Morgunblaðið - 12.11.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.11.2002, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FR JÁ LS IF JÁ R FE ST IN GA RBANKINN 1982–2002 ára Frjálsi fjárfestingarbankinn, Sóltúni 26, sími 540 5000, www.frjalsi.is Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á annað ár boðið hagstæðustu bílalánin. Í tilefni af 20 ára afmæli bankans gerum við nú enn betur og bjóðum bílalán án lántökugjalds, fram að næstu áramótum. Algengasta lántökugjaldið er 3% af lánsupphæð. Miðað við milljón króna lán eru það því 30.000 kr. sem þú losnar við að greiða í aukakostnað. A B X / S ÍA Hagstæðasta bílalánið og ekkert lántökugjald til áramóta HAUKÞING EHF., nýtt fjárfest- ingafélag í eigu Hf. Eimskipafélags Íslands, Sjóvár-Almennra trygg- inga hf. og Skeljungs hf., keypti í gær 10,10% hlut í Skeljungi hf. Nafnverð hlutarins er 76.295.485 krónur á genginu 14,69 og nemur söluverð því tæpri 1.121 milljón króna. Félagið átti ekki hlut í Skeljungi fyrir. Benedikt Jóhannesson stjórn- arformaður Skeljungs og hins nýja félags segir að samstarf félaganna þriggja með þessum hætti sé yf- irlýsing um að þau vilji vinna sam- an að fjárfestingum í framtíðinni. Hann segir að kaupin á Skeljungs- bréfunum hafi verið fyrsta fjárfest- ing félagsins og telur líklegt að fé- lagið komi til með að kaupa hluti í öðrum félögum einnig. Benedikt sagði að ekkert væri ákveðið með frekari kaup á hlutum í Skeljungi. Haukþing keypti hlutinn af fleiri en einum aðila að sögn Benedikts en í gær seldi Verðbréfastofan hf. hlutabréf í Skeljungi að nafnverði 38.364.658 kr. Aðspurður sagði Benedikt að vel hefði gengið hjá Skeljungi í ár og fjárfestingin lýsti ánægju með fé- lagið. „En svo er þetta líka þrýst- ingur á um að ekki megi slaka á í rekstrinum.“ Frá Jónasi Hallgrímssyni Nafn félagsins, Haukþing, þykir minna sterklega á Kaupþing. Bene- dikt segir að engin tengsl séu þar á milli. „Haukþing kemur úr minn- ingarljóði Jónasar Hallgrímssonar um Bjarna Thorarensen, þegar hann talar um Haukþing á bergi. Jónas taldi haukþing á bergi bera af öðrum þingum, þannig að nafnið á sér rómantískan uppruna,“ sagði Benedikt og tók undir það að túlka mætti nafnið þannig að eigendur félagsins væru þrír haukar er þinga á bergi. „Haukþing er alla- vegna betra en hrafnaþing kolsvart í holti,“ sagði Benedikt og vitnaði þar aftur í Jónas Hallgrímsson. Sjóvá kaupir líka Sjóvá-Almennar tryggingar hf. keyptu í gær einnig bréf í Skelj- ungi að nafnverði kr. 22.662.000. Eignarhlutur Sjóvár-Almennra trygginga hf. er nú 10,59% eða kr. 80.008.488 að nafnverði en var áð- ur 7,59% eða kr. 57.346.488 að nafnverði. Benedikt Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs hf. er fruminnherji í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs hf. er stjórn- armaður í Sjóvá-Almennum trygg- ingum hf. Kristinn Björnsson er einnig stjórnarmaður í Haukþingi ehf. ásamt Einari Sveinssyni fram- kvæmdastjóra Sjóvár-Almennra, Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Eimskips, og Benedikt Jóhann- essyni. Haukþing eignast rúm 10% í Skeljungi hf. Morgunblaðið/Jim Smart Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar Skeljungs hf. og Haukþings, en Haukþing keypti rúm 10% í Skeljungi í gær. Nýtt fjárfestingafyrirtæki í eigu Sjó- vár-Almennra, Eimskips og Skeljungs EUROPAY Ísland mun bregðast við aukinni samkeppni í kreditkortavið- skiptum með tilkomu Kortaþjónust- unnar hf. Á næstu dögum verður far- ið yfir það sem Kortaþjónustan býður söluaðilum í samstarfi við danska greiðslumiðlunarfyrirtækið PBS, og ef einhver munur er á því og þjónustu Europay, verður sam- keppninni svarað, að sögn Ragnars