Morgunblaðið - 12.10.2002, Síða 49
VATNAVEXTIR Á SUÐAUSTURLANDI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 49
HRINGVEGINUM milli Skaftafells
og Hafnar í Hornafirði var lokað um
klukkan 21 í gærkvöld vegna vega-
skemmda sem ár hafa valdið í miklum
flóðum á Suðausturlandi. Áin Kol-
gríma í Suðursveit, Hólmsá á Mýrum
og Kotá í Öræfasveit uxu gríðarlega í
gær og fyrradag, en vegagerðarmenn
höfðu betur í baráttunni við eina
þeirra, Hólmsá. Kolgríma fór hins
vegar sínu fram og rauf hringveginn á
100 metra kafla.
Hörð varnarbarátta var háð við
Kotá í allan gærdag og langt fram á
kvöld. Hótaði hún vegrofi látlaust
fram eftir kvöldi og gafst Vegagerðin
upp á að halda í horfinu á ellefta tím-
anum í gærkvöld. Minnstu munaði að
starfsmaður Vegagerðarinnar slasað-
ist þegar grafa hans valt ofan í árfar-
veginn og þykir mildi að ekki fór verr.
Stórvirkar vinnuvélar voru í notkun
við Kolgrímu en lítil grafa við Kotá.
Þrátt fyrir verulegt tjón í flóðunum
á mannvirkjum og ræktuðu landi í
Suðursveit, sem á sér vart fordæmi,
tókst að koma í veg fyrir enn meiri
skaða þegar Vegagerðin varði veginn
við brúna yfir Hólmsá. Í gærmorgun,
þegar vinnuflokkur ætlaði í viðgerða-
leiðangur að Kolgrímu, bárust fréttir
af alvarlegu ástandi við brúna yfir
Hólmsá og var vinnuflokknum tafar-
laust snúið við og hann sendur að
henni. Vegurinn austan við hana var í
mikilli hættu og lá við að áin græfi
hann í sundur. Vinnuflokkurinn fór
með fimm stórvirkar vinnuvélar til að
bjarga veginum og tókst það með því
m.a. að keyra jarðefni í skörð sem áin
hafði grafið. Jökull Helgason hjá
Vegagerðinni segir það kraftaverki
líkast að takast skyldi að bjarga veg-
inum þar. „Það hefði orðið þvílíkur
skaði á ræktuðu landi og vegum, ef
áin hefði farið sína leið,“ segir hann.
Frá Hólmsá fór flokkurinn að Kol-
grímu til að halda áfram með viðgerð-
ir og vann þar fram í myrkur. Nokkr-
ir flutningabílar biðu við hjáleiðina og
taldi Jökull að þeir yrðu hugsanlega
dregnir yfir ána þegar færi gæfist.
Veginum við Hvalnes- og Þvottár-
skriður var lokað frá klukkan 20 í
gærkvöldi vegna skriðuhættu.
Unnið var í allan gærdag við að
veita Kotá mótspyrnu en Vegagerðin
mátti sín lítils gegn ofureflinu. Þegar
starfsmenn fóru heim hafði áin þó
ekki tekið veginn í sundur en óvíst
hverju rofmátturinn fengi áorkað í
nótt. Jökull Helgason lýsti því ástandi
sem skapaðist í umdæminu, sem
„skelfilegu“ og þekktu menn ekki
annað eins. Viðbúnaður var vegna
hættu á vegskemmdum í Fljótsdal á
Héraði en að öðru leyti var ástandið
þokkalegt að sögn lögreglunnar Eg-
ilsstöðum, þótt Lagarfljótið hefði að
vísu vaxið þétt.
Hringveginum var
lokað í Suðursveit
Miklar skemmdir á mannvirkjum og ræktuðu landi vegna vatnavaxta á Suðausturlandi
MIKIL mildi var að ekki urðu slys
á fólki þegar Kolgríma rauf djúpt
skarð í hringveginn um miðnætti í
fyrrinótt. Ökumaður fólksbíls var
um tíma í bráðri hættu og hið sama
átti við um ökumann og farþega
jeppa sem ekið var um veginn
nokkrum mínútum áður en hann
rofnaði.
Hafsteinn Elvar Hafsteinsson var
á leið til Hafnar í Hornafirði þegar
hann ók skyndilega inn í mikinn
vatnsflaum vestan við brúna yfir
Kolgrímu. Með naumindum tókst
honum að halda bílnum á veginum.
Honum tókst að aka í gegnum
strauminn og stöðva síðan bílinn.
Fyrir framan hann hafði Kolgríma
einnig flætt yfir veginn og var
straumurinn þar enn þyngri og
breiðari. „Ég hafði bara smáeyju til
að vera á og komst hvergi,“ sagði
hann í samtali við Morgunblaðið í
gær. Þar var hann fastur í um
klukkustund og sífellt bætti í ána.
Smám saman ruddi hún úr vegar-
kantinum og Hafsteinn varð nokkr-
um sinnum að færa bílinn til að
forða honum frá því að falla ofan í
ána. Aðspurður segir Hafsteinn
með öllu óvíst hvort honum hefði
tekist að krafla sig upp úr ánni
hefði hann sjálfur lent ofan í.
Meðan á þessu stóð kom jeppi úr
vesturátt og eftir að hafa virt fyrir
sér aðstæður ók ökumaður hans yf-
ir báða straumana og komst klakk-
laust yfir. Hafsteinn telur ljóst að
hefði jeppinn verið örlítið seinna á
ferðinni hefði getað farið illa, því
veginn tók í sundur aðeins nokkr-
um mínútum eftir að jeppinn ók þar
yfir. Um leið og skarðið myndaðist
var eins og skrúfað hefði verið fyrir
strauminn sem var fyrir aftan bíl-
inn og varð leiðin þá greið til baka.
Hafsteinn þáði veitingar á Smyrla-
björgum og fékk síðan far til Hafn-
ar seinna um daginn. Þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann síðdegis
hafði hann ekki enn jafnað sig á
þessari lífsreynslu.
Hafsteinn var ekki sá eini sem
varð að leita skjóls á Smyrlabjörg-
um. Brynjólfur Erlingsson, bif-
reiðastjóri hjá HP og sonum á
Hornafirði sem var að flytja póst og
um 10 skrauthænur til Hafnar varð
líka strandaglópur. Þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann var hann
jafnvel að hugsa um að aka vöru-
bifreið sinni norður um til að kom-
ast á áfangastað.
Morgunblaðið/RAX
Eins og glöggt má sjá var vegurinn vestan við Kolgrímu mjög illa farinn eftir hlaupið í fyrrinótt.
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Hjónin Hafsteinn Elvar og Stefanía Anna og sonurinn Sigursteinn Már.
Var um tíma
í bráðri hættu