Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 37 Á SL. vori ákvað hreppsnefnd Skorradalshrepps að neyta for- kaupsréttar síns að 50% eignarhlut í jörðinni Efstabæ af því hún taldi „rétt að synja um áformaða ráðstöf- un eignarinnar“ því hún væri „and- stæð hagsmunum sveitarfélagsins“ sbr. 30. gr. jarðalaga. Hin „áform- aða ráðstöfun“ var sú að nota skyldi jörðina til sauðfjárbeitar, en í svæð- isskipulagi norðan Skarðsheiðar er sú stefna mörkuð að innri hluta Skorradals skuli gera að sérstöku verndarsvæði. Þegar skipulagið var unnið lá fyrir álit færustu sérfræð- inga þess efnis að land í innri hluta hreppsins væri mjög alvarlega farið vegna jarðvegsrofs og þyrfti nauð- synlega friðunar við, sbr. Jarðvegs- rof á Íslandi (1997). Í vor leitaði hreppsnefnd eftir nýjum upplýsing- um frá RALA og Landgræðslunni um ástand Efstabæjarlands. Í svari RALA kemur fram að tæplega 80% jarðarinnar sé rýrt land og „metum við jörðina sem rýra til beitar og betur fallna til endurheimtar land- gæða en að taka hana undir búfjár- beit“. Í svari Landgræðslunnar seg- ir m.a.: „Varað er við því að beit á svæðinu norðan og austan Efsta- bæjarlands verði aukin.“ Af framansögðu má ljóst vera að það var ekki geðþótti sem réð ákvörðun hreppsnefndar um nýt- ingu forkaupsréttar síns. Ákvörðun- in var þvert á móti tekin á faglegum forsendum. Hreppsnefnd hefur um árabil sýnt friðunaráform í verki, m.a. með því að stuðla að friðun há- vaxnasta birkiskógar á Vesturlandi á jörðinni Vatnshorni í Skorradal. Sá skógur er nú eitt af örfáum ósnortnum birkiskóglendum á Ís- landi og ómetanleg vin fyrir kom- andi kynslóðir. Um allnokkurt skeið hafa verið uppi áform um að stækka hið friðaða svæði. Um er að ræða eitt viðamesta verkefni til friðunar lands á vegum einstaklinga og sveit- arstjórna í dreifbýli sem um getur á Íslandi. Það var því sannarlega ekki að ástæðulausu sem hreppsnefnd Skorradalshrepps kaus að neyta forkaupsréttar síns og koma þar með í veg fyrir að langtímamarkmið um friðun og uppgræðslu í innri hluta Skorradals yrðu að engu, því þegar hin „áformaða ráðstöfun“ um að nota ætti hið tötralega land Efstabæjar til beitar fyrir 600–800 fjár, auk lamba, var augljóst að öll uppgræðslu- og skógræktarmark- mið á svæðinu voru í miklu upp- námi. Hreppsnefnd leitaði þá ítekað eftir samkomulagi við fyrirhugaða kaupendur um að þeir keyptu þann hluta Efstabæjar, sem lendir utan friðlands, auk þess sem nærliggj- andi landeigendur buðu fram við- bótarland. Fjáreigendur höfnuðu öllum samningatillögum og þar með var hreppsnefnd nauðugur sá kost- ur að nýta sér forkaupsréttinn til að koma í veg fyrir að áform, „andstæð hagsmunum sveitarfélagsins“ næðu fram að ganga. Þar með hafði hún jafnframt komið til móts við tilgang jarðalaga, „að tryggja, að nýting lands utan skipulagðra þéttbýlis- svæða sé eðlileg og hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði og að eign- arráð á landi og búseta á jörðum sé í samræmi við hagsmuni sveitarfé- laga og þeirra, sem landbúnað stunda (1.gr.)