Morgunblaðið - 01.11.2002, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 45
Unnar, Sigga og Möllu. Megir þú
eiga gleðilega heimkomu, kæri
frændi.
Þórunn Guðmundsdóttir.
Merkismaður er fallinn frá,
frændi minn, Örlygur Sigurðsson,
listmálari, 82 ára að aldri, eftir lang-
vinn veikindi. Örlygur var engum
líkur; hann var hæfileikaríkur,
frumlegur, fullur af lífsorku og með
ólíkindum orðheppinn og fyndinn.
Það birti yfir tilverunni í hvert
skipti sem ég hitti Örlyg og oft
þurfti ekki annað tilefni en að rek-
ast á hann á förnum vegi. Það var
eins og að vera boðin til herlegrar
veislu og veisluföngin voru ekki af
lakari endanum, grín og gamanmál,
hlátrasköll og ýmsar óvæntar uppá-
komur sem lyftu viðstöddum upp yf-
ir gráma hversdagsleikans. Gaman-
semi hans var fersk og fölskvalaus,
andrík, einlæg, hlý og eins og
sprottin óvænt eða óvart frá því sem
um var rætt hverju sinni. Þetta var
smitandi lífsgleði, létti lundina,
bætti skapið, sannkölluð „geðbót“.
Engir timburmenn eftir veisluna þá.
Örlygi var óvenju margt til lista
lagt: hann var teiknari af Guðs náð,
málari og rithöfundur. Tónlist var
honum einnig í blóð borin þótt ekk-
ert hefði hann lært í þeim fræðum.
Okkur frændsystkinum hans þótti
hann syngja betur en Frank Sinatra
og dansa á við Fred Astaire. Miklir
kærleikar voru með þeim bræðrum,
föður mínum, Ólafi heitnum Sig-
urðssyni lækni á Akureyri og Ör-
lygi. Ólafur átti það þó til að vanda
um fyrir þessum síkáta og ærsla-
fulla litlabróður sínum, hann hvatti
Örlyg til að „rækta sitt pund“ og
minnti hann á gildi vinnuseminnar.
Ólafur taldi að Örlygur hefði orðið
snillingur hefði hann borið gæfu til
að haga lífi sínu á annan veg en
raunin varð. Víst er að Örlygur fór
stundum ógætilega með þær góðu
gáfur sem honum voru gefnar. Að
leiðarlokum er ekki um slíkt að sak-
ast, fremur ber að þakka fyrir það
sem var. Veislunni er lokið. Minning
Örlygs lifir áfram í hugum okkar
sem þekktum hann. Ég kveð Örlyg
frænda með þakklæti, hlýhug og
virðingu. Eiginkonu hans, Unni Ei-
ríksdóttur, börnum, Sigurði listmál-
ara og Malínu fatahönnuði, tengda-
börnum og barnabörnum, votta ég
innilega samúð.
Halldóra Ólafsdóttir.
Dráttlistamaðurinn Örlygur Sig-
urðsson, föðurbróðir minn, er allur.
Í bók sinni, Nefskinnu, kemst hann
svo að orði: „Það er á stundum
einna líkast því að kippa þröngum
og grónum tappa úr ævagamalli
flösku, þegar draga skal sálina úr
fyrirmyndinni og koma henni til
skila í teikningu.“
Þessi gáfaði, glæsilegi, orðhagi,
ættfróði, lífsþyrsti og ölkæri
nautnabelgur var meistari hinnar
sýkkólógísku andlitsteikningar. Í
vöggugjöf hlaut hann gnótt hæfi-
leika. Kannski hefði honum hlotnast
heiður og frægð um víða veröld, ef
hann hefði ræktað myndlistarfræin
af meiri alúð og komið þeim til fulls
þroska. En þá hefði hann sennilega
ekki orðið einn skemmtilegasti mað-
ur á Íslandi á sinni tíð. Fátt var
skemmtilegra en að hitta Örlyg á
förnum vegi. Fyndinn, fjörugur,
orðheppinn og andríkur var hann,
hávær og blátt áfram, guðsbless-
unarlega laus við tepruskap og
snobb, forvitinn og glöggur sjáandi
hins skoplega í fari manna og í til-
verunni. Húmor hans var ekki ill-
kvittinn, eins og stundum vill verða,
en oft stórkarlalegur og groddaleg-
ur. Hann var gleðigjafi.
