Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
R
AGNA Bjarna-
dóttir, amma
Hrannar Sveins-
dóttur kvik-
myndagerðar-
manns, passaði
hana oft þegar
hún var lítil.
Amman vann í Austurbæjarbíói og
tók stelpuna með sér í vinnuna. Þar
sat Hrönn stundum og horfði á bíó
klukkan þrjú, fimm, sjö og níu, án
þess að skilja tungumálið sem leik-
ararnir töluðu eða geta lesið textann.
Myndmálið var henni nóg, þótt hún
hafi síðar komist að því að söguþráð-
ur sumra myndanna var annar en
hún hélt í bernsku. „Það skipti engu
máli þótt ég skildi myndirnar ekki,
ég túlkaði þær bara á minn hátt. Mér
leiðist þegar komið er fram við áhorf-
endur eins og bjána og allt tuggið of-
an í þá,“ segir Hrönn.
Hrönn settist niður í viðtal á frum-
sýningardegi umdeildasta verks
hennar til þessa, heimildarmyndar-
innar Í skóm drekans. Myndin, sem
Hrönn vann með Árna bróður sínum,
fjallar um þátttöku hennar í fegurð-
arsamkeppninni Ungfrú Ísland.is, en
frumsýningin dróst um nokkra mán-
uði þar sem aðstandendur keppninn-
ar og aðrir þátttakendur í henni voru
ósáttir við gerð hennar og fannst
vegið að friðhelgi einkalífsins. Sátt
náðist í málinu fyrir mánuði, sem
fólst í því að í sumum atriðum mynd-
arinnar er fólk gert óþekkjanlegt
með því að hár þess og andlit er máð
út.
Sex klukkustundum fyrir frum-
sýninguna er Hrönn taugaspennt, en
segist finna til mikils léttis að fá loks
að sýna myndina. „Allt þetta um-
stang hefur verið auglýsing fyrir
myndina, en sú auglýsing hefur svo
sannarlega kostað sitt, bæði andlega
og fjárhagslega. Stressið var nú búið
að vera nóg fyrir. Við vorum með 60
tíma af efni og vinnan við klipp-
inguna var ótrúlega mikil. Loks náð-
um við að klára myndina, en daginn
fyrir frumsýninguna var sett lög-
bann á hana. Ég sökkti mér ofan í
þessi verkefni, að koma myndinni í
sýningarhæft form og fá að sýna
hana, en fékk svo mikla bakþanka
um hvort ég ætti yfirhöfuð að sýna
hana. Hún er mjög persónuleg.“
Hrönn segir að umfjöllunin um
myndina hafi oft verið á þeim nótum,
að fólk hafi haldið að hún væri vilj-
andi að vinna skemmdarverk. „Þetta
er persónuleg saga með klassískri
uppbyggingu og gefur vonandi inn-
sýn inn í fegurðar- og ímyndarbrans-
ann. Ég ætlaði mér aldrei að sverta
fólk sem ég þekki ekkert, enda geng-
ur myndin bara nærri mér, mömmu
og öðrum sem standa mér næst.“
Af pólitísku heimili
Hrönn er dóttir hjónanna Sigrún-
ar Hermannsdóttur og Sveins Aðal-
steinssonar. Hún er næstyngst fjög-
urra systkina. Elst er Ragna Björg,
myndlistarmaður í Bandaríkjunum,
þá Árni, kvikmyndagerðarmaður og
samstarfsmaður Hrannar við gerð
myndarinnar um fegurðarsam-
keppnina, og yngst er Marta María,
myndlistarnemi í Danmörku. Hrönn
játar því að ekkert systkinanna hafi
valið sér sértaklega arðbært starf.
„Við höfum lengi beðið eftir við-
skiptafræðingi eða lögfræðingi.
Pabbi er viðskiptafræðingur og lík-
lega sá jarðbundnasti af okkur og
honum hefði ekki þótt verra ef eitt-
hvert okkar hefði farið í praktískt
nám og gæti séð um fjármál og
skipulagningu fyrir okkur hin. Við
verðum líklega að reyna að ná okkur
í vænlega maka. Að vísu er systir
mín að giftast rithöfundi, svo það
stefnir ekkert í að þetta skáni.