“. A. Áformuð ráðstöf- un 50% jarðarinnar er einungis til beitar, ekki búsetu. B. Það er í sam- ræmi við hagsmuni sveitarfélagsins að sá landbúnaður sem stundaður er í hinu áformaða friðlandi sé skóg- rækt og uppgræðsla. C. Það er verið að tryggja að land í tötrum fái að gróa upp en sé ekki eyðilagt. D. Verið er að koma í veg fyrir að þjóð- hagslega óhagkvæmur landbúnaður, þ.e. sauðfjárrækt utan greiðslu- marks, sé stundaður á rýru landi. E. Með markvissri uppgræðslu, fyrir einungis brot af því óarðbæra fé sem greitt er í styrki með því sauðfé sem þarna er ætluð beit, mætti á nokkrum áratugum vinna upp og græða gróðurlendi sem þá gæti hugsanlega vel hentað sem beitiland – en ekki fyrr! F. Það er andstætt hagsmunum sveitarfélagsins að þurfa að leggja út í milljónakostnað við gerð nýrrar fjárréttar vegna fyr- irhugaðra beitaráforma þar sem fyrir liggur ákvörðun um að leggja af núverandi rétt og réttarstæði. G. Það er andstætt góðum starfs- og stjórnunarháttum að ganga þvert á áður mótaða stefnu, sem er skýr og sett fram af sveitarfélaginu og hópi jarðeigenda, studd rökum færustu fagaðila í landnýtingu og gróður- vernd. Hvernig má það þá vera að land- búnaðarráðuneytið fellir úr gildi þá ákvörðun Skorradalshrepps að neyta forkaupsréttar síns? Hvaða gild rök færir ráðuneytið fyrir máli sínu? Hvernig stendur á því að það hunsar gjörsamlega ábendingar sinna eigin fagstofnana? Hvernig rökstyður ráðherra að það sé þjóð- hagslega hagkvæmara að beita mörg hundruð fjár á land sem er að stórum hluta í tötrum en að stuðla að friðun þess og markvissri upp- græðslu til framtíðarnota? Það hlýtur að vera krafa allra sem hér eiga hlut að máli að land- búnaðarráðherra standi fyrir máli sínu. Það hlýtur einnig að vera krafa kjósenda og neytenda að fá að vita hvort það sé stefna landbúnaðarráð- herra að stuðla að óheftri kinda- kjötsframleiðslu utan greiðslumarks á illa grónu landi, á sama tíma og við sitjum uppi með meiri kjötbirgðir en lengi hafa þekkst, þrátt fyrir átaks- og útsölur. Nú dugar enginn fag- urgali – við þurfum skýr svör og hljótum að vænta þeirra innan tíðar! Landníðsla og valdníðsla í Skorradal? Eftir K. Huldu Guðmundsdóttur „Það hlýtur að vera krafa allra sem hér eiga hlut að máli að landbúnaðar- ráðherra standi fyrir máli sínu.“ Höfundur er skógarbóndi, Fitjum, Skorradal. NÚ hefur nýr meirihluti kastað út sprengju í fjölmiðla um fjárhags- stöðu Mosfellsbæjar. Hann tekur djúpt í árinni og hendir fram ýmsum tölum sem eru vægast sagt mjög rangtúlkaðar. Auðsjáanlega er ekki næg þekking komin hjá nýjum meiri- hluta hvað varðar rekstur bæjar- félagsins. Með þessu upphlaupi hefur meirihlutinn skaðað ímynd bæjarins. Það vita allir sem koma nálægt rekstri sveitarfélaga að ekki er hægt að alhæfa um rekstrarafkomu alls ársins út frá 6 mánaða uppgjöri ef seinni helmingur ársins gefur meiri tekjur en sá fyrri, sem er raunin hvað varðar sveitarfélög. Á síðastliðnum árum var rekstrar- kostnaður bæjarins 78%–86% hlut- fall af skatttekjum, en segir 97% í ófullkomnu árshlutauppgjöri, yfir fyrstu 6 mánuði 