Morgunblaðið - 01.11.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.11.2002, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 33 Á SJÖTTA áratugnum fer flugið að verða almenningseign í löndun- um í kringum okkur. Við erum þar sem annars staðar örfáum skrefum á eftir. Fjarlægðin lengir leiðina inní þyrlu- og þotuöldina en förum ofar skýjum þegar við höfum náð að sigla í gegnum breytingarnar. Loftleiðir voru á sínum tíma með burðarmestu vélar á flugleiðinni yfir Atlantshafið og Atlanta er stærsta flugfélag sinn- ar tegundar í heiminum í dag með á þriðja tug júmbóþotna í rekstri auk annarra. Síðari þættir hinnar stór- merku heimildarmyndaraðar Flug- saga Íslands rekja síðari hluta 20. aldarinnar fram á þennan dag. Flugið hefur okkur aldrei verið nauðsynlegra, fátt bendir til að sag- an verði fullsögð í náinni framtíð en fyrstu kaflarnir eru nú skráðir með miklum sóma. Kvikmyndagerðar- fólkið hefur farið glöggt ofaní saum- ana á tiltækum heimildum; sem það hefur leitað uppi hjá fréttastofum, söfnum, stofnunum og einstakling- um, hér og erlendis. Að ógleymdum auglýsingunum sem varpa skemmti- legu ljósi á tíðarandann síðustu ára- tugina. Viðbótar kvikmyndataka og hljóðvinnsla er einstaklega faglega unnin svo nýtt efni og gamalt renna saman í ángægjulega og fræðandi heild sem bæði er skemmtileg á að horfa og ómetanleg heimild um ókomin ár. Við upphaf sjötta áratugarins mótaðist starf flugfélaganna tveggja í þá mynd sem landsmenn áttu eftir að þekkja um árabil. FÍ annaðist innanlandsflug og nágrannalönd í Evrópu á meðan Loftleiðir festu sig í sessi á Norður-Atlanshafsflugleið- inni. Um tíma var Loftleiðir stór- veldi sem dafnaði í skjóli lágfar- gjalda, ekki síst á meðan risavaxnar (á þeirra tíma mælikvarða) skrúfu- vélar félagsins voru þær stærstu á flugleiðinni – og stóðu fyllilega undir gælunafniu „monsarnir“ (monsters). Þotuöldin beið handan hornsins. Monsarnir góðu úreltust og fengu nýtt hlutverk sem grunnurinn að stórveldinu Cargolux – sem lengi var að hluta til í eigu Íslendinga. Loftleiðir skiptu yfir í DC 8 en FÍ, sem reið á vaðið í þotumálum hér- lendis, fjárfesti í Boeing 727 og allt gekk vel um sinn. Vélar „The Hippie Airline flugu linnulaust yfir hafið, kjaftfullar af síðhærðu æskufólki, árin út og inn. Allir góðir tímar taka enda, stend- ur þar, og flugvélarnar fóru smám saman stækkandi og urðu hag- kvæmari, því leið ekki á löngu uns flugið varð almenningseign – á Ís- landi sem annars staðar. Þar með hófst fyrir alvöru fargjaldastríð sem ekki er séð fyrir endann á. Til að mæta harðnandi samkeppni samein- uðust flugfélögin að lokum undir Flugleiðanafninu og síðan hefur saga þess verið farsælli en margra annarra og þekktari keppinauta. Samruninn var erfiður, ekki síst til- finningalega. Íslendingar hafa ekki farið var- hluta af áföllum á fyrstu öld flugsins frekar en aðrir. Í Flugsögunni eru rakin hörmulegustu slysin. Frá Héðinsfirði norður, til Sri Lanka. Flugsaga Íslands rifjar upp marga og merkilega sérkafla einsog þátt Björns Pálssonar sjúkraflug- manns. Hugaðs og farsæls forystu- manns og þjóðsagnapersónu sem hlekktist ekki á í sínu erfiða starfi uns uns yfir lauk í flugslysi 1973. Fjallað um stóran þátt Flugmála- stjórnar Íslands á N-Atlanshafi og flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar, sem hefur verið snar þáttur hennar frá árinu 1955. Gæslan sinnir sjúkra- og björgunarflugi