Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 55
yrði illviðráðanleg. 16. Bf4+ Bxe1 17. Dxe1+ Kd8 18. Bxc7+ Hxc7 19. Rf5 He8 20. Dd1 He6 21. h3 g6 22. Rd4 Hd6 23. Dd2 dxc4 24. Bxb7 Hxb7 25. Df4 Hd5 26. Rc6+ Ke8 27. He1+ og svartur gafst upp. 5. umferð Mjólk- urskákmótsins hefst kl. 17.00 í dag á Hótel Selfossi. 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 e6 6. Be3 Rbd7 7. c4 Dc6 8. Rc3 cxd4 9. Rxd4 Dc7 10. Be2 a6 11. 0–0 b6 12. Bf3 Bb7 13. Hc1 Hc8 14. He1 Bb4 Staðan kom upp í Evrópu- keppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu í Grikklandi. Eduardas Ro- zentalis (2.564) hafði hvítt gegn Heimo Titz (2.309). 15. Rd5! exd5 15... Rxd5 var einnig slæmt sökum 16. cxd5 og hvíta sóknin SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 55 DAGBÓK Raðhús á einni hæð til sölu 190 fm hús með einföldum eða tvöföldum bílskúr. 3 eða 4 svefnherb., þar af eitt forstofuherbergi, tvö baðherbergi. Gott útsýni. Upplýsingar gefur: Örn Ísebarn, byggingameistari, í síma 896 1606 — 557 7060. Nýtt upphaf. Helgarnámskeið 26. - 27. október. Ertu ofhlaðin(n) vinnu? Ertu stressaður/stressuð? Er leiði í þér? Óskar þú stundum að líf þitt væri allt öðruvísi? Á þessu námskeiði öðlast þú eldmóð á ný, færð nýjan innblástur og endurnærir lífskraftinn. Orkustöðvaæfingar, heilun, lífsval, jóga, íhugun, umræður. Gitte Lassen, ráðgjafi, heilari og miðill, sími:861 - 3174 netfang: gstefans@visir.is gsm 822 - 4562 VÖRNIN snýst um það að telja, telja aftur og telja einu sinni enn. Segir Kelsey, og hefur mikið til síns máls. En hvað er verið að telja? Oft eru það punktar og lengd lita, en síðasta taln- ingin er alltaf á slögunum. Með öðrum orðum: Hvað á sagnhafi marga slagi? Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ G76 ♥ K83 ♦ D1054 ♣ÁD7 Vestur Austur ♠ K1094 ♠ D53 ♥ 105 ♥ 72 ♦ Á873 ♦ K962 ♣K32 ♣G1064 Suður ♠ Á82 ♥ ÁDG964 ♦ G ♣985 Vestur Norður Austur Suður – 1 grand * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * 12–14 punktar Kelsey setur lesandann í spor austurs. Vestur spilar út spaðatíu, sagnhafi lætur lítið úr borði og tekur strax á ásinn heima. Spilar svo hjartaás og hjarta á kóng- inn. Og tígli úr borði. Í sjálfu sér er nokkuð til- gangslaust að stöðva frá- sögnina á þessum punkti og spyrja: Hvað á austur að gera? Svarið blasir við um leið og spurningin er borin upp. Undir venjulegum kringumstæðum fylgja menn smátt í slíkri stöðu, en úr því spurt er hlýtur það að vera rangt í þessu tilfelli. Sem þraut er spilið því mis- lukkað. Hins vegar er þetta ágæt æfing í að telja. Setjum okkur í spor aust- urs. Hann sér að makker fylgir tvisvar lit í hjarta, svo sagnhafi á aðeins sexlit. Spaðaásinn hefur suður sýnt, sem er sjöundi slagur- inn, og ÁD í laufi blasa við í borði, sem eru aðrir tveir. Allt í allt níu slagir. Makker verður þar með að eiga tíg- ulásinn. Og til að tryggja að sagnhafi geti ekki byggt upp tígulslag síðar með tromp- svíningu ætti austur að hoppa upp með kónginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 95 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 13. október, verður 95 ára Ingimar Á. Magnússon, húsasmíðameistari, Holts- búð 87, Garðabæ. Hann tek- ur á móti ættingjum og vin- um á afmælisdaginn kl. 15–17 í hjúkrunar- og dval- arheimilinu Holtsbúð, Garðabæ. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 12. október, er fimmtugur Magnús Daðason, málara- meistari, Keflavík. Magnús er staddur erlendis. LJÓÐABROT BLÁKLUKKAN Geislinn henni á kollinn klappar, kringum hana golan vappar, ljós gaf henni litinn bláa. Fann hún um sig alla saman ylinn leggja, – þótti gaman höfðingsmótið stærstu stráa. Nótt og dagur vöggu vagga, vindur, skin og svölun dagga fylgja barni blóms og drauma. Faðir, móðir: sól og svörður segja að hennar næturvörður skuli tungl, með skinið nauma. – – – Kristinn Stefánsson Þessir duglegu krakkar, Sóley Margrét Rafnsdóttir, 9 ára, og Karl Óskar Smárason, 8 ára, héldu hlutaveltu á Flúðum um verslunarmannahelgina og söfnuðu 16.753 krónum til styrktar SOS-barnahjálpinni. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert félagslyndur og vakandi fyrir því sem er að gerast í kring um þig. Komandi ár verður eitt besta ár lífs þíns. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn hentar vel til sam- vista við foreldra og aðra ættingja. Það er mikilvægt að sýna þeim virðingu sem hafa fætt okkur og veitt okk- ur stuðning sinn og visku. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefðir gott af því að bregða út af vananum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Farðu í bókabúð, á list- sýningu eða á stað sem þér finnst fallegur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur þörf fyrir rómantík og skemmtanir í dag. Láttu það eftir þér að njóta lífsins og fara í bíó eða leikfimi með góðum félaga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að eiga stund með foreldrum þínum í dag. Leggðu þig fram við að gleðja þau og gera stundina eftirminnilega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að huga að leiðum til að bæta heilsuna. Þú get- ur lagt áherslu á mataræði og hreyfingu eða reynt að venja þig af einhverju sem þú veist að skaðar heilsu þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Njóttu þess að vera með börnum í dag. Notaðu tæki- færið til að segja þeim sögur sem endurspegla þau lífs- gildi sem þér finnst skipta máli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu heimilisverkin hafa forgang. Þú ert óvenju við- kvæmur fyrir umhverfi þínu og þarft að hafa hlutina í röð og reglu til að halda ró þinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn hentar vel til ferðalaga og alls kyns útrétt- inga. Þú nýtur þess að vera á ferðinni og hitta fólk. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn hentar vel til alls kyns viðskipta. Þú ættir að kaupa gjöf handa vini þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það veitir þér forskot að hafa tunglið í merki þínu. Notaðu tækifærið og leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft á því að halda að vera einn með sjálfum þér í dag. Þú fæddist fimmtíu ár- um fyrir tímann og ert því oft misskilinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur mikla þörf fyrir samskipti við aðra í dag. Þú ættir að bjóða vinum þínum í heimsókn og þiggja öll þau boð sem þér berast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Hefurðu eitthvað á móti því að við breyt- um herberginu þínu í sjónvarpsherbergi fjölskyldunnar? FRÉTTIR Steinunn Valdís ekki í landsmálin Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur: „Vegna umfjöllunar um hugsanlegt framboð mitt til Alþingis og þar með þátttöku í prófkjöri Samfylking- arinnar þann 9. nóvember næstkom- andi vil ég lýsa því yfir að ég hyggst ekki gefa kost á mér í prófkjörinu. Eftir vandlega umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að á næstu misserum geti ég best þjónað hagsmunum Reykvíkinga á vettvangi borgarstjórnar. Á yfirstandandi kjör- tímabili verða skipulagsmál í brenni- depli og tók ég að mér að leiða þann málaflokk. Ég tel að á næstu árum séu miklir möguleikar á að breyta áherslum í skipulagi Reykjavíkur og ber þar hæst endurskipulagningu Vatnsmýrarinnar, uppbyggingu við hafnarsvæðið og Mýrargötu, mið- borgina og aukna áhersla á þéttingu byggðar víðs vegar um borgina. Við eigum nú möguleika á að breyta hefð- bundnu úthverfaskipulagi liðinna áratuga í nýjum hverfum á borð við Úlfarsárdalinn. Þar mun byggjast upp svæði á stærð við Kópavog allan og er því um að ræða einstakt tæki- færi til að hrinda í framkvæmd