Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 2
Í DAG verður lagt fram í borgar-
stjórn Reykjavíkur frumvarp að
A-hluta fjárhagsáætlunar ársins
2003, þ.e. fyrir borgarsjóð og þær
stofnanir borgarinnar sem eru fjár-
magnaðar með skatttekjum. Gert er
ráð fyrir óbreyttu skatthlutfalli og
að tekjurnar hækki um 7,2% en
gjöldin um 7,8%. Stefnt er að því að
handbært fé frá rekstri verði 4,4
milljarðar eða 15,5% af skatttekjum.
Þá er stefnt að minnkun skulda
borgarinnar um 120 milljónir króna
eða úr 16,7 milljörðum í 16,6 millj-
arða og að hlutfall skulda af skatt-
tekjum lækki úr 62% í 59,2%. Heild-
arskuldir á hvern íbúa eru minnstar í
Reykjavík af sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnar-
nesi undanskildu. Þetta kom fram á
fundi borgarstjórnarmeirihlutans
með fjölmiðlum.
Heildartekjur borgarsjóðs á
næsta ári eru áætlaðar tæpir 34,2
milljarðar sem er 7,2% hækkun frá
útkomuspá (þ.e. áætluðum tekjum
þessa árs). Af áætluðum heildar-
tekjum eru skatttekjur 83% eða 28,2
milljarðar, sem er 5,5% hækkun frá
útkomuspá. Skatttekjur á hvern íbúa
eru áætlaðar 244 þúsund en voru 237
þúsund í fyrra.
Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld
hækki meira en tekjurnar, um 7,8%
eða úr 28,3 milljörðum í 30,5 millj-
arða. Rekstrargjöld á hvern íbúa
hækka úr 237 þúsund í 244 þúsund
eða um 4,4%.
Aukin launaútgjöld
Borgarstjóri segir helstu ástæður
þess að gjöld hækka hlutfallslega
meira en tekjur vera þá að launa-
útgjöld hafi aukist verulega en auð-
vitað einnig vegna nýrra rekstrar-
eininga, t.d. leikskóla og skóla. Eftir
að fjármagni hefur verið ráðstafað til
rekstrar standa eftir um 4,4 millj-
arðar sem unnt er að verja til fjár-
festinga, annarrar uppbyggingar og
minnkunar skulda.
Að sögn borgarstjóra hefur þegar
verið brugðist við með tillögum um
aðhald og sparnað í rekstri og fram-
kvæmdum. Niðurskurðurinn var
rúmlega hálfur milljarður króna og
er fjárhagsáætlunin lögð fram með
þeim breytingum. Með þessum að-
gerðum er stefnt að minnkun skulda
borgarsjóðs um 120 milljónir að
raungildi á næsta ári. Hlutfall skulda
af skatttekjum lækkar úr 62% í
59,2% milli ára. Fræðslu- og skóla-
mál vega langþyngst í rekstri
Reykjavíkurborgar. Þannig renna
samtals um 40% af skatttekjum
borgarinnar til reksturs skóla og
leikskóla eða um 11,7 milljarðar
króna. Reiknað á hvern íbúa gerir
þetta yfir 107 þúsund krónur. Laun
og launatengd gjöld borgarinnar
standa nær því í stað á milli ára að
raungildi en frá árinu 1999 hafa þau
hækkað um 17,7%.
4,4 milljarðar til fjárfest-
inga og greiðslu skulda
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Anna Skúladóttir fjármálastjóri
og Bjarni Freyr Bjarnason fjárhagsáætlunarfulltrúi.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2003 lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
- Vönduð gjöf sem endist allt árið
Ekkert tímarit flytur
fólki í útlöndum jafn
fjölbreytta mynd
af Íslandi og
Iceland Review.
Áskrift að Iceland Review
er tilvalin gjöf fyrir vini
og viðskiptaaðila á
erlendri grundu.
PANTIÐ GJAFAÁSKRIFTIR
í síma 512 7517 eða á
askrift@icelandreview.com
w w w . i c e l a n d r e v i e w . c o m
ICELAND REVIEW
OF MIKIL ÁHÆTTA
Verktakafyrirtækið NCC Int-
ernational AS tilkynnti Lands-
virkjun, að það tæki ekki þátt í út-
boði á gerð stíflu og aðrennslisganga
við Kárahnjúkavirkjun vegna þess,
að það teldi áhættu af framkvæmd-
inni of mikla.
