Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 45
✝ Jóhann Bene-diktsson fæddist
á Jarlsstöðum í
Höfðahverfi 5. júlí
1920. Hann lést á
heimili sínu 4. októ-
ber síðastliðinn. Jó-
hann var næstyngst-
ur sona hjónanna
Benedikts Sigur-
björnssonar og
Steinlaugar Guð-
mundsdóttur. Bræð-
ur hans voru Sigur-
björn, Sigurður,
Ingólfur og Bjarni
sem allir eru látnir
og Kristján sem býr á Akureyri.
Hinn 3. júní 1945
kvæntist Jóhann
Ingibjörgu Einars-
dóttur frá Eyrar-
landi, f. 5. nóv. 1918,
d. 19. júní 1999. Þau
hjónin bjuggu allan
sinn búskap á Eyr-
arlandi. Þau eignuð-
ust tvö börn, Sól-
veigu, f. 25.5. 1947,
og Einar Grétar, f.
18.1. 1955. Þau eru
bæði búsett á Eyr-
arlandi.
Útför Jóhanns var
gerð frá Kaupangs-
kirkju 11. október.
Mig langar að minnast tengdaafa
míns hans Jóa á Eyrarlandi með
nokkrum orðum. Fyrir rúmum sjö
árum kynntumst við sonur minn,
hann Guðmundur, fjölskyldunni á
Eyrarlandi og þar með stækkaði
ríkidæmi hjarta míns enn frekar.
Jói var fjárbóndi af lífi og sál.
Það verður skrítið að fara í fjár-
húsin þegar Jói er ekki lengur hér
meðal okkar. Hver stjórnar nú í
því að bólusetja ærnar, hleypa til,
segja til um hvaða ær sé komin að
burði og ótal mörgu öðru? En ef ég
hugsa þetta betur þá trúi ég því og
treysti að Jói reyni að stjórna
þessu öllu áfram með okkur þó á
annan hátt nú en áður. En hann
Jói var ekki eingöngu fjárbóndi,
nei hann var svo miklu, miklu
meira. Hann var góður eiginmaður,
faðir, afi, langafi og vinur. Allt
ungviði átti greiðan aðgang og
öruggan samastað hjá honum.
Þetta má vel sjá á því hve margir
kölluðu hann afa, þrátt fyrir að
hann væri bara frændi þeirra eða
jafnvel ekkert blóðtengdur viðkom-
andi. Þessari nafnbót svaraði hann
með glöðu geði og með bros á vör,
eins og hann var nú oftast nær.
Strákarnir mínir sóttu mikið í að
vera samvistum við afa Jóa og
fylgdist hann mjög grannt með
þeim. Þar sem við bjuggum nú
saman um tíma og síðan öll svo til
á sömu þúfunni hittumst við yf-
irleitt á hverjum degi. Það verður
skrítið að venjast því að nú hringi
Jói ekki niðureftir til okkar og
spyrji eftir vinnumönnunum sínum,
hvernig standi á að þeir séu ekki
komnir út blessaðir karlanir og svo
fram eftir götunum. Já, milli þeirra
var mikil væntumþykja, vinátta og
virðing. Þær eru ófáar sögurnar
sem hann hefur sagt okkur frá
uppvaxtarárum sínum utan úr
Höfðahverfi, smalamennsku þar
ytra og austur á Bleiksmýrardal,
vinnumennsku í Mývatnssveit og
hér í Eyjafirði og svona mætti
lengi telja. Já, það væri óskandi að
einhver hefði haft vit á að hlusta
betur á þessar frásagnir hans og
rita niður því nú fellur þetta fljót-
lega í hinn stóra gleymskubrunn.
Það er með eftirsjá í hjarta sem
ég rita þessi fátæklegu orð á blað
en eftir stöndum við reynslunni
ríkari að hafa fengið tækifæri til að
kynnast þessum góða, vel gefna og
skemmtilega manni sem vakti mig
og örugglega fleiri oft til umhugs-
unar um að það er ekkert sjálfsagt
að hafa öll nútímaþægindi við
höndina, að ekkert varir að eilífu
en það er okkar að taka á móti því
sem lífið hefur upp á að bjóða með
opnum huga og bjartsýni.
Elsku Jói, nú kveð ég þig með
þínum orðum, blessaður karlinn.
Minning þín lifir.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.“
(Úr Spámanninum.)
