Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 31 nefnt kjarni þýskrar rómantíkur. Hápunktur tónleikanna er Ljóðaflokkurinn op. 39 eftir Ro- bert Schumann (1810–1856). Fjallað er um ástina, þrá og ein- manaleika, um náttúrufegurð, næt- urkyrrð og tunglskin. Silke Evers hóf söngnám hjá Michael Krause árið 1993 en hann er einn af þekktustu óratótríu- söngvurum Þýskalands. Hún hefur leikið inn á fjölda geisladiska og í útvarpi. Hún er nú lausráðin við óperurnar í Hagen og Münster. Wolfram Steinbeck hefur á þessu ári sungið í tónleikaröð á vegum menningarverkefnisins Romantische Rheinreise 2002 í Bonn og tekið þátt í tónlistar- keppninni Jugend musiziert. Wiebke tom Dieck hefur haldið fjölda ljóðatónleika í Þýskalandi, Svíþjóð og Tékklandi. Hún hlaut m.a. styrk frá EPTA fyrir túlkun sína á nútímaverkum fyrir píanó. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 50 ára stjórnmálasambandi Þýskalands og Íslands og eru í samvinnu við þýska sendiráðið. ÁSTIN er rósa- runni – Die Liebe ist ein Rosen- strauch, er yfir- skrift tónleika í Salnum á sunnu- dagskvöld, kl. 20. Þrír ungir lista- menn frá Bonn: Silke Evers sópran, Wolfram Steinbeck tenór og Wiebke tom Dieck píanó, flytja sönglög eft- ir Haydn, Beethoven, Händel og Liszt og Ljóðaflokk op. 39 eftir Jo- seph von Eichendorff við lög eftir Schumann. Af ást og einmanaleika, þrá og rómantík, Lórelei og Rín- arfljóti. Allt þetta hefur í meira en tvær aldir sett mark sitt á þýskan ljóðasöng. Leikin verða tvö tví- söngslög um sætleika og sársauka ástarinnar eftir brautryðjanda klassíska skólans í Vín, Joseph Ha- ydn (1732–1809). Þá verða flutt sjö sönglög eftir Ludwig van Beethov- en (1770–1827) þar sem renna sam- an tilfinningar tónskáldsins allt frá æskuárunum í Bonn til ævikvölds- ins í Vínarborg. Fyrri dagskrár- hluta lýkur með flutningi á veislu- ljóði eftir Georg Friedrich Händel (1685–1759). Næst liggur leiðin inn í hjarta þýskrar rómantíkur með textum eftir Heinrich Heine og Joseph von Eichendorff um Rín og Lorelei, um skóga og tunglskinsnætur, vor og kastalavirki. Í þremur söngljóðum Franz Liszt (1811–1886) er sungið um það sem upp frá því hefur verið Á rómantískum nótum í Salnum Wolfram Steinbeck Silke Evers Wiegke tom Dieck ALLT frá útskrift sinni frá skúlp- túrdeild MHÍ 1994 hefur Þóra Þór- isdóttir verið framtakssöm í mynd- listinni, tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar hér heima, í Noregi og í Ungverjalandi. Er þá enn ekki nefnt frábært framtak hennar við stofnun Gallerís Hlemms ásamt Valgerði Guðlaugsdóttur. Á þeim árum sem Þóra hefur sýnt verk sín hafa trúarleg tákn verið henni ofarlega í huga. Þar er skemmst að minnast sýningarinnar Blóð lambsins 1994 og myndbands gerðu í víngarði í Ungverjalandi árið 2000 þar sem Þóra sést baða sig í víni sem síðan var sett á flöskur og selt sem baðvín. Sýning hennar í Gallerí Hlemmi nefnist Rauða tímabilið eða the Red Period og er titillinn að sjálf- sögðu dálítið hnyttnari á ensku. Verk- in á sýningunni eru unnin með tíða- blóði, rauðvíni og bleki og er það án efa efnisnotkunin sem veldur því að í fréttatilkynningu um sýningu Þóru í Galleríi Hlemmi er talað um femin- isma. Nú er spennandi að velta fyrir sér í hverju feminismi í listum felst í dag. Þó að sumt hafi breyst frá því rauðsokkurnar komu fram er líka margt óbreytt. Þannig get ég ímynd- að mér að notkun tíðablóðs stuði ennþá einhverja, en heldur væri það afturhvarf til sjöunda og áttunda ára- tugs síðustu aldar að líta á slíka efn- isnotkun sem harðan feminisma í list- um. Þó er ekki hægt að líta framhjá feminískri skírskotun efniviðarins ennþá – því miður. Þegar þar að kem- ur verður einhverju náð. Mér finnst Þóra frekar sýna sannan feminisma með starfsemi sinni við rekstur Gall- erís Hlemms, það er einmitt stærra hlutfall kvenna