heild- arskipulagi sem tekur mið af nýjum hugmyndum um borgarsamfélagið, þjónustu við borgarbúa og mik- ilvægri reynslu fortíðarinnar. Ég vil taka þátt í þeim stóru verkefnum sem framundan eru á þessu sviði og beita mér fyrir því að efla umræðu um skipulagsmál meðal borgarbúa í sam- ræmi við þau markmið sem Reykja- víkurlistinn setti fram fyrir síðustu kosningar. Ástæður þess að ég hef gefið því nokkurn tíma að hugleiða framboð til Alþingis eru fyrst og fremst þær að ég tel að nokkuð skorti á tengsl milli umræðu á Alþingi og umfjöllunar og verkefna borgarstjórnar Reykjavík- ur. Alltof oft verða mikilvæg málefni höf- uðborgarinnar afgangsstærð á Al- þingi og nægir þar að nefna áherslur í vega- og samgöngumálum, nið- urskurð til löggæslu í Reykjavík og skort á uppbyggingu hjúkrunarheim- ila fyrir aldraða. Þingmenn Reykja- víkur þyrftu allir sem einn að standa vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna í borginni en því miður hefur það vilj- að brenna við að þingmenn og ráð- herrar D-listans setji andúð sína á stjórnendum Reykjavíkurborgar ofar hagsmunum borgarbúa. Reykvík- ingar eiga betra skilið. Á und- angengnum vikum hefur fjöldi borg- arbúa haft samband við mig vegna þessa og lýst stuðningi við þessi sjón- armið og vil ég nota tækifærið til að þakka fyrir þann stuðning.“ Í DAG STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Rannsókn- arnefnd flugslysa, RNF: „Í Morgunblaðinu 10. október s.l. var grein frá tveimur af aðstandend- um fórnarlamba flugslyss flugvélar- innar TF-GTI í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Í þessari grein voru aðstand- endurnir að gera athugasemdir við viðbrögð RNF við skýrslu tveggja breskra einstaklinga sem ráðnir voru af aðstandendunum til að skoða rann- sóknarskýrslu RNF og aðstæður varðandi slysið. Mál þetta er komið í ákveðinn far- veg eftir að samgönguráðherra ákvað að verða við tillögu RNF um að setja saman sérstaka óháða nefnd valinkunnra manna, innlendra og er- lendra, með sérþekkingu á sviði flug- mála og flugslysarannsókna, sem fal- ið yrði að skila hlutlausu mati á niðurstöðum í skýrslu RNF um slys- ið og eftir atvikum koma fram með aðrar mögulegar skýringar á slysinu, svo og viðbótarábendingar í öryggis- átt sem stuðlað geti að auknu flug- öryggi. RNF krafðist þess jafnframt, til að enginn vafi léki á hlutleysi nefndar- manna við meðferð málsins, að þeir vikju sæti við frekari meðferð þess. Því mun RNF að svo stöddu ekki tjá sig frekar um þetta tiltekna mál.“ Yfirlýsing frá Rann- sóknarnefnd flugslysa Gefur kost á sér á lista Fram- sóknarflokksins í Norðvest- urkjördæmi Elín R. Líndal bóndi, Lækjamóti í Húnaþingi vestra, hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og hefur sent kjörnefnd framboð sitt. Elín hefur gegnt og gegnir mörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn- arflokkinn í héraði og á landsvísu. Elín varð 1998 fyrsti oddviti samein- aðra sveitarfélaga í Húnaþingi vestra og er nú formaður byggð- arráðs. Hún var 1. varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra á tólf ára tímabili 1987–1999 og hefur átt sæti í miðstjórn flokksins um árabil. Elín er formaður Jafnréttisráðs, stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga og skólanefndar Hólaskóla. Sinfóníutónleikar Smávægileg tilfærsla varð á texta við vinnslu á umsögn Jóns Ásgeirs- sonar um tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í blaðinu sl. föstudag. Textinn er réttur svona: „…því kafl- arnir nr. 5, Sanctus, nr. 6, Benedict- us, sérlega falleg tónsmíð, er var mjög vel sungin af einsöngvurun- um“. Á öðrum stað stóð „tvístrikaða“ þar sem átti að standa tvístrikað „a“. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ Árnað heilla Hlutavelta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.