Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 15 Jólagjafir www.icestart.is - sími 588 3060 Hamraborg 1-3 - 200 Kópavogurvinnufatnaður Merkjum fatnað og vörur eftir þínum óskum Hitabrúsi Flísteppi fyrir fyrirtæki til starfsmanna og viðskiptavina SÆNSK stjórnvöld hafa vísað tveim- ur rússneskur sendiráðsstarfsmönn- um úr landi fyrir meintar iðnaðar- njósnir hjá símatæknifyrirtækinu Ericsson, eftir því sem greint var frá í tilkynningu frá sænska utanríkis- ráðuneytinu í gær. Tilkynningin var gefin út eftir að rússneski sendiherrann í Stokkhólmi var boðaður á fund í utanríkisráðu- neytinu. „Við höfum í dag beðið sendiherrann að koma í ráðuneytið og tveir starfsmenn sendiráðsins hafa verið lýstir „persona non grata“ og hafa þegar yfirgefið landið,“ sagði Kristina Östergren, talsmaður ráðu- neytisins. „Þetta tengist Ericsson- málinu,“ sagði hún. Rússnesk stjórnvöld brugðust illa við þessum aðgerðum Svía og hótuðu að svara í sömu mynt. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í Moskvu segir að það „áskilji sér rétt til að bregðast við þessu með viðeigandi hætti.“ Fordæmi eru fyrir slíkum andsvarsaðgerðum þar sem sendi- ráðsstarfsmenn af hliðstæðri tign séu reknir úr landi á móti. Staðinn að verki Sænska öryggislögreglan, Säpo, handtók í síðustu viku þrjá menn, sem störfuðu eða höfðu starfað fyrir Ericsson, en til handtakanna kom eft- ir að lögregla stóð aðalsakborninginn að verki við að afhenda erindreka úr rússneska sendiráðinu leynileg gögn úr fyrirtækinu. Hinir tveir voru sak- aðir um að hafa hjálpað við við að afla gagnanna, eftir því sem lögreglan skýrði frá. Allir þrír sakborningar voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald sl. föstudag, sakaðir um iðnaðarnjósnir, en einn þeirra einnig fyrir þyngri njósnasakir. Talsmenn Ericsson sögðu einnig tvo aðra starfsmenn hafa verið rekna, en þeir væru sakaðir um að aðstoða tvo meginsakborningana við gagna- öflun án þess þó að sæta sakarann- sókn sjálfir. Búnaður til hernaðarnota Aðalstarfsemi Ericsson snýst nú um farsímatæknina, en um 2000 af þeim yfir 70.000 sem vinna hjá fyr- irtækinu um víða veröld starfa að þróun búnaðar til hernaðarnota. Meðal verkefna Ericsson á því sviði er að þróa radarkerfi fyrir JAS-39 Gripen-orrustuþotuna, sem smíðuð er í samstarfi Saab og BAE Systems í Bretlandi. Stokkhólmsblaðið Dagens Nyheter kom með þá kenningu í gær, að njósnir Rússa hjá Ericsson væru eins konar hefndaraðgerðir fyrir að Svíar skyldu á síðustu árum hafa keypt leynilegar upplýsingar um þróaðasta loftvarnaradarkerfi Rússa. Frá því árið 1992 hafa níu erlendir sendierindrekar verið lýstir óæski- legir (persona non grata) í Svíþjóð. Svíar reka tvo rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi Sakaðir um iðnaðar- njósnir hjá Ericsson Stokkhólmi, Moskvu. AFP, AP. FIMM Ísraelar, þ.á m. tvö börn, voru myrtir á sunnudagskvöldið þegar Palestínumaður, vopnaður sjálfvirkum riffli, komst inn á Metz- er-samyrkjubúið í Norður-Ísrael og hóf skothríð. Morðinginn komst und- an á flótta. Tveggja ára gamalt palestínskt barn lést í gær eftir að hafa særst í skotárás ísraelskra hermanna á hús í Rafah á Gaza-svæðinu. Þrjú önnur börn særðust í árásinni. Í árás Palestínumannsins voru kona og tveir synir hennar, fjögurra og sex ára, skotin þar sem þau lágu sofandi heima hjá sér, að sögn ísr- aelsku lögreglunnar. Hinir tveir, sem voru myrtir, voru kona og karl- maður á sextugsaldri. Allir voru óbreyttir borgarar. Sjö manns særð- ust í skotárás Palestínumannsins. Maður, sem ekki sagði til nafns, hringdi í AFP-fréttastofuna og lýsti ábyrgð á morðunum á hendur al- Aqsa-herdeildunum, sem eru vopn- aður armur Fatah-hreyfingar Yass- ers Arafats Palestínuleiðtoga. Met- zer-samyrkjubúið er um 10 km norður af palestínska bænum Tulk- arem sem ísraelski herinn hefur haft á valdi sínu, líkt og flestalla palest- ínska bæi á Vesturbakkanum, síðan í júní. Í gær sögðu Ísraelar að Arafat væri ábyrgur fyrir morðunum á sunnudaginn. „Palestínska heima- stjórnin er orðin að fjöldahryðju- verkaverksmiðju,“ sagði Avi Pazner, talsmaður ísraelsku stjórnarinnar, við AFP. Benjamín Netanyahu, ut- anríkisráðherra Ísraels, sagði að ekki væri um annað að ræða fyrir Ísraela en að ryðja Arafat úr vegi. Embættismaður í ísraelska varnar- málaráðuneytinu sagði að brugðist yrði af fullri hörku við morðunum á sunnudagskvöldið. Arafat fordæmdi morðin, eins og hann gerir jafnan eftir svona tilræði, en nú bætti hann því við að hann hefði skipað nefnd til þess að athuga hvort klofningshópur frá Fatah- hreyfingu hans hefði staðið að morð- unum í þeim tilgangi að spilla við- ræðum sem Fatah ætti í við íslamska öfgamenn í Hamas-hreyfingunni í því augnamiði að draga úr ofbeldis- aðgerðum. Reuters Avi Ochayun grætur í herbergi sona sinna, sem palestínskur vígamaður myrti á sunnudagskvöldið. Kona Ochayuns var einnig myrt. Ísraelar myrtir Jerúsalem. AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins kvaðst í gær vera að íhuga þann möguleika að takmarka þorskveiðar í lögsögu aðildarríkj- anna, meðal annars í Norðursjó og Írlandshafi, en banna þær ekki alger- lega eins og hún hafði boðað. Franz Fischler, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn- inni, skýrði frá þessu í ræðu í Dublin. „Öruggast væri að banna þorskveið- ar,“ sagði hann. „Ég er hins vegar að athuga þann möguleika að veiðum á þorski, ýsu og öðrum stofnum verði haldið áfram en sóknin verði mjög takmörkuð.“ Hann bætti þó við að þetta væri aðeins mögulegt ef ráðherrar ESB- landanna samþykktu mikla kvóta- skerðingu og fleiri ráðstafanir til að bjarga þorskstofnunum á fundi sem ráðgerður er í desember. Hann lagði áherslu á að sjávarútvegurinn í ESB- ríkjunum stæði frammi fyrir miklum erfiðleikum þótt veiðarnar yrðu ekki bannaðar. Framkvæmdastjórnin varaði við því í lok október að ef til vill þyrfti að banna þorskveiðar eftir að sérfræð- ingar hennar vöruðu við því að stofn- arnir væru í mikilli hættu. Evrópusambandið Íhugar að leyfa tak- markaðar þorskveiðar Brussel. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.