Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NAFNSPJALDSDISKUR er fyrir- bæri sem er að ryðja sér til rúms um þessar mundir. Diskurinn er hins vegar það nýr af nálinni að hann krefst frekari skýringar. „Nafn- spjaldsdiskur gegnir svipuðu hlut- verki og nafnspjald starfsmanns, en á hann er hægt að setja hvaða upplýs- ingar sem er í ýmsu formi,“ útskýrir Ágúst K. Ágústsson, einn af þremur starfsmönnum fyrirtækisins Greind- ar ehf., sem sýnir á fagsýningu þekk- ingariðnaðarins, Agora, í Laugardals- höll. Ágúst nefnir sem dæmi að hægt er að hafa allar upplýsingar um fyrir- tækið og starfsemi þess, myndband, lista yfir starfsfólk og netföng þeirra og margt fleira á disknum. Þá er hægt að hafa allar þessar upplýsingar á fleiru en einu tungumáli. Nafn- spjaldsdiskur er minni en dæmigerð- ur geisladiskur, hann er ferkantaður en hægt er að nota hann í venjulegt geisladrif. En fyrir utan nafnspjaldadiska hvað fæst fyrirtækið Greind ehf. við? „Greind er nýtt fyrirtæki sem tek- ur að sér hönnunarvinnu og gerð staf- ræns kynningarefnis fyrir fyrirtæki, t.d. margmiðlunar- og kynningar- diska,“ segir Ágúst. Á diskana, sem sífellt njóta meiri vinsælda, er t.d. hægt að setja myndbönd og getur Greind séð um gerð og útfærslu þeirra. Greind var stofnað í mars á þessu ári. „Greind fæddist eiginlega í kring- um heimasíður fyrir veiðimenn, agn.is og sportfishing-iceland.com,“ útskýr- ir Ágúst. „Við erum þeir fyrstu og einu á markaðnum sem erum með veiðileyfasölukerfi á Netinu. Nú geta veiðimenn farið á vefinn, keypt leyfi í laxveiðiá, prentað út veiðileyfið og lagt af stað í veiðiferðina. Það þarf ekki lengur að elta bændur út um allt og engin hætta er á tvíbókun.“ Georg Hilmarsson hönnuður segir að það sem m.a einkenni Greind er að fyrirtækið starfi á mjög breiðu sviði. „Fyrirtækið er lítið og við getum boð- ið gott verð, en þegar við ráðumst í stærri verkefni göngum við til sam- starfs við aðra aðila.“ Georg segir að t.d. henti þjónusta Greindar vel nýjum fyrirtækjum sem eigi eftir að skapa sér ímynd og útlit. „Við getum nefnilega hannað útlit fyr- irtækis frá upphafi, allt frá því að hanna merki fyrirtækis til þess að búa til myndband og kynningardisk.“ Diskur í stað nafnspjalds Morgunblaðið/Sverrir Ágúst K. Ágústsson og Jóhann Á. Sigurðarson kerfisfræðingar og Georg Hilmarsson hönnuður eru heilarnir að baki Greind ehf. ÁHANGENDUR skoska landsliðs- ins setja svip sinn á miðborg Reykjavíkur um þessar mundir, en um 2500 Skotar eru komnir hingað til lands til að fylgjast með landsleik við Íslendinga sem fram fer í dag. Á hverju götuhorni má sjá skotapilsi bregða fyrir og hafa veitingamenn í miðbænum tekið við sér og hafa tilboð á fljótandi veigum fyrir þessa þyrstu knatt- spyrnuáhugamenn. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins brugðu sér inn á írsku krána Dubliners rétt eftir hádegi í gær, út á Hafnarstrætið hljómaði tónlist og allir tóku Skot- arnir hástöfum undir „Hey, hey baby ... ÚH, AH.