Morgunblaðið - 12.11.2002, Page 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SORPA hefur sent hátt í 35.000
tonn af dagblaða- og tímarita-
pappír til dreifingarfyrirtækisins
IL Recycling í Svíþjóð frá árinu
1995, segir Gyða Björnsdóttir
kynningar- og fræðslufulltrúi
Sorpu.
„IL Recycling hefur síðan séð
um að koma pappírnum áfram til
fyrirtækisins Edet, sem einnig er í
Svíþjóð. Helsta framleiðsluvara
þess er klósettpappír en þeir
framleiða líka eldhúsrúllur og
samkvæmt upplýsingum frá fyr-
irtækinu nýtast 35.000 tonn af
blaðapappír í framleiðslu á um
150 milljón klósettrúllum. Blaða-
pappírinn sem höfuðborgarbúar
hafa skilað í grenndargáma og á
endurvinnslustöðvar á þessu 7 ára
tímabili hefur því komið að góðum
notum við framleiðslu á þessari
vöru,“ segir Gyða.
Blöðum og tímaritum hefur ver-
ið safnað hjá Sorpu frá 1991 og
þeim komið til endurvinnslu er-
lendis.
„Árið 1995 má segja að hafi orð-
ið tímamót í söfnun á þessum
flokki með tilkomu grenndargám-
anna sem staðsettir eru víðsvegar
á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
hún.
Þess má loks geta að árin 1991–
1995 voru pappi og dagblöð/
tímarit skilgreind sem einn flokk-
ur og því erþað magn ekki með í
þessum útreikningum.
Sjá jafnframt: www.sorpa.is
Morgunblaðið/Golli
Blöð og tímarit verða til dæmis að klósettpappír í endurvinnslu.
Listamaðurinn heitir Aðalbjörg Halldórsdóttir og var í 8. bekk Grunnskóla
Þorlákshafnar þegar þessi mynd var sköpuð.
35.000 tonn af blaða-
pappír til endurvinnslu
BÚTASAUMSBLAÐIÐ kemur
nú út aftur eftir fjögurra ára
hlé. Umsjón með útgáfunni hef-
ur Vigdís Stefánsdóttir ásamt
fleiri bútasaumskonum, en hún
sá jafnframt um útgáfu samskon-
ar blaðs á sínum tíma. Blaðinu er
ætlað að svara þörf fyrir íslenskt
efni um þetta áhugamál, það er
bútasaum, að hennar sögn.
„Hér ríkir mikill áhugi á búta-
saumi eins og víða annars staðar
og allar götur frá því ég hætti út-
gáfu á Íslenska bútasaumsblaðinu
á sínum tíma hef ég verið spurð
hvort ég ætli ekki að halda útgáf-
unni áfram. Nú er sem sagt komið
að því,“ segir hún.
Á annað þúsund heimsóknir á
butasaumur.is frá 30. október
Í Bútasaumsblaðinu er að finna
viðtöl við bútasaumsfólk, bæði
karla og konur, frásagnir af sýn-
ingum, kennslu í bútasaumi, upp-
skriftir og góð ráð, að ekki sé
minnst á skrif um hina illræmdu
„bútapest“, sem kvað leggjast
þungt á fólk.
Bútasaumsblaðið er stutt af
vefnum www.butasaumur.is sem
hefur fengið á annað þúsund heim-
sóknir frá 30. október, segir Vigdís
ennfremur.
Loks segir hún að Bútasaums-
blaðinu sé ætlað að koma út að
minnsta kosti tvisvar sinnum á ári,
eða þrisvar ef þörf sé talin á því að
gefa út jólablað um bútasaum.
Í Bútasaumsblaðinu eru viðtöl
við karla og konur sem stunda
bútasaum, leiðbeiningar, upp-
skriftir og góð ráð. Hér má sjá
forsíðu blaðsins og nokkrar út-
gáfur af barnateppum.
Bútasaumur og hin
illræmda „bútapest“
FYRIRTÆKIÐ J. S. Helgason
fagnar 60 ára afmæli á Íslandi um
þessar mundir og kynnir tvær nýj-
ungar. Annars vegar er um að
ræða Colorsport Lip
Plump sem gerir
varirnar „þrýstnari
og stinnari“ á auga-
bragði, að því er
fram kemur í til-
kynningu frá inn-
flytjanda. „Sér-
staklega blönduð chili-olía örvar
blóðstreymið að yfirborði varanna
og gerir þær stærri,“ segir enn-
fremur, auk þess sem áburðurinn
gerir varirnar rakar og með létt-
um gljáa. Colorsport Lip Plump er
glær og er ýmist borinn á undir
varalit eða hafður einn og sér.
