Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 59

Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 59
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 59 Laugardaginn 2. nóvember með hljómsveitinni Þúsöld. Kiddi K., Pétur og Simmi. Vestfirðingadansleikur í Ásgarði, Glæsibæ Húsið opnað kl. 22 • Miðaverð kr. 1.000. Dansleikur í kvöld frá kl. 22-02 í ÁSGARÐI, Glæsibæ, við Álfheima. Félagar í Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Marserað kl. 11:30 undir stjórn Önnu og Bjarna. HARMONIKUBALLHAR O L Gömlu og nýju dansarnir • Dansleikur fyrir alla • Miðaverð kr. 1.200. KRINGLAN - SMÁRINN - AKUREYRI Nýkomin sending Verð frá Kr. 14.995 Efnið í stígvélunum er vatnsfráhrindandi og þolir regn, snjó, salt og kulda. Þægilegt að þrífa, ein stroka með rökum klút og stígvélin verða gljáandi falleg. MARGIR þekkja aðdragandann að frumsýningu Í skóm drekans, heimildarmyndar Hrannar Sveins- dóttur og Árna bróður hennar sem fjallar um þátttöku Hrannar sjálfr- ar í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.is árið 2000. Þegar nálgaðist frumsýningu myndarinnar síðastlið- ið vor var lögbann sett á myndina að beiðni aðstandenda keppninnar og keppenda, en því var aflétt nú í október þegar dómssátt náðist milli málsaðila um að framleiðendur út- máðu á stöku stað andlit og hár nokkurra þeirra keppenda, sem og ofurfyrirsætunnar Claudiu Schiffer, sem ekki vissu að myndatökur Hrannar á vettvangi myndu leiða til heimildarmyndar. Það er fagnaðarefni að þessi heimildarmynd skuli nú vera komin í örugga höfn opinberra kvikmynda- sýninga, og tekist hafi að koma til móts við umkvartanir keppenda um að hafa ratað í heimildarmynd án þess að vita það. Sú heild sem kvik- myndin er hefur ekki verið skert, þó svo að hin óskýru andlit gefi henni vissulega dramatískt yfirbragð. Hér hefur Hrönn Sveinsdóttir nefnilega ráðist í heimildarmynda- gerð sem lýsa mætti sem harðri og djarfri. Sá veruleiki sem er framan við tærnar á kvikmyndagerðar- manninum verður listrænn efnivið- ur og vindur „sögunni“ fram í óvæntum útspilum veruleikans. Markmiðið með kvikmyndagerðinni, sem í þessu tilfelli mætti lýsa sem kvikmyndagjörningi, er að búa til sögu einnar manneskju sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni og veita í gegnum söguna innsýn í veruleika tískuiðnaðarins, forsendur og innra eðli fegurðarsamkeppni og afhjúpa þær útlitskröfur sem gerðar eru til kvenna í samtímanum. Hrönn legg- ur í verkefnið á gagnrýnum for- sendum og spyr spurninga eins og þeirrar sem fram kemur í samræðu Hrannar við móður sína um fyr- irhugað verkefni í upphafi myndar: „Hvernig er hægt að keppa í því að vera sætastur?“ Nálægðin við viðfangsefnið er mikil í þessu verkefni og fyrir vikið verða kröfurnar um hlutlæga og sanngjarna nálgun enn meiri. Þetta tekst kvikmyndgerðarmönnunum að gera, en kvikmyndin vegur salt á hárfínum mörkum hispurslausrar gagnrýni og manneskjulegrar nær- gætni. Þannig er Hrönn og daglegt amstur hennar í gegnum þátttöku- ferlið gert að miðpunkti athyglinn- ar, en listrænar og hugmyndalegar skírskotanir skila sér í gegnum það ferli, í uppákomum, samtölum, við- talsbrotum. Veigamikill þáttur í myndinni er síðan hvernig Hrönn og hennar nánustu lifa sig inn í ferl- ið og ná þegar á hólminn er komið ekki að hefja sig yfir útlitskröfur keppninnar, og fylgjumst við með áhugaverðri innri baráttu Hrannar við löngunina eftir því að vinna og verða viðurkennd í heimi fegurð- arinnar. Samskipti Hrannar og foreldra hennar, einkum móðurinnar, er þáttur sem gerir myndina alveg ein- staka. Móðirin gerist hluti af kvik- myndaverkefninu með dótturinni, hún tekur að sér kvikmyndatöku að eigin frumkvæði, hún lærir á vélina í „beinni“ og rökræðir við dóttur sína um það sem þær