Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 63 Vitastígsmegin 20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar 2 dagar eftir Silkitré (inni og úti), silkiblóm, pottablóm, blómaker, glervasar og skreytingar. RÝMUM FYRIR JÓLAVÖRUNNI HÓTEL Óðinsvé hlaut forvarn- arverðlaun Tryggingarmiðstöðv- arinnar hf., Varðbergið, í ár en Ljósvirki ehf. og Rydenskaffi hf. fengu sérstaka viðurkenningu. Verðlaunin voru afhent í gær og er þetta í fjórða skiptið sem þau eru veitt, en Varðbergið hefur verið veitt þeim viðskiptavinum TM sem þykja skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. Hótel Óðinsvé er með forvarnir eins og þær gerast bestar, að mati sérfræðinga TM, og sýnir öðrum fyrirtækjum gott fordæmi að þessu leyti. Í skýringu um verðlaunin kemur fram að afhending þeirra beini sjónum að mikilvægi öflugra brunavarna í fyrirtækjum sem starfa í fjölmennum íbúðarhverfum. Óðinsvé sé í miðbæ Reykjavíkur þar sem byggð sé einna þéttust og mikil hætta geti stafað af útbreiðslu elds. Á síðustu árum hafi hótelið lagt mikla áherslu á uppbyggingu brunavarna og annarra forvarna sem hafi aukið öryggi við- skiptavina, starfsfólks og nærliggj- andi húsa. „Að mati TM standast brunavarn- ir hótelsins allar þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja um viðvör- unar- og vatnsúðakerfi, brunahólf- un, þjálfun starfsfólks, gott aðgengi að handslökkvibúnaði og öflugt eig- ið eftirlit,“ segir þar meðal annars. Árið 1999 var Varðbergið veitt í fyrsta skipti 1999 og hlaut Slipp- stöðin á Akureyri þá verðlaunin. Borgarplast á Seltjarnarnesi fékk verðlaunin árið 2000 og Umslag hf. í Reykjavík í fyrra. Sérstakur verðlaunagripur hefur verið hannaður árlega vegna af- hendingar Varðbergsins og í ár voru það glerlistamennirnir Sigrún Ólöf Einarsdóttir og Søren S. Lar- sen hjá Gler í Bergvík á Kjalarnesi sem gerðu gripinn. Frá afhendingu Varðbergsins, forvarnarverðlauna Trygginga- miðstöðvarinnar hf.. Frá vinstri: Þórir Baldursson, framkvæmda- stjóri Rydens hf., Erling Freyr Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ljós- virkis ehf., Bjarni Ingvar Árnason hjá Hótel Óðinsvéum og Gunnar Felixson, forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar. Hótel Óðinsvé hlýtur í ár forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Varðbergið Morgunblaðið/Jim Smart Öflugar brunavarn- ir hótelsins gott fordæmi STÁLSKIP ehf. í Hafnarfirði greiðir hæstu opinberu gjöld í umdæmi skattstjórans á Reykjanesi eða tæp- ar 256 milljónir króna en Varnarliðið á Keflavík greiðir næsthæstu gjöldin eða tæpar 192 milljónir króna. Heildarálagning hækkar nokkuð umfram verðþróun eða um rúm 14% í alls 5,9 milljarða króna. Þriðji hæsti greiðandinn er Kópa- vogsbær með 135 milljónir sam- kvæmt álagningarskrá skattstjórans í Reykjanesumdæmi sem lögð var fram í gær. Hafnarfjarðarbær er fjórði í röðinni með 128,3 milljónir, síðan kemur Íslenska álfélagið með 115,9 milljónir, þá Íslenskir aðal- verktakar með 106,8 milljónir. Þor- björn-Fiskanes er sjöundi hæsti greiðandinn með 96,3 milljónir, þá Fjarðarkaup með 79 milljónir, Reykjanesbær með 71,5 milljónir og í tíunda sæti er Víkurhraun í Grinda- vík með 66,6 milljónir. Álagning opinberra gjalda á félög og aðra lögaðila í Reykjanesumdæmi hækkar sem fyrr segir um rúm 14% frá fyrra ári en til samanburðar hækkaði vísitala neysluverðs um ca. 8,5% í fyrra. Lögaðilar á skattgrunnskrá í Reykjanesumdæmi eru alls 3.645 og fækkaði um 185 frá fyrra ári. Alls greiða 2.621 lögaðilar trygginga- gjald, samtals að fjárhæð 3,42 millj- arða króna og hækkaði álagt trygg- ingagjald um 17,6% frá árinu á undan. Tekjuskattur nemur 1,9 milljörðum króna sem er 10,2% meira en árið áður en tekjuskatts- greiðslan dreifist á 1.806 lögaðilar eða liðlega 100 fleiri en í fyrra. Þá er 1.950 lögaðilum í umdæminu gert að greiða eignarskatt, samtals að fjár- hæð rúmlega 405,8 milljónum sem 10,5% meira en árið áður. Svipuðum fjölda lögaðila er einnig gert að greiða 84,5 milljónir í sérstakan eignarskatt, svokallaðan Þjóðarbók- hlöðuskatt. Stálskip í Hafnar- firði greiða mest Álagning á fyrirtæki í Reykjanes- umdæmi hækkar um 14% HEILDARGJÖLD lögaðila í Reykjavík gjaldárið 2002 námu 20,8 milljörðum króna sem er tæplega 9,5% hækkun frá fyrra ári en álagn- ingarskrár vegna opinberra gjalda lögaðila voru lagðar fram í skattum- dæmum landsins í gær og liggja frammi til og með 14. nóvember. Hæstu greiðendur opinberra gjalda í Reykjavík eru Ríkisbókhald, Reykja- víkurborg, Landsbankinn, Íslands- banki og Landssíminn. Tryggingagjald greiddu 4.936 lög- aðilar, samtals um 12,29 milljarða króna sem er 9,8% meira en árið áður. Tekjuskattur á 4.153 lögaðila skilaði 6,82 milljörðum sem er 9,6% meira en árið áður. Alls greiddu 3.424 lögaðilar 1,16 milljarð í eignarskatt. Þá greiddu fyrirtæki og aðrir lögaðilar 242,68 milljónir í sérstakan eignarskatt, öðru nafni Þjóðarbókhlöðuskatt, sem upphaflega átti að heimta á árunum 1987-1989. Þá er tæplega fimm þús- und lögaðilum gert að greiða 111,5 milljónir í fjármagnstekjuskatt sem nær helmingi meira en í fyrra. Lögaðilar: Greiðendur hæstu opin- berra gjalda í Reykjavík 2002, þ.e. heildargjalda yfir kr. 80.000.000. 