Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ellefu ára fór ég í vist til Sigga og Svövu á Hverabakka. Vinátt- an varð ævilöng. Siggi var einstakur uppalandi. Hann leiðbeindi unglingum á þann hátt að þeir álitu sig menn með mönn- um, talaði við þá sem fullorðið fólk. Honum var annt um sumarfólkið og gaf því tíma til að leika sér. Stutt var í leikinn hjá honum sjálf- um. Gleði yfir gestakomum og ein- stök gestrisni fékk fólk til að trúa að það hefði gert Sigga stóran greiða með komu sinni. Veislurnar eru margar ógleymanlegar, vel veitt, orgelið þanið, sungið í rödd- um, oft fagurlega að áliti við- staddra. Siggi var sjálfur ágætur söngmaður. Hann var drátthagur og listaskrifari. Siggi las mikið og átti gott bókasafn. Fjölskyldumaður var Siggi mik- ill. Dæturnar þrjár voru gimstein- arnir hans. Þær fengu góða mennt- un. Í augum Sigga var afar mikilvægt að ungt fólk menntaði sig. Lífsstarf Sigurðar var að yrkja jörðina. Heimsins besta grænmeti kom úr hans görðum og gróðurhús- um. Eitt sinn sagði Siggi í afmæl- isræðu, að þótt farið væri að SIGURÐUR L. TÓMASSON ✝ Sigurður LofturTómasson fædd- ist að Bolafæti, nú Bjargi, í Hruna- mannahreppi 16. september 1915. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 21. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hruna- kirkju 2. nóvember. hausta væri alls ekki komið haust í afmæl- isbarnið. Hann var að tala um sér mun yngri mann. Þessi athuga- semd á vel við Sigurð sjálfan. Sál hans var síung. Hann átti marga vini og ræktaði vináttuna ekki síður en eigin grös. Hann sáði frjókornum já- kvæðrar lífssýnar í sálir barna. Mitt mesta lán var að fá að njóta upp- vaxtar og unglingsára hjá Sigurði Tómassyni. Fyrir það vil ég þakka. Ég sendi Svövu, dætrunum og þeirra fjölskyldum einlægar sam- úðarkveðjur. Guðrún Sigurjónsdóttir. Það var sólríkt vor árið 1956 og ég rétt orðinn tíu ára, þegar þau Sigurður og Svava buðu mér að vera hjá sér sumarlangt að Hvera- bakka. Þau urðu alls níu sumrin sem ég átti mitt annað heimili hjá þessum yndislegu hjónum. Ógleymanlegar eru stundirnar með Sigurði við hin ýmsu störf; í görðunum, gróðurhúsinu eða við búskapinn, svo og þegar leið á sumar og uppskerutíminn hófst. Sigurður var þá jafnan fremstur í flokki, með útskýringar á vinnu- brögðum og tilgangi verksins, þannig að öll störf urðu sem leikur einn. Aldrei sá ég Sigurð reiðast eða skamma nokkurn mann. Hann hafði einstakt lag á að umgangast börn og unglinga. Í stað þess að skipa okkur fyrir verkum var gjarnan sagt: „Auktu mér nú leti,“ eða með öðrum þeim hætti að ákvörðunin varð manns eigin, en þó eins og til var ætlast. Listhneigð og fegurðarsmekk Sigurðar mátti sjá með ýmsum hætti, bæði á heimili þeirra Svövu og í umhverfi. Í litskrúði blóm- anna, myndanna sem hann málaði, frábærri rithönd eða leiktjöldunum í félagsheimilinu. Ætíð var margt um manninn á Hverabakka, enda þau hjón höfð- ingjar heim að sækja. Sigurður var söngmaður góður og oft var tekið lagið þegar gesti bar að garði. Þegar ég nú hugsa til baka og kveð vin minn og fræðara sem átti svo stóran hlut í uppeldi mínu og þroska, koma þessar og ótalmargar aðrar góðar minningar upp í hug- ann. Elsku Svava, við Margrét, systk- ini mín, börn okkar og faðir send- um þér og fjölskyldu þinni hjart- anlegar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á þess- ari stundu. Bjarni Þór Jónsson. Þegar ég var barn