Morgunblaðið - 01.11.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.11.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 63 Vitastígsmegin 20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar 2 dagar eftir Silkitré (inni og úti), silkiblóm, pottablóm, blómaker, glervasar og skreytingar. RÝMUM FYRIR JÓLAVÖRUNNI HÓTEL Óðinsvé hlaut forvarn- arverðlaun Tryggingarmiðstöðv- arinnar hf., Varðbergið, í ár en Ljósvirki ehf. og Rydenskaffi hf. fengu sérstaka viðurkenningu. Verðlaunin voru afhent í gær og er þetta í fjórða skiptið sem þau eru veitt, en Varðbergið hefur verið veitt þeim viðskiptavinum TM sem þykja skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. Hótel Óðinsvé er með forvarnir eins og þær gerast bestar, að mati sérfræðinga TM, og sýnir öðrum fyrirtækjum gott fordæmi að þessu leyti. Í skýringu um verðlaunin kemur fram að afhending þeirra beini sjónum að mikilvægi öflugra brunavarna í fyrirtækjum sem starfa í fjölmennum íbúðarhverfum. Óðinsvé sé í miðbæ Reykjavíkur þar sem byggð sé einna þéttust og mikil hætta geti stafað af útbreiðslu elds. Á síðustu árum hafi hótelið lagt mikla áherslu á uppbyggingu brunavarna og annarra forvarna sem hafi aukið öryggi við- skiptavina, starfsfólks og nærliggj- andi húsa. „Að mati TM standast brunavarn- ir hótelsins allar þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja um viðvör- unar- og vatnsúðakerfi, brunahólf- un, þjálfun starfsfólks, gott aðgengi að handslökkvibúnaði og öflugt eig- ið eftirlit,“ segir þar meðal annars. Árið 1999 var Varðbergið veitt í fyrsta skipti 1999 og hlaut Slipp- stöðin á Akureyri þá verðlaunin. Borgarplast á Seltjarnarnesi fékk verðlaunin árið 2000 og Umslag hf. í Reykjavík í fyrra. Sérstakur verðlaunagripur hefur verið hannaður árlega vegna af- hendingar Varðbergsins og í ár voru það glerlistamennirnir Sigrún Ólöf Einarsdóttir og Søren S. Lar- sen hjá Gler í Bergvík á Kjalarnesi sem gerðu gripinn. Frá afhendingu Varðbergsins, forvarnarverðlauna Trygginga- miðstöðvarinnar hf.. Frá vinstri: Þórir Baldursson, framkvæmda- stjóri Rydens hf., Erling Freyr Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ljós- virkis ehf., Bjarni Ingvar Árnason hjá Hótel Óðinsvéum og Gunnar Felixson, forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar. Hótel Óðinsvé hlýtur í ár forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Varðbergið Morgunblaðið/Jim Smart Öflugar brunavarn- ir hótelsins gott fordæmi STÁLSKIP ehf. í Hafnarfirði greiðir hæstu opinberu gjöld í umdæmi skattstjórans á Reykjanesi eða tæp- ar 256 milljónir króna en Varnarliðið á Keflavík greiðir næsthæstu gjöldin eða tæpar 192 milljónir króna. Heildarálagning hækkar nokkuð umfram verðþróun eða um rúm 14% í alls 5,9 milljarða króna. Þriðji hæsti greiðandinn er Kópa- vogsbær með 135 milljónir sam- kvæmt álagningarskrá skattstjórans í Reykjanesumdæmi sem lögð var fram í gær. Hafnarfjarðarbær er fjórði í röðinni með 128,3 milljónir, síðan kemur Íslenska álfélagið með 115,9 milljónir, þá Íslenskir aðal- verktakar með 106,8 milljónir. Þor- björn-Fiskanes er sjöundi hæsti greiðandinn með 96,3 milljónir, þá Fjarðarkaup með 79 milljónir, Reykjanesbær með 71,5 milljónir og í tíunda sæti er Víkurhraun í Grinda- vík með 66,6 milljónir. Álagning opinberra gjalda á félög og aðra lögaðila í Reykjanesumdæmi hækkar sem fyrr segir um rúm 14% frá fyrra ári en til samanburðar hækkaði vísitala neysluverðs um ca. 8,5% í fyrra. Lögaðilar á skattgrunnskrá í Reykjanesumdæmi eru alls 3.645 og fækkaði um 185 frá fyrra ári. Alls greiða 2.621 lögaðilar trygginga- gjald, samtals að fjárhæð 3,42 millj- arða króna og hækkaði álagt trygg- ingagjald um 17,6% frá árinu á undan. Tekjuskattur nemur 1,9 milljörðum króna sem er 10,2% meira en árið áður en tekjuskatts- greiðslan dreifist á 1.806 lögaðilar eða liðlega 100 fleiri en í fyrra. Þá er 1.950 lögaðilum í umdæminu gert að greiða eignarskatt, samtals að fjár- hæð rúmlega 405,8 milljónum sem 10,5% meira en árið áður. Svipuðum fjölda lögaðila er einnig gert að greiða 84,5 milljónir í sérstakan eignarskatt, svokallaðan Þjóðarbók- hlöðuskatt. Stálskip í Hafnar- firði greiða mest Álagning á fyrirtæki í Reykjanes- umdæmi hækkar um 14% HEILDARGJÖLD lögaðila í Reykjavík gjaldárið 2002 námu 20,8 milljörðum króna sem er tæplega 9,5% hækkun frá fyrra ári en álagn- ingarskrár vegna opinberra gjalda lögaðila voru lagðar fram í skattum- dæmum landsins í gær og liggja frammi til og með 14. nóvember. Hæstu greiðendur opinberra gjalda í Reykjavík eru Ríkisbókhald, Reykja- víkurborg, Landsbankinn, Íslands- banki og Landssíminn. Tryggingagjald greiddu 4.936 lög- aðilar, samtals um 12,29 milljarða króna sem er 9,8% meira en árið áður. Tekjuskattur á 4.153 lögaðila skilaði 6,82 milljörðum sem er 9,6% meira en árið áður. Alls greiddu 3.424 lögaðilar 1,16 milljarð í eignarskatt. Þá greiddu fyrirtæki og aðrir lögaðilar 242,68 milljónir í sérstakan eignarskatt, öðru nafni Þjóðarbókhlöðuskatt, sem upphaflega átti að heimta á árunum 1987-1989. Þá er tæplega fimm þús- und lögaðilum gert að greiða 111,5 milljónir í fjármagnstekjuskatt sem nær helmingi meira en í fyrra. Lögaðilar: Greiðendur hæstu opin- berra gjalda í Reykjavík 2002, þ.e. heildargjalda yfir kr. 80.000.000. 