Fæst í apótekum.
NÝTT
Áburður sem
„stækkar“ varir
ÖNNUR nýjung frá J. S. Helgasyni
er Colorsport „30 daga ekta augn-
háralitur“ sem borinn er á augnhár
og augnbrúnir og
látinn standa í 10
mínútur. Litirnir
eru svart og dökk-
brúnt. „Augnhára-
liturinn endist í
mánuð og pakkning-
in í eitt ár,“ segir í
tilkynningu frá innflytjanda. Auk
litarins og festis fylgir með skál til
þess að blanda litinn og áhald til
þess að bera hann á. Fæst í Apó-
tekum.
30 daga
augnaháralitur
METFÁTT var á „15:15“ tónleik-
unum á Nýja sviði Borgarleikhússins
sl. laugardag, sem þurftu að keppa
um aðsókn við bæði Gullæði Chapl-
ins (kvikmyndatónleika SÍ) og mál-
þing um Mathhías Johannessen í
Gerðubergi á sama tíma. Skipti að
vanda litlu þó að viðfangsefni tón-
leikanna væru hin frambærilegasta
músík, né þaðan af síður að flutning-
urinn reyndist langt fyrir ofan með-
allag.
Tónleikarnir voru undir yfirskrift-
inni „Ferðalög“, að þessu sinni helg-
aðar Eyjatónlist, þ.e. frá Íslandi,
Færeyjum og Bretlandseyjum. Sig-
urður Halldórsson lék fyrst svana-
söng William Waltons, Passacaglíu
fyrir selló án undirleiks sem samið
var fyrir meistara Rostropovitsj
1982. Hin tíu tilbrigði um 8 takta stef
var þróttmikið verk og áheyrilegt og
afburðavel leikið. Reyndar er langt
síðan maður hefur heyrt Sigurð í
betra formi en þennan dag og hefði
„met-frammistaða“ hans vissulega
átt húsfylli skilinn.
Pauli í Sandagerði heitir eitt af af-
kastameiri tónskáldum Færeyinga,
sem hefur, ólíkt hinum litlu yngra
landa sínum Sunleif Rasmussen, þó
ekki tekið stökkið alla leið yfir í
framúrstefnuna enda aðallega virkur
í sönglaga- og kórverkagerð. Lög
hans fjögur, Træet (Heinesen),
Flýgur tú lógv og Svøvnvísa (Regin
Dahl) og Morgun (Chr. Matras),
fyrstu þrjú samin 1977-8 en nr. 4
1995, voru einkar hugljúf og sönghæf
dæmi um norrænan nútímaimpress-
jónisma og ágætlega flutt af þeim
Ólafi Kjartani Sigurðarsyni og Daní-
el Þorsteinssyni. Og mikið óskaplega
fór það hljómmikilli barýtónrödd
Ólafs vel að voga sér annað veifið nið-
ur fyrir forte, enda allt of fallegt
hljóðfæri til að fleyta sér alfarið á
boldangskraftinum eins og einkennt
hefur þennan annars frábæra söngv-
ara hin seinni misseri.
3 Aríettur (1991) nefndust þrjú
stutt verk fyrir selló eftir hinn józk-
færeyska Kristian Blak, mikla fé-
lagssprautu í færeysku tónlistarlífi
og aðalstofnanda hinnar grósku-
miklu „flögu“[geisladiska]útgáfu
Tutl. Fór þar hægferðug og fremur
gisin móderník, að eigin sögn byggð
á inntónun og hrynjandi franskrar
tungu, en samt furðuáheyrileg, sér-
staklega nr. II og III, og hreint
meistaralega túlkuð af Sigurði. Hann
átti né heldur minnsta lóðið á vog-
arskálinni í Sex íslenzkum þjóðlög-
um Hafliða Hallgrímssonar fyrir
selló og píanó (1973), sem telst nú
höfuðverk innan íslenzkra sellóbók-
mennta, enda sem von er skrifað af
mikilli þekkingu á möguleikum
hljóðfærisins.