dvaldi móðir mín, móðursystir og móðuramma í sumarbústaðnum við Grafarbakka ásamt okkur börnum. Þessi sumur eru ógleymanleg um margt og spil- aði Sigurður, eða Siggi, þar stórt hlutverk. Hann kom gjarnan í heimsókn hress og kátur og ávallt með fangið fullt af grænmeti. Það var glatt á hjalla og alltaf var Siggi tilbúinn til að rétta fram hjálparhönd ef með þurfti. Grænmetið sem Siggi kom með endaði svo í maga okkar barnanna og hafði þannig áhrif á uppvöxt okkar. Seinna þegar ég breyttist úr barni í ungling varð ég svo lán- samur að Siggi og Svava konan hans réðu mig sem kaupamann að Hverabakka og tóku þau mig ávallt sem einn af fjölskyldunni þann tíma sem ég dvaldi hjá þeim. Ég man eftir mörgum samræðum sem við Siggi áttum í görðunum og fann ævinlega að hann bar mína velferð fyrir brjósti. Mér fannst alltaf Siggi vera í réttu hlutverki sem garðyrkju- bóndi. Í mínum huga þurfa þeir sem slíka iðju stunda að hafa næmi fyrir því sem lifir og tilfinningu fyrir fegurð heimsins. Þetta hafði Siggi. Hann hlúði jafn vel að fólki í kringum sig og hann hlúði að þeim plöntum sem hann ræktaði. Hann hafði yndi af að umgangast fólk og ég man að hann var sjaldan kátari en þegar allt var fullt af gestum á Hverabakka. Ég verð ævinlega þakklátur fyr- ir það að hafa fengið að kynnast og njóta samferðar Sigga. Hann mun alltaf eiga ákveðinn stað í hjarta mínu fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Elsku Svava, Anna, Þóra, Sjöfn og fjölskyldur, ég vil fyrir mína hönd og móðurfjölskyldu minnar votta ykkur dýpstu samúð. Guð styrki ykkur. Jóhann Thoroddsen. ✝ Margrét Blöndalfæddist á Akur- eyri 3. ágúst 1930. Hún lést í Ohio í Bandaríkjunum 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elsa Schiöth húsfreyja, f. á Akur- eyri 23.12. 1906, d. 14.7. 1966, og Magn- ús Blöndal, fram- kvæmdastjóri Síldar- verksm. á Siglufirði, f. á Sævarlandi í Þist- ilfirði í N-Þing. 6.11. 1897, d. 19.8. 1945. Elsa giftist síðar Lárusi Jónssyni, lækni á Sauðárkróki. Foreldrar Elsu voru Axel Schiöth bakara- meistari og Margrét Schiöth, stofnandi „Lystigarðsins“ á Akur- eyri ásamt öðrum konum. For- eldrar Magnúsar voru Björn Blön- dal lækni í N-Þing., síðar Blönduósi og Sigríður Svein- björnsdóttir (Egilssonar rektors). Bróðir Margrétar er Svein- björn, teiknari og listmálari, f. 11.10.1932, kona Birna Jónsdóttir og eignuðust þau 5 börn, en eitt er látið. Gréta giftist 1956 James Mc Aleer, d. 2001. Hann var kapt- einn í ameríska flug- hernum hér á landi. Þau fluttu til Banda- ríkjanna nokkru seinna, komu aftur og ættleiddu þá tvö börn hér þau Bridg- et og James. Bridget á þrjú börn og tvö barna- börn með fyrrv. eiginmanni sín- um. James er flugþjónn í Banda- ríkjunum. Gréta og James Mc Aleer, voru á vegum hersins víðsvegar um heiminn, en settust síðan að á Flórída. Þar bjuggu þau í 30 ár. Gréta vann þar hjá þekktri skart- gripaverslun ,,Vandergriff“ og var þar sölustjóri til dauðadags. Gréta var jarðsett við hlið eig- inmanns síns í Flórída. Mig langar að minnast elskulegr- ar æskuvinkonu minnar Grétu Blön- dal, sem lést í Bandaríkjunum 11. október sl. Þau hjón bjuggu erlendis í 40 ár, en maður hennar var kapt- einn í bandaríska flughernum í fjölda mörg ár. Yndislegur maður, sem lést fyrir ári og missti Gréta mikið þegar hann féll frá. Gréta var stórglæsileg og falleg kona, svo af bar. Alls staðar var tek- ið eftir henni á mannamótum