Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 42
KIRKJUSTARF
42 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
kynslóðabilið brúað og ekki má á
milli sjá hver nýtur sín best, leik-
skólabarnið, amman eða afinn. Við
eigum í kirkjunni góða stund þar
sem við gleðjumst saman. Söng-
urinn skipar veglegan sess með-
gömlum og nýjum sunnudagaskóla-
söngvum. Prestar og
sunnudagaskólakennarar sjá um
fræðslu og leik ásamt brúðunum
Sollu og Kallasem aldrei láta sig
vanta. Kaffi, djús og kex í safn-
aðarheimilinu eftir guðsþjón-
ustuna.
Við hlökkum til að hitta ykkur á
sunnudaginn kl. 11.
Prestar og starfsfólk Árbæj-
arkirkju.
Kvennakirkjan
í Háteigskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guð-
þjónustu í Háteigskirkju sunnudag-
inn 13. október kl. 20.30. Yfirskrift
messunnar er fagnaðarerindið í
túlkun kvennaguðfræðinnar.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
prédikar. Kór Kvennakirkjunnar
leiðir sönginn við undirleik Að-
alheiðar Þorsteinsdóttur.
Á eftir verður kaffi í safn-
aðarheimilinu.
Fimmtudaginn 17. október kl.
17.30 verður síðdegisboð í stofum
Kvennakirkjunnar í Þingholts-
stræti 17. Þóra Björnsdóttir hjúkr-
unarfræðingur talar um hið gull-
góða gildi slökunarinnar og kennir
konum að slaka á og hvílast. Þóra
hefur haft slökunarnámskeið á veg-
um Kvennakirkjunnar og einnig
hefur slökun verið liður í öðrum
námskeiðum þar sem fléttað er
saman slökun og bæn. Kvennakirkj-
an hefur gefið út spólu þar sem
Þóra leiðir slökun við tónlist og
séra Auður Eir fer með bænir.
Kirkjudagurinn í
Óháða söfnuðinum
KIRKJUDAGURINN er í Óháða
söfnuðinum sunnudaginn 13. októ-
ber kl. 14. Þá er fjölskyldumessa og
að henni lokinni er kvenfélagið með
kaffisölu til styrktar starfinu. Hef-
ur kvenfélagið gefið 17 nýja ferm-
ingarkyrtla á umliðnum tveimur
árum.
Eru allir velkomnir til þess að
njóta hins góða meðlætis hjá kven-
félagskonum og þar sem þetta er
fjölskylduguðsþjónusta þá eru
börnin sérstaklega velkomin, sem
og aðrir að vanda.
Kópavogskirkja –
þakkargjörð
Þakkargjörðarguðsþjónusta verð-
ur sunnudag kl. 11. Þetta er í þriðja
skipti sem Kópavogskirkja efnir til
sérstakrar þakkargjörðarguð-
sþjónustu og hefur sú nýbreytni
mælst afar vel fyrir. Kór Kópavogs-
kirkju syngur og leiðir safn-
aðarsöng undir stjórn Julian Hew-
lett organista.
Í guðsþjónustunni lesa ferming-
arbörn ritningarlestra og leiða
bænir þar sem lögð er áhersla á að
þakka allt það góða og mikilsverða
sem guð gefur okkur og við fáum
að njóta. Í tilefni þakkargjörð-
ardagsins mun Ásdís Lilja Ragn-
arsdóttir garðyrkjufræðingur
skreyta kirkjuna á viðeigandi hátt.
Sóknarnefnd, sóknarprestur.
Bandaríkin og
Mið-Austurlönd
HEIMSBYGGÐIN stendur á önd-
inni? Hvað gerist í Mið-Aust-
urlöndum á næstunni?
Dr. Magnús Þorkell Bernharðs-
son lektor mun ræða efnið Banda-
ríkin og Mið-Austurlönd, gagn-
kvæm viðhorf og misskilningur, á
fræðslumorgni í Hallgrímskirkju
næsta sunnudag, 13. október, kl. 10.
