Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTU starfsdagar Alþingis gefa fyrirheit um líflegan kosningavetur. Alþingi var sett 1. október sl. og er óhætt að segja að engin lognmolla hafi ríkt á þingi síðan þá. Umræður utan dagskrár hafa verið nánast daglegt brauð og upphlaup þing- manna í upphafi þingfunda sömu- leiðis. Umræður um einstök þingmál hafa verið óvenju líflegar með til- heyrandi framíköllum og frétt- næmum athugasemdum og þing- skjölum – frumvörpum, þingsályktunartillögum og fyr- irspurnum – er dreift á Alþingi sem aldrei fyrr. Engum ætti að dyljast að framundan eru prófkjör stjórn- málaflokkanna og næsta vor alþing- iskosningar að nýju. Þingmenn nota með öðrum orðum hvert tækifæri til að vekja athygli á sér og sínum mál- stað og á meðan fitna fréttamenn- irnir á fjósbitanum, eins og einn þingmaður orðaði það við undirrit- aða í vikunni. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu um hvað verður kosið í kom- andi kosningum. Það á tíminn og þróun umræðunnar eftir að leiða í ljós. Umræður um stefnuræðu for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar, á öðrum þingfundi vetrarins, gáfu þó til kynna hvaða málefni þingflokk- arnir hyggjast draga fram í barátt- unni framundan. Til dæmis er víst að Sjálfstæðisflokkurinn og vafalaust Framsóknarflokkurinn líka mun leggja áherslu á batnandi stöðu efnahagsmála, frá því sem var á síð- asta ári. Sennilegt er að Framsókn- arflokkurinn muni auk þess gera Evrópumálin að umtalsefni og það sama á líklega við um Samfylk- inguna. Hún mun einnig draga fram velferðarmálin – kjör aldraðra og ör- yrkja og heilbrigðismálin, og Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun auk velferðarmála leggja áherslu á óánægju sína með einka- væðingarferli ríkisstjórnarinnar og einkavæðinguna yfirleitt. Þá mun Frjálslyndi flokkurinn eins og áður minna duglega á sjávarútvegsmálin en að auki leggja áherslu á velferð- armálin, eins og hinir stjórnarand- stöðuþingflokkarnir tveir. Á kosningavetri verður líka fróð- legt að fylgjast með átökum milli flokkanna sjálfra, þ.e. með tilliti til hugsanlegs stjórnarsamstarfs. Til dæmis hvort og þá hvernig þeir muni biðla hver til annars. Engir vonbiðlar hafa reyndar sést enn sem komið er en hins vegar hafa ein- stakir flokkar verið duglegir að skjóta í ýmsar áttir. Til dæmis Sam- fylkingin. Formaður hennar, Össur Skarphéðinsson, sagði t.d. á fyrsta flokksstjórnarfundi hennar fyrir bráðum tveimur árum að Sjálfstæð- isflokkurinn væri höfuðandstæð- ingur Samfylkingarinnar. Auk- inheldur gagnrýndi Össur framgöngu framsóknarmanna í heil- brigðismálum harðlega á flokks- stjórnarfundi í september sl. Það sama gerði Margrét Frímanns- dóttir, varaformaður Samfylking- arinnar, í utandagskrárumræðu á Alþingi í vikunni. Stjórnmálaskýrendum, mörgum hverjum, hefur reyndar komið á óvart þessi árás Samfylkingarinnar á Framsóknarflokkinn, þar sem sennilegt þætti að þeir flokkar gætu náð saman í Evrópumálum að kosn- ingum loknum. Líklegt er þó að þessar árásir sýni að Samfylkingin muni hvergi gefa eftir og engum hlífa í stjórnarandstöðunni í vetur frekar en Frjálslyndir eða Vinstri grænir. Hvað gerist að kosningum loknum er svo annað mál. Þá verður allt gleymt og grafið enda auðvelt að gleyma í pólitík. Árásir Vinstri grænna munu þó ekki koma eins mikið á óvart og árásir Samfylkingarinnar, a.m.k. ekki ef marka má orð Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra í um- ræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra í síðustu viku. Þar sagði hann að Vinstri grænir væru staðfastir. „Við vitum hvar við höfum þá. Þeir eru alltaf á móti. Ég man þó eftir því að það gerðist á síðasta þingi að þeir studdu eitt frumvarp. Það var girð- ingarfrumvarpið sem ég flutti, enda alræmdir þvergirðingar.“ Svo mörg voru þau orð!      Fréttamenn fitna á fjósbitanum EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is NÍU þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins vilja að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra að standa fyrir faraldsfræðilegri rannsókn á mögulegum áhrifum háspennulínu, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann, sérstaklega með tilliti til nýgengis krabbameins. Tillaga þessa efnis hefur verið lögð fram á Alþingi. Fyrsti flutnings- maður hennar er Drífa Hjartar- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að í erlendum rannsóknum séu leiddar æ meiri líkur að því að rafsegulsvið hvers konar geti haft alvarleg áhrif á heilsu og líðan fólks og jafnvel valdið krabba- meini. „Opinber bresk stofnun hef- ur viðurkennt opinberlega að tengsl geti verið milli krabbamein- stilfella og háspennulína,“ segir í greinargerðinni. Þar er jafnframt greint frá breskum og kanadískum rannsóknum sem hafa sýnt að börn sem búa við há gildi rafsegulsviðs eigi frekar á hættu að fá hvítblæði en börn sem ekki búa við slík skil- yrði. „Því er tímabært að hér á landi verði framkvæmd faralds- fræðileg rannsókn á áhrifum há- spennulína […] á mannslíkamann.