og ekki síst fyrir hve glöð og skemmti- leg hún var. Hún var einhver sú ógleymanlegasta manneskja sem ég hef þekkt um ævina. Hún hafði óvenju mikla útgeislun þannig að það var henni mjög eðlilegt að hrífa fólk sem var í kringum hana. Smit- andi hláturinn og orðheppnin voru henni eðlileg og svo krafturinn sem einkenndi hana alltaf. Hún var kona sem ekkert mátti aumt sjá og var boðin og búin að hjálpa öðrum sem þurftu þess með. Þá hlið þekkti ég vel og í minningunni sé ég hana allt- af fyrir mér brosandi og hrífandi konu enda átti hún ótal vini út um allan heim. Gréta var mjög listfeng, hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum enda alltaf vel klædd og smekkleg. Mér fannst stundum að henni hefði hlotnast of mikið í vöggugjöf því það er líka erfitt að velja rétt þegar svo margt kemur til greina sem manni líkar og hefur áhuga á. Ég kynntist Elsu móður hennar vel, hún var ung ekkja með tvö stálpuð börn. Hún flutti frá Siglufirði til Akureyrar, fæðingarbæjar síns og þá kynnt- umst við Gréta í GA og urðum strax vinkonur. Sú vinátta hefur aldrei slitnað, frekar styrkst með árunum eins og þroskinn býður uppá. Ég hlakkaði alltaf til að fá bréfin hennar Grétu, full af skemmtilegum atvikum og svo auðvitað líka leið- inlegum en hún var mjög góður stíl- isti enda vel gefin og sá alltaf skemmtilegu hliðarnar á tilverunni. Við hjónin heimsóttum þau hjón er- lendis 1963, en þá voru þau staðsett í Wiesbaden í Þýskalandi. Við vorum hjá þeim í viku og var það ógleym- anlegt. Þá sá ég fyrst hve góð hús- móðir hún var. Hún gerði allt á met tíma, taka til, elda mat, sýna okkur borgina og fara með okkur á flotta staði. Hún keyrði okkur og útskýrði allt sem merkilegt var að sjá og man ég þetta ennþá í smáatriðum. Gréta var þeim hæfileikum gædd að geta unnið hratt og gera líka vel, það geta ekki margir. Hún ætlaði að koma til Íslands í sumar eftir 20 ár og við öll farin að hlakka til þess, en þá veikt- ist hún mikið og lést úr krabbameini ekki löngu eftir það. Svona er lífið, við vitum aldrei neitt í raun og veru. Grétu er sárt saknað af öllum sem þekktu hana enda var hún sérlega sterkur persónuleiki sem við gleym- um aldrei. Gréta og Jim áttu tvö mannvænleg börn en þau búa í Bandaríkjunum og eiga þar fjöl- skyldu sem Gréta dáði mikið. Um leið og ég kveð þessa ynd- islegu vinkonu mína þá sendi ég börnum hennar og öðrum skyld- mennum innilegar samúðarkveðjur. Óla og Önnu Lilju Kvaran sendi ég þakklæti fyrir ræktarsemi í hennar garð, en þær frænkur voru mjög góðar vinkonur og einnig Sveinbirni bróður hennar og fjölsk. Elsku Gréta mín er horfin okkur, en við munum hana alltaf sem hressa og skemmtilega konu sem okkur þótti svo vænt um. Megi ljós, fegurð og friður fylgja minningu hennar alla tíð og ég þakka fyrir fal- lega vináttu ævilangt. Ásta Hauksdóttir. MARGRÉT BLÖNDAL Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar og bróður, ÁSBJÖRNS STEFÁNS HELGASONAR, Goðaborgum 10, Reykjavík. Birna Björnsdóttir, Helgi Ásgeirsson, Ingi Þór Ólafsson, Jón Ragnar Helgason, Bjarndís Hrönn Helgadóttir, Helga María Helgadóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SIGRÚNAR GYÐU ERLENDSDÓTTUR, Gullsmára 11, Kópavogi. Sigríður Steina Rögnvaldsdóttir, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Sigríður Bára Rögnvaldsdóttir, Ragnheiður Lilja Benediktsdóttir. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.