Góður tekjuafgangur
Útlit er fyrir, að fjárlög ríkisins
verði afgreidd með 11,5 milljarða kr.
tekjuafgangi. Áætlað er, að tekj-
urnar verði 271,6 milljarðar kr. eða
7,6 milljörðum kr. meiri en áður
hafði verið gert ráð fyrir. Hafa út-
gjöldin samkvæmt frumvarpinu
hækkað um 6,8 milljarða kr. við um-
fjöllun fjárlaganefndar.
Húðæxlum fjölgar
Húðæxlum fjölgaði um helming á
síðasta áratug og er þróunin einkum
rakin til aukinna sólbaða og sól-
bekkja. Segist Birkir Sveinsson, for-
maður Húðlæknafélags Íslands,
hafa áhyggjur af markaðssetningu
sólbaðsstofa.
Þáttur NATO kannaður
Paul Wolfowitz, aðstoðarvarn-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
sagði í gær, að hugsanlegt væri, að
NATO sem bandalag kæmi með
beinum hætti að hernaði í Írak ef
nauðsyn krefði.
TR óskar upplýsinga
Tryggingastofnun hefur sent
39.000 lífeyrisþegum bréf og óskað
eftir upplýsingum um tekjur þeirra
og tekjur maka. Er Öryrkjabanda-
lagið afar ósátt við að farið skuli
fram á eftirlit af þessu tagi með
tekjum öryrkja og maka þeirra.
2002 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
HAUKAR UNNU MJÖG ÖRUGGAN SIGUR Á FH-INGUM / B3
UPPÁKOMA eftir leik FH-inga og Stjörnu-
manna á Íslandsmóti karla í handknattleik um
síðustu helgi hefur dregið dilk á eftir sér því
Einar Gunnar Sigurðsson, þjálfari FH-inga, og
aðstoðarmaður hans, Bergsveinn Bergsveins-
son, hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann af
aganefnd HSÍ. FH-ingar voru afar óhressir með
þann úrskurð dómaranna að dæma mark af
þeim á lokasekúndunum á móti Stjörnunni og
létu þeir Einar Gunnar og Bergsveinn nokkur
vel valinn orð falla í garð Gísla Jóhannssonar
og Hafsteins Ingibergssonar, dómara, eftir
leikinn. Einar Gunnar og Bergsveinn geta ekki
stýrt FH-liðinu í leiknum við HK í Kaplakrika á
sunnudaginn og eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst mun fyrrum fyrirliði liðsins og að-
stoðarþjálfari á síðustu leiktíð, Guðjón Árna-
son, stjórna liðinu.
Þjálfarar FH-inga
í eins leiks bann
„ÉG á enn eitt ár eftir af samningi
mínum við ÍA, æfi með liðinu og
undirbý mig fyrir næsta tímabil og
sé ekki annað en að ég leiki með
liðinu á næstu leiktíð,“ sagði Ólaf-
ur Þór Gunnarsson markvörður
úrvalsdeildarliðs ÍA í knattspyrnu
í gær er hann var inntur eftir því
hvort hann væri á förum frá félag-
inu.
„Ég hef hinsvegar óskað eftir
því að ræða við stjórn félagsins
enda hef ég líkt og aðrir bæj-
arbúar orðið var við umræðu þess
efnis að ÍA eigi í viðræðum við
Þórð Þórðarson markvörð.
Gunnar Sigurðsson formaður
rekstrarfélags mfl. ÍA sagði í gær
að félagið væri ekki í samninga-
viðræðum við Þórð Þórðarson.
„Samningur Ólafs Þórs og ÍA er
enn í gildi.
Það var gerður við hann tveggja
ára samningur haustið 2001 og
hvorki hann né ÍA eru að reyna að
rifta þeim samningi,“ sagði Gunn-
ar.
Ólafur Þór
ekki á förum
AUÐUN Helgason, knattspyrnu-
maður, sem er laus allra mála hjá
belgíska liðinu Lokeren, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
hann hefði fengið það staðfest frá
umboðsmanni sínum að sænska úr-
valsdeildarliðið Halmstad ætlaði að
gera honum tilboð. Auðun var við
æfingar hjá félaginu fyrir skömmu
og þótti standa sig vel að mati for-
ráðamanna liðsins.
„Ég fæ tilboðið í hendurnar á
allra næstu dögum og ef mér líst vel
á það reikna ég fastlega með að
fara til liðsins,“ sagði Auðun.