Kannski barnabörnin bæti úr þessu
seinna.“
Heimili Sigrúnar og Sveins hefur
alla tíð verið pólitískt, þar vilja menn
friðun hálendisins og eru harðir and-
stæðingar fiskveiðistjórnunarkerfis-
ins. Þau hjón hafa gaman af að segja
sögur og Hrönn segir að eftir eina
máltíð heima hjá þeim sé hún með 30
nýjar hugmyndir að kvikmynd. „Þau
elska bæði að segja frá og velta hlut-
um fyrir sér. Mamma lifir fyrir
skáldskapinn, en pabbi getur varla
horft á mynd eða lesið bók nema hún
sé söguleg heimild. Við Árni erum
greinilega blanda af báðum, þótt við
séum mjög ólík. En einmitt þess
vegna bætum við hvort annað upp og
erum bestu vinir og samstarfs-
menn.“
Mamma hennar, „mikil athafna-
kona og gömul rauðsokka“, að sögn
dótturinnar, átti á flestu öðru von en
að dóttirin tæki þátt í fegurðarsam-
keppni, sem að hennar mati er engu
betri en nautgripasýning. Pabba
hennar fannst hugmyndin fáránleg,
því ekki væri hægt að keppa í fegurð,
hún væri svo afstæð og fólgin í ýmsu
öðru en útlitinu. Þau studdu þó dótt-
urina með ráðum og dáð, í þessu sem
öðru. Mamma hennar tók til dæmis
að sér að fylgja henni eftir um
þriggja mánaða skeið, með kvik-
myndavélina á öxlinni.
„Mér fannst frábær hugmynd að
taka þátt í keppninni, en ég gat auð-
vitað ekki tekið þátt í eintómu gríni
og sett mig á háan hest gagnvart öll-
um öðrum. Ég vildi vita út á hvað
svona keppni gengi og það kom í ljós
að ég féll inn í þá staðla sem settir
voru, ég var til dæmis nógu há og
nógu grönn. En hvernig gat ég svo
keppt að því að vera fallegust? Ég
lagði mig hundrað prósent fram í
þeirri keppni.“
Kunningjar og ættingjar Hrannar
voru margir undrandi á að hún
skyldi taka þátt í fegurðarsam-
keppni. „Fólk taldi kannski að ég
væri í einhverri tilvistarkreppu,
klappaði á öxlina á mér og sagði
„Gott hjá þér“, eins og ég væri á ein-
hverju sjálfsstyrkingarnámskeiði.
Ég gat auðvitað ekki sagt við alla að
ég væri í raun að rannsaka málið, því
enda þótt ég hefði aldrei farið í
keppnina til þess eins að fá fegurð
mína metna, var ég ekki heldur
þarna með hálfum hug. Ég átti hins
vegar stundum erfitt með að stilla
mig, því ég var stolt af ýmsu sem ég
hafði gert á ævinni, en margir sýndu
mér og athöfnum mínum fyrst áhuga
þegar ég var orðin keppandi í feg-
urðarsamkeppni. Sumir óskuðu mér
sérstaklega til hamingju með hvað
mér gengi vel í lífinu, af því að þeir
höfðu séð mynd af mér í Séð og
heyrt. Það kom mér á óvart hvað
þátttaka í fegurðarsamkeppni er
Vertu þú sjálfur,
Morgunblaðið/Jim Smart
Hrönn Sveinsdóttir: „Ég ætlaði mér aldrei að sverta fólk sem ég þekki ekkert, enda gengur myndin bara nærri mér, mömmu og öðrum sem standa mér næst.“
Sjaldan hefur íslensk heim-
ildarmynd vakið jafnmiklar
deilur og myndin Í skóm
drekans, eftir Hrönn og
Árna Sveinsbörn. Ragnhild-
ur Sverrisdóttir hitti Hrönn
að máli og ræddi við hana
um fegurð, stuttmyndir,
Kolkrabba og samstarfið við
bróðurinn. Og jákvætt fé-
lagsstarf ungra kvenna.
Hrönn á sér fortíð í fegurðarsamkeppni. Á unglingsárunum var hún kosin
ungfú Snæland, í Snælandsskóla í Kópavogi. En unglingurinn gerði uppreisn og
rakaði af sér fegurðardrottningarhárið.