Örlygur var líka breyskur maður
og líf hans nánustu var ekki alltaf
dans á rósum. En hann var svo hlýr,
góðviljaður og væntumþykjanlegur,
að honum var margt fyrirgefið.
Örlygur hlaut þau illu örlög að
vera, að meira eða minna leyti, út úr
heiminum síðustu 8 eða 10 árin. En
lengi lifir í gömlum glæðum. Fyrir
um það bil þremur árum fór móðir
mín, mágkona Örlygs, í heimsókn til
hans, þar sem hann sat í hjólastól
með stjörf augu og gat ekki tjáð sig.
Hún sagði honum þá þær fréttir, að
Steingrímur bróðir hans ætlaði að
kvænast kornungri, danskri glæsi-
gellu. Þá hló marbendill, líf kviknaði
í sálarspeglum og hann reyndi að
klípa hjúkku, sem átti leið hjá, í
föngulegan afturendann. Þessa tvo
frumlægu eiginleika, húmorinn og
kynhvötina, varðveitti hinn aldni
Húnvetningur til hins síðasta. Í
fyrrnefndri bók sinni segir Örlygur:
„Nefskinna er tileinkuð dráttlistar-
unnendum. – „Nulla dies sine linea“
sögðu Rómverjar, eða: Enginn dag-
ur án drátts!“ Far vel, frændi.
Sigurður Ólafsson.
Það er sunnudagsmorgunn og við
systkinin keppumst við að „sofa út“
þegar óþolinmóður dyrasíminn rýf-
ur þögnina og nú verður bókstaflega
sprenging í íbúðinni á þriðju hæð til
vinstri, listmálarinn stormar inn af
ganginum, faðmar Boggu frænku
sína sem drífur fram kaffi og kon-
fekt. Eins og hendi sé veifað sitjum
við alklædd í kringum þá fornvinina
Örlyg og Axel, hér má ekki missa af
neinu. „Það er ekki gott að blessuð
börnin heyri þetta, Axel“, svo fylgir
hláturroka og frásögnin hefst leift-
ursnöggt, börnunum dettur ekki í
hug að forða sér. Málarinn fer mik-
inn og segir tíðindin úr hinni synd-
um spilltu borg, pabbi skýtur inn
glannalegum athugasemdum en
málaranum fipast hvergi flugið.
Mamma hlær góðlátlega, þeir vin-
irnir eru orðnir strákar aftur, en
skyndilega er konfektkassinn gal-
tómur á borðinu. Málarinn sprettur
upp, „börnin verða að fá ís, Axel!“.
Stuttu síðar rennur Volvóinn upp að
Dairy Queen, vinirnir halda áfram
að gantast en við systkinin í aft-
ursætinu hömumst á ísnum.
Ríkuleg listgáfan naut sín best
þegar maðurinn var viðfangsefnið.
Mergjaðar teikningar af alþýðufólki
og breyskum samborgurunum
minna á söngvaskáldið Bellmann en
leið var hann mikill virtuós og við
horfðum á, full skilningsvana aðdá-
unar, þar sem hann „klónaði“ ein-
hverja fyrirsætuna á hvíta örkina. Í
bestu teikningum sínum fangaði
hann innri mann viðkomandi á þann
hátt að fáir léku eftir. Eitthvert sinn
sat Ingibjörg amma mín fyrir hjá
bróðursyni sínum, lítt til höfð og
ógreidd yfir morgunkaffinu og
þessu hélt málarinn til haga þannig
að myndin fór aldrei í betri stofuna í
Síðumúla. Ég hreifst hins vegar af
myndinni. Þetta mundi Örlygur og
þegar ég kom heim frá námi beið
mín gjöf í Laugardal, myndin góða
árituð til mín með örlátum hvatn-
ingarorðum sem stundum koma sér
vel. Og þegar gamla konan horfir til
mín, lifandi komin í fjarrænni mildi
sinni, þá lifna þeir líka aftur allir
þessir dýrðardagar þar sem Örlyg-
ur frændi okkar var glæst aðalper-
sónan í leikverki lífsins.
