. Uppgjör Yahoo var mun hag- stæðara en búist hafði verið við, og sýndi að tekjur höfðu aukist um 50%. Þá var hagnaður mun meiri en vænst hafði verið. Yahoo hefur að undanförnu leitað leiða til að auka tekjur sínar. Markaður fyrir vefaug- lýsingar hefur dregist mjög mikið saman, en fyrirtækið hef- ur nú tekið upp margs konar þjónustu, eins og aðgang að netinu, viðbætur við tölvupóst- þjónustu og smáauglýsingar. Yahoo fær nú tekjur frá um einni og hálfri milljón við- skiptavina. Yahoo vegnar vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.