eru að upplifa út í gegnum myndina. Móðirin kynnir okkur líka nánar fyrir aðal- persónunni Hrönn Sveinsdóttur, persónu sem er nægilega kraftmikil og áhugaverð til að bera uppi heila kvikmynd. Húmor er í ríkum mæli það stíl- bragð sem notað er til að nálgast viðfangsefnið og sú nálgun gerir Í skóm drekans að bráðskemmtilegri upplifun. Hrönn er allt að því skoplega mikil andstæða hinnar dæmigerðu „pæju“, hún klæðist sérlega ólánlegum fötum, eins og t.d. stillong-buxum með typpagati, reykir eins og strompur og hefur ekki stigið á háhælaða skó svo lengi sem hún hefur lifað. Þegar fyrstu sporin eru tekin á hælum líkir móð- irin henni við dragdrottningu, og amman hefur fyrirfram dæmt Hrönn úr leik sem mögulega feg- urðardís, með þeirri yfirlýsingu að „Hrönn geti ekki verið kvenleg“. Þessi samlíking er reyndar skemmtileg í ljósi hugmyndafræði- legra greininga á fyrirbærunum „kvenleiki“ og „karlmennska“, en kvikmyndin varpar að miklu leyti ljósi á hvernig ímynd „kvenleikans“ (og þá líka andstæðu hennar „karl- mennsku“) er menningarlega mót- uð, hvernig sú kona sem menningin hampar er búin til með því að móta líkamann, setja honum mörk, og fyrirmæli um „rétta“ kvenlega hegðun. Fegurðarsamkeppnin sem menningarlegt fyrirbrigði er síðan opinber og endanleg mælistika á það hversu vel tiltekinni konu eða manneskju hefur tekist að vera kvenleg. Forsendur þær sem hin „nútímalega“ fegurðarsamkeppni gefur sér, um að leggja áherslu á „innri“ fegurð og persónuleika ekki síður en „ytri“ gefur, eru síðan próf- aðar í myndinni, og þær að mörgu leyti afhjúpaðar. Sjálf tilheyrir Hrönn vinahópi sem er gagnrýninn á glansmenn- ingu og útlitsdýrkun, þó svo að auð- vitað fylgi sá hópur líka ákveðnum forskriftum hvað útlit varðar. En í myndinni verður til skemmtilegt samspil milli ólíkra hópa eða menn- ingarkima í íslenskum samtíma, reykjandi kaffibarsrottnanna og ljósabrúna líkamsræktarfólksins. Samspil hversdagsveraldar og fjöl- skyldulífs Hrannar við hinn harða og opinbera heim fegurðarsam- keppninnar gefur myndinni líka skemmtilega byggingu. Klipping myndarinnar, samsetn- ing og hljóðsetning er hið mesta þrekvirki. Í gegnum þessa vinnu er myndinni gefinn strúktúr og sam- hengi, listræn og félagsleg rödd hennar er áréttuð. Myndin er römmuð inn af endurliti Hrannar sjálfrar þar sem hún leggur mat á þann verknað sem hún hefur þarna framið undir fölsku flaggi, og sá þráður verður reyndar áberandi og mikilvægur þáttur í dramatískum sveiflum myndarinnar. Vísunin í Ís- land sem land fegurðardrottning- anna í upphafi myndarinnar er for- máli sem gefur sögunni sem á eftir fer aukna vídd. Myndin þræðir sig síðan eftir markvissri byggingu, þar sem innbyggðri spennu er viðhaldið, og ákveðið ferli á sér stað og þar eru til staðar upphaf, óvæntir snún- ingar, ris og fall, efnisþættir sem myndu sóma sér vel í hvaða leikna handriti sem er, en verða auðvitað mun áhugaverðari vegna þess að þeir gerast óvænt og í alvöru. Í skóm drekans er frábær heim- ildarmynd, djörf og merkileg til- raun, tvímælalaust í hópi þess áhugaverðasta sem gert hefur verið á þessu sviði á Íslandi. Er hægt að keppa í því að vera sætastur? er meðal spurninga sem eru spurðar í heimildarmyndinni Í skóm drekans. Gengið inn í kvenleikann KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Akureyri Í SKÓM DREKANS Leikstjórn: Hrönn Sveinsdóttir og Árni Sveinsson. Klipping: Árni Sveinsson og Steinþór Birgisson. Kvikmyndataka: Sig- rún Hermannsdóttir, Árni Sveinsson, Hrönn Sveinsdóttir, Haukur Karlsson, Rún- ar E. Rúnarsson og Böðvar Bjarki Pét- ursson. Hljóðupptaka: Einar Hjartarson. Hljóðsetning: Gunnar Árnason. Íslensk heimildarmynd. Tuttugu geitur, 2002. Heiða Jóhannsdóttir FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.