Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 39 ÞAKKA ber með virktum vel skrif- að Reykjavíkurbréf sl. sunnudag þar sem mikið til er fjallað um hlutverk listasafna heima sem erlendis. Ekki oft sem eytt er rými í þess lags orð- ræðu á þeim sérstaka mikilvæga og stefnumarkandi vettvangi blaðsins. Tilefnið umræða í kjölfar opins bréfs málarans Kjartans Guðjónssonar til borgarstjórnar með fyrirspurn þess efnis hvar hann gæti sýnt myndverk sín. Þar sem nokkurs og háskalegs mis- skilnings gætir hjá skrifara finn ég mig knúinn til að leggja hér orð í belg. Má trúlega finna kveikju þessa mis- skilnings í orðlagi Kjartans sjálfs, sem segir óverjandi að ekki skuli mögulegt að fá opinbera sýningarsali leigða í Reykjavík, og kennir um al- ræði listsögufræðinga í húsum þar sem listamenn komist ekki að nema þeim berist formlegt boð um að sýna. Þá er miklu rými eytt í að útskýra hlutverk safna og faglega stefnumót- un sérfræðinga um sýningahald, reif- uð viðhorf sem að mörgu leyti má taka undir. Eitt meginatriði hefur þó gleymst, sem er að íslenzk listasöfn hafa lengstum að stórum hluta til ver- ið rekin sem sýningarsalir í staðinn fyrir að stokka reglubundið upp lista- verkaeign sína og halda henni fram líkt og telja verður hið eiginlega hlut- verk listasafna svo sem við blasir hvarvetna. Sýningahald hins vegar hliðarstarfsemi, sem fer yfirleitt fram í sérhönnuðu rými og er liður í að vekja athygli á viðkomandi söfnum sem lifandi stofnunum, auka um leið aðsókn að þeim. Þá er þetta sem menn nefna faglega stefnumótun sér- fræðinga teygjanlegt hugtak og veld- ur ósjaldan hörkudeilum á opinberum vettvangi ytra. Listasafn Íslands hefur sem stofn- un algera sérstöðu hér á landi, og tel ég að enginn sjái ástæðu til að fetta fingur út í það, og ekki held ég að nokkrum dytti í hug að sækja um sýn- ingaraðstöðu í þeim húsakynnum, þótt beturvitandi hvíslarar séu þar á fullu sem annars staðar. Hins vegar hefur hinn góði siður frá árum Selmu Jónsdóttur, að halda yfirlitssýningar á tímamótum í lífi framsækinna ís- lenzkra myndlistarmanna verið af- lagður sem skapað hefur tómarúm um mikilvægt upplýsingastreymi til almennings, fræðslu um þróun ís- lenzkrar myndlistar. Með hliðsjón af mikilli fjölgun myndlistarmanna mætti þó stórum frekar álíta aukna þörf á allri viðlíka listmiðlun. Um önn- ur söfn og menningarstofnanir gegnir öðru máli, en viðtekin stefna þeirra til skamms tíma var að leigja út sali sína gegn ákveðnu gjaldi og hafa lista- menn kveinkað sér undan því vegna síaukinna útgjalda varðandi sýninga- framkvæmdir. Í þessum málum hefur margur full- komlega gleymt legu landsins, jafn- framt sérstöðu um lítið faglegt og hlutlægt upplýsingastreymi í menntakerfinu og fjölmiðlum til al- mennings, væri nærtækara að álíta að einhverjir vilji hagnýta sér ástandið til þröngrar skoðanamyndunar. Þar er vafalítið hina eiginlegu orsök í gremju fjölmargra að finna, nú síðast upphlaupi Kjartans Guðjónssonar. Höfundi Reykjavíkurbréfs virðist sjást yfir að starfandi myndlistar- menn áttu fæstir þátt í þeirri stefnu- mótun listasafna og menningarstofn- ana að leigja út sali sína. En um leið er meira en sennilegt, að sjálfskipuð bet- urvitandi bendiprik í röðum þeirra hafi átt drjúgan þátt í að tekið hefur verið fyrir þá smugu til