í stjórnunarstörfum safna- og galleríheimsins sem hægt og bítandi tryggir stöðu okkar kvenna í listheiminum og við skráningu lista- sögunnar. Að hlutverki allra lista- kvenna og kvenlistfræðinga ógleymdu. Sýning Þóru í Gallerí Hlemmi er þrískipt. Hálftæmd eða tæmd rauð- vínsglös frá opnun sýningarinnar fylla hillur á tveimur veggjum. All- nokkur verk unnin með tíðablóði á pappír eru sýnd á tveimur veggjum, auk þess er hægt að fletta í stafla af áþekkum verkum. Þriðja verkið byggist á ljósmyndum af gestum sýn- ingarinnar, teknum með tölvuauga. Þessar myndir eru síðan prentaðar með rauðu bleki og festar upp á vegg. Sýningin í heild er m.a. eins konar verksummerki – hér var líf, augnablik sem nú er liðið. Rauðvínsglösin vekja hugrenningar um liðnar stundir, hverful augnablik. Verkið sem unnið er með tíðablóði er afar tilfinninga- þrungið því allar konur eiga minning- ar sem tengjast tíðablóði á einn eða annan hátt. Blóðið vekur létti eða kallar fram tárin. Blóðið er ekki lífs- blóð, segir Þóra með réttu. En það er ekki aðeins ónýttur möguleiki ófædds barns, heldur er tíðablóð líka hræði- legur boðberi dauðans, brostinna vona og drauma, boðberi fósturláts. Þetta verk hlýtur að vekja sterkar til- finningar allra þeirra sem það sjá. Þriðji hlutinn, ljósmyndir af gestum sýningarinnar fellur vel að þessari heild og lifandi samtal verður til milli verkanna þriggja. Það er helst að ljós- myndirnar kallist svo sterkt á við tíðablóðsmyndirnar að þær stjórni túlkun þeirra um of, þrengi sýn áhorf- andans á verkin. Staðsetning þeirra á veggnum andspænis styrkir þetta enn frekar. Ég velti einnig fyrir mér án þess að fá botn í hana, dálítið stofn- analegri framsetningu verkanna. Hún er þó líklega hugsuð sem mót- vægi við annars persónulega tilvísun þeirra. Staflinn með tíðablóðsverkun- um sem hægt var að fletta í fannst mér þó sýna spor í aðra átt. Verk Þóru eru gegnumgangandi sterk og áhugaverð og það sama má segja um þessa sýningu. Biblían, sem ég held ég sé ekki ein um að hafa aldr- ei lesið alla, er grundvöllur samfélags- ins, þjóðkirkjan hluti af lífi okkar frá vöggu til grafar og táknmyndir henn- ar löngu samrunnar hugsunarhætti okkar. Það er spennandi viðfangsefni að vekja athygli á þessum táknum, velta fyrir sér hvað í þeim felst og gildi þeirra. Verk Þóru eru einföld en þó opin fyrir mörgum túlkunarmögu- leikum í tengslum við listasögu, fem- inisma, kristna trú og nútímasam- félag en hafa að auki sterkt tilfinningalegt gildi. Orð Gerhards Richter sem ég rakst á um daginn komu upp í huga minn við skoðun þeirra, „List á sér stað, gerist, (…), – sjaldan og alltaf óviðbúið, en aldrei því við þvingum hana til að eiga sér stað, gerast.“ Verk Þóru eru að vissu leyti úthugsuð en búa einnig yfir þeim eiginleikum að birtast áhorfandanum óháð ætlun skapara þeirra. Þóra not- færir sér eiginleika efniviðar sem er bæði persónulegur og almennur og setur hann fram á þann veg að hann snertir hjörtu hvers og eins, þó ef- laust á afar ólíkan hátt. List gerist. Og Biblían er komin á náttborðið. Hver er hræddur við rautt … MYNDLIST Gallerí Hlemmur Til 13. október. Sýningin er opin fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14–18. RAUÐA TÍMABILIÐ, THE RED PERIOD, BLÖNDUÐ TÆKNI, ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Sverrir Verk Þóru Þórisdóttur í Galleríi Hlemmi. FYRSTU tónleikar 15:15- tónleikasyrpunnar á nýja sviði Borgarleikhússins verða í dag, laugardag, kl. 15.15. Að röðinni standa Caput-hópurinn, Ferðalög, slagverkshópurinn Benda og Eþos- strengjakvartettinn. Það er ferðahópurinn Ferðalög sem ríður á vaðið, en á tónleikum Ferðalaga er tekið fyrir ákveðið landsvæði, að þessu sinni er við- fangsefnið frönsk fagurtónlist. Tónlistin einkennist af léttleika, glensi og gamni og verður tón- leikagestum boðið til fjörugrar veislu með þremur af kamm- erverkum Jean Françaix. Þá verð- ur flutt verk fyrir sópran og píanó eftir þá Gabriel Fauré, Francis Poulenc og Erik Satie. Flytjendur eru: Þórunn Guð- mundsdóttir sópran, Bryndís Páls- dóttir fiðla, Herdís Anna Jónsdóttir víóla, Richard Talkowsky selló, Ey- dís Franzdóttir óbó og enskt horn, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott, Unnur Vilhelmsdóttir píanó og Hrefna Unnur Eggertsdóttir píanó. Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja þessa tónleika. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarhópurinn Ferðalög sem leikur í Borgarleikhúsinu í dag. Frönsk fagurtónlist á dagskrá 15:15 CAMERARCTICA heldur tónleika í Kirkju- og menning- armiðstöðinni á Eskifirði í dag kl. 17 og á Skriðuklaustri kl. 15 á sunnudag. Á efnisskrá eru verk eftir W.A. Mozart fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Camerarctica skipa Ármann Helgason, klarinett, Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Hildigunn- ur Halldórsdóttir, fiðla, Sig- urlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, víóla, og Sigurður Halldórs- son, selló. Tónleikarnir eru liður í verkefninu Landsbyggðartón- leikar FÍT og samstarfsverk- efni Gunnarsstofnunar og Kirkju- og menningarmið- stöðvarinnar á Eskifirði. Camerarct- ica á Aust- urlandi SAMSÝNING þriggja myndlist- armanna, Magnúsar Pálssonar, Er- ics Andersens og Wolfgangs Müll- ers, verður opnuð í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, í dag, kl. 16. Lista- mennirnir eru fulltrúar þriggja kynslóða, af ólíku þjóðerni, en eiga það sameiginlegt að vinna í líkum miðlum, á sviði margmiðlunar og gjörninga. „Sýningin hefur yf- irskriftina Flökt og átti Magnús hugmyndina að sýningunni og fékk þá Eric Andersen og Wolfgang Müller til samstarfs við sig,“ segir Geir Svansson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins. „Sýninguna má skoða sem eins konar „stöðutékk“ á þessari gerð myndlistar. Í því ljósi er sýningin einkar áhugaverð fyrir Nýlistasafnið sem á uppruna sinn að rekja til hugmynda- og gjörningalistar.“ Sýningin hefst kl. 16 en dag- skráin hefst stundvíslega kl. 16.15 á 2. hæð safnsins þar sem Kór Ný- listasafnsins flytur harla óvenju- legt kórverk eftir Magnús, eins konar „bílaverk“. Þá verður flutt verk eftir Eric Andersen á þriðju hæð þar sem gjörningur Wolf- gangs Müllers á sér einnig stað. Eftir það berst sýningin úr Ný- listasafninu og verða gestir ferj- aðir í Neskirkju með viðkomu í Skaparanum, Laugavegi 28, þar sem Varði flytur tónverk eftir Wal- ter von Goethe. Í Neskirkju flytur kór Grafarvogskirkju verk eftir Erik Andersen. Ef veður helst skaplegt hefst flutningurinn í Gamla kirkjugarðinum og þaðan ganga gestir til kirkju þar sem tón- listargjörningum lýkur. Stjórn- endur kóra eru Snorri Sigfús Birg- isson og Hörður Bragason. Í sýningarsölunum á Vatnsstíg verður síðan hægt að berja augum myndbönd og innsetningar eftir listamennina í þremur aðgreindum rýmum. Ferill Magnúsar er yfirgripsmik- ill. Hann var í fararbroddi svokall- aðra hugmyndlistarmanna á 7. ára- tugnum. Magnús vinnur í mörgum miðlum; t.d. með hljóðskúlptúra og gjörninga. Eric Andersen er einn af frumkvöðlum í InterMedia (þvermiðlun). Hann telst einn af „stofnendum“ Fluxus-hreyfing- arinnar og nýtur virðingar í sínu heimalandi og hvarvetna. Wolf- gang Müller er fjölhæfur listamað- ur. Hann hefur m.a. tekið þátt í framsæknum hljómsveitum, eins og Die Todliche Doris. Sýningin nýtur stuðnings Goethe-Zentrum, Danska menn- ingarsjóðsins DCA og mennta- málaráðuneytis og stendur til 24. nóvember, miðvikudaga til sunnu- daga frá kl. 13–17. Flakkað með tónlistargjörninga Morgunblaðið/Golli Stund milli stríða: Wolfgang Müller, Magnús Pálsson og Eric Andersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.