Ólafur Ó. Axelsson.
Stórfrændi minn, Örlygur Sig-
urðsson, fékk hægt andlát í síðustu
viku, andlát sem var kærkomið eftir
langvinnan sjúkdóm. Reyndar hafði
hann legið margar banalegur und-
anfarin misseri og dauðinn ekki
óvæntur. Dauðinn var ólíkur lífs-
hlaupi hans, sem einkenndist af
uppákomum, iði og óróa.
Með Örlygi hverfur einn af síð-
ustu íslensku originölunum, maður
sem setti svip á bæinn, maður sem
hélt þjóðfund í Bankastræti sem
bergmálaði á húsgöflum upp eftir
öllum Laugavegi. Hann hafði næm-
ar leifturgáfur, var tilfinningaríkur
mannvinur og einstæður náttúru-
legur húmoristi. Hann var einn
fárra listamanna hérlendra sem
tjáði sig með fyndni og sprelli í list-
inni og skildi þar eftir ekki síðri
hughrif en þeir sem tjá sig með al-
vöru, þunga og drunga, þótt góðir
séu líka.
Lífshlaupið var ekki ætíð beint.
Hann gat velgt mönnum undir ugg-
um, en var stundum sínum nánustu
og sjálfum sér verstur. Unnur, kona
hans, stýrði honum í sveiflunum og
rétt eins og faðir hennar ræktaði
jarðargróður í Laugardalnum,
ræktaði hún Örlyg á sömu slóðum.
Hún var rekakkerið í lífi hans.
Örlygur frændi var hluti af upp-
vexti okkar systkina, faðir okkar og
hann voru mjög nánir og töluðu
saman á hverju kvöldi með hávaða
og rokum. Stundum kastaðist þó í
kekki, var þá sett á talbann sem
entist einungis í fáeina daga, þá
sprakk Örlygur á limminu og lífið
gekk sinn vanagang.
Örlygur skilur eftir sig mikla arf-
leifð. Börn þeirra Unnar, nafni minn
og Malín, eru fólk sem gott er að
eiga að, miklir karakterar þótt ólík
séu, sem draga meira dám af föður
sínum en þau halda. Verk Örlygs
munu lifa okkur öll, og minningin
um þennan sérstæða lífskúnstner
situr skýr eftir. Ég kveð hann með
virðingu og þakklæti.
Sigurður Guðmundsson.
Að kynnast Örlygi Sigurðssyni
var eins og að komast í fyrsta sinn í
tæri við eitt af náttúruöflunum. Í
nálægð hans var aldrei kyrrstaða.
Um fáa á eins vel við að segja að líf
hans var list og list hans líf. Í verk-
um Örlygs eru listilega ofnir þættir
og drættir sem lýsa margs konar
fólki af innsæi og með skopi sem
alltaf er mannbætandi, aldrei meið-
andi. En ef verkin frá Geðbót voru
fjörgandi lífselexír var lífskúnstner-
inn sjálfur það svo miklu frekar.
Húmorinn, glaðværðin og hlýjan
var sá auður sem geðbætirinn Ör-
lygur veitti ótæpilega af öllum sem
þiggja vildu. Hann lét sig engu
skipta hvort þar fór Jón eða séra
Jón, örlæti hugans var ætíð jafnt.