Auk þess að ræða ofangreint efni
mun Magnús einnig ræða stöðu
kristinnar trúar á þessu menning-
arsvæði, þar sem islam hefur yf-
irburðastöðu.
Dr. Magnús er sérfræðingur í nú-
tímasögu Mið-Austurlanda og islam
og starfar sem lektor við Hofstra-
háskólann í New York.
Að fyrirlestrinum loknum gefst
færi á fyrirspurnum en síðan hefst
guðsþjónusta kl. 11, þar sem ferm-
ingarbörn vetrarins verða boðin
velkomin, en þau taka jafnframt
þátt í undirbúningi messunnar.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson
prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt séra Sigurði Pálssyni og séra
Jóni Bjarman.
Fermingarfræðslu-
helgi í Lindakirkju í
Kópavogi
SUNNUDAGINN 13. október verð-
ur fjölskylduguðsþjónusta í Linda-
skóla í Kópavogi. Fermingarbörn
munu setja svip sinn á guðsþjón-
ustuna að þessu sinni, en nú um
helgina er haldin fyrsta ferming-
arfræðsluhelgin af fimm á vegum
safnaðarins. Fermingarfræðslu-
helgunum mun að jafnaði ljúka með
þátttöku fermingarbarna í guðs-
þjónustu viðkomandi sunnudags.
Að þessu sinni munu þau annast
forsöng ásamt kirkjukórnum og
sýna sakamálahelgileikinn; Leynd-
ardómurinn um líkama Jesú. Einn-
ig munu brúður koma í heimsókn
og sitthvað fleira.
Reynt er að sníða fjölskylduguðs-
þjónustur á vegum Lindakirkju að
fólki á öllum aldri en, eins og nafnið
gefur til kynna, er fjölskyldan sett í
öndvegi.
Áhrif atvinnumissis
á líðan fólks
MIÐVIKUDAGINN 16. október kl.
13.30 verður haldinn fræðslu- og
umræðufundur í Hallgrímskirkju
um atvinnumissi – áhrif hans á líð-
an fólks og hvernig skynsamlegt er
að bregðast við.
Á undanförnum mánuðum hefur
nokkur fjöldi fólks orðið fyrir því
að missa atvinnuna. Dæmi eru um
að fyrirtæki hafa sagt upp fólki
hópum saman. Slíkar uppsagnir
raska högum fólks á margan hátt,
bæði fjárhagslega, félagslega og
tilfinningalega. Þegar þannig
stendur á eiga sem betur fer flestir
vísan stuðning frá fjölskyldu, vin-
um, kirkjunni og félagasamtökum.
Engu að síður getur verið gagnlegt
að koma saman og leiða hugann að
því hvaða áhrif mótlæti sem þetta
hefur á hugarástand og líðan fólks,
hvernig hægt er að glíma við erf-
iðleikana og forðast lífskreppu.
Þess vegna stendur kærleiksþjón-
ustusvið Biskupsstofu fyrir
fræðslu- og umræðufundi.
Á fundinum mun Pétur Tyrfings-
son sálfræðingur halda fyrirlestur
með yfirskriftinni Ég þoli, ég get,
ég skal … Í erindinu mun hann
ræða líðan fólks þegar það verður
fyrir mótlæti eins og atvinnumissi
og hvernig hægt er að bregðast
skynsamlega við. Í framhaldi af fyr-
irlestrinum verður þátttakendum
gefinn kostur á umræðum sem
skipulagðar verða í samræmi við
fjölda fundargesta.
Fundarstjóri er Bryndís Val-
bjarnardóttir guðfræðingur.
Allir velkomnir. Boðið verður
upp á kaffi og kleinur.