Þín
Auðbjörg Geirsdóttir (Audda).
Þegar mér var sagt sl. föstudag
að Jói á Eyrarlandi hefði dáið þann
dag fann ég ekki sára sorg heldur
þakklæti, Þakklæti vegna hvers?
Jú, vegna þess að hann Jói sem á
fáum árum hafði hafnað samfylgd
við dauðann a.m.k. tvisvar sinnum í
erfiðum veikindum fékk að fara svo
snöggt og án undangenginna veik-
inda. Við gluggann í litlu stofunni
inn af eldhúsinu sat hann og fylgd-
ist með fénu og öðru sem fyrir
augu bar þegar kallið kom. Nú hef-
ur hann verið ferðbúinn og drifið
sig af stað. Kannski hefur Sigríður
mágkona hans og fyrrverandi
tengdamóðir mín sem hefði orðið
100 ára þennan dag, hefði hún lif-
að, blessuð sé minning hennar, ver-
ið send til að sækja hann og hann
verið fús enda hún mikil sómakona
og þau góðir vinir. Hvað er betra
öldruðum útslitnum manni, sem
alla ævi hefur unnið mikið og verið
harðduglegur? Hann sagði mér
einu sinni að þegar hann var lítill
patti þurftu hann og bræður hans
áður en þeir fóru í skólann að
sinna búverkum eldsnemma, þann-
ig að snemma byrjaði vinnan og
púlið.
Okkar leiðir lágu fyrst saman
fyrir meira en 35 árum þegar ég
barnung kom í Eyrarland sem
kærasta náfrænda konunnar hans.
Það er ótrúleg hraðferð á þessum
tíma. Jói byrjaði fljótlega að stríða
þessari ungpíu á ýmsan hátt en ég
fann strax að þetta var hans háttur
við unga fólkið og börnin, hann gat
verið ótrúlega stríðinn, en mér er
óhætt að segja að við urðum fljótt
góðir vinir og sú vinátta hefur enst
okkur alla tíð síðan, þó svo ferðum
mínum í Eyrarland hafi farið mjög
fækkandi á sl. árum og má ég
skammast mín fyrir það.
Mér er ljúft að líta yfir farinn
veg og minnast Jóa. Alltaf kemur
hann upp í hugann í bláa vinnugall-
anum sínum með sixpensara á
höfðinu, lágvaxinn, grannur og til
að byrja með léttur á fæti, skrokk-
urinn sá svo um það að með aldr-
inum varð hann stirður og þurfti
staf. Jói að drífa sig á Landrovern-
um kannski með stöng til að veiða
neðan við Eyrarland, eða kannski í
bæinn. Í minningunni er hann allt-
af hress og hefur hátt. Hann var
mannblendinn og hafði gaman af er
gesti bar að garði. Var þá margt
spjallað bæði um gamalt og nýtt.
Hann hafði skoðanir á flestu og hló
oft hátt eða bölvaði þegar það átti
við og það var gaman að spjalla við
Jóa því hann var svo mikið á lífi.
Eitt finnst mér að hafi verið alla
tíð og það er snjóhvíti kollurinn á
honum með þykku hári, en auðvit-
að getur ekki verið neitt vit í því,
hann hlýtur að hafa verið öðruvísi
fyrst þegar við hittumst. Jói var
mikill sveitamaður í sér kannski að
vonum búinn að eyða allri sinni ævi
við sveitastörf, búskapur hans var
aðallega með kindur og kartöflur
og var gaman að fylgjast með hon-
um á seinni árum þegar hann tók
stafinn og gekk upp brekkuna að
„gamla húsinu“ og kallaði á ærnar
sínar sem komu fljótlega ein af
annarri enda hafa þær vitað að í
fjárhúsunum beið gjöf sem þær
hafa ekki viljað missa af og
kannski virtu þær líka sinn aldna
húsbónda og hlýddu þess vegna. Á
seinustu árum voru kindurnar hans
fáar, svona rétt fyrir hann að sýsla
við, og trúlega átti hann fæstar
sjálfur því hann hafði gefið mörg-
um eina. Mínum dætrum gaf hann,
reyndar fyrir mörgum árum, eina,
sem voru falleg lömb og áttu svo
falleg lömb sjálfar. Síðan var upp-
gjör á haustin eftir sláturtíð þegar
Jói borgaði þeim lömbin með skil-
um. Sagði þó stundum við þær að
hann hefði stolið frá þeim lambi og
hló miklum hrossahlátri. Ég veit
vel að fleiri börn í fjölskyldunni
áttu kindur og fengu uppgjör á
haustin en þetta var bara eitt af
því sem hann gerði fyrir börn,
hann var þeim góður, var vinur
þeirra og þau hændust að honum.