Örlygur gerði góðlátlegt grín að for-
dild, mærð og hégóma. Slíkt var eit-
ur í hans beinum, enda maður sem
kom til dyranna eins og hann var
klæddur. Lífskrafturinn var að því
er virtist óþrjótandi, stundum
óhaminn, en ætíð tær. En eins og
oft er raunin með þá alltof fáu menn
sem búa yfir sönnum lífsneista og
húmor af tagi Örlygs Sigurðssonar
bar hann einnig í brjósti næma sam-
kennd. Það var einmitt hið þétta
hjartaþel sem gerði lífsgleðina svo
fölskvalausa og smitandi. Enda þótt
veikindi rændu hann flestu áður en
yfir lauk var sem neistinn slokknaði
aldrei. Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Örlygi og notið vináttu og
vinsemdar hans sem aldrei bar
skugga á. Megi ástvinir hans áfram
finna styrk og innblástur í því sem
hann var og ætíð verður í minningu
allra sem þekktu hann.
Jakob Smári.
Stórsjarmörinn og stórlistamað-
urinn Öggi er búinn að kveðja þenn-
an heim. Hvílíkur maður. Hann
stendur okkur ljóslifandi fyrir sjón-
um þar sem hann er á þeytingi í
listasal sínum í Hafrafelli með pens-
il og tusku í hönd. Portrettmynd af
merkum bankastjóra er á trönun-
um, lubbinn hangir sveittur yfir
enninu á Ögga, yfirvaraskeggið er á
sínum stað og röddin, röddin er eins
og grjótruðningur eftir mikið eld-
gos. Þvílík rödd ! Hávaði og læti,
fjör og fár var í kringum Ögga.
Brosið var einstaklega hlýtt, hrifn-
ingin yfirhafin gagnvart öllu og öll-
um, nánast allir voru stórstjörnur
sem hann ávarpaði. Við vorum öll
stórkostleg í hans augum, gáfuð og
sjarmerandi. Ekki skorti Ögga lýs-
ingarorðin og stíll hans minnti á
Odysseifskviður er hann páraði.
Öggi var sjálfur stórstjarna í lif-
anda lífi, í útliti eins og kvikmynda-
stjarna og hann var ekki þessa
lands, frekar var hann í ætt Ítala
eða Spánverja, en ekki í ætt þurr-
pumpulegra íshafseyjaskeggja.
Lengi lifi minningin um Ögga!
Guðrún og Þórður Ingvi.
Fyrsta vetur minn á Brekkunni á
Akureyri kynntist ég Örlygi Sig-
urðssyni sem kvaddur er í dag. Við
vorum bæði 11 ára og í sama bekk í
Barnaskóla Akureyrar, sem þá var
nýr. Vel man ég stofuna okkar, hún
var á annarri hæð, fyrst til vinstri
þegar komið var upp. Á þessari
stofu voru háir gluggar tvöfaldir og
opnuðust þeir sem inn sneru inn, en
ytri glugginn út svo að það var ekk-
ert púður í honum. Þarna fann Ör-
lygur stað fyrir myndirnar sínar en
ég var ein af þeim sem hann lét sitja
fyrir. Hann tyllti myndunum á tré-
ramma gluggans sem sneri inn, lok-
aði honum varlega og við máttum
skoða myndirnar í gegnum gler.
Glæsilegt! En Adam var ekki lengi í
Paradís. Skólastjórinn leit inn og
kom auga á sýninguna og það versta
var að fyrsta myndin sem blasti við
var af telpu úr bekknum með miklar
fléttur og fóru sögur af að smápödd-
ur kynnu að finnast í hárinu. Lista-
maðurinn okkar hafði fært sér þetta
í nyt og urðu þær því nokkuð
ókræsilegar. Skólastjórinn setti
bann á sýninguna okkur krökkunum
til leiðinda en kannski rétt vegna
skólasystur okkar þótt enginn hefði
sjáanlega tekið sér það nærri.