Önundarsonar, framkvæmdastjóra Europay Ísland. Af hálfu VISA Ísland eru ekki taldar forsendur að sinni til að tjá sig um boðaða samkeppni af hálfu Kortaþjónustunnar hf. né um þær staðhæfingar sem fram komu á fundi fyrirtækisins í síðustu viku, um að þjónusta þess yrði 20–40% ódýrari en sambærileg þjónusta samkeppnisað- ilanna, sem fyrir eru á þessum mark- aði. Kortaþjónustan greindi frá því á kynningarfundi í síðustu viku að fyr- irtækið boðaði samkeppni í kredit- kortaviðskiptum fyrir söluaiðla. Gunnar R. Bæringsson, stjórnarfor- maður Kortaþjónustunnar, sagði þá að þjónusta fyrirtækisins yrði allt að 20–40% ódýrari en sambærileg þjón- usta þeirra tveggja fyrirtækja sem fyrir eru á þessum markaði, þ.e. VISA Ísland og Europay Ísland. Minni kostnaður vegna skjótari afgreiðslu Gunnar segir að lægri kostnaður Kortaþjónustunnar hf. en VISA Ís- land og Europay Ísland komi fram í því að söluaðilar muni fá greiðslu- kortaviðskipti sín uppgerð fyrr en þeim standi til boða nú. Söluaðilar sem verði í viðskiptum við Korta- þjónustuna muni fá greiðslukortavið- skipti sín uppgerð og endurgreidd tveimur virkum dögum eftir að við- skiptin eiga sér stað. Í dag sé þetta hins vegar 15 til 45 dögum eftir við- skipti. Söluaðilar geti hins vegar selt færslurnar til fjármálastofnana gegn aukalegri þóknun. Þegar tekið sé til- lit til þess sé þjónusta Kortaþjónust- unnar ódýrari en hjá fyrirtækjunum tveimur. Að sögn Gunnars greiða söluaðilar 2,9% þóknun af veltu til Kortaþjón- ustunnar. Biðtíminn tveir virkir dag- ar geri að verkum að 0,1% leggist of- an á, svo kostnaður söluaðila í viðskiptum við Kortaþjónustuna sé því samtals 3,0%. Hann segir að ofan á þóknun hinna kortafyrirtækjanna leggist hins veg- ar meiri kostnaður, mismunandi eftir því hvernig söluaðilarnir fjármagni kreditkortaviðskipti sín. Þessi kostn- aður sé á bilinu frá 1,4% og allt upp í 3,0%. Ef miðað sé við að meðalþókn- un samkeppnisaðilanna sé um 2,5% geti heildarkostnaður söluaðilanna því verið frá 3,9% og upp í 5,5% af veltu þeirra. Europay býður nú þegar örari greiðslur Ragnar Önundarson segir að Europay Ísland sé þegar byrjað að bjóða vikulegar greiðslur. Sú þjón- usta að greiða örar sé því fyrir hendi í dag og í þeim efnum bjóði Kortaþjón- ustan ekkert nýtt. „Við höfum farið þá leið að aðskilja fjármögnunarþáttinn frá grunn- þóknuninni,“ segir Ragnar. „Við semjum um fasta prósentu vegna grunnþjónustunnar. Ef aðili vill skjótari afgreiðslu er reiknað álag á þóknunina, sem er breytilegt eftir vaxtastiginu. Það þýðir að kaupmað- ur getur á einum tíma til annars valið hvort hann þiggur þessa tilteknu þjónustu eða ekki. Ef vextir eru til að mynda lágir getur hann kosið að nýta sér þjónustuna. Ef hann getur hins vegar fjármagnað starfsemina með öðrum hætti þá þiggur hann hana ekki. Við teljum að þessi þjónusta okkar sé því fullkomnari en sú þjón- usta sem Kortaþjónustan ætlar að bjóða, að vera með fjármagnskostn- aðinn inni í grunnþóknuninni. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að þróa þetta fyrirkomulag og borga oftar en viku- lega. Kortaþjónustan hefur því enga yfirburði í þessum efnum.“ Að sögn Ragnars er algengasta þóknun sem lítil og meðalstór fyrir- tæki greiða hjá Europay Ísland á bilinu 2–3% af veltu. Hann segir að ef út frá því sé gengið að fjármagns- kostnaður þessara söluaðila sé um 1% á mánuði, þá sé heildarkostnaður þeirra af kreditkortaviðskiptum hjá Europay Ísland nú á bilinu 3–4%. VISA hefur ekki tekið ákvörðun um breytingar Í svari frá VISA Ísland við spurn- ingu um viðbrögð fyrirtækisins við boðaðri samkeppnu af hálfu Korta- þjónustunnar segir að VISA hafi ekki boðið söluaðilum örari útborgun sölu- veltu en