Svo var líka stutt í sprellið og fjör-
ið.
Hann hafði óskaplega gaman af
því að ferðast og var svo heppinn
að komast með góðum félögum
nokkrar ferðir til útlanda sem hann
lifði á lengi á eftir og sagði okkur
frá. Ein hans besta skemmtun var
þó spilin og var hann spilandi alltaf
þegar færi gafst og þá aðallega
bridge. Eins fór hann oft á spila-
vistir og fékk þá gjarnan verðlaun.
Það kom fram við spilin að hann
hafði mjög gott minni. Hann gat
rakið, eftir að spili lauk, hver hefði
sett hvað út og hvenær í spilinu og
var stundum óánægður með fram-
gang spilsins og fann að við spila-
félagana sem fannst að ekki þýddi
að ræða þetta heldur drífa áfram
spilið, en svona var Jói, sagði sína
meiningu svo auðvelt var að vita
hvar maður hafði hann. Hann sat
við spil síðasta kvöldið sem hann
lifði og hefur örugglega notið þess
vel.
Nú er hann horfinn okkur sem
eftir lifum, sætið hans við borðið er
autt og hann verður ekki framar að
leggja sig í sófann við sjónvarpið
þegar gesti ber að garði. Við sökn-
um þess og ég veit að fólkið hans
heima saknar hans mikið því þó
hljóðnað hafi í kring um hann á sl.
árum vegna heilsubrests þá var
hann þeim svo mikið. Þeim öllum
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Vertu sæll, kæri vinur, og takk
fyrir allt gott á liðnum áratugum.
Megi allar góðar vættir vera með
þér á nýjum ókunnum slóðum. Ég
veit reyndar að þú varst eins og
aðrir af Eyrarlandsfólkinu og
kunnir best við þig heima, en þar
hefur fækkað fólkinu og það farið
sömu leið og þú nú, en það hefur
allt tekið þér fagnandi. Svo mikið
er víst.
Þín vinkona
Sólveig.
JÓHANN
BENEDIKTSSON
Hún Guðný, elsku
tengdamóðir mín, er
látin 83 ára að aldri.
Ekki kann ég nægi-
lega stór orð til að lýsa
þessari fallegu, dug-
legu, stórhuga konu með gullhjart-
að, en þetta vita þeir best sem urðu
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
henni.
Ekki ætla ég hér að tíunda ævi
hennar og störf, en hún er lýsandi
dæmi um hvað gott heimili, ást og
hlýja í uppeldi gera fólki og gerði
hún sitt besta til að koma því áleiðis
til sinna barna og barnabarna með
einstaklega góðum árangri. Hún tal-
aði oft um foreldra sína og æsku-
heimili á sýslumannsheimilinu á
Eskifirði. Guðný var mikið fyrir
menningu og listir og góðir siðir
voru henni ofarlega í huga. Fram á
síðasta dag var hún vel heima hvar
sem borið var niður og hafði skoð-
anir og áhuga á öllu, mönnum og
málefnum. Margar góðar minningar
koma upp þegar sest er niður og
hugsað um hana tengdamömmu
mína og heimilislífið á „Bestó“ en
það var heimili hennar á Bergstaða-
strætinu jafnan kallað þar sem hún
bjó frá því að hún var ung stúlka.
Við kynntumst fyrst þegar hún
eignaðist mig og hann Steina minn í
einu lagi fyrir 16 árum og tók hún
okkur með eindæmum vel, eins og
öllu sem yfir hana var dembt. Æ síð-
an hefur hún reynst mér ein af þess-
GUÐNÝ
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Guðný Magnús-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. júní
1919. Hún andaðist á
hjartadeild Land-
spítalans 2. október
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Hallgrímskirkju
11. október.
um góðu föstu stoðum í
lífinu sem allir ættu að
eiga. Hún kenndi mér
endalaust marga hluti
og hvatti á allan hátt og
áttum við margar góð-
ar stundir saman yfir
ýmsu grufli, m.a. mat-
reiðslu. Hún átti t.d.
gamla danska mat-
reiðslubók frá sínu
æskuheimili og þar
komumst við að því
hvernig laga mætti
fullkomna danska pör-
usteik, Cumberlands-
ósu og alls konar spari-
mat og það að aldrei skyldi til spara í
hráefni. – Enda á það við um flestallt
í lífinu.
