Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 25 Stærsti vinnustaður heims er orðinn hljóðlaus héð.gag g Ra uð ar ár st íg ur Þv er ho lt lt St Stan Skipholt Brautarholt at ún Laugave Hát M Sa B H öf ða tú n Sæt únSkúlatún Skúlagata eintún HLEMMUR M jö ln is h. Sýning um helgina á milli kl. 10-16 Invita sýnir nú um helgina nýja skúffu- hemlunarbúnaðinn - „Ljúfskúffulokun- ina“ - sem lokar skúffunum þínum leik- andi létt og ljúft. Reyndu og hlustaðu - upplifðu kyrrðina í eldhúsinu. Tökum ennþá gömlu eldhúsinnrétting- una upp í nýja. Ýmis tilboð einungis um þessa helgi. - persónulega eldhúsið ELDASKÁLINN Brautarholti 3 • 105 Reykjavík Sími: 562 1420 • Fax: 562 1375 Netfang: eldask@itn.is www.invita.com Hér erum við: MICHELLE Hartman segir ekki vinsælt að menn fjalli um málstað Palestínumanna þegar um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs er rætt í Bandaríkjunum. Þessa sjáist merki í bandarískum fjölmiðlum en einnig í háskólasamfélaginu, þar sem þeir séu stundum litnir horn- auga sem ekki taka sjálfkrafa und- ir þá heimssýn, sem ráðandi er. Hartman er lektor í íslömskum fræðum við McGill-háskóla í Mont- real í Kanada. Hún er hér á landi til að kenna á námskeiði við endur- menntunarstofnun Háskóla Ís- lands sem ber heitið: Palestína, saga lands og þjóðar. Hún mun jafnframt flytja fyrirlestur á morg- un, sunnudag, um orðræðuhefðina vestanhafs um málefni Mið-Aust- urlanda. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst kl. 15 í Kornhlöð- unni/Lækjarbrekku. Hartman segir að það hafi vakið athygli hennar þegar hún hóf kennslu við endurmenntunarstofn- un að engin mótmæli voru skipu- lögð, enginn nemenda krafðist þess að skipt væri um nafn á áfang- anum eða lestrarefninu yrði breytt. Það væri hins vegar al- gengt í háskólasamfélaginu vestra að allt færi upp í loft þegar sett væru á dagskrá námskeið eða fyr- irlestrar á þessum nótum. „Í Bandaríkjunum vilja menn ekki að horfið sé frá viðurkenndri orðræðuhefð um deilu Ísraela og Palestínumanna. Ísrael sé vinaríki Bandaríkjanna og að Bandaríkin séu alltaf góð, þar af leiðandi séu Ísraelar það einnig. Palestínu- menn hljóti því að vera illir,“ segir hún. Ástandið hafi versnað eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandarík- in í fyrra að því leyti til að nú beri nokkuð á almennu vantrausti í garð Palestínumanna og annarra múslima. Hartman, sem stundaði nám í arabísku í Sýrlandi, segir þessa þróun vissulega áhyggjuefni. Það vanti stórlega á að umræður séu opnar og frjálsar og núverandi andrúmsloft, þar sem menn eru taldir annaðhvort til vina eða óvina, hafi áhrif. „Andrúmsloftið gerir það að verkum að erfitt verð- ur fyrir stjórnmálamenn og aðra að gagnrýna þá stefnu sem tekin hefur verið,“ segir hún. „En hvernig eiga menn eigin- lega að geta öðlast skilning á hlut- unum ef þeir kynna sér þá ekki, lesa sér til og ræða þá? Ef þú reyn- ir ekki að skilja hvað olli hlutunum muntu aldrei geta komið í veg fyrir þá og því síður áttað þig á því hvernig má breyta þeim. Það er ekki nóg að segja bara að þetta séu illvirki sem verði að stöðva,“ segir Hartman. Umræða fjölmiðla einhliða Hartman segir svipaða stöðu uppi í fjölmiðlum vestra. Umræðan sé fremur einhliða. Hún tekur reyndar fram að hér sé hún að tala um vinsælustu sjónvarps- og út- varpsstöðvarnar, t.d. CNN, MSNBC og ABC. Auðvitað séu til staðar óháðar stöðvar sem taka öðruvísi á málunum. Hitt gerist iðulega, þegar vin- sælustu stöðvarnar hyggjast efna til umræðna um málefnin, að þær fái einfaldlega til sín fulltrúa and- stæðra sjónarmiða. Umræðan sé þá látin henta sjónvarpi, þurfi að vera stutt og fjörug, eiginlega sam- blanda af skemmtiefni og fréttum. Slíkt stuðli ekki að auknum skiln- ingi. Jafnvel dagblöð eins og The New York Times og The Wash- ington Post gerast sek um mis- jafna umfjöllun, að mati Hartmans, þó að beinar fréttaskýringar séu vel unnar.„Svo dæmi sé tekið eru gjarnan birtar [í blöðum sem þess- um] myndir af útförum í Ísrael. En við sjáum ekki margar myndir af útförum Palestínumanna sem dóu [í hernaðaraðgerðum].“ Hallar á málstað Palestínumanna Umræður á opinberum vettvangi eru ekki fyllilega opnar eða frjálsar í Bandaríkjunum, að mati háskóla- lektorsins dr. Michelle Hartman Morgunblaðið/Sverrir Dr. Michelle Hartman Í umræðum í öldungadeildinni sagði Byrd að samþykkt þingsins væri atlaga að stjórnarskrá Banda- ríkjanna. „Þessi [samþykkt] er hættulegt skref í átt til stjórnarfyr- irkomulags þar sem forsetinn hefur vald til að beita öflugasta her heims- ins hvar og hvenær sem honum sýn- ist. Vald til að taka þá ákvörðun á að vera á hendi þingsins!