samningur kveði á um. Fyr- irtækið hafi hins vegar gert markaðs- aðilum, einkum bönkum og sparisjóðum, kleift að eiga viðskipti með uppsafnaða inneign söluveltu. VISA hafi ekki haft afskipti af því á hvaða kjörum slík viðskipti hafi átt sér stað enda slík fyrirgreiðsla í flest- um tilvikum hluti af daglegum sam- skiptum söluaðila við viðskiptabanka sinn eða sparisjóð. Engin ákvörðun hafi verið tekin um breytingar á því fyrirkomulagi. Boðuð aukin samkeppni í kreditkortaþjónustu fyrir söluaðila Europay mun bregðast við Hluthafa- fundur hjá Keri að ósk Hesteyrar Ný stjórn verði kosin á fundinum með hlutfalls- kosningu STJÓRN Kers hf. hefur borist bréf frá Hesteyri ehf., þar sem óskað er boðunar hluthafafundar í Keri hf., þar sem á dagskrá verði afturköll- un umboðs allra stjórnarmanna Kers hf., bæði aðalmanna og vara- manna, sem kosnir voru á aðal- fundi félagsins hinn 12. apríl 2002. Þá er þess krafist að félaginu verði kosin ný stjórn. Þess var jafnframt krafist að hlutfallskosning verði viðhöfð í stjórnarkjörinu. Hesteyri ehf., er skráð fyrir 22,53% hlutafjár Kers hf., og ber stjórn því að verða við kröfum fé- lagsins samkvæmt samþykktum Kers hf. Stjórn Kers hf. hefur ákveðið að boða til hluthafafundar samkvæmt ofannefndri kröfu Hesteyrar ehf. 27. nóvember 2002 að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Að sögn Jóns Friðrikssonar, stjórnarformanns Hesteyrar, telur félagið eðlilegt að fá fulltrúa í stjórn Kers enda stærsti hluthaf- inn í Keri. Aðspurður vildi hann ekki tjá sig um hve marga menn Hesteyri myndi vilja fá í stjórn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig frek- ar um bréfið til stjórnar Kers. Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf. er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skinneyrar-Þinganess hf. Félagið keypti 22,53% hlut í Keri hf. í ágúst síðastliðnum af Íslands- banka. Bankinn hafði áður keypt 21,46% hlut í Keri af Fjárfesting- arfélaginu Straumi hf. en auk þess seldi Íslandsbanki Hesteyri þá 1,07% hlut bankans í Keri. Í stjórn Kers sitja: Kristján Loftsson, formaður, Gísli Jónat- ansson, Margeir Daníelsson, Ólaf- ur Ólafsson, Þórður Már Jóhann- esson og varamenn í stjórn eru; Þórólfur Gíslason, Guðrún Lárus- dóttir og Magnús Kristinsson. BRESKA fyrirtækið Big Food Group, sem á og rekur verslunarkeðj- urnar Iceland, Booker og Woodward íhugar að hætta starfsemi Iceland. Frá því var greint á vefsíðu Guardian í gær, að þrátt fyrir að Ice- land hafi dregið hagnað Big Food Group niður það sem af er ári, þá telji talsmaður fyrirtækisins að það versta sé yfirstaðið. Ef allt fari hins vegar á versta veg segir talsmaðurinn að allt- af sé hægt að hætta starfsemi Ice- land. Guardian segir að Bill Grimsey, framkvæmdastjóri Big Food Group, hafi í síðustu viku tekist að telja markaðnum trú um að Iceland sé á réttri leið og að sala verslunarkeðj- unnar sé á uppleið. Það stemmi hins vegar ekki við greiningu sérfræðinga sem segi að dregið hafi úr sölu hjá keðjunni. Þá segir í Guardian að hinar 700 verslanir Iceland myndu vera eft- irsóknaverðar fyrir keppinautana, svo sem Tesco, Asda og Sainsbury. Líkur á að Baugur, sem nýlega hef- ur eignast 15,16% hlut í Big Food Group, myndi vilja yfirtaka Iceland, segir Guardian að séu taldar litlar. Segir í greininni að Baugur hafi meiri áhuga á að stuðla að því að styrkja Big Food Group á markaði. Verðið sem Baugur hafi greitt fyrir hlut sinn í Big Food Group sé almennt talið hafa verið í algjöru lágmarki. Áhugi Baugs sé meiri á því að yfirtaka Big Food í heild sinni en ekki einstakar verslunarkeðjur þess. Rekstri Iceland hugsanlega hætt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.