Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 29
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 29 15. október nk. fer af stað bólusetningarátak gegn meningókokkum C hér á landi. Börn og unglingar á aldrinum 6 mánaða til og með 18 ára verða bólusett gegn þessari skæðu bakteríu, en sá hópur telur um 80 þúsund einstaklinga. Búast má við að það taki nokkra mánuði að bólusetja allan þennan hóp og er áætlað að átakinu ljúki innan eins árs. Börn á aldrinum 6 mánaða til og með 11 mánaða munu fá tvær sprautur með 1–2 mán. millibili en eldri börn og unglingar fá eina sprautu. Fram- kvæmd átaksins er í höndum heilsugæslunnar í landinu. Ungbarnabólusetning gegn meningókokk- um C hefst einnig 15. október og verður framvegis við 6 og 8 mánaða aldur (tvær sprautur). Af hverju er verið að bólusetja gegn meningókokkum C? Meningókokkar eru flokkur baktería sem getur valdið skæðum sjúk- dómi, aðallega hjá börnum og unglingum. Tvær undirtegundir men- ingókokka hafa valdið sjúkdómi hér á landi á undanförnum árum. Þær eru tegund C, sem bólusetja á gegn, og tegund B, en ekkert bóluefni er til gegn þeirri tegund. Undanfarin ár hafa greinst hér á landi um 20 tilfelli á hverju ári með al- varlega sýkingu af völdum meningókokka, aðallega B og C. Á árinu 2001 greindust alls 19 tilfelli og þar af voru 15 með tegund C. Meningókokka- sýkingar geta verið mjög alvarlegar þar sem bakterían fer oftast í blóðið og getur valdið alvarlegri heilahimnubólgu. Um 10% þeirra sem fá slíka sýkingu deyja og annar eins hópur fær alvarleg örkuml, einkum truflun á heilastarfsemi, og getur misst útlim. Undanfarin ár hafa um 1–2 ein- staklingar látist árlega af völdum meningókokka C, aðallega börn og ung- lingar. Þrátt fyrir miklar framfarir í læknisfræði á undanförnum árum hefur ekki tekist að lækka dánartíðni sýkingarinnar eða koma í veg fyrir alvar- legar afleiðingar hennar. Því er afar mikilvægt að koma í veg fyrir hana með bólusetningu. Á markað eru nú komin mjög virk og örugg bóluefni gegn meningókokkum C. Bretar hófu bólusetningu gegn meningókokkum C í nóvember 1999. Sú bólusetning hefur fækkað meningókokka C- sýkingum um 90% þar í landi. Með ofangreindu bólusetningarátaki á Íslandi má búast við að koma megi í veg fyrir um 100–150 tilfelli sýkinga af völdum meningókokka C á næstu 10 árum og um 10–15 dauðsföll. Áframhaldandi ungbarnabólusetn- ing mun væntanlega útrýma öllum meningókokka C-sýkingum hér á landi. Á næstu árum kemur vonandi einnig á markað virkt og öruggt bóluefni gegn meningókokkum B þannig að hægt verði að útrýma öllum men- ingókkasjúkdómum hér á landi. Þórólfur Guðnason Yfirlæknir bólusetningaverkefnis og yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Bólusetning gegn meningó- kokkum C Átakið er í höndum heilsu- gæslunnar Alltaf á þriðjudögum Fyrir litla krílið Kuldakrem fyrir litlar kinnar frá WELEDA. Engin aukaefni. Þumalína, Skólavörðustíg 41 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt Sérhanna›ir fyrir íslenskar a›stæ›ur Opnunartímar í Glæsibæ: mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 Ertu klár í rjúpuna? Tilbo› á byssum, skotfærum og ö›rum útbúna›i í Glæsibæ til 20. október. Gott úrval af GPS sta›setningartækjum frá Garmin og Magellan. Gazella auto haglabyssa Ver›: 59.900 kr. TILBO‹: 44.900 Express rjúpnaskot, 42g, 25 stk. Ver›: 1.100 kr. TILBO‹: 935 Winchester rjúpnaskot, 40 g, 10 stk. Ver›: 590 kr. TILBO‹: 440 Rjúpnavesti Ver› frá: 7.900 kr. Nota›ar tvíhleypur Ver› frá 19.900 kr. Legghlífar: Ver› frá 2.290 kr. Ver›: 5.990 kr. TILBO‹: 4.990 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 90 17 10 /2 00 2 High Peak Yellow Stone, 35 l. Meindl gönguskór Island Pro GPS eTrex Ver›: 22.990 kr. GPS eTrex Venture Ver›: 27.990 kr. GPS eTrex Legend Ver›: 54.990 kr. Fr á Ga rm in Ver›: 24.990 kr. TILBO‹: 19.990 Meindl gönguskór Island Pro Lady Ver›: 24.990 kr. TILBO‹: 19.990 TILBO‹: 19.000 TILBO‹: 25.000 TILBO‹: 44.000 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Glæsilegur 73,9 fm sumarbústaður staðsettur í mjög fögru og kjarrivöxnu umhverfi. 3 góð svefnherb., stór stofa, eldhús og baðherb. Rafmagn og hita- veita. Stór verönd og heitur pottur. Sérsmíðað útigrill. 1 ha afgirt lóð með stórri flöt með leiktækjum. Allt innbú fylgir með. Frábært tækifæri fyrir vand- láta. Verð 12,5 m. Upplýs. hjá Agnari í síma 820 8657. Sumarhús í Vaðnesi - Grímsnesi OPIÐ HÚS LAU. OG SUN. FRÁ KL. 13-16 533 4300 564 6655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.