Morgunblaðið/Ómar
HINN þrautreyndi skákþjálfari
Zigurds Lanka heimsótti Ísland í
haust og hélt uppi stífri þjálfum fyrir
íslenska skákmenn. Það hefur lengi
verið rætt um það að slík þjálfun
væri nauðsynlegur þáttur í því að
efla skáklífið hér á landi. Hins vegar
hafa fáir íslenskir skákmenn reynslu
af slíkri þjálfun auk þess sem Zig-
urds Lanka var þeim lítt kunnur áð-
ur en hann kom til landsins. Hins
vegar var stórmeistarinn Helgi Áss
Grétarsson sannfærður um ágæti
hans og lagði mikla áherslu á að fá
hann hingað til lands. Það kom í ljós
að Helgi hafði rétt fyrir sér. Lanka
er þrautreyndur þjálfari, sem hefur
þjálfað Shirov, Bologan, Nönu Jos-
ielani, svo og pólsku og lettnesku
landsliðin. Shirov hittir hann enn til
að njóta þjálfunar hans.
Þjálfunin hér á landi stóð átta
tíma á dag þannig að það var full
vinna að fylgjast með öllu sem fram
fór. Það er mikil upplifun að hlusta á
fyrirlestra hans um skákbyrjanir,
þar sem hann sýnir nemendum hin
ýmsu afbrigði, helstu hugmyndirnar
í stöðunni og
vitnar í margar grundvallarskákir
í viðkomandi afbrigði. Þeir skák-
menn, sem gátu notfært sér þetta
tækifæri, eru mun fróðari og örugg-
ari í byrjunum á eftir og hafa mikið
efni til að vinna úr.
Það ber vott um hversu markviss
þjálfun Lanka var að strax á meðan
hann dvaldist hér voru skákmenn-
irnir farnir að notfæra sér þjálf-
unina. Þannig nýtti Stefán Krist-
jánsson sér nýfengna þekkingu til að
ná fyrsta jafnteflinu í einvíginu gegn
Oral og á Íslandsmóti skákfélaga
sást Jón Viktor Gunnarsson beita
einu byrjunarafbrigðinu sem Lanka
fór í.
Lanka er sjálfur liðtækur skák-
maður og hér kemur stutt og snörp
sóknarskák með honum.
Hvítt: Zigurds Lanka
Svart: Marek Vokac
Prag 2001
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Db6 5. Rb3 Rf6 6. Rc3 e6 7.
Bd3 Be7 8. De2 d6 9. Be3 Dc7 10. f4
0–0 11. g4!? Rd7 12. g5 He8 13. 0–
0–0 –
Þessi hefðbundni leikur hefur ekki
sést áður í þessari stöðu. Þekkt er
13. h4 Rc5 14. Rxc5 dxc5 15. e5 Rb4
16. Be4 Bd7 17. a3 Ra6 18. Dh5 g6
19. Df3 Hab8 20. h5 Bf8 21. Dh3 Bg7
22. 0–0–0 b5 23. hxg6 hxg6 24. Hxd7!
Dxd7 25. Rd5 exd5 26. Dxd7 dxe4 27.
f5 gxf5 28. g6 og svartur gafst upp.
(Wohl-Sanz Montarelo, Padron
2002).
13. – a6 14. Hdg1!? b5
Eftir 14. … Rb4 15. h4 (15. Kb1!?
Rxd3 16. cxd3, ásamt 17. Hc1) 15.
–Rxd3+ 16. Dxd3 Rc5 17. Rxc5 dxc5
18. g6 hxg6 19. h5 gxh5 20. Hxh5,
með mun betra tafli fyrir hvít.
15. e5! Bb7
(Sjá stöðumynd 1)
Eftir 15. … dxe5 16. Bxh7+ Kf8
(16. … Kxh7 17. Dh5+ Kg8 18. g6)
17. f5 exf5 18. Bxf5 Kg8 (18. … Rc5
19. Dh5) 19. g6 Rf8 20. gxf7+ Kxf7
21. Dh5+ Kg8 22. Hxg7+ og mátar.
Önnur leið er 15. … Rf8 16. Re4!
dxe5 17. Rf6+ Bxf6 (17. … gxf6 18.
gxf6+ Rg6 19. fxe7 exf4 20. h4 fxe3
21. h5 Rcxe7 22. hxg6 Rxg6 23. Dh5)
18. gxf6 Rg6 (18. … g6 19. Dh5-h6-
g7+ mát)) 19. h4! exf4 20. h5 og hvít-
ur er kominn í sókn, sem svartur
getur varla varist til lengdar.
