Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FLEST bendir til, að Dora Bako- yannis verði fyrsta konan til að verða kjörin borgarstjóri í Aþenu, en kosið verður til sveitarstjórna í Grikklandi á sunnudag. Eitt af helstu stefnumálum hennar er að endurnýja og endurlífga þessa elstu höfuðborg í Evrópu en hún er nú að búa sig undir að halda Ólympíuleikana árið 2004. „Ég geri mér fulla grein fyrir því, að þetta verður erfitt verk,“ sagði Bakoyannis í viðtali við fréttamann AFP og nefndi þá meðal annars mikla mengun, gíf- urlegt umferðaröngþveiti og kæf- andi skrifræði. Hún er samt stað- ráðin í að gera Aþenu að betri borg og endurheimta stöðu henn- ar sem vinsælasta ferðamanna- staðar í heimi. Bakoyannis, sem vantar tvö ár í fimmtugt, er dóttir Constantine Mitsotakis fyrrverandi forsætis- ráðherra og leiðtoga helsta stjórnarandstöðuflokksins, Nýja lýðræðisflokksins. Var hún fyrst kjörin á þing fyrir 13 árum, skömmu eftir að liðsmenn í hryðjuverkasamtökunum 17. nóv- ember myrtu fyrri mann hennar, þingmanninn Pavlos Bakoyannis. Bakoyannis hefur forystu í öll- um skoðanakönnunum en helsti keppinautur hennar er Kristos Papoutsis, frambjóðandi Pasoks eða gríska sósíalistaflokksins. Vinsældir Bakoyannis eru raunar ekki nýjar af nálinni. Í þingkosn- ingunum 2000 var hún kjörin með fleiri atkvæðum en nokkur annar frambjóðandi. Tekist á við Papandreou Bakoyannis segist ætla að ein- beita sér að málefnum Aþenu næstu fjögur árin en útilokar ekki, að þá verði hún tilbúin til að takast á við George Pap- andreou utanríkisráðherra og son fyrrverandi forsætisráðherra sósíalista. Hann og Mitsotakis, faðir Bakoyannis, voru helstu keppinautarnir í grískum stjórn- málum í hálfa öld. Bakoyannkis, sem kallar sig gjarna „endurfæddan Evrópu- mann“, á sér mjög alþjóðlegan bakgrunn. Fjölskylda hennar flýði land þegar gríski herinn hrifsaði til sín völdin 1967 og hún bjó lengi í Frakklandi og Þýskalandi. Talar hún ensku, frönsku og þýsku reiprennandi og af vest- rænum leiðtogum lítur hún einna mest upp til Jose Maria Aznars, forsætisráðherra Spánar. Bako- yannis giftist kaupsýslumanninum Isidor Kouvelos 1998 en á dóttur og son frá fyrra hjónabandi. „Endurreisn“ borgarinnar helsta stefnumálið Líkur eru á að kona verði kjörin borgarstjóri í Aþenu í fyrsta sinn Aþenu. AFP. AP Íbúar Aþenu ganga hjá kosningaauglýsingaspjaldi með mynd af fram- bjóðandanum Doru Bakoyannis. Kosningarnar fara fram á sunnudag. HÆTTUNNI af Kúbudeilunni lauk í raun ekki með samningum Banda- ríkjamanna og Sovétmanna, heldur óttaðist Níkíta Krústsjev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, að „hinn óút- reiknanlegi Castro“ myndi ögra Bandaríkjunum upp á eigin spýtur og jafnvel koma af stað styrjöld. Kemur þetta fram í skjölum, sem rússnesk stjórnvöld hafa birt, en þau og margvísleg gögn frá yfirvöld- um á Kúbu og í Bandaríkjunum verða rædd á ráðstefnu, sem hófst í gær í Havana á Kúbu í tilefni af því, að 40 ár eru liðin frá því heimurinn stóð á barmi kjarnorkustyrjaldar. Sitja hana margir þeirra, sem þá voru í aðalhlutverkunum, meðal annars Fidel Castro, forseti Kúbu, og Robert McNamara, varnarmála- ráðherra í stjórn Johns F. Kenn- edys. Ráðstefnan