Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 23 ÁÆTLANIR varðandi byggingu nýrrar lyfjaverksmiðju Balkan- pharma, dótturfyrirtækis Pharma- co, í borginni Dupnitza í Búlgaríu stóðust. Það á bæði við um tíma- áætlanir og fjárhagsáætlanir. Þetta kom fram á ávarpi Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Pharmaco, við formlega opnun verksmiðjunnar í gær, en byrjað var á byggingu hennar 26. sept- ember á síðasta ári. Byggingar- kostnaður var um 15 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,3 milljarða íslenskra króna. Viðstaddir opnun nýju lyfjaverk- smiðjunnar í Dupnitza voru forseti Búlgaríu, Georgi Parvanov, og Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands. Forseti Búlgaríu sagðist vona að fleiri fjárfestingar Íslendinga ættu eftir að fylgja í kjölfar fjárfest- inga Pharmaco í Búlgaríu. Hann sagði að landið hentaði vel sem stökkpallur fyrir íslenska fjárfesta á nýja markaði, sérstaklega í austri. Forseti Íslands sagði að fjárfest- ingar Pharmaco í Búlgaríu væru gott dæmi um samstarf Íslands og Búlgaríu og bindi þjóðirnar saman með hætti sem ekki hefði verið hugsanlegt fyrir einungis áratug. Íslendingar sjái af þessu hvernig hægt sé að ráðast í samstarf við aðrar þjóðir, sem beri vott um þau tækifæri sem 21. öldin bjóði upp á svo og hið nýja hagkerfi. Fram kom í máli Sindra Sindra- sonar, forstjóra fjárfestinga Pharmaco, við opnun lyfjaverk- smiðjunnar, að bygging hennar væri afar mikilvægt verkefni fyrir Balkanpharma og Pharmaco. Gæði verksmiðjunnar verði að fullu sam- bærileg við það besta sem hann hafi séð annars staðar. Þá sagði hann það uppörvandi fyrir frekari fjár- festingar Pharmaco í Búlgaríu hvað vel hefði tekist til með byggingu verksmiðjunnar. Stefnt er að því að framleiðsla í nýju verksmiðjunni hefjist í desem- ber næstkomandi. Uppfyllir GPM-gæðakröfur Balkanpharma á þrjár lyfjaverk- smiðjur í Búlgaríu, í borgunum Troyan og Razgrad auk Dupnitza, og er fyrirtækið 100% í eigu Pharmaco. Samanlögð framleiðslu- geta Balkanpharma er um 10 millj- arðar taflna á ári og þar af verður hægt að framleiða um 3 milljarða taflna í nýju verksmiðjunni í Dupn- itza. Balkanpharma fékk fyrirtækið Austin Company, sem sérhæfir sig í hönnun lyfjaverksmiðja, til að sjá um hönnun nýju verksmiðjunnar í Dupnitza þannig að hún uppfylli svonefndar evrópskar GPM-gæða- kröfur, eða Good Manufacturing Practice. Lyfjafyrirtækin Pharmaco og Delta voru sameinuð í síðasta mán- uði undir nafni Pharmaco. Fyrir- tækið er með starfsemi í 10 löndum og eru starfsmenn um 5.300, þar af um 450 á Íslandi. Fjöldi starfs- manna í Búlgaríu er um 4.500, þar af um 1.800 í Dupnitza, en tvær lyfjaverksmiðjur Balkanpharma eru fyrir í borginni, við hlið nýju verk- smiðjunnar. Stærsti lyfjaframleiðandi í Búlgaríu Auk forseta Íslands og Dorrit Moussaieff heitkonu hans voru um 180 Íslendingar viðstaddir opnun hinnar nýju lyfjaverksmiðju í gær, fulltrúar fjármálastofnana og fjár- festa, starfsmenn Pharmaco og fjöl- miðlamenn. Fyrr um daginn, áður en verksmiðjan var formlega opnuð, var haldinn fundur fyrir fulltrúa fjármálastofnana og fjárfesta þar sem forstjóri rekstrar Pharmaco, Róbert Wessman, gerði grein fyrir fjárfestingum félagsins í Búlgaríu og framtíðarsýn Pharmaco. Fram kom í máli hans að Balkanpharma væri stærsti lyfjaframleiðandi í Búlgaríu og flytti út lyf og