16. Bxh7+! Kf8
Ekki gengur 16. … Kxh7 17.
Dh5+ Kg8 18. g6! fxg6 19. Hxg6 Bf8
20. exd6 Dxd6 21. Hhg1 (hótunin 22.
Hh6) 21. … Rce5 22. fxe5 Rxe5 23.
Hxg7+ Bxg7 24. Hxg7+ Kxg7 25.
Bh6+ Kh8 (25. – Kg8 eða 25. – Kf6
26. Dg5+-g7+ mát) 26. Bf8+, ásamt
27. Bxd6 o.s.frv.
17. Be4! dxe5 18. Dh5 Bb4 19. f5!
Rd4 20. f6 gxf6 21. gxf6 Rxf6 22.
Dh6+ –
Hvítur á fallega vinningsleið í
stöðunni: 22. Bh6+ Ke7 23. Dxf7+!
Kxf7 24. Hg7+ Kd6 (24. – Kf8 25.
Hxc7+) 25. Dxf6 Bxc3 26. Hg7
o.s.frv.
22. – Ke7 23. Bxb7 --
Hvítur hefði einnig átt yfirburða-
stöðu, eftir 23. Dxf6+! Kxf6 24.
Bg5+ Kg7 25. Bd8+ Kf8 26. Bxc7
Re2+ 27. Rxe2 Bxe4 28. Bxe5
o.s.frv.
23. … Bxc3 24. Rxd4 Dxb7 25.
Hf1 Rd7
(Sjá stöðumynd 2)
26. Hxf7+! Kd8
Eða 26. … Kxf7 27. Dh7+ Kf6 (27.
… Kf8 28. Bh6+ mát) 28. Hf1+ og
mátar.
27. Rf3 Bd4 28. Hd1 Kc8 29. Rxd4
exd4 30. Bxd4 Dc6 31. Bf2 Re5
Eftir 31. … Hd8 32. Bh4 Kc7 33.
Df4+ Kb7 34. Dd2 Kc7 35. Da5+
Kb7 36. Bxd8 vinnur hvítur auðveld-
lega.
32. Hg7 Hf8 33. Bg3 Rf7
Eftir 33. … Rc4 34. Hc7+ Dxc7
35. Dxf8+ verður fátt um varnir hjá
svarti.
34. Df4 Db7 35. Db4
og svartur gafst upp, því að hann
verður mát, eftir 35. …He8 36. Dc5+
Dc6 37. Dxc6+.
Hannes náði jafntefli
gegn Tregubov
Þriðja umferðin á Mjólkurskák-
mótinu reyndist Íslendingunum
frekar erfið. Mesta athygli vakti við-
ureign Hannesar Hlífars Stefáns-
sonar og Tregubov. Það er varla
hægt að orða það öðruvísi en að
Hannes hafi fengið gjörtapað tafl, en
tókst að krækja sér í jafntefli á seigl-
unni og með því að halda andstæð-
ingnum í tímapressu. Vel af sér vikið
hjá Hannesí. Úrslit þriðju umferðar í
meistaraflokki:
Tregubov – Hannes Hlífar ½–½
Oral – Nikolic ½–½
Bragi Þorfinnss. – Helgi Ólafsson
½–½
Hracek – Sokolov 0–1
Stefán Kristjánss. – McShane 0–1
Helgi er efstur íslensku skák-
mannanna, hefur tvo vinninga,
Hannes er með 1½ vinning, Stefán
Kristjánsson með 1 vinning og Bragi
Þorfinnsson hefur fengið ½ vinning.
Sokolov leiðir á mótinu með fullt hús.
Í áskorendaflokki urðu úrslit
þessi:
Pedersen – Guðmundur Kjart-
anss. 1–0
Jón V. Gunnarss. – Páll Þórarinss.