stendur í þrjá daga en auk þeirra Castros og McNamara munu taka þátt í henni þeir Arthur Schlesinger, sérstakur ráðgjafi Kennedys, Richard Goodwin og Ted Sorenson, sem önnuðust ræðuskrif fyrir Kennedy á þessum tíma, og Dino Brugioni, sérfræðingur hjá CIA, bandarísku leyniþjónustunni, en hann varð fyrstur til að greina njósnamyndirnar og átta sig á því, sem um var að vera á Kúbu. Þá má einnig nefna Jose Ramon Fern- andez, núverandi varaforseta Kúbu, en hann skipulagði ráðstefnuna og var foringi í Kúbuher þegar deilan stóð sem hæst. 162 kjarnaoddar Kúbudeilan hófst um miðja októ- ber 1962 þegar Kennedy og stjórn hans komust að því, að Sovétmenn voru að koma þar fyrir kjarnorku- flugskeytum, sem unnt var að skjóta allt að 2.400 km en minnsta fjarlægð milli Bandaríkjanna og Kúbu er að- eins 145 km. McNamara upplýsir nú, að um hafi verið að ræða 162 kjarnaodda, sem hefðu getað tor- tímt 90 milljónum Bandaríkja- manna. Deilunni lauk síðan tveimur vikum síðar þegar Krústsjev féllst á að flytja eldflaugarnar frá Kúbu. Varpaði þá allur heimurinn öndinni léttara. Í skjölum, sem Rússar hafa birt í tilefni af ráðstefnunni, kemur fram, að nokkrum vikum eftir að deilunni lauk formlega hafi Krústsjev haft áhyggjur af því, að „hinn óútreikn- anlegi Castro“ myndi auka á spennuna á ný og koma jafnvel af stað styrjöld. Lýsti ábyrgðinni á hendur Castro „Kúbverjar vilja hafa okkur eins og hund í bandi og draga okkur inn í styrjöld við Bandaríkin“ segir í bréfi, sem Krústsjev sendi sovéska sendiráðinu í Havana 16. nóvember 1962. Tilefnið var njósnaflug Banda- ríkjamanna til að fylgjast með því, að Sovétmenn stæðu við samninga um brottflutning eldflauganna. Krústsjev hafði hins vegar áhyggjur af því, að Castro skipaði hernum að skjóta þær niður. Kemur það líka fram í kúbversku leyniskjali, að her- inn hafi verið búinn að fá fyrirskipun um að skjóta á bandarísku eftirlits- flugvélarnar frá og með 18. nóvem- ber. Castro segir hins vegar í einu leyniskjalanna, að skipunin hafi ver- ið afturkölluð, kúbversku hermönn- unum til sárrar gremju. Krústsjev fannst sem Castro hefði svikið sig með því að meta ekki að verðleikum samninginn við Bandaríkin en eitt aðalatriðið í hon- um var, að Bandaríkin lofuðu að ráð- ast ekki á Kúbu. Kvað hann það hörmulegt ef Kúbustjórn gerði ekki allt til að forðast stríð. „Ef félagar okkar á Kúbu vilja gæta hagsmuna sinna, þá hafa þeir rétt til þess,“ sagði Krústsjev. „Þá verður þó að benda þeim á, að við munum ekki bera neina ábyrgð á af- leiðingunum.“ Mistök Krústsjevs Kúbustjórn hafði líka á sínum tíma sitthvað að athuga við aðferðir Sovétstjórnarinnar og Krústsjevs. Kemur það meðal annars fram í við- tali, sem bandaríska sjónvarpsstöð- in ABC átti við Castro fyrir nokkr- um dögum og átti að birta í gær. Þar segir hann, að Krústsjev hafi gert illt verra með því að reyna að blekkja Kennedy og halda því fram, að viðbúnaðurinn á Kúbu væri að- eins til varnar, að þar væru engin kjarnorkuvopn. „Kennedy trúði Krústsjev í fyrstu,“ segir Castro. „Þetta voru mikil mistök og við vorum algerlega andvígir þessu.