Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 64
64 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚT er komið nýtt tímarit, sem ber nafnið Orðlaus. Um er að ræða metnaðarfullt og frísklegt blað; og er hönnun öll og umbrot til hreinn- ar fyrirmyndar. Ekki síst í ljósi þess að ritsjórarnir eru þrjár ungar stúlkur um tvítugt sem aldrei hafa komið nálægt blaðaútgáfu áður. Auk þess kom hugmyndin á borðið fyrir aðeins þremur mánuðum. Það fyrsta sem maður rekur aug- un í er letrið, sem er stórt og gott... „Já, þetta kemur vel út,“ segir Steinunn Helga Jakobsdóttir sem ritstýrir blaðinu ásamt Hrefnu Björk Sverrisdóttur og Ernu Maríu Þrastardóttur. „Okkur langaði til að hafa þetta stórt og læsilegt.“ Þær stöllur segja að þær hafi langað til að gera eitthvað skemmtilegt að loknum skóla, en Hrefna kláraði Menntaskólann við Hamrahlíð í vor. Það gildir og um Ernu en Steinunn er á öðru ári í há- skólanum. „Okkur fannst vanta stelpublað þannig að við ákváðum bara að kýla á það. Nú er þetta fullt starf hjá mér og Ernu,“ segir Hrefna. Þær segjast hafa ákveðið að gera tilraun með það hvort þær gætu gefið út blað. „Ef einhver hefði sest niður með okkur þegar við vorum að byrja og sagt okkur hvað við værum að fara út í hefðum við ábyggilega aldrei gert þetta,“ segir Hrefna og hlær við. En hvernig kvennablað er þetta? „Þetta er ekki kvennablað heldur meira svona afþreyingarblað fyrir stelpur,“ útskýra þær. „Okkur langaði til að búa til einhvers konar íslenskt „Cosmo“, þar sem alvar- legt efni og skemmtiefni er í bland. Þetta er alls ekki strangtrúað fem- inískt blað og ef strákar hafa eitt- hvað skemmtilegt að segja mega þeir endilega hafa samband.“ Blaðinu er dreift frítt þar sem líklegt er að fólk komi saman. Um dreifingu sjá stelpurnar sjálfar ásamt vinum og vandamönnum. Blaðið er til dæmis að finna í sjopp- um, skólum, verslunum, tann- læknastofum og mun koma mán- aðarlega út. Að lokum hvetja stúlkurnar alla sem áhuga hafa á hvers kyns skrif- um að senda inn efni og hugmyndir. Kvenkyns tímaritið Orðlaus komið út Áfram stelpur! Morgunblaðið/Þorkell Steinunn, Hrefna og Orðlaus á góðri stundu. Á myndina vantar þriðja rit- stjórann, Ernu Maríu Þrastardóttur. TENGLAR ..................................................... www.ordlaus.is arnart@mbl.is JAM Master Jay, sem var liðsmaður brautryðjenda rapptríósins Run DMC, var skotinn til bana í upptöku- veri í New York í gærkvöldi. Tals- maður Run DMC staðfestir dauðs- fall rapparans, sem var 37 ára og hét réttu nafni Jason Mizell. Hann var skotinn einu skoti í höfuð- ið og lést sam- stundis. Tríóinu Run DMC er almennt þakkað það að hafa fært hipp-hopp- tónlist nær fjöldanum. Eitt af vin- sælustu lögum sveitarinnar var lagið „Walk This Way“, sem gert var í samvinnu við hljómsveitina Aero- smith en það kom síðan út á nafntog- uðustu plötu sveitarinnar Raising Hell, sem einnig innhélt m.a. lagið „My Adidas“. Run DMC var stofnuð árið 1983. Sveitin er í dag talin brautryðjandi í flutningi hipp-hopptónlistarinnar og lét Chuck D, forsprakki Public Enemy, hafa eftir sér er hann var spurður út í mikilvægi sveitarinnar: „Run DMC eru Bítlarnir okkar.“ Morðið á Mizell hefur vakið óhug í hipp-hoppheiminum, sérstaklega í ljósi þess að þetta er síður en svo það fyrsta sem framið er en áður hafa Tupac Shakur og Biggie Smalls ver- ið myrtir með köldu blóði. Mizell varð næstum því Íslands- vinur fyrir skömmu en þá stóð til að Run DMC myndi halda tónleika í Laugardalshöllinni. Þær þreifingar munu þó hafa siglt í strand þegar sveitarmenn fréttu að ekki væri hægt að komast landleiðina til Ís- lands. Liðsmaður Run DMC skotinn til bana Jam Master Jay var fjölskyldu- maður og frið- arsinni mikill. Sýnd kl. 6. FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER.  Kvikmyndir.com  HK DV  SV Mbl  SK RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. B.i. 12. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. LOKSINS - LOKSINS - LOKSINS  Mbl  HJ Mbl 1/2 HK DV  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. Yfir 43.000 áhorfendur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 10.15. B.i. 16. SÝND MEÐ ENSKUMTEXTA KL 5.45 Loksins færðu að kíkja bak við tjöldin og sjá það sem enginn má sjá. Sjáðu eina umtöluðustu og einu bönnuðu kvikmynd Íslandssögunnar". 12 Tilnefningar til Eddu verðlaunanna. Tilnefnd í öllum flokkum12 TILNEFND TIL EDDU VERÐLAUNANNA SEM BESTA MYND ÁRSINS Kvikmyndir.com Black Angel Flottar töskur í kaupauka þegar keypt er fyrir 2.000 kr. eða meira KYNNING Á HAUST-/VETRARLÍNUNNI 2002 Lyf & heilsa Austurveri í dag, föstudag, kl. 12-17. Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  SV. MBLDV Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 453Kl. 5 og 7. Vit 460  SK RadíóX Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 448 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 9, 10.10 og 11.15. Vit 461 REESE WITHERSPOON FRUMSÝNING Stundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd ReeseWitherspoonfrá upphafi vestanhafs. AUKASÝNINGAR9 - 11.15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.