listkynningar. Svo komið að einungis mun mögulegt að sækja um sýningaraðstöðu í Hafn- arborg í Hafnarfirði, afleiðingarnar eru að sýningarhaldið á Reykjavíkur- svæðinu er orðið harla einsleitt. Lík- ast er sem listsögufræðingarnir séu öllu frekar að sækjast eftir priki hvor frá öðrum en rækta skyldur sínar um miðlun og döngun íslenzkrar mynd- listar í víðu samhengi, jafnframt auka völd sín. Með meintu yfirlæti sínu eru þeir að tala niður til hins almenna list- njótanda sem til skamms tíma hefur verið mikilvægasti bakhjarl starfandi myndlistarmanna, bregða um leið fæti fyrir ýmsa vel virka og þjóð- kunna myndlistarmenn og hér liggur hundurinn grafinn. Engin sérþekking getur réttlætt slíkt, hér tilefni að minna á og vísa til að um almenna list- sögufræðinga er að ræða en ekki menntaða safnstjóra. Árangur þess- ara einslitu stefnumarka blasir við í tómum sýningarsölum, jafnvel á besta tíma vikunnar, eitt dæmi þar að lútandi var þá ég og fylginautur minn vorum fyrstu gestinir í sali Norræna hússina nokkrum mínútum fyrir lok- un á laugardegi fyrir skömmu, var þó um nýlega framkvæmd að ræða sem fór af stað með miklu braki að við- stöddum hinum útlendu þátttakend- um. Ekki aðeins fastagestum á sýn- ingar hefur fækkað heldur eru listamennirnir sjálfur hættir að stíga fæti inn á sumar stofnanir og láta margir hverjir ekki lengur sjá sig við opnanir. Það leggst á mig að nær væri að taka þetta ástand til umræðu en nota heilt Reykjavíkurbréf til varnar þess- ari óheillaþróun sem forsvarsmenn safnanna, ásamt beinum sérhags- munum, hljóta að eiga drjúgan þátt í. Virðast þá fullkomlega úti að aka á hvaða breiddargráðum landið liggur og um þá höfuðskyldu sína að rækta efla og jarðtengja ímynd íslenzkrar listar og íslenzkra listamanna. Þetta á einnig við um hugmyndina að tvíær- ingi, sem virðist eiga að bæta fyrir áratuga vanrækslu við að sinna inn- lendri myndlist á listahátíðum, sem og með árvissum skilvirkum upp- stokkunum á breiðum grundvelli. Eins og landið liggur í dag er slík framkvæmd tómt mál meðan grunn- þættir eðlilegrar upplýsingaskyldu eru í lausu lofti eins og við blasir, væri nær að blása til sóknar á þeim víg- stöðvum, koma hér til jarðar. Og einu skal ekki gleyma hvað mannréttindi listamanna snertir, að þeir voru látnir borga síhækkandi leigu fyrir sali í opinberum söfnum sem er neyðarlegt og úrelt fyrir- komulag, í stuttu máli hrein ósvinna. Nær að þeim væri greitt fyrir að sýna listaverk sín líkt og nú tíðkast víðast hvar. Hér og í mörgu öðru ber lista- mönnum að standa einarðlega vörð um hagsmuni sína, heildarinnar um leið. Vegna Reykjavíkurbréfs Eftir Braga Ásgeirsson „Svo komið að einungis mun mögu- legt að sækja um sýning- araðstöðu í Hafnarborg í Hafnarfirði, afleiðingarnar eru að sýningarhaldið á Reykjavíkursvæðinu er orðið harla einsleitt.