auk gæslu- og ískönnunarflugs o.fl., o.fl. Ekki gleymist sá sérstæði kafli er flugfélagið Flughjálp stundaði hjálparflug við hrikalegar aðstæður í stíðshrjáðri Nígeríu á tímum borg- arastyrjaldarinnar. Þar unnu vaskir, íslenskir flugliðar sannkallaðar hetjudáðir. Síðar keypti Hjálpar- stofnun kirkjunnar flugreksturinn. Í tengslum við byltinguna þegar flugferðir urðu að lokum á færi al- mennings, kemur mjög við sögu kafli Guðna Þórðarsonar, löngum kenndur við ferðaskrifstofu sína Sunnu. Hann varð manna fyrstur til að skipuleggja orlofsferðir til út- landa, en þessi merki frumkvöðull lenti með fyrsta ferðamannahópinn á Mæjorku árið 1958 – sem þá var í 8–9 tíma fjarlægð! Síðar fór Guðni út í umsvifamikinn flugrekstur (Air Viking), en einokun og landlæg þröngsýni voru meðal erfiðra ljáa í kargaþýfi viðskiptalífsins á þeim ár- um sem stöðvuðu framgang fyrir- tækisins. Í rauninni er saga Air Viking, sem rak þrjár þotur þegar mest var um- leikis, saga flestra annarra tilrauna að koma á fót öðrum flugrekstri hér- lendis en risanna tveggja. Uns Arn- grímur Jóhannsson stofnaði Air Atl- anta ásamt eiginkonu sinni Þóru Guðmundsdóttur. Arngrímur, sem var yfirflugstjóri hjá Air Viking, hefur að nokkru leyti byggt rekstur sinn á hugmyndum brautryðjandans Guðna, sem varð m.a. fyrstur manna til að koma auga á risavaxin við- skipti pílagrímaflugsins. 16 ára saga Air Atlanta er ævintýri líkust og samnefnari fyrir þann heillandi heim sem tengist fluginu, mestu samgöngubyltingu sögunnar. Ofar skýjumSJÓNVARPIÐHeimildamynd 3. þáttur: Flug verður almenningseign. 4. þáttur: Þotuöld. Handrit og umsjón: Rafn Jónsson. Framleiðendur: Anna Dís Ólafs- dóttir og Jón Þór Hannesson. Kvikmynda- taka: Freyr Arnarson ofl. Hljóðsetning: Nick Carthcart-Jones. Hljóðupptaka: Freyr Arnarson. Tónlist: Máni Svaf- arsson. Grafík: Bjarki Guðjónsson og Óm- ar G. Samsetning: Örn Sverrisson. Þulur: Kristján Franklín Magnús. Kvikmyndir: Kvilmyndasafn Íslands ofl. Ljósmyndir: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Flugleiða ofl. 2 x 30 mín. Sjónvarpið, 20. 27. okt. 2002. Íslensk heimildarmynd. Sagafilm 2002. FLUGSAGA ÍSLANDS 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir helgina 1. til 3. nóv OPIÐ HÚS Við opnum glæsilegustu innanhúss golfaðstöðu landsins! Púl, sviti og sveifla, kynningar, tilboð og fleira skemmtilegt alla helgina. Komdu í heimsókn og prófaðu! laugardagur Opið hús fyrir alla 13:00 - 18:00 10:00 - 17:00 Hljómsveitin Land og Synir halda uppi alvöru fjöri ásamt kennurum húsanna í risa hjólatíma - 70 hjól í stóra salnum! Kl. 18:00-20:00 Tilboð á líkamsræktarkortum Opnum tvo fullkomnustu golfherma landins - allir geta prófað! Framleiðendur hermanna verða á svæðinu og kenna á græjurnar Bob Brankely kynnir The Egde - það nýjasta í golfinu P.G.A. kennarar verða á svæðinu og gefa góð ráð og leiðbeiningar Golfverslanirnar Hole in One og Golfbúðin Strandgötu kynna sínar vörur Verslun Sporthússins opnar - opnunar tilboð Freddy tískusýning EAS fæðubótaefna kynning Boxaðstaðan opnar - atvinnumenn sýna réttu höggin Maximize fæðubótaefna kynning Púttkeppni á nýja 200 m2 púttvellinum Drivekeppni í nýju golfhermunum utanlandsferðir f. tvo til Manchester dregnar út „Live“ spinningtímiföstudagur sunnudagur 3 Sporthúsið Dalsmári 9-11 201 Kópavogur S: 564 4050 www.sporthusid.is ze to r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.