Morgunblaðið - 03.11.2002, Síða 59

Morgunblaðið - 03.11.2002, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 59 DISKUR með helstu lögum Bjarkar Guðmundsdóttur sem valin voru af gestum á vefsetri hennar kemur út á morgun, en við sama tækifæri kemur einnig út yfirlit yfir tónlistarferil hennar í boxi sem ber heitið Family Tree, alls sex geisladiskar. Á safn- disknum yfir helstu lög Bjarkar eru fimmtán lög sem valin voru af gestum á vefsetri hennar, www.bjork.com, en að sögn Ásmundar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Smekkleysu sem flyt- ur diskana inn voru þáttakendur tug- ir þúsunda. Sama dag kemur út sérstakur safnkassi sem kallast Family Tree, en í honum eru sex geisladiskar með tónlist Bjarkar allt frá því hún samdi lagið „Glóra“ á flautu fimmtán ára gömul fram til dagsins í dag. Fjórir geisladiskanna eru minni um sig en gengur og gerist með geisla- diskar, aðeins átta sentimetrar í þvermál, en almennt eru geisla- diskar tæpir tólf senti- metrar í þvermál. Á stærsta disknum er tólf laga safn sem Björk valdi sjálf sem sín bestu lög og er að nokkru leyti frábrugðið lagasafninu sem aðdáendur hennar völdu. Tveir smá- diskanna kallast Rætur eða Roots, eru í sér umslagi og hafa að geyma tíu lög, þar á meðal áðurnefnt lag, Glóru, sem var fyrsta lag sem Björk samdi, þegar hún var fimmtán ára gömul. Einnig eru á þeim diski lög sem Björk söng með Kuklinu og Syk- urmolunum. Aðrir tveir smádiskar eru einnig í sér umslagi og kallast Strengir eða Strings. Á þeim eru níu lög Bjarkar útsett fyrir strengjakvartett. Hún flytur þau með Brodsky strengja- kvartettinum, en upptökurnar eru frá 1999 og 2000, hljóðritaðar á tón- leikum og í hljóðveri, og hafa ekki áð- ur komið út. Einn smádisk- urinn kallast Taktar eða Beats og á honum eru fjögur lög sem Björk vann með Graham Massey og Mark Bell. Þau lög eru fyrstu tilraunir hennar með taktgrunnaða tónlist eða dans- tónlist og er eitt laganna áður óút- gefið. Umbúðir Family Tree eru hannaðar af franska fyrirtækinu M/M, en umbúðirnar skreyta fjöl- margar myndir eftir listakonuna Gabríelu Friðriksdóttur, ljós- myndir af skúlptúrum og teikn- ingar, en fimmtán laga safnplatan, Greatest Hits, er einnig skreytt teikningum eftir Gabríelu. Family Tree kemur út í takmörkuðu upplagi. Ættartré Bjarkar Á nýja safndiski sínum leyfir Björk aðdáend- um að skoða í kistuna sína. Morgunblaðið/Jim Smart Family Tree-safnboxið. www.laugarasbio.is SK. RADIO-X SV Mbl Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B. i. 16. . Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10.15. FRUMSÝNING Sýnd sd kl. 2 og 4. með ísl. tali. anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HK DV  SK RadíóX  SV Mbl  ÓHT Rás 2 Í Sweetwater fangelsinu er að finna dæmda morðingja og glæpamenn sem svífast einskis. Nú stefnir í blóðugt uppgjör tveggja manna í hrikalegum bardaga!! Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10.30. Gott popp styrkir gott málefni www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.20, 7.40 og 10. B. i. 16. 1/2Kvikmyndir.comUSA Today SV Mbl DV RadíóX Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30 og 8. B. i. 16. 1/2RadíóX Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá Stórskemmtileg grínmynd frá framleiðendum The Truman Show með Óskarsverð- launahafanum Al Pacino í sínu besta formi. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  ÓHT Rás 2 Hármódel óskast fyrir Perma litanámskeið sem verður haldið sunnudaginn 10. nóvember. Þurfa að vera 16 ára og eldri. Vinsamlega hafið samband við Halldór Jónsson ehf, í síma 563 6300 (Anna eða Rósa) fyrir miðvikudaginn 6. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.