FH-ingar settu sig í samband við
Auðun á dögunum með það fyrir
augum að fá hann í sínar raðir en
Auðun er uppalinn FH-ingur og lék
með liðinu áður en hann fór til
Leifturs, þaðan lá leiðin til Viking í
Noregi og loks til Lokeren í Belgíu.
„Ég kem til með að enda minn
feril hjá FH en ég vill láta á það
reyna til þrautar hvort ég geti ekki
haldið áfram í atvinnumennskunni í
nokkur ár til viðbótar áður en ég
kem heim.“
Halmstad
hyggst
bjóða
í Auðun
Framkvæmdastjóri EOC, PatrickHickey frá Írlandi, segir að Ís-
land sé spennandi staður fyrir alla þá
sem fundinn sækja enda landið
framandi og spennandi og býður
uppá marga möguleika til þess að
brjóta upp langa fundi. „Það eru ekki
nein hitamál á dagskrá, en auk
venjulegra aðalfundarstarfa verða
ýmis fagmál á dagskrá,“ segir Hic-
key og óttaðist ekki að íslensk veðr-
átta myndi setja strik í reikninginn
og sagði: „Hér er dæmigert írskt
veður.“
Sendinefndir frá undirbúnings-
nefnd Ólympíuleikana í Aþenu 2004
og Peking 2008 verða á fundinum og
sagði Hickey að þrátt fyrir slæmar
fregnir frá gangi mála í Grikklandi
sé hann bjartsýnn á að flest verði
komið í lag fyrir leikana. „Grikkir
eru þekktir fyrir að gera allt á síð-
ustu stundu, en á ÓL er það ekki
hægt. Ég var í Aþenu á dögunum og
var undrandi á því hve mikið er búið
að gera, ástandið átti að vera miklu
verra. Við vitum að umferðin er
vandamál, því verður ekki breytt en
neðanjarðarlestakerfið sem verið er
að byggja lofar góðu,“ sagði Hickey
og bætti því við að úr þessu yrði ekki
aftur snúið. „Aþena verður vettvang-
ur ÓL árið 2004, því verður ekki
breytt og fyrir ári hefði ekki einu
sinni verið hægt að setja leikana í
hendur á öðrum aðila.“
Stefán Konráðsson, framkvæmda-
stjóri ÍSÍ, sagði að kostnað ÍSÍ
vegna fundarins nema um 10-12
milljónum króna, en ríkistjórn Ís-
lands, Reykjavíkurborg og EOC
styddu vel við bakið á ÍSÍ vegna
fundarins.
300 þátttakendur frá 60 þjóðlöndum í Reykjavík
„Aðalfundur EOC
er risaverkefni“
„AÐALFUNDUR EOC er stærsti fundur íþróttaforystumanna sem
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur skipulagt. Slíkur
fundur er risaverkefni fyrir ÍSI,“ sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, á
fundi með fjölmiðlum í gær. Von er á um 300 þátttakendum frá um 60
þjóðlöndum á aðalfund Evrópusambands ólympíunefnda sem hefst
á Grand Hóteli í Reykjavík kl. 9 á föstudag og lýkur á laugardag.
Morgunblaðið/Kristinn
Árni Stefánsson, þjálfari HK, hafði ástæðu til að fagna í gærkvöld. HK-ingar lögðu ÍR í mögnuðum bikarleik, 35:34, eftir tvær fram-
lengingar og bráðabana og eru komnir í undanúrslit ásamt Aftureldingu, Val og Fram. Dregið verður í næstu viku. Sjá nánar B2.
Boskovic
til Grinda-
víkur
ÚRVALSDEILDARLIÐ
Grindavíkur hefur samið við
miðherja frá Júgóslavíu,
Bosko Boskovic að nafni, en
hann er 22 ára gamall og 210
cm á hæð. Boskovic mun
koma til landsins í dag og
verður löglegur með Grinda-
vík síðar í mánuðinum. Hon-
um er ætlað að fylla skarðið
sem Dagur Þórisson skilur
eftir sig í liði Grindavíkur en
Dagur sleit krossband í hné á
undirbúningstímabilinu og
mun ekki leika með liðinu í
vetur.
Stefanía yfirgefur KFÍ
Þá hefur kvennalið
Grindavíkur, sem einnig leik-
ur í úrvalsdeild, fengið liðs-
styrk en Stefanía Helga Ás-
mundsdóttir verður lögleg
með liðinu 12. desember nk.
en hún lék með liði KFÍ sl.
tvö keppnistímabil.
