Morgunblaðið - 12.11.2002, Page 52

Morgunblaðið - 12.11.2002, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ VAR heldur napurt um að litast á höfuðborgarsvæðinu í gær og gekk á með snörpum vindhviðum sem feyktu öllu lauslegu til og frá. Víðast hvar hafa trén misst lauf sín og eftir standa berar trjágreinarnar. Mannfólkið fer heldur ekki varhluta af veðrabreytingunum og húfur og vettlingar koma að góðum notum. Morgunblaðið/Golli Vetrarflíkur koma í góðar þarfir DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að reglur um prófkjör sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi hafi verið brotnar við hina umdeildu utankjör- fundaratkvæðagreiðslu sem fram fór á Akranesi. „Reglurnar eru alveg klárar og það er ljóst að þetta var brot á reglum og auðvitað alveg fárán- legt brot,“ segir hann. Skaði að missa Vilhjálm Egilsson „Það hefði hver maður getað sagt sér það sjálf- ur að þetta væri ekki heimilt. En menn reyndu að leiðrétta þetta um leið og þeir komust að því að þetta hefði gerst og talið var að um það hefði verið nokkuð góð sátt. Þetta var leiðrétt vegna þess að það var álit stjórnar kjördæmisráðsins og yfir- kjörstjórnarinnar að þetta væri ekki heimilt. Það er svo aftur annað mál að menn eru ekki glaðir yfir þessu en það var komin niðurstaða sem menn verða þá bara að virða og þetta stendur svona. Ef hins vegar niðurstaðan er þessi, að maður er að missa Vilhjálm Egilsson út af þingi, þá er það mikill skaði því hann er einn af okkar öflugustu þingmönnum,“ segir Davíð. Sturla Böðvarsson varð í fyrsta sæti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra varð efstur í prófkjörinu um helgina, Einar K. Guð- finnsson varð í öðru sæti, Einar Oddur Krist- jánsson í því þriðja, Guðjón Guðmundsson í fjórða og Vilhjálmur Egilsson hafnaði í fimmta sæti. 41 atkvæði skildi Sturlu og Vilhjálm að í fyrsta sæti. Vilhjálmur gagnrýnir utankjörfundarkosninguna á Akranesi harðlega og segir að brögð hafi verið í tafli. Jóhann Kjartansson, formaður kjörnefndar, segir að samkomulag hafi náðst á fundi sl. fimmtudag um að ljúka þessu máli, 80 atkvæði hafi verið ógilt, og samkomulagið standi. Davíð segir að mikil þátttaka í prófkjörinu sé mjög ánægjuleg og hún endurspegli mikinn styrk í kjördæminu. „Hins vegar var þetta prófkjör alltaf í eðli sínu mjög erfitt vegna þess að þarna er verið að fækka þingsætum samkvæmt nýrri kjördæmaskipun. Við áttum þarna sex þingmenn og megum sam- kvæmt gamalli kjördæmaskipun búast við því að fá þrjá þingmenn, nema við sérstaklega góðar að- stæður þar sem þeir gætu orðið fjórir. Það var því alltaf ljóst að fyrst allir þingmennirnir vildu gefa kost á sér, að einum frátöldum, sem fluttist yfir í annað kjördæmi, þá yrði þetta alltaf erfitt próf- kjör og að niðurstaðan, hver sem hún væri, yrði erfið og sársaukafull fyrir einhverja,“ sagði Davíð. Davíð Oddsson um umdeilda utankjörfundarkosningu á Akranesi Fáránlegt brot á reglum  Prófkjör Sjálfstæðisflokksins/26 RÚMLEGA þrettán prósenta hlut- ur í Skeljungi hf., að söluverðmæti nálægt 1,5 milljarðar, skipti um hendur í gær þegar Haukþing ehf., nýtt fjárfestingafélag í eigu Hf. Eimskipafélags Íslands, Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. og Skeljungs hf., keypti 10,10% hlut í félaginu og Sjóvá-Almennar keyptu 3% hlut í sama félagi. Benedikt Jóhannesson stjórnar- formaður Skeljungs og Haukþings segir að samstarf félaganna þriggja með þessum hætti sé yf- irlýsing um að þau vilji vinna sam- an að fjárfestingum í framtíðinni. Benedikt sagði að ekkert væri ákveðið með frekari kaup félagsins á hlutum í Skeljungi. Aðspurður sagði hann að vel hefði gengið hjá Skeljungi í ár og fjárfestingin lýsti ánægju með fé- lagið. „En svo er þetta líka þrýst- ingur á um að ekki megi slaka á í rekstrinum.