1. Ríkisbókhald, launaafgreiðsla ................................................ kr. 2.988.596.153 2. Reykjavíkurborg ..................................................................... kr. 901.137.561 3. Landsbanki Íslands hf. ............................................................ kr. 817.587.176 4. Íslandsbanki-FBA hf. ........................................................... kr. 717.937.528 5. Landssími Íslands hf. .............................................................. kr. 297.224.487 6. Flugleiðir hf. ............................................................................. kr. 276.201.348 7. Olíufélagið hf. ........................................................................... kr. 237.455.825 8. Ístak hf. ..................................................................................... kr. 184.045.933 9. Skeljungur hf. ........................................................................... kr. 182.373.674 10. Sparisjóður vélstjóra ............................................................... kr. 147.506.251 11. Húsasmiðjan hf. ....................................................................... kr. 143.777.546 12. Búnaðarbanki Íslands hf. ........................................................ kr. 135.655.013 13. Íslandspóstur hf. ...................................................................... kr. 126.231.471 14. Íslensk erfðagreining ehf. ....................................................... kr. 110.860.419 15. Landsvirkjun ............................................................................ kr. 102.579.155 16. Omega Farma ehf. ................................................................... kr. 98.654.198 17. Samskip hf. ............................................................................... kr. 92.049.138 18. Mjólkursamsalan í Reykjavík ................................................ kr. 91.758.495 19. Árvakur hf. ............................................................................... kr. 90.886.849 20. Marel hf. .................................................................................... kr. 86.276.862 21. Össur hf. .................................................................................... kr. 84.521.376 22. Ísaga ehf. ................................................................................... kr. 84.209.435 Álagning á lögaðila í Reykjavík Opinber gjöld fyrirtækja losa 20 milljarða Guðrún Inga Ingólfsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík 22. og 23. nóvember nk. Hún sækist eftir níunda sæti. Guðrún Inga er þrítug, fædd og uppalin í Reykjavík og gift Þorvarði Jóni Löve lækni. Hún er hagfræð- ingur, lauk BS- prófi í hagfræði frá HÍ 1996 og meistaranámi í al- þjóðahagfræði og fjármálum frá Brandeis University í Bandaríkj- unum 1999. Guðrún Inga starfar hjá Kaup- þingi sem framkvæmdastjóri líf- eyrissjóða og hefur nýlega tekið við starfi hjá Kaupþingi sem yf- irmaður fjárfestatengsla. Hún hefur setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 1999 og gegnir nú embætti ritara fram- kvæmdastjórnar SUS. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fyrir stúdenta á háskólaárunum. Þá er hún í Tíkinni sem er fé- lagsskapur ungra kvenna, sem deila þeirri skoðun að ein- staklingsfrelsi og einkaframtak séu grundvöllurinn að heilbrigðu samfélagi og að allir einstaklingar skuli hafa jöfn tækifæri til að raungera möguleika sína, segir í fréttatilkynningu. Aðaláherslumál Guðrúnar Ingu í stjórnmálum eru lækkun skatta, aðhald í ríkisfjármálum og jafn- rétti í víðum skilningi þess orðs. Í DAG STJÓRNMÁL Guðrún Inga Ingólfsdóttir SAMHERJI greiðir hæstu gjöld lög- aðila á Norðurlandsumdæmi eystra, rúmar 193 milljónir króna. Akureyr- arbær kemur fast á hæla fyrirtæk- isins og greiðir rúmar 180 milljónir króna. Þessir tveir lögaðilar greiða langhæstu gjöldin í umdæminu sam- kvæmt álagningaskrá lögaðila sem fram var lögð í gær. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri greiðir tæpar 90 milljónir króna, Út- gerðarfélag Akureyringa greiðir tæp- ar 68 milljónir, Flugfélag Íslands rúmar 46 milljónir og World Minerals Ísland ehf. á Húsavík greiðir tæpar 40 milljónir. Næst þar á eftir koma Mat- bær, Akureyri, með rúmar 37 millj- ónir, GPG fiskverkun, Húsavík, með rúmar 36 milljónir, Norðlenska mat- borðið með rúmar 25 milljónir og í tí- unda sæti er Gjögur á Grenivík með tæpar 24 milljónir króna. Norðurlandsumdæmi eystra Samherji og bær- inn greiða mest
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.