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
ÚTRÁS TRYGGINGAR MARKAÐUR
Lánstraust hf. hugar
að starfsemi í öðrum
löndum og horfir
helst til Evrópu.
Kostnaðarhlutfall
tryggingafélaganna
hefur batnað vegna
aukinna iðgjalda.
Fyrsta starfsár fisk-
markaðarins Fishgate í
Hull í Englandi hefur
gengið vonum framar.
VÆNLEGUR/4 REKSTRARBATI/6 NÝ HUGSUN/9
NÝTT merki og slagorð flutningafyr-
irtækisins Eimskips ehf. var kynnt á fundi
með starfsmönnum fyrirtækisins í gær. Í
tilkynningu frá félaginu segir að slagorðið,
Greið leið, endurspegli loforð um skjóta
og góða þjónustu í flutningum um allan
heim.
Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri
Eimskips ehf., segir í tilkynningunni að
Eimskip sé markaðssinnað þjónustufyr-
irtæki sem byggi á gömlum grunni og
góðum gildum. Með nýju merki sé vilji til
að leggja áherslu á það meginmarkmið að
þjónusta fyrirtækisins falli að þörfum við-
skiptavinanna.
Fram kemur í tilkynningunni að unnið
hafi verið markvisst að bættri þjónustu
við viðskiptavini að undanförnu. Heima-
höfn á Netinu og 20 þúsund fermetra
vöruhótel, sem verið sé að reisa í Sunda-
höfn, séu dæmi um nýjungar sem standi
viðskiptavinum fyrirtækisins til boða.
Þrjú sjálfstæð félög
Breytingar á skipulagi og starfsemi Hf.
Eimskipafélagsins voru kynntar í lok
októbermánaðar. Samkvæmt þeim mun
rekstur félagsins skiptast í þrjár einingar
um næstu áramót, þ.e. flutninga, sjávar-
útveg og fjárfestingu. Eimskip ehf. sér um
flutningastarfsemina, Brimir ehf. annast
sjávarútvegshlutann og Burðarás ehf.
fjárfestingarnar.
F Y R I R T Æ K I
Nýtt merki
og slagorð
Eimskips ehf.
Merki Hf. Eimskipafélags Ís-
lands verður óbreytt áfram
VERÐ á hlutabréfum er al-
mennt nokkuð sanngjarnt. Það
stendur almennt undir þeirri
ávöxtunarkröfu og þeim rekstr-
arforsendum sem lagðar eru til
grundvallar við mat Greiningar
Íslandsbanka. Þetta kemur
fram í Markaðsyfirliti bankans,
sem birt var í gær, en þar er
fjallað um hlutabréf.
Það er mat Greiningar Ís-
landsbanka að ekki sé líklegt að
niðurstaða uppgjöra félaga eftir
fjórða ársfjórðung þessa árs
verði til þess að stuðla að hrinu
hækkana á hlutabréfamarkaði.
Uppgjör á þriðja ársfjórðungi
hafi í fleiri tilvikum verið undir
væntingum bankans en yfir. Í
mörgum tilvikum sé þó ekki
hægt að draga þá ályktun að af-
koma ársins verði verulega
fjarri væntingum heldur frekar
að árstíðabundnir eða tilfallandi
þættir hafi komið fram með
öðrum hætti en ráð var fyrir
gert.
Segir bankinn að sagan sýni
að aukinn þungi færist í fjár-
festingar bæði fagfjárfesta og
einstaklinga í desember.
Verðþróun á markaði geti m.a.
mótast af því að hagsmunir
margra fari saman af því að
verð hækki fyrir uppgjöramót.
Nú þegar megi greina merki
um aukinn kaupmátt og megi
eiga von á að hlutabréfaverð
fari almennt hækkandi í desem-
ber. Verðið geti hins vegar
gengið til baka í janúar meðan
uppgjöra sé beðið.
Í Markaðsyfirlitinu kemur
fram verðmat og ráðgjöf Grein-
ingar Íslandsbanka varðandi 21
hlutafélag sem skráð er í Kaup-
höll Íslands. Tekið er fram að
erfitt sé að greina ákveðnar lín-
ur í ráðgjöfinni eftir atvinnu-
greinum. Undantekningin sé þó
sjávarútvegsfyrirtækin. Að
mati bankans endurspeglar
verð þeirra í mörgum tilvikum
baráttu um yfirráð.