1–0
Votava – Lenka Ptacnikova 1–0
Þorsteinn Þorsteinss. – Sigurður
P. Steindórss. 0–1
Flovin Naes – Ágúst S. Karlss.
1–0
Flóvin Þór Næs leiðir í áskorenda-
flokki, einnig með fullu húsi.
Teflt er daglega á Hótel Selfossi
og hefjast helgarumferðirnar klukk-
an 14. Þeir sem vilja fylgjast með
spennandi skákum við afar góðar að-
stæður ættu að bregða sér á skák-
stað til að fylgjast með þessu sterk-
asta kappskákmóti undanfarinna
ára.
Kramnik – Fritz: 3–1
Kramnik er með tveggja vinninga
forskot á Deep Fritz þegar einvígi
þeirra í Barein er hálfnað. Jafntefli
varð í fjórðu skákinni. Kramnik
hafði hvítt og stjórnendur Fritz
töldu greinilega ekki ástæðu til að
endurtaka móttekna drottningar-
bragðið sem leiddi til taps í annarri
skákinni. Þess í stað ákváðu þeir að
láta forritið tefla Tarrasch-vörn.
Kramnik fékk heldur betra tafl og
vann peð, en í þetta sinn tefld Fritz
vel þrátt fyrir drottningaruppskiptin
sem hafa reynst Kramnik svo vel
fram til þessa. Fimmta skákin verð-
ur tefld á sunnudag og stýrir þá
Kramnik svörtu mönnunum. Spenn-
andi verður að sjá hvernig Chess-
base-menn haga byrjunartafl-
mennskunni þá.
Zigurds Lanka – þjálfari
á heimsmælikvarða
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
SKÁK
Reykjavík
ÞJÁLFUN ÍSLENSKRA SKÁKMANNA
September 2002
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
brids-tvímenning í Hraunseli, Flata-
hrauni 3, tvisvar í viku, á þriðjudög-
um og föstudögum. Það vantar fleiri
spilara. Mæting kl. 13.30.
Spilað var 1. okt. Þá urðu úrslit
þessi:
Þórarinn Árnason – Sigtryggur Ellertss. 91
Sævar Magnússon – Sófus Berthelsen 84
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 84
Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 74
8. okt.
Árni Bjarnason – Þorvarðurs S. Guðm. 93
Hermann Valsteinss. – Jón V. Sævaldss. 88
Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 84
Þórarinn Árnason – Sigtryggur Ellertss. 83
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á tíu borðum fimmtu-
daginn 10. október sl. Meðalskor
168. Efst vóru:
NS
Karl Gunnarss. – Kristinn Guðmundss. 227
Sigurþór Halldórsson – Viðar Jónsson 194
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 193
AV
Filip Höskuldsson – Páll Guðmundss. 228
Auðunn Bergsv. – Sigurður Björnss. 200
Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 195
Bridsfélag Kópavogs
Það stefnir í spennandi lokakvöld í
hraðsveitakeppninni, en staða efstu
sveita er þessi eftir tvö kvöld:
Orkuveitan 970
Ragnar Jónsson 947
Óskar Sigurðsson 942
Vinir 891
Hæstu kvöldskor fengu:
Kristinn Þórisson 481
Logo Flex 461
Vinir 461
Meðalskor 432
Bridsfélag Suðurnesja
Nú stendur yfir 4 kvölda sveita-
rokk. Eftir 6 umferðir af 11 er þetta
staðan:
Stefán Ragnarsson – Kári Jónsson 117
Kristján Kristjánss. – Garðar Garðarss. 110
Karl Hermannss. – Arnór Ragnarsson 109
Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss. 102
Laugardaginn 12. okt. tekur félag-
ið á móti hópi Borgnesinga. Háð
verður bæjarkeppni á laugardag og
tvímenningur á sunnudag. Spila-
mennska hefst kl. 13 báða dagana.
Allir eru velkomnir í tvímenninginn.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu
sætin.