Aldrei hafði ég sem ung stúlka
upplifað það, að þegar einhver talar,
þá þagni bara allir og hlusti, fyrr en
ég kynntist heimilislífinu á Bestó,
þar sem ég kem frá mannmörgu
heimili þar sem allir eru vanir að
tala í einu. Var þetta mikil upplifun
fyrir mig, unga stúlkuna þá. En ná-
lægt henni Guðnýju voru allir merk-
ismenn.
Líf hennar var síður en svo dans á
rósum alla tíð. Ól hún að mestu ein
upp börnin sín, sem ekki er auðvelt
nú en var mun erfiðara þá, og aldrei
taldi hún það eftir sér að sinna þeim
sem minna máttu sín að hennar mati
og lagði oftar en ekki mikið á sig til
þess allt til hins síðasta.
Lengi mætti tala um ágæti þess-
arar yndislegu konu og vil ég með
þessari fátæklegu hugleiðingu
þakka henni samfylgdina með ósk
um að andi hennar lifi að eilífu í af-
komendum hennar og fjölskyldu.
Betra ævistarfs er ekki hægt að
óska sér.
Með virðingu og þakklæti.
Þín
Jónína Eir.
Hjartans amma mín. Mig langar
til þess að kveðja þig með nokkrum
lítilfjörlegum orðum.
Mig verkjar í hjartað þegar ég
hugsa til baka, um daginn sem við
vorum öll á spítalanum hjá þér, og
ekki líður sá morgunn sem ég hugsa
ekki um þig, elsku amma mín. Ég
get heldur ekki lýst því hve mikið ég
iðrast þess að hafa ekki verið meira
hjá þér þessar síðustu vikur og daga,
áður en þú lést. Ég veit ekki hvort
þú heyrðir í mér þegar ég talaði við
þig á spítalanum, en mig langaði
bara að segja þér hvað mér þætti og
þykir ennþá óendanlega vænt um
þig og minnist þess hvað þú hefur
alltaf sýnt mér mikla væntumþykju
og verið góð við mig og okkur öll.
Ég minnist þess líka þegar ég og
þú sátum í eldhúsinu á Bestó og þú
lést mig þylja upp Passíusálmana og
lesa fyrir þig þjóðsögurnar langt
fram á kvöld, sem síðar breyttist í
frönsku og Íslendingasögur. Ég man
líka þegar við vorum að ganga niður
Laugaveg þegar ég var ennþá minni,
og ég skammaðist í þér fyrir að
labba alltaf svona hægt. En þetta
eru einungis örlítil brot af góðum
minningum sem ég á til um þig,
elsku hjartans amma mín, og ég veit
að þú hefur það gott þar sem þú ert.
Þú munt eiga sérstakan stað í
hjarta mínu að eilífu.
Þinn einlægur,
Steingrímur Gauti.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs
pabba okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
STEINGRÍMS ÞÓRISSONAR
frá Reykholti,
Kópavogsbraut 1a,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir umönnun og velvild alla.
Þuríður A. Steingrímsdóttir, Óli H. Þórðarson,
Guðrún B. Steingrímsdóttir, Ármann Hallbertsson,
Þórir Steingrímsson, Margrét Ó. Sveinbjörnsdóttir,
Stefán Steingrímsson, Margrét Lind Hreinsdóttir,
Jón Steingrímsson, Valgerður L. Sigurðardóttir,
Bergur Steingrímsson, Steinunn I. Másdóttir,
Margrét B. Eiríksdóttir, Kristinn Ó. Magnússon
og fjölskyldur.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSDÍS BÖÐVARSDÓTTIR,
Þórsmörk,
Djúpavogi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 8. október.
Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu
mánudaginn 14. október kl. 12.00.
Jarðað verður frá Djúpavogskirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00.
Þórður Snjólfsson,
Sigmar Æ. Björgvinsson,
Ásdís Þórðardóttir,
Ólafur B. Þórðarson,
Linda H. Þórðardóttir
og fjölskyldur.