Því miður geymdi ég ekki þessa
fyrstu mynd sem hann gaf mér, en
síðar teiknaði hann oft myndir af
mér einkum þá vetur sem við fylgd-
umst að í Menntaskólanum. Síðar í
lífinu fékk ég stundum að vera við-
stödd þegar hann var að teikna hina
og þessa borgara á Akureyri og
hafði ósegjanlega gaman af. Það
vakti undrun hve fljótur hann var að
ná svip þess sem sat og á smástund
var efri hluti mannsins kominn yfir
á örkina. Mér fannst þetta stórkost-
legt, nálgast galdra, enda þekkti ég
engan sem gat leikið þetta eftir hon-
um. Árin í Menntaskólanum voru
skemmtileg og alltaf var hann sá
sem setti svip á braginn: Fjörugur,
fyndinn og fullur af gáska. Ég var
gestur foreldra hans í síðdegisveislu
sem þau héldu er Örlygur og Unnur
Eiríksdóttir opinberuðu trúlofun
sína og gleymi aldrei fallegu bros-
unum og gleðinni sem sveif um stof-
ur. Örlygur skrifaði mér fádæma
skemmtileg bref þegar hann var í
Kaliforníu við nám, við hjónin hitt-
um hann í Kaupmannahöfn þegar
við bjuggum þar og oft bar fundum
saman síðar. Það var alltaf gaman
að hitta þennan góða vin og mikla
listamann sem mér fannst aldrei
metinn að verðleikum. Hann var
gáfaður, stundum hávær, oftast
glaður og spaugsamur en alltaf stutt
í hlýju og elskulegheit.
Anna Snorradóttir.
Þá er langri baráttu Örlygs Sig-
urðssonar listmálara við erfiðan
sjúkdóm loks lokið. Dauðinn hafði
betur, en aðeins tímabundið því
minningin um þennan lífsglaða og
tilfinningaríka listamann mun lengi
lifa. Örlygur er sennilega einn
skemmtilegasti ef ekki skemmtileg-
asti Íslendingur 20. aldarinnar. Allt
sem hann snerti fylltist lífi og
glensi. Hann er fyrsti og kannski
síðasti Íslendingur sem gat meira
að segja gert minningargreinar
skemmtilegar.
Þannig kvaddi Örlygur vini sína;
með kátínu og lífsgáska sem var
honum svo eðlilegur. Og þannig
vildi hann ugglaust að sínir vinir
kveddu sig; án mærðar og há-
stemmds saknaðar, heldur með
hlátri og tónlist, list og lífi. Við hjón-
in vorum svo gæfusöm að vera nánir
vinir Örlygs og Unnar og barna
þeirra. Örlygur var sérstakur vinur
minn. Sú vinátta hófst kannski í lok
áttunda áratugarins þegar ég var
ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðvilj-
ans.
Ég ritaði í hverri viku viðtöl við
þjóðþekkta Íslendinga og teiknaði
af þeim myndir sem skreyttu við-
tölin. Eitt sinn tók ég viðtal við Ör-
lyg. Hann bauð mér í hús sitt í
Laugardal. Þegar ég var sestur í
stofu bauð Örlygur mér kaffi. Ég
þáði það og innan skamms stakk
Örlygur svörtum og úfnum hausn-
um út um eldhúsdyrnar og spurði
hvort ég hefði nokkuð á móti Irish
Coffee? Það leið ekki á löngu fyrr
en Örlygur birtist með tvo bolla
sneisafulla af þeyttum rjóma og
einnig með þeyttan rjóma í hári og
andliti. Við hófum viðtalið og drukk-
um kaffið. Eftir smástund fór Ör-
lygur að ná í meira kaffi.
Lætin úr rjómaþeytaranum berg-
máluðu um Laugardal. Svo birtist
hann á nýjan leik í gættinni, hald-
andi á bollunum með ennþá meiri
þeyttan rjóma um allan líkamann.
Svona hélt þetta áfram um hríð.
Uns Örlygur stakk hausnum innum
gættina og spurði: Heyrðu, er þér
ekki sama þótt við sleppum þessum
fjárans rjóma? Jú, jú, svaraði ég.
Nú var serverað kaffi sem gerðist æ
kaldara með nóg af viskíi út í. Þetta
var hin besta blanda. Viðtalið hélt
áfram og fór stöðugt á hærra flug.
Eftir drykklanga stund stakk Ör-
lygur enn úfnum haus út um eldhús-
dyrnar og spurði: Heyrðu er þér
ekki sama þótt við sleppum þessu
fjandans kaffi? Ekkert mál, sagði
ég. Nú drukkum við ómengað viskí
um hríð.