“ Nafnið sótt í ljóð eftir Jónas Nafn félagsins, Haukþing, þykir minna sterklega á Kaupþing en eins og komið hefur fram hefur Kaupþing verið að auka hlut sinn í Skeljungi jafnt og þétt síðustu misseri og var komið með tæplega 23% hlut í félaginu. Benedikt segir að engin tengsl séu þar á milli. „Haukþing kemur úr minningar- ljóði Jónasar Hallgrímssonar um Bjarna Thorarensen þegar hann talar um haukþing á bergi,“ sagði Benedikt. 1,5 milljarða viðskipti með bréf í Skeljungi Nýtt fjárfestingafélag, Haukþing, kaupir 10% hlut í félaginu  Haukþing/14 AÐ kröfu Hesteyrar mun stjórnarkjör fara fram í Keri, móðurfélagi Olíufélagsins, á hluthafafundi hinn 27. þessa mánaðar. Hesteyri, sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyrar-Þinganess, á 22,5% hlut í Keri frá því í ágúst síðastliðnum en á ekki fulltrúa í stjórn. Vegna formgalla hafði stjórn Kers áður hafnað kröfu Hest- eyrar um hluthafafund til að kjósa nýja stjórn. Krafist stjórnarkjörs  Hluthafafundur/14 LÖGREGLAN fylgdist vel með akstri nátthrafna á höfuðborg- arsvæðinu um helgina en bæði að- faranótt sunnudags og mánudags stöðvaði lögregla bíla af handahófi og gekk úr skugga um að þeir sem voru akandi væru líka allsgáðir. Af þeim um 180 ökumönnum sem voru stöðvaðir reyndist aðeins einn ölvaður. Á hinn bóginn voru 12 ökumenn teknir fyrir ölvunar- akstur í höfuðborginni um helgina. Morgunblaðið/Júlíus Nátthrafnar stöðvaðir BLAÐAPAPPÍR sem höfuðborg- arbúar hafa skilað í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar SORPU á síðastliðnum sjö árum hefur komið að góðum notum við framleiðslu á 150 milljón salernisrúllum í Svíþjóð. Segir Gyða Björnsdóttir, kynn- ingar- og fræðslufulltrúi Sorpu, að höfuðborgarbúar hafi skilað 35.000 tonnum af blaðapappír frá 1995. Fer sá pappír til dreifingarfyr- irtækisins IL Recycling í Svíþjóð sem sendir hann áfram til Edet. Eldhúspappírinn herra Edet sem „hvergi hlífir sér“ var mikið aug- lýstur hér um tíma en fyrirtækið framleiðir aðallega salernisrúllur. Segir Gyða að 35.000 tonn af dag- blöðum dugi til þess að framleiða 150 milljón klósettrúllur. Blaðapappír verður 150 milljón kló- settrúllur  35.000 tonn/22 „EKKI verður hægt að segja með vissu fyrr en í síðasta lagi fjórum vikum fyrir kjördag hvar skipt- ingin á milli Reykjavíkurkjördæmis norður og suður verður,“ segir á nýrri heimasíðu um alþingiskosn- ingarnar 2003. Samkvæmt því þarf ekki að tilkynna skiptinguna fyrr en í síðasta lagi 12. apríl, fjórum vikum eftir að utankjörfund- aratkvæðagreiðsla hefst. Stjórnvöld hafa þegar tilkynnt að miðað sé við að Reykjavík verði skipt í suður- og norðurkjördæmi við Vesturlandsveg, Miklubraut og Hringbraut. Í lögum um kosningar til alþingis er ekkert minnst á þetta en sagt að landskjörstjórn muni ákveða mörk kjördæma í Reykjavík miðað við íbúaskrá fimm vikum fyr- ir kjördag og skulu kjördæmin vera nokkurn veginn jafnfjölmenn. Framboðsfrestur til alþing- iskosninga rennur út klukkan 12 á hádegi 25. apríl 2003. Utankjör- fundaratkvæðagreiðsla hefst 15. mars, en ekki liggur fyrir hvort kjördæmamörk í Reykjavík hafa þá endanlega verið ákveðin. Kosning hafin fyrir skiptingu kjördæma VEGNA hættu á skriðuföllum lokaði almannavarnanefnd Seyðisfjarðar veginum suður með firðinum, frá SR-mjöli að Hánefsstöðum. Úrhellisrigning var víða á Austurlandi í gær, þó hvergi meiri en á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist rigning 160 mm á einum sólarhring og frá kl. 11 í gærmorgun til kl. 23 í gærkvöldi mældist rigningin 95 mm. Á Seyðisfirði flæddi vatn víða yfir götur í bænum þar sem ræsi höfðu ekki undan en í gær- kvöldi höfðu ekki borist fregnir af tjóni. Úrhellis- rigning á Seyðisfirði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.