Mælir bankinn með sölu á
hlutabréfum fjögurra sjávarút-
vegsfyrirtækja og jafnframt
með sölu á hlutabréfum Eim-
skips, sem bankinn segir að að
hluta til megi flokka með sjáv-
arútvegsfyrirtækjunum. Þó er
mælt með kaupum á hlutabréf-
um markaðsfyrirtækjanna SH
og SÍF.
Fram kemur í Markaðsyfirlit-
inu að útflutningsfyrirtækin
hafi þegar tekið út þá hækkun á
hlutabréfum sem rekja megi til
lækkunar krónunnar. Að sama
skapi megi segja að styrking
krónunnar á þessu ári og spá
um styrkingu á því næsta sé
fremur til þess fallin að stuðla
að lækkun hlutabréfa þeirra fé-
laga sem byggi sjóðstreymi sitt
á erlendri mynt.
Kaupa í níu félögum
en selja í tíu
Af því 21 félagi sem Greining
Íslandsbanka tekur fyrir er
mælt með kaupum á hlutabréf-
um 9 félaga. Hins vegar er
mælt með sölu á hlutabréfum
10 félaga. Ekki er tekin afstaða
til hlutabréfa tveggja félaga,
Búnaðarbankans og Marels. Þá
eru 5 félög í skoðun hjá bank-
anum og hefur afstaða því ekki
verið tekin til þeirra. Þetta eru
Flugleiðir, Íslenskir aðalverk-
takar, Pharmaco, Sjóvá-Al-
mennar tryggingar og Trygg-
ingamiðstöðin.
Almennt er það mat Grein-
ingar Íslandsbanka að í hluta-
bréfaverði felist raunhæfar
væntingar um ágæta afkomu fé-
laga á íslenskum hlutabréfa-
markaði enda þótt þær megi
telja bjartsýnar í sögulegu sam-
hengi. Segir í Markaðsyfirlitinu
að ætla megi að hlutabréf geti á
næstu misserum skilað viðun-
andi arðsemi með hliðsjón af
ávöxtunarkröfu Greiningar Ís-
landsbanka og í samanburði við
aðra fjárfestingarkosti.
Verð á hlutabréfum
er almennt sanngjarnt
Greining Íslandsbanka telur að ekki sé í vændum hrina hækkana á hlutabréfamarkaði.
Einhver hækkun geti þó orðið í desember sem jafnvel muni ganga til baka í janúar
!
"
#
! " #$
%
" &' ( )*
+
*
+
+ ! "
, ' $ ! "
%"
-
-
." ! "
/0 )
1
! "
1
2' )
2!#
2
"
2 )
2(3')*
24
56)*#
56' '' 32 7
8
8
98:;
:8;:
:8;:
:8
8
89
<8:
<8
89
8:
8=:
98:
:8
989
8
98;
:8
98
:8:
2 )
-
4
2 )
2 )
2 )
2 )
-
4
2 )
-
-
-
-
2 )
2 )
2 )
-
2 )
-
-
Miðopna: Rekstrarbati vegna iðgjaldahækkunar
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 34
Erlent 14/18 Minningar 40/43
Höfuðborgin 20 Skák 45
Akureyri 21/22 Bréf 48
Suðurnes 22 Kirkjustarf 49
Landið 23 Dagbók 50/51
Neytendur 24 Fólk 54/57
Listir 25/28 Bíó 54/57
Menntun 29 Ljósvakamiðlar 58
Forystugrein 30 Veður 59
* * *
Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs-
ingablað frá Jack & Jones. Blaðinu
verður dreift um Suðvesturland.
HANDBÆRT fé frá rekstri
Reykjavíkurborgar á næsta ári
verður 4,4 milljarðar miðað við
fjárhagsáætlun og segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri þá tölu mikilvæga.
„Þetta er það fé sem menn eiga
eftir þegar búið er að greiða all-
an reksturinn. Það má síðan nota
annaðhvort í fjárfestingar og
aðra uppbyggingu eða nið-
urgreiðslu skulda.“
Ingibjörg segir að það sem ein-
kenni fjárhagsáætlunina núna sé
að menn séu farnir að sjá minni
vöxt í tekjum en áætlað var, bæði
miðað við þriggja ára áætlun sem
gerð var í byrjun árs og eins í vor
við úthlutun fjárramma til mála-
flokka. „Við gerðum ráð fyrir að
tekjur yrðu meiri en raunin virð-
ist ætla að vera og sáum það
raunar í níu mánaða uppgjörinu
að farið var að draga úr skatt-
tekjunum. Þess vegna höfum við
þurft að fara í það núna að taka á
rekstrinum og ákveðið aðhald
einkennir því fjárhagsáætlunina.