Það er hreint með ólíkindum hvað
höfundi hefur tekizt að laða mikla og
frjóa fjölbreytni fram úr þessum ein-
földu lögum, sem á engan hátt verða
orðuð við liðnar stefnur jafnvel þótt
grunnur tónmálsins sé enn í traust-
um dúr og moll. Sannaðist hér
hversu vitaónauðsynlegt er að „at-
ómísera“ viðfangsefnin niður í hið
óþekkjanlega – líkt og undirr. heyrði
eitt sinn Sunnleif Rasmussen gera
við færeyskt sálmalag – til að ná
fram „frumleika“, hvað þá sterkum
persónublæ. Spillti þar sízt fyrir
framúrskarandi túlkun þeirra félaga,
sem hefði að ósekju mátt taka beint
upp á hljómdisk. Innleiðandi „intró“-
hendingar Ólafs Kjartans á langspil
voru og meðverkandi til að ljá þess-
um lið rammíslenzkt yfirbragð.
Að lokum voru tvö skozk þjóðlög
við ljóð Roberts Burns, The De’il’s
awa’ wi’ the Exciseman og O my luv
is like a red red rose, ólík að stemn-
ingu en skemmtilega flutt af þeim
Ólafi.
Ljósið kemur
langt og mjótt
TÓNLIST
Borgarleikhúsið
Verk eftir Walton, Paula í Sandagerði,
Kristian Blak og Hafliða Hallgrímsson.
Ólafur Kjartan Sigurðarson barýtónn, Sig-
urður Halldórsson selló og Daníel Þor-
steinsson píanó. Laugardaginn 9. nóv-
ember kl. 15:15.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
ÚR lausu lofti er yf-
irskrift hádegistón-
leika í Íslensku óp-
erunni í dag.
Tónleikarnir hefjast
kl. 12.15 og þau sem
syngja eru Sesselja
Kristjánsdóttir
mezzósópran og Jó-
hann Friðgeir Valdi-
marsson tenór, en
þau eru bæði í hópi
fastráðinna söngvara
við óperuna. Meðleik-
ari þeirra á píanó
verður Clive Pollard.
Á efnisskránni er
tónlist eftir ameríska
sönglaga- og söngleikjahöfunda og
aðra sem sömdu í þeim anda. Með-
al annars má þar heyra lög sem
Frank Sinatra gerði ódauðleg á
sínum tíma. Sesselja Kristjáns-
dóttir segir það ekkert mál fyrir
óperusöngvarana að vippa sér yfir
í amerísku söngleikjamúsíkina.
„Við syngjum þetta auðvitað
með okkar nefi, og það heyrist –
og á að heyrast að við erum fyrst
og fremst óperusöngvarar, þótt
við reynum að nálgast stílinn á
okkar hátt. Það verður að hafa í
huga, að við erum ekki að syngja í
hljóðnema, eins og oftast er gert
með þessa tónlist og þá krefst hún
annarrar raddbeitingar svo það
heyrist í manni.“ Aðspurð um
uppáhaldslag í prógramminu seg-
ist Sesselja verða að nefna tvö lög.
„Cole Porter lagið My Heart Be-
longs to Daddy og of-
boðslega fallegt lag
eftir Stephen Sond-
heim, Send in the
Clowns. Það sker sig
úr prógramminu, því
ég ætla að hálf-raula
það. Það geri ég
vegna þess að lagið er
mjög innilegt og mér
finnst hreinlega ekki
passa að syngja það á
annan hátt. Áheyr-
endur verða bara að
hlusta vel. Það gerist
ekki mikið í því, en
það er engu að síður
alveg sérstaklega fal-
leg perla. Fyrra lagið sem ég
nefndi, My Heart Belongs to
Daddy, er þannig að það er bara
svo skemmtilegt að syngja það.“
Sesselja segir að lögin á pró-
gramminu bjóði mismikið uppá
það að söngvararnir upplifi sig
sem „karaktera“ og að þó að þetta
séu fyrst og fremst Sesselja og Jó-
hann að syngja, þá ætli þau að stíl-
færa sönginn svolítið. „Við ætlum
að notfæra okkur það sem húsið
hefur uppá að bjóða, verðum með
ljósamann og ýmislegt fleira,
þannig að við getum gert aðeins
meira en að standa bara á auðu
sviði.“
Hádegistónleikarnir hefjast kl.
12.15 og standa í um 40 mínútur.
Hægt verður að kaupa hádegissn-
arl í Óperunni fyrir eða eftir tón-
leika.
„Nálgumst stíl-
inn á okkar hátt“
Sesselja Kristjánsdóttir