“ Einn áhangend- anna lyfti upp skotapilsinu við innganginn og geta blaðamaður og ljósmyndari staðfest, að það er rétt sem sagt er: Skotarnir eru ekki í neinu undir. Íslendingar mjög gestrisnir Chris Garvie, 27 ára fram- kvæmdastjóri bruggverksmiðju í Perth, áætlar að hann muni drekka um 20 stóra bjóra á dag í Íslandsheimsókninni. Áhangend- urnir sofi út, en mæti síðan gal- vaskir á krána á hádegi og skemmti sér fram eftir kvöldi. „Ís- lendingar eru mjög gestrisnir, það er gott að koma hingað,“ segir hann. Aðspurður segir Garvie til- gang fararinnar að drekka og skemmta sér. Um helmingur áhangendanna eigi miða á leikinn, hinir muni fylgjast með leiknum á sjónvarpsskjá á krám í mið- bænum. Garvie segist hafa farið um 20 sinnum áður á erlenda grund til að styðja skoska landsliðið. Það sé vissulega dýrt en vel þess virði. Hann spáir því að leikurinn fari 3–0 fyrir Skotum, Steve Crawford sóknarmaður muni eiga tvö mark- anna. „Skoska landsliðið verður í raun með 12 leikmenn á vellinum, stuðningsmennirnir verða tólfti maðurinn,“ segir hann skælbros- andi. Blaðamann fýsir að vita hvað kærustum og eiginkonum fótbolta- áhugamannanna finnist um þessar fótboltaferðir. „Þetta er allt í lagi, svo lengi sem þær fá póstkort,“ kallar vinur Garvies og uppsker mikil fagnaðarlæti vinanna. John Low, sem kallar sig Ludo, segist hafa farið í fótboltaferðir frá árinu 1964, alls hafi hann far- ið í 50 ferðir. „Konan fær viku í sólinni“ „Konan fær viku í sólinni og ég fer í fótboltaferðir. Hún hefur reyndar komið með mér til Prag og Brussel,“ segir Ludo sem seg- ist vinna í skoska varnarmála- ráðuneytinu. Hann telur að leikurinn fari 2–0 eða 2–1 fyrir Skotum. „Íslenska landsliðið er gott, en ekki nógu gott til að bera sigurorð af Skot- um. Við höfum ekki unnið í síð- ustu sjö leikjum, þannig að nú verðum við að vinna,“ segir Ludo en leikurinn í dag er fyrsti leikur Íslendinga í undankeppni Evr- ópumóts landsliða í knattspyrnu árið 2004 og annar leikur Skot- anna. Hann segir að skoskir knatt- spyrnumenn hafi orð á sér fyrir góða hegðun og því geti íslenska lögreglan andað rólega, tvisvar sinnum hafi þeir verið valdir prúðustu áhangendurnir. „Við viljum bara skemmta okkur og horfa á góðan fótbolta,“ segir Ludo. Sigurvissir áhangendur skoska knattspyrnulandsliðsins setja svip sinn á miðborgina Morgunblaðið/Sverrir John Low, t.v., hefur ferðast um 50 sinnum á erlenda grundu til að styðja sína menn. Dyggir áhangendur skoska landsliðsins voru m.a. skrýddir fánum hinna ýmsu þjóða. Pilsaþytur í borginni PAUL Lambert, skoski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu og leikmaður Glasgow Celtic, gaf sér tíma frá æf- ingum í gær til að kaupa Porsche Carrera 2 hjá Bílabúð Benna. Eins og kunnugt er leika Íslendingar við Skota landsleik á Laugardalsvelli í dag kl. 14. Lambert sagði í samtali við Morg- unblaðið að ástæðan fyrir bílakaup- unum hér á landi væri sú að biðtími eftir Porsche Carrera 2 væri fimmtán mánuðir í Skotlandi þar sem mikil spurn er eftir Porsche-bílum um allan heim. Með því að kaupa bílinn á Ís- landi þarf Lambert ekki að bíða nema í þrjár vikur. Bíllinn kostar um tólf milljónir króna með gjöldum hér á landi en án gjalda er verðið nálægt 6 milljónum króna. „Það er eitthvað við þennan bíl. Ég veit ekki hvað en ég hef alltaf viljað eiga Porsche. Ég á líka Mercedes-Benz sem ég ætla að halda því hann er góður fjöl- skyldubíll,“ segir Paul Bílabúð Benna fær úthlutað bílum frá verksmiðj- unum eins og aðrir umboðsaðilar. Þar sem markaðurinn fyrir slíka bíla er takmarkaður hérlendis hefur fyr- irtækið selt bíla víða um heim. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Keypti Porsche á Íslandi Paul Lambert við Porsche hjá Bílabúð Benna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.