2002. Árshlutaupp- gjör sem nýr meirihluti sjálfstæðis- manna lét gera fyrir sig, sem getur ekki staðist ef skoðuð eru síðastliðin ár, en benda má á að meðalsveitar- félag er með rekstrarkostnað um 80% af tekjum. Þetta upphlaup um rekstraraf- komu og skuldir er sjálfsagt sett fram til að hylma yfir uppsagnir og tilfærslur á starfsfólki bæjarins einn- ig til að réttlæta hækkanir á þjón- ustugjöldum, sem boðaðar hafa ver- ið. Hver vill flytja í slíkan bæ sem er svo illa staddur og er að stórhækka þjónustugjöld eins og t.d. leikskóla- og hitaveitugjöld svo eitthvað sé nefnt? Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þegar fólk er í hug- leiðingum um kaup á húsnæði í sveit- arfélagi eru það þessi gjöld sem fólk athugar áður en til kaupa kemur. Mörg heimili eiga eftir að lenda í vandræðum með aukin útgjöld því hér í Mosfellsbæ er meðalaldur íbúa hvað lægstur á landsvísu. Umhugsunarvert er að velta því fyrir sér hvernig fyrrverandi meiri- hluti gat rekið og byggt upp hinar ýmsu stofnanir bæjarins sl. 8 ár. Nú spyr ég hvað verður svo um hina miklu vinnu sem bærinn hefur lagt í Staðardagskrá 21, jafnréttisáætlun og atvinnu- og ferðamálastefnu bæj- arins ef það á að leggja niður störf starfsmanna sem hafa sinnt þessum málaflokkum. Einnig verða laun kjörinna fulltrúa og nefndarfólks lækkuð um 10%, en laun þeirra eru með þeim lægstu á höfuðborgar- svæðinu. Þessi stefna er þveröfug við það sem þyrfti að gera því ekki hefur verið auðvelt að fá fólk til að starfa á þessum vettvangi vegna lágra launa og er almennt mikið brottfall íbúa úr sveitarstjórnarmálum. Þetta er ekk- ert annað en pólitískt sjónarspil. Nýr meirihluti sjálfstæðismanna ætlar sér að miðstýra bæjarfélaginu og gera lítið úr því uppbyggingar- starfi sem hefur verið unnið í Mos- fellsbæ af góðu starfsliði bæjarins undir forustu fráfarandi meirihluta B- og G-lista. Eins og allir vita þurfti virkilega að taka til sbr. skólabygg- ingar og innra starf bæjarins eftir 20 ára dapra valdatíð sjálfstæðismanna. Benda má að í niðurlagsorðum árs- hlutauppgjörs KPMG segir orðrétt: „Þrátt fyrir skuldsetningu bæjar- sjóðs samkvæmt árshlutareikningi 30. júní 2002 teljum við að þegar horft er til heildareigna og framtíð- armöguleika sveitarfélagsins sé staða bæjarsjóðs á heildina litið traust.“ Kemur það saman við nið- urstöðu Eftirlitsnefndar sveitarfé- laga. Þetta segir allan sannleikann. Annað er ekkert nema pólitískt moldviðri og sjónarspil. Að koma fram í fjölmiðlum og halda því fram að bæjarsjóður sé svo illa staddur að þörf sé á að stórhækka þjónustugjöld og álögur á fjölskyldur í Mosfellsbæ er mjög alvarlegt mál, sér í lagi þegar um mistúlkun á árs- uppgjöri er að ræða. Slík ummæli verða ekki afturtekin og að mínu mati er búið að stórskaða góða ímynd Mosfellsbæjar. Nýr meirihluti hefur skaðað ímynd Mosfellsbæjar Eftir Bryndísi Bjarnarson Höfundur er bæjarfulltrúi B-listans í Mosfellsbæ. „Nýr meiri- hluti sjálf- stæðis- manna ætlar sér að mið- stýra bæjarfélaginu.“ Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.