“ Höfundur er listrýnir og listmálari. FORELDARAR barna og ung- linga með geðraskanir er ekki hávær hópur enda vandi barnanna við- kvæmt mál sem snertir fjölskyldur þeirra. Engu að síður óska hundruð foreldra eftir þjónustu barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala (BUGL) árlega og hundruð sækja eftir þjón- ustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga, lækna og annars fagfólks. Þá er ótal- inn sá hópur sem nýtur þjónustu skóla- og félagsþjónustu sveitarfé- laga. Grunnskólakennarar með langa starfsreynslu staðhæfa að mun fleiri börn en áður eigi í miklum tilfinninga- og hegðunarerfiðleikum, sérstaklega þau yngstu. Hverjar sem ástæður aukins vanda á þessu sviði eru, er ekkert sem bendir til að eftirspurn eftir þjónustu komi til með að standa í stað og enn síður að hún minnki. Sama er uppi á teningnum í nágrann- löndum okkar þar sem stjórnvöld leggja áherslu á að mæta og fyrir- byggja frekari vanda með öflugri vel skilgreindri þjónustu. Mikilvægt er að styrkja undirstöð- ur þjónustu á þessu sviði þar sem fag- legur grundvöllur er tryggur og eft- irsóknin eftir þjónustunni mest. Á undanförnum árum hefur faglegur styrkur BUGL aukist á sviði rann- sókna og þróun meðferðarúrræða sem byggjast á viðurkenndri aðferð- arfræði. Væntingar samstarfsaðila og tilvísenda aukast eðlilega í takt við gildi þjónustunnar og aukna þörf. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að styðja við starfsemina með aukafjár- veitingum ráðherra frekar en að gera þær grundvallarbreytingar sem margir telja nauðsynlegar og ítarleg- ar tillögur hafi verið settar fram um á síðustu árum. Þær tilögur hafa m.a. fjallað um BUGL og sérstaklega um nauðsyn þess að starfsemin verði efld með breytingum á rekstrarfyrir- komulagi og stjórnun deildarinnar. Það er því ekki nóg að veita frekari fjármagni til geðsviðs Landspítala há- skólasjúkrahúss (LSH) í því skyni að efla BUGL heldur þarf að breyta stöðu og skilgreina hlutverk deildar- innar þannig að tryggja megi sem hagkvæmustu nýtingu fjárins. Það er heldur ekki lausn að dreifa fjármagni sem ætlað er til heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga of víða til ýmissa smárra aðila sem skjóta upp kollinum þegar þörfin blasir við en standa ekki á þeim trausta faglega grunni sem BUGL gerir. En hvað ber að gera? Ég vil varpa fram þeirri hugmynd á þessum vettvangi allra landamanna að starfsemi BUGL og hugsanlega fleiri þjónustuaðila verði fundinn nýr farvegur með stofnun Geðverndar- stofu barna og unglinga (GBU). Nafn- ið hefði skemmtilega skírskotun til þeirrar merku þjónustu sem fram fór af hálfu Reykjavíkurborgar á sjöunda áratugnum með Geðverndardeild barna á Heilsuverndarstöðinni áður en starfseminni var fundinn farvegur sem þjónaði öllu landinu með stofnun Geðdeildar Barnaspítala Hringsins 1970. GBU myndi heyra undir eigin stjórn með líkum hætti og aðrar sjálf- stæðar heilbrigðisstofnanir. Þá þyrfti GBU að eiga nánara skilgreint sam- starf en nú er við fjölmarga samstarf- aðila BUGL í dag svo sem skóla- heilsugæslu, skólasálfræðiþjónustu, barnadeildir LSH í Barnaspítala og Fossvogi auk áherslu á rannsóknir, ráðgjöf og kennslu. Áfram yrðu rekn- ar legudeildir en öflugri göngudeild og með öðru rekstrarfyrirkomulagi en nú er. Þannig mætti leggja traust- an grunn að geðverndarstarfi fyrir þá Íslendinga sem eiga mesta framtíð fyrir sé, það er börn og unglinga sem í dag eru yfir 80.000 einstaklingar. Fyrir landsmenn og stjórnvöld myndi ekki aðeins skilvirkari og umfangs- meiri þjónusta skipta máli heldur væri hægt að tryggja að fjármagnið skilaði sér í vel skilgreindum þjón- ustutilboðum. Önnur rök fyrir sjálf- stæði GBU eru þau að í dag er stórum hluta geðheilbrigðisþjónustu stofn- ana stýrt af sviðsstjórn