Við höfum skorið niður um fimm
hundruð milljónir í rekstri og
framkvæmdum frá því sem við
ráðgerðum í vor við úthlutun
ramma. Þetta er gert til þess að
mæta þeim samdráttareinkenn-
um í skatttekjum sem við sjáum.“
Ingibjörg segir að þrátt fyrir
þetta sé nokkur festa og jafnvægi
í fjárhagsáætluninni.
Brugðist við vegna
samdráttareinkenna
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
fengið tilkynningar um að 276 öku-
tækjum hafi verið stolið á þessu ári
og stefnir í að slík mál verði yfir 300
fyrir árslok, fleiri en nokkru sinni áð-
ur. „Flestir bílar finnast innan
tveggja til þriggja sólarhringa en
það er samt allur gangur á því og það
eru til dæmi um þeir finnist eftir
talsvert lengri tíma,“ segir Karl
Steinar Valsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Reykjavík. Sumir finn-
ast alls ekki.
Dæmi eru um að stolnir bílar séu
notaðir í innbrotaleiðangra en Karl
Steinar segir algengara að bílþjóf-
arnir noti þá til skemmtiferða eða til
þess að komast á milli borgarhluta.
Þannig sé nokkuð algengt að bílar
sem stolið er í úthverfum finnist í
miðbænum og bílar sem stolið er í
miðbænum finnist í úthverfum.
Verði fólk vart við að bíl sé lagt á
bílastæði og hann skilinn þar eftir í
nokkra daga ætti það að hafa sam-
band við lögreglu sem geti kannað
hvort honum hafi verið stolið.
Sum ökutækin koma aldrei í leit-
irnar og segir Karl Steinar að dæmi
séu um að bílar hafi verið rifnir í
varahluti. Ef marka má lista á
heimasíðu lögreglunnar í Reykjavík
yfir horfin ökutæki er ólíklegt að
þeir séu fluttir til útlanda í stórum
stíl en flestir bílarnir á þeim lista eru
komnir nokkuð til ára sinna.
Karl Steinar segir að um greini-
lega aukningu sé að ræða, á sama
tíma í fyrra hafi málin verið 156 en
árið 2000 voru þau 200. Árið 1999 var
tilkynnt um 282 stolin ökutæki í um-
dæmi lögreglunnar í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti ríkislögreglustjóra fækkaði
þjófnuðum á ökutækjum á landsvísu
milli áranna 1999 og 2001.
Dæmi um að bílar finnist ekki
Búið að stela 276 ökutækjum í höfuðborginni á þessu ári
UM 25 mínútum eftir að Snorri
Jónsson lagði bíl sínum fyrir utan
vinnustað sinn á Laugavegi 178 á
miðvikudagsmorgni í síðustu viku
var búið að stela honum.
Bíllinn er af gerðinni Nissan
Sunny, árgerð 1991. „Ég kom í
vinnuna um klukkan hálfníu og
lagði í bílastæði starfsmanna fyrir
aftan húsið og um fimm mínútum
síðar lagði vinnufélagi minn við
hliðina á bílnum mínum. Um
klukkan níu tók síðan annar starfs-
maður eftir því að stæðið þar sem
ég hafði lagt var autt sem þýðir að
á um 25 mínútum meðan erillinn
við húsið var sem mestur hefur ein-
hver opnað bílinn, sem var læstur,
og ekið honum á brott,“ segir
Snorri. Hann kærði málið til lög-
reglunnar í Reykjavík þar sem
hann fékk þær upplýsingar að bíl-
þjófnaður væri algengur en líklega
myndi bíllinn finnast innan nokk-
urra daga. Síðan fréttist ekkert af
bílnum fyrr en á laugardag þegar
lögregla fann bílinn við Hátún, um
300–400 metra frá vinnustað
Snorra. Þetta var þriðji bíllinn
sömu gerðar sem hafði verið stolið
og fannst í nágrenni Hátúns á laug-
ardag. Búið var að stela öku-
skírteini úr hanskahólfi og fleiri
lausamunum en ekki var hreyft við
golfsetti sem var í farangurs-
geymslu. Bíllinn var algerlega
óskemmdur og engin merki um
innbrot eða að þjófurinn hefði
tengt framhjá til að koma honum í
gang. „Það er engu líkara en að
þjófurinn hafi haft lykil sem gekk
að bílnum,“ segir Snorri.
Fundu þrjá bíla sömu
gerðar í hverfinu