“ Sambærileg tillaga var lögð fram af Drífu og fleiri þingmönn- um á síðustu tveimur löggjafar- þingum en komust þá ekki á dag- skrá. Rannsókn á áhrifum fjar- skiptamastra JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, vill að Alþingi samþykki ályktun þar sem dómsmálaráðherra verði falið að skipa nefnd sérfræðinga sem hafi það verkefni að kanna og gera tillögur um bætta stöðu þolenda kynferðisbrota, einkum barna og unglinga. Hefur Jóhanna lagt fram tillögu þessa efnis á Alþingi. Meðflutn- ingsmenn hennar eru Guðrún Ög- mundsdóttir og Einar Már Sig- urðarson, þingmenn Samfylking- arinnar. „Verkefni nefndarinnar verði að gera ítarlega úttekt á stöðu þol- enda kynferðisbrota og ferli kærumála í réttar- og dómskerf- inu,“ segir m.a. í tillögugreininni. Þá er lagt til að nefndin skuli jafn- framt kanna hvaða fyrirbyggjandi aðgerðum hægt sé að beita, m.a. gagnvart gerendum, til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi. Staða þolenda kynferðisbrota verði bætt GERA má ráð fyrir harðri stjórn- málabaráttu á Alþingi í vetur enda prófkjör á næsta leiti og kosningar næsta vor. Þingið verður í styttra lagi; því verður frestað um miðjan mars nk. Kosningar verða 10. maí. Morgunblaðið/Þorkell Hörð bar- átta í vetur SEX þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þjónustugjöld á fjölsóttum náttúruverndarstöðum. Með tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að fela umhverfisráðherra að undirbúa og ákveða fyrirkomulag innheimtu sérstaks þjónustugjalds á fjölsóttum náttúruverndarsvæðum sem stæði undir uppbyggingu og þjónustu á slíkum svæðum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ásta Möller. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að á undanförnum árum hafi orðið mikil vakning meðal Íslend- inga að ferðast um eigið land. Jafn- framt hafi erlendum ferðamönnum fjölgað verulega á síðustu árum. „Ár- ið 1990 komu um 142 þúsund erlend- ir ferðamenn til landsins, en tíu ár- um síðar voru þeir orðnir 303 þúsund talsins, hafði fjölgað um 113% á 10 ára tímabili. Fjölgunin milli áranna 1999 og 2000 ein og sér var tæp 16%, fór úr 262 þúsund ferðamönnum í 303 þúsund,“ segir í greinargerðinni. Þá segir að spáð sé frekari fjölgun erlendra ferðamanna í framtíðinni og að gert sé ráð fyrir því að þeir verði um hálf milljón árið 2020. Í lok tillögunnar segir: „Með hlið- sjón af auknum fjölda ferðamanna sem kjósa að ferðast um Ísland, þörf á auknu fjármagni til að standa undir uppbyggingu aðstöðu til móttöku þeirra á vinsælum ferðamannastöð- um og um leið nauðsyn þess að vernda íslenska náttúru og koma í veg fyrir landspjöll vegna aukins ágangs er þessi þingsályktunartil- laga lögð fram.“ Þjónustugjald verði inn- heimt á ferðamannastöðum Réttarstaða samkyn- hneigðra verði könnuð TÍU þingmenn úr öllum þingflokk- um á Alþingi standa að baki tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórn- inni verði falið að skipa nefnd til þess að gera úttekt á réttarstöðu samkyn- heigðs fólks á Íslandi. Guðrún Ög- mundsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. „Skal nefndin jafnframt gera til- lögur um úrbætur og nauðsynlegar aðgerðir til þess að jafna stöðu sam- kynhneigðra og gagnkynhneigðra í samfélaginu,“ segir í tillögugrein- inni. Lóð verði lagt á vogarskálarnar Í greinargerð með tillögunni segir að hér á landi hafi verið stigin mjög mikilvæg skref í þá átt að jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkyn- hneigðra í samfélaginu. „Enn vantar þó nokkuð upp á að fullt jafnræði sé til staðar á þessu sviði og er afar brýnt að bæta þar úr. Koma hér fyrst og fremst til álita tvö atriði, í fyrsta lagi réttur samkynhneigðra til að eignast og ala upp börn og í öðru lagi réttarstaða samkynheigðra í sambúð.“ Í lokin segir að með skipun þeirrar nefndar sem tillagan feli í sér sé ver- ið að leggja lóð á vogarskálarnar til að skoða stöðu samkynhneigðra í samfélaginu og koma með tillögur til úrbóta. GUÐJÓN A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að skilja að ríkið og hina evangelisk-lútersku kirkju. Lagt er til í frumvarpinu að allar kirkjudeildir og trúarsöfnuðir skuli njóta jafnréttis að lögum. Enn- fremur að fullum aðskilnaði ríkis og hinnar evangelisk-lútersku kirkju skuli náð innan fimm ára frá gild- istöku laganna. „Með fullum aðskiln- aði er átt við lagalegan, stjórn- unarlegan og fjárhagslegan aðskilnað,“ segir í frumvarpinu. Í greinargerð frumvarpsins segir að verði frumvarpið samþykkt á Al- þingi skuli leggja það fyrir forseta Íslands til staðfestingar eins og venja er en síðan skuli leggja það undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu. Í greinargerðinni eru nefnd ýmis rök fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Þar segir m.a. að íslenskir söfnuðir, sem standi utan þjóðkirkjunnar, séu margir og að þeim hafi fjölgað ört á undanförum árum. Slíkir söfnuðir njóti ekki aðstoðar ríkisvaldsins með sama hætti og þjóðkirkjan. „Með nú- verandi skipan mála má segja að öðrum trúarhópum en þjóðkirkjunni sé sýnt óréttlæti sem ekki samrýmist eiginlegu trúfrelsi,“ segir m.a. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs, og Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins. Frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.