geðsviðs LSH við Hringbraut þar með talin rekstr- ar- og fagleg stjórnun BUGL við Dal- braut. Það þarf ekki mikla stjórn- visku til að sjá að slíkt gengur ekki, það myndu ekki margir kaupa hluta- bréf í fyrirtæki á markaði sem stjórn- að væri með þessum hætti! Það er því ljóst að ef ekki verða gerðar breyt- ingar í þessa átt mun þróunin verða sú að einkarekin þjónusta fagaðilanna sjálfra mun vaxa enn frekar en nú er og að nokkru á kostnað þess faglega samvinnugrundvallar sem BUGL stendur nú fyrir. Sú þróun kann að hafa sína kosti líka en ætti ekki að eiga sér stað eingöngu af því hún sé óhjákvæmileg heldur af því hún sé betri kostur en til dæmis stofnun Geð- verndastofu barna og unglinga. Geðverndarstofa barna og unglinga Eftir Ólaf Ó. Guðmundsson Höfundur er yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss Dalbraut og sjálf- stætt starfandi barnageðlæknir. „Mikilvægt er að styrkja undirstöður þjónustu á þessu sviði þar sem faglegur grund- völlur er tryggur og eft- irsóknin eftir þjónust- unni mest.“ AÐ því er fréttir herma hafa um margra mánaða skeið staðið yfir við- ræður milli Alcoa og Reyðaráls um kaup þeirra fyrrnefndu á undirbún- ingi sem Reyðarál hf. hafði lagt í vegna álverksmiðju á Reyðarfirði. Þar er meðal annars um að ræða mat á umhverfisáhrifum 420 þúsund tonna álverksmiðju og 233 þúsund tonna rafskautaverksmiðju sem Skipulagsstofnun úrskurðaði um 31. ágúst 2001 og féllst á með tveimur skilyrðum. Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) og Náttúru- verndarsamtök Íslands kærðu úr- skurð Skipulagsstofnunar til um- hverfisráðherra, sem staðfesti niðurstöðu Skipulagsstofnunar með úrskurði 14. mars 2002. Skömmu síð- ar kom í ljós að ekkert yrði úr fyr- irhugaðri framkvæmd á vegum Reyð- aráls en í þess stað kæmi hugsanlega Alcoa. Í kæru sinni til umhverfisráðherra benti NAUST meðal annars á að sam- kvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum bar að meta rafskautaverk- smiðju og álverksmiðju aðgreint en ekki sameiginlega. Þetta var ekki gert. Engin ákvörðun var heldur tek- in um annað á grundvelli lagaheim- ilda (5. grein, 2. málsgrein laga nr. 106/2000). Í stað þess var mat á raf- skautaverksmiðju samofið mati á ál- verksmiðjunni í matsskýrslu Reyð- aráls hf. Með þessu var ótvírætt gengið gegn fyrirmælum laga og því augljóst að matið stenst ekki nánari skoðun. Í pólitískum úrskurði sínum um kæruna vék ráðherra sér undan skýrum lagafyrirmælum um þetta efni og staðfesti ranga málsmeðferð Skipulagsstofnunar. Ljóst er því að umrætt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda Reyðaráls er einskis virði, verði látið reyna á málsmeðferð- ina fyrir dómsstólum. Þessir pappírar eru því ekki álitleg söluvara. Hafi Al- coa raunverulegan áhuga á byggingu risaálverksmiðju á Reyðarfirði þarf fyrirtækið fyrst af öllu að efna í sjálf- stætt mat á umhverfisáhrifum hennar vegna og þá auðvitað byggt á þeirri tækni sem ráðgert er að nota. Önnur málsmeðferð, byggð á yfirfærslu á mati í höndum Reyðaráls, væri reist á sandi. Um hvað eru Alcoa og Reyðarál að semja? Eftir Hjörleif Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður. „Ljóst er því að umrætt mat á um- hverfisáhrif- um fram- kvæmda Reyðaráls er einskis virði …“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.