1. Ríkisbókhald, launaafgreiðsla ................................................ kr. 2.988.596.153 2. Reykjavíkurborg ..................................................................... kr. 901.137.561 3. Landsbanki Íslands hf. ............................................................ kr. 817.587.176 4. Íslandsbanki-FBA hf. ........................................................... kr. 717.937.528 5. Landssími Íslands hf. .............................................................. kr. 297.224.487 6. Flugleiðir hf. ............................................................................. kr. 276.201.348 7. Olíufélagið hf. ........................................................................... kr. 237.455.825 8. Ístak hf. ..................................................................................... kr. 184.045.933 9. Skeljungur hf. ........................................................................... kr. 182.373.674 10. Sparisjóður vélstjóra ............................................................... kr. 147.506.251 11. Húsasmiðjan hf. ....................................................................... kr. 143.777.546 12. Búnaðarbanki Íslands hf. ........................................................ kr. 135.655.013 13. Íslandspóstur hf. ...................................................................... kr. 126.231.471 14. Íslensk erfðagreining ehf. ....................................................... kr. 110.860.419 15. Landsvirkjun ............................................................................ kr. 102.579.155 16. Omega Farma ehf. ................................................................... kr. 98.654.198 17. Samskip hf. ............................................................................... kr. 92.049.138 18. Mjólkursamsalan í Reykjavík ................................................ kr. 91.758.495 19. Árvakur hf. ............................................................................... kr. 90.886.849 20. Marel hf. .................................................................................... kr. 86.276.862 21. Össur hf. .................................................................................... kr. 84.521.376 22. Ísaga ehf. ................................................................................... kr. 84.209.435 Álagning á lögaðila í Reykjavík Opinber gjöld fyrirtækja losa 20 milljarða Guðrún Inga Ingólfsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík 22. og 23. nóvember nk. Hún sækist eftir níunda sæti. Guðrún Inga er þrítug, fædd og uppalin í Reykjavík og gift Þorvarði Jóni Löve lækni. Hún er hagfræð- ingur, lauk BS- prófi í hagfræði frá HÍ 1996 og meistaranámi í al- þjóðahagfræði og fjármálum frá Brandeis University í Bandaríkj- unum 1999. Guðrún Inga starfar hjá Kaup- þingi sem framkvæmdastjóri líf- eyrissjóða og hefur nýlega tekið við starfi hjá Kaupþingi sem yf- irmaður fjárfestatengsla. Hún hefur setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 1999 og gegnir nú embætti ritara fram- kvæmdastjórnar SUS. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fyrir stúdenta á háskólaárunum. Þá er hún í Tíkinni sem er fé- lagsskapur ungra kvenna, sem deila þeirri skoðun að ein- staklingsfrelsi og einkaframtak séu grundvöllurinn að heilbrigðu samfélagi og að allir einstaklingar skuli hafa jöfn tækifæri til að raungera möguleika sína, segir í fréttatilkynningu. Aðaláherslumál Guðrúnar Ingu í stjórnmálum eru lækkun skatta, aðhald í ríkisfjármálum og jafn- rétti í víðum skilningi þess orðs. Í DAG STJÓRNMÁL Guðrún Inga Ingólfsdóttir SAMHERJI greiðir hæstu gjöld lög- aðila á Norðurlandsumdæmi eystra, rúmar 193 milljónir króna. Akureyr- arbær kemur fast á hæla fyrirtæk- isins og greiðir rúmar 180 milljónir króna. Þessir tveir lögaðilar greiða langhæstu gjöldin í umdæminu sam- kvæmt álagningaskrá lögaðila sem fram var lögð í gær. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri greiðir tæpar 90 milljónir króna, Út- gerðarfélag Akureyringa greiðir tæp- ar 68 milljónir, Flugfélag Íslands rúmar 46 milljónir og World Minerals Ísland ehf. á Húsavík greiðir tæpar 40 milljónir. Næst þar á eftir koma Mat- bær, Akureyri, með rúmar 37 millj- ónir, GPG fiskverkun, Húsavík, með rúmar 36 milljónir, Norðlenska mat- borðið með rúmar 25 milljónir og í tí- unda sæti er Gjögur á Grenivík með tæpar 24 milljónir króna. Norðurlandsumdæmi eystra Samherji og bær- inn greiða mest

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.