“ þrumaði Byrd. Pútín hlynntur nýrri ályktun Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði eftir fund með Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í Moskvu í gær að hann væri sammála því að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna þyrfti að setja ný og hert skilyrði varðandi vopnaeftirlit í Írak. Rússar eru þó enn mótfallnir því að beitt verði her- valdi í Írak. Pútín sagði að Rússar hefðu eins og aðrir „áhyggjur“ af kjarnorku- vopna-, eiturefna- og sýklavopna- áætlunum sem Írakar eru sagðir hafa sett á koppinn. „Við erum tilbúnir til að vinna með bandamönnum okkar að því að finna nýjar leiðir til að tryggja starfsemi vopnaeftirlits- manna í Írak,“ sagði Pútín. „Í sam- ræmi við þetta þá útiloka ég ekki að við náum samkomulagi um sameig- inlega afstöðu, m.a. hugsanlega að ör- yggisráðið samþykki nýja ályktun.“ Júrí Fedotov, aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands, tók hins vegar fram að stjórnvöld í Moskvu myndu ekki samþykkja drög Breta og Bandaríkjamanna að ályktun, þar sem Írökum er hótað hernaðarárás hlýti þeir ekki skilyrðum SÞ. BANDARÍSKA þingið samþykkti í fyrrinótt að heimila George W. Bush forseta að hefja herför gegn Írak á þeim forsendum að meint vopnaupp- bygging stjórnvalda í Írak væri „við- varandi ógn“. Atkvæðagreiðsla um heimildina fór fram í öldungadeild- inni, þar sem demókratar eru í meiri- hluta, skömmu eftir miðnætti í fyrri- nótt að staðartíma og var heimildin samþykkt. Fulltrúadeildin veitti sam- þykki sitt við henni á fimmtudaginn. Öldungadeildarþingmaðurinn Ro- bert Byrd, sem iðrast þess að hafa veitt samþykki sitt við Tonkinflóa- ályktuninni umdeildu 1964, er heim- ilaði að bandarískir hermenn yrðu sendir til Víetnam, beitti sér gegn því, í umræðum í öldungadeildinni í fyrradag, að Bush fengi heimild til herfarar gegn Írak. Byrd, sem verð- ur 85 ára í næsta mánuði, telur að með heimildinni verði valdajafnvæg- inu í Bandaríkjunum raskað, ef for- setinn fái heimild til að hefja stríð. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkj- anna má einungis þingið lýsa yfir styrjöld. „Erum við of veikgeðja til að standa gegn kröfum forseta sem er staðráðinn í að beygja allsherjarvilja þingsins undir sinn eigin vilja – for- seta sem leitast við að breyta hinum hefðbundna skilningi á hugtakinu sjálfsvörn?“ spurði Byrd í harðorðri grein í blaðinu The New York Times á fimmtudaginn. Sagt stangast á við stjórnarskrána AP Robert Byrd, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Vestur-Virg- iníuríki, í ræðustóli í fyrrakvöld. Washington, Zavidovo. AFP. Bandaríkjaþing veitir forsetanum heimild til herfarar STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta er að leggja drög að áætlun um bráðabirgðastjórn í Írak verði Saddam Hussein steypt af stóli og meðal annars er rætt um að hún verði undir forystu erlendra hers- höfðingja, að sögn bandarískra emb- ættismanna í gær. Heimildarmenn AP-fréttastof- unnar í Bandaríkjaher segja að bandarísk stjórnvöld séu meðal ann- ars að íhuga tillögur um að bráða- birgðastjórnin verði undir forystu hershöfðingja frá Bandaríkjunum eða öðrum löndum í óákveðinn tíma, jafnvel nokkur ár. Hún eigi að tryggja frið og stöðugleika og stjórna ráðstöfunum til að koma á lýðræði í landinu. Bush segist ekki hafa ákveðið að fyrirskipa innrás í Írak til að ná því markmiði sínu að koma Saddam frá völdum. Að sögn heimildarmann- anna eru þó nokkrar bandarískar stofnanir að fjalla um ýmsar tillögur um að hernámsliði verði haldið í Írak eftir hugsanlega innrás, annaðhvort bandarísku eða fjölþjóðlegu undir stjórn þeirra ríkja sem kunna að taka þátt í innrásinni, eða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Gæti valdið ólgu í löndum múslíma Embættismenn í Hvíta húsinu íhuga meðal annars tillögu þar sem gert er ráð fyrir því að Írak verði undir stjórn bandarísks hershöfð- ingja líkt og Japan eftir síðari heims- styrjöldina. Verði tillagan samþykkt er líklegt að bandaríski hershöfðing- inn Tommy Franks gegni svipuðu hlutverki í bráðabirgðastjórn Íraks og Douglas MacArthur hershöfðingi í Japan eftir uppgjöf Japana 1945, að sögn The New York Times. Heimildarmenn AP sögðu þó að þessi hugmynd væri á meðal þeirra tillagna sem ólíklegast væri að yrðu samþykktar. Varað hefur verið við því að hernemi Bandaríkin Írak geti það valdið mikilli ólgu meðal músl- íma í öðrum löndum. Aðrir hafa leitt getum að því að með því að ræða þessa hugmynd op- inberlega séu bandarískir embætt- ismenn að herða „sálfræðilegu her- ferðina“ gegn íröskum hershöfð- ingjum. Markmiðið sé að fá þá til að steypa Saddam og koma þannig í veg fyrir að þeir þurfi að lúta valdi er- lends hernámsliðs og verði jafnvel sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. AP Victoria Clarke, talsmaður bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, ásamt flotaforingjan- um David Gove á blaðamanna- fundi um áformin í gær. Bandaríkjamenn íhuga áætlun um að hernema Írak Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.