Viðtalið varð betra og betra. Ör-
lygur setti plötu með svörtum djass
á fóninn og sagði mér vafasamar
sögur af dvöl sinni í Harlem. Að lok-
um Örlygur greip um vömb sér og
sagði að allur þessi fjárans rjómi og
bévítans rjómi hefði farið svo illa í
sig. Hann þyrfti því að halla sér.
Viðtalinu var greinilega lokið. En ég
átti eftir að teikna myndina af hon-
um. Ég stamaði einhverju um teikn-
inguna. Örlygur spratt á fætur,
hvarf úr stofunni og kom nokkru
síðar með tvær trönur undir hend-
inni. Hann hafði einnig þykkan
pappír og kolakrít meðferðis. Nú
skulum við teikna hvor annan! hróp-
aði hann og stillti upp trönunum
hvorum gegnöðrum. Duelling pens!
bætti hann við með hásum, háum
rómi. Hann fyllti bollana að nýju
óblönduðu viskíi og svo hófumst við
handa.
Alltaf þegar Örlygur kom í heim-
sókn til okkar breyttist íbúðin í
veisluhöll, slík var útgeislun hans,
hlýja og kímnigáfa. Við sendum
hluttekningarkveðju til Unnar,
barna og barnabarna og munum
sakna þessa lífskúnstners sárlega.
Ingólfur Margeirsson
og Jóhanna Jónasdóttir.
Engum var Örlygur líkur. Fyrir
okkur heimalingana á Íslandi var
hann allt í senn, ævintýri, háskóli,
ný hugsun, nýir möguleikar. Örlyg-
ur Sigurðsson listmálari og lífs-
kúnstner var yfirburða maður,
leiftrandi í hugsun til alls lifandi og
persónuleiki hans speglaði í raun-
inni ótrúlega margar manngerðir og
kynþætti Jarðarinnar. Litróf hans í
lífinu og á lérreftinu var í samræmi
við hann sjálfan, satt og ótrúlegt í
senn og þetta hefur Sigurður sonur
hans erft. Örlygur batt bagga sína
eigin hnútum.
Það var sama hvort hann mund-
aði pensilinn eða pennann, stíllinn
skotheldur, karaktersköpunin af
meistara höndum og húmorinnn
alltaf innan seilingar eins og birtan
úr eilífðinni. Hann skrifaði til að
mynda svo snjallar minningargrein-
ar að það var nánast þess virði að
deyja fyrir slíka grein og karikatur-
inn lék í höndum hans. Myndir Ör-
lygs eiga eftir að verða mikils metn-
ar, meira en margan grunar og eru
þær þó mikils metnar nú þegar.
Stundum kom Örlygur öslandi
inn á Mogga og ræsti út. Þá fórum
við vinir hans úr blaðamannaliðinu
með honum í leiðangur, kaffispjall
þar sem kaffinu var sleppt, borð-
tennis eða eitthvað annað og það
voru ekki hógværir eða hljóðlátir
menn á ferð. Að hitta Örlyg var eins
og að fara í sumarfrí og hraðinn var
slíkur að hann gat léttilega keppt
við stjörnur Vetrarbrautarinnar.
Miðja hans eigin sólkerfis var þó
hún Unnur hans. Hún var festi hins
friðlausa skips, frábær förunautur.
Þótt Örlygur hefði átt alla mögu-
leika í hvaða heimsálfu sem var, þá
valdi hann íslenskt. Orðaleikir hans
voru þó opnir til allra átta eins og
þegar hann teiknaði frábæra mynd
af sameiginlegum vini okkar, Guð-
mundi Haraldssyni skáldi og rithöf-
undi og skrifaði undir myndina:
Skáldið Gvendur Haraldsson
segist vilja danskar,
en Skröggur gamli Sigurðsson,
sér í draumi franskar.
Hver einasti maður sem kynntist
Örlygi, hlýtur að sakna hans. Nú
verður fjör hinumegin, því einnig
þar verður Örlygur engum líkur.
Árni Johnsen.
Fleiri minningargreinar um
Örlyg Sigurðsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.