virk lyfjaefni til yfir 30 landa. Markaðs- hlutdeild fyrirtækisins í Búlgaríu væri nú um 17%. Hann sagði að við- skiptaumhverfið í Búlgaríu væri hagstætt vegna lágs framleiðslu- kostnaðar, fyrirhugaðra skatta- lækkana auk þess sem stefnt væri að ESB-aðild landsins. Fulltrúi frá endurskoðunarskrif- stofu Balkanpharma, KPMG í Búlg- aríu, gerði á fundinum grein fyrir efnahags- og atvinnulífinu í Búlg- aríu og sagði m.a. að framfarir hefðu orðið miklar, þó nokkuð væri í land á ýmsum sviðum. Forsetarnir ánægðir með samskipti landanna Forseti Íslands og forseti Búlg- aríu ræddust við um samskipti landanna í gær að viðstöddum stjórnarmönnum í Pharmaco og Svavari Gestssyni, sendiherra Ís- lands í Búlgaríu. Á blaðamanna- fundi að fundi forsetanna loknum kom fram að þeir væru báðir ánægðir með samskipti landanna, sem hefðu aukist mikið. Þau bæru þess vott að þau væru góð. Forseti Búlgaríu sagði að fjárfestingar Pharmaco í landinu, koma íslenskra fjárfesta í tilefni af opnun verk- smiðjunnar í Dupnitza og alþjóðleg ráðstefna um Snorra Sturluson og rætur norrænna bókmennta, sem verður haldin í Búlgaríu dagana 14.–16. október, beri vott um aukin samskipti milli landanna. Og þeim beri að fagna. Fram kom í máli forseta Íslands á blaðamannafundinum að nýja verksmiðjan í Dupnitza væri ekki einungs til vitnis um miklar fjár- festingar Íslendinga erlendis, held- ur sýndi hún einnig hverju þjóð- irnar tvær, Ísland og Búlgaría, gætu áorkað saman. Ný lyfjaverksmiðja Balkanpharma formlega opnuð í borginni Dupniza í Búlgaríu Allar áætl- anir stóðust Forsetar Íslands og Búlgaríu opna lyfjaverksmiðju Balkanpharma, dótturfyrirtækis Pharmaco, í Búlgaríu. Dupnitza, Búlgaríu. Morgunblaðið. TVÆR greiningar á Kaupþingi voru gefnar út í vikunni og er í báðum til- vikum mælt með sölu á hlutabréfum í félaginu. Samkvæmt verðmati greiningardeildar Búnaðarbankans ætti gengi Kaupþings að vera 12,1 en útreikningar Greiningar Íslands- banka gefa gengið 11,0. Lokagengi Kaupþings í gær var 12,6. Í verðmati sínu gerir Búnaðar- bankinn 14% raunávöxtunarkröfu til eigin fjár Kaupþings og Íslands- banki gerir 17% nafnávöxtunar- kröfu. Hærri ávöxtunarkrafa felur í sér lægra verðmat bréfanna og í báðum tilvikum er um að ræða hærri ávöxtunarkröfu en til við- skiptabankanna þriggja, Búnaðar- banka, Íslandsbanka og Lands- banka. Það er meðal annars rökstutt með því að sveiflur í afkomu fjár- festingarbanka séu meiri en í af- komu viðskiptabanka. Í greiningu Íslandsbanka kemur fram að kostir Kaupþings felist í metnaðarfullum stjórnendum, mikl- um seljanleika hlutabréfanna, sterkri stöðu á íslenskum verðbréfa- markaði, góðri arðsemi í gegnum tíðina og tækifæri á Norðurlöndum taki verðbréfamarkaðir við sér. Gallarnir séu hins vegar að Kaup- þing sé án lánshæfismats, stór hluti efnahags sé fjármagnaður til skamms tíma, markaðsáhætta sé mikil, norrænir verðbréfamarkaðir séu í sárum og að upplýsingagjöf sé ábótavant. Í greiningu Búnaðarbanka er góð markaðssetning og heilsteypt ímyndarvinna, víðfeðmt útibúanet og vöruþróun talin til styrkleika Kaupþings. Veikleikar eru taldir vera litlir vaxtarmöguleikar innan- lands, að bankinn hafi ekki við- skiptabankarekstur sem jafni sveifl- ur í rekstri og að tekjustoðir séu fáar, en þeim fari fjölgandi. Mælt með sölu á Kaupþingsbréfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.