“ Fram kemur í skjölum frá þessum tíma, að Krústsjev reyndi að halda þessu fram jafnvel eftir að ljóst var, að Sovétmenn voru að koma upp langdrægum eldflaugum á Kúbu. Fernandez, varaforseti Kúbu, segist hafa gert sér grein fyrir því, að Bandaríkjamönnum var full al- vara þegar hann las yfirlýsingu Kennedys til Bandaríkjamanna í að- alstöðvum kúbverska hersins 22. október 1962. „Mér skildist þá, að stríð gat verið yfirvofandi,“ segir hann. „Ég bjóst við dauða mínum en vonaði, að allt færi vel.“ Yfirlýsing Kennedys var svo- hljóðandi: „Síðustu vikuna hafa komið fram óhrekjanlegar sannanir fyrir því, að verið er að koma upp árásareldflaugum í þessu undirok- aða landi. Tilgangur þeirra getur ekki verið neinn annar en sá að gera kjarnorkuárás á Bandaríkin mögu- lega.“ Fernandez segir, að sér hafi verið skipað að eyða margvíslegum skjöl- um og finna yfirstjórn hersins hæli annars staðar en í varnarmálaráðu- neytinu enda hefði mátt búast við árás á það. Viðræður en ekki vopn Fernandez segir, að vonandi hafi stjórnmálamenn og herforingjar lært sína lexíu af Kúbudeilunni og láti það aldrei henda aftur að ýta heiminum fram á brún kjarnorku- stríðs. Undir það taka Bandaríkjamenn- irnir, til dæmis McNamara, og Thomas Blanton, yfirmaður ríkis- leyndarskjalasafnsins í Washington, segir, að ráðstefnan sé stórmerkur viðburður og til marks um þann skilning, að leysa skuli málin með viðræðum en ekki vopnum. Krústsjev óttaðist að Castro kæmi af stað styrjöld Bandarísk, kúbversk og sovésk leyniskjöl birt í fyrsta sinn AP Thomas Blanton, yfirmaður ríkisleyndarskjalasafnsins í Washington, faðmar að sér Jose Ramon Fernandez, varaforseta Kúbu, við komuna til Havana. Með þeim er Robert McNamara, sem var varnarmálaráð- herra í stjórn John F. Kennedys. Havana. AP. ’ Kúbverjar viljahafa okkur eins og hund í bandi. ‘ Alþjóðleg ráðstefna á Kúbu í tilefni af fjörutíu ára afmæli Kúbudeilunnar Þingmenn gera hróp að Berlusconi Rómarborg. AFP. NEÐRI deild ítalska þingsins sam- þykkti á fimmtudag umdeilda löggjöf sem mun gera sakborningum í dóms- málum kleift að fá réttarhöld sín færð og þannig komast hjá því að mæta til- teknum dómurum. Eru margir þeirr- ar skoðunar að löggjöfin sé sniðin að þörfum Silvios Berlusconis forsætis- ráðherra, sem og ýmissa banda- manna hans. Löggjöfin hefur vakið sterk við- brögð á Ítalíu og umræða á þingi í fyrradag var afar hörð. Hélt stjórn- arandstaðan á lofti ítalska fánanum, söng and-fasíska söngva og gerði hróp að ríkisstjórninni. „Hneisa, hneisa,“ hrópuðu þingmenn stjórnar- andstöðunnar og þurfti þingforseti oft að grípa inn í til að þingfundur gæti haldið áfram. Löggjöfin var þó samþykkt með 307 atkvæðum gegn 253 en einn sat hjá. Nú fara lögin fyrir efri deild þingsins en þar hefur hægristjórn Berlusconis öruggan meirihluta. Löggjöfin kveður á um að sakborn- ingar geti, ef „málefnalegar forsend- ur“ eru fyrir hendi, dregið óhlut- drægni dómara í efa og þannig fengið réttarhöldin flutt í annað umdæmi. Andstæðingar laganna segja markmið þeirra að bjarga Cesare Previti, nánum bandamanni Berlusc- onis, en Previti hefur verið ákærður fyrir spillingu í Mílanó. Hafa lög- menn Previtis gert kröfu um að rétt- arhöldin verði flutt þar sem dómarar í Mílanó kunni að vera hlutdrægir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.