Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 9 SAMKVÆMT reglum sem Bretar settu árið 1997 verða skip frá lönd- um Evrópusambandinu (ESB) að uppfylla eitt eftirfarandi skilyrða, að landa a.m.k. helming afla í breskri höfn, meirihluti áhafnar verður að vera búsettur á Bret- landi og meirihluti veiðiferða verð- ur að vera stundaður frá Bret- landi. Reglurnar voru settar eftir dóm í svokölluðu „kvótahopps- máli“. Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður gerði þetta að um- talsefni á fundi Heimssýnar um síðustu helgi. Gagnrýni Einars Odds Einar Oddur sagði að sam- kvæmt dómi dómstóls ESB þyrftu þeir sem fjárfestu í veiðiheimildum á Íslandsmiðum einungis að sýna fram á að a.m.k. 50% áhafnarinnar væru Íslendingar eða að landa a.m.k. 50% aflans hérlendis eða að fá a.m.k. 50% þjónustu við skipið á Íslandi. Með því að uppfylla eitt þessara skilyrða gætu útlendingar keypt veiðiheimildir og sett þær á frystitogara, sem þyrfti aldrei að koma í íslenska höfn, þyrfti aldrei að landa einum sporði til vinnslu í íslensku fiskvinnsluhúsi. Þar með væri búið að flytja virðisaukann úr landi og lífskjör þjóðarinnar yrðu verri fyrir vikið. Í bók Úlfars Haukssonar stjórn- málafræðings um sjávarútvegs- stefnu ESB er fjallað um þennan dóm. Aðdragandi málsins er sá að Bretar settu árið 1988 lög sem áttu að stemma stigu við svoköll- uðu kvótahoppi, en þar er átt við kaup erlendra sjávarútvegsfyrir- tækja, aðallega spænskra, á veiði- heimildum sem úthlutað var í breskri lögsögu, en Bretar töldu að með því hefðu Spánverjar kom- ist bakdyramegin inn í breskan sjávarútveg. Spánverjar töldu þessi lög ósanngjörn og skutu mál- inu til ESB-dómstólsins. Dómstóll- inn taldi að lögin brytu í bága við grundvallarreglu Rómarsáttmál- ans um atvinnuréttindi einstak- linga innan sambandsins óháð þjóðerni. Dómstóllinn útilokaði hins vegar ekki þann rétt strand- ríkja til að setja lög sem kveða á um efnahagsleg tengsl fiskiskipa við fánaríki. Tekið var undir sjón- armið Breta um mikilvægi þess að tryggja raunveruleg efnahagsleg tengsl milli fiskiskps og þess strandríkis sem úthlutar því veiði- kvóta. Slík skilyrði mættu hins vegar ekki mismuna aðilum á grundvelli þjóðernis og mætti ekki fara út fyrir markmiðið sem þeim væri ætlað, þ.e. að tryggja efna- hagsleg tengsl skips við strandríki. Í framhaldi af þessum dómi áttu Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar, viðræður um kvótahoppið. Í framhaldi af því settu Bretar ný skilyrði fyrir skráningu fiskiskipa á Bretlandi. Þau fela í sér að skip verða að uppfylla eitt eftirfarandi skilyrða, að landa a.m.k. helmingi afla í breskri höfn, meirihluti áhafnar verður að vera búsettur á Bret- landi og meirihluti veiðiferða verða að vera stundaðar frá Bretlandi. Einnig dugar að sýnt verði fram á efnahagsleg tengsl með öðrum hætti, t.d. blöndu af þessum þrem- ur skilyrðum. Bretar settu reglur 1997 eftir dóm í „kvótahopps-máli“ Verða að uppfylla eitt þriggja skilyrða ATVINNA mbl.is Hausttilboð á yfirhöfnum - Síðasti dagur Nýkominn glæsilegur samkvæmisfatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Mörkinni 6, sími 588 5518 Nýjar vörur Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-15. Úlpur, ullarstuttkápur, hattar, húfur og kanínuskinn Fallegur samkvæmisfatnaður Stærðir 36—56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið laugard. 10-14 Ný sending Mikið úrval af uppgerðum borðstofustólum og borðstofuborðum. Einnig margt fleira góðra muna. Opið laugardaga-sunnudaga 15-18, virka daga og á kvöldin eftir samkomulagi. s. 566 8963 og 892 3041, Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.