Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 39 Í MORGUNBLAÐINU 9. nóvem- ber sl. birtist miðopnugrein eftir Roni Horn myndlistarmann undir heitinu Ísland glatað – til varnar veðrun. Þar er að finna skoðanir ein- staklings á íslensku landslagi. Öll mótum við skoðanir okkar út frá ein- hverri heimsmynd og er mín greini- lega talsvert öðruvísi en heimsmynd Roni Horn. Roni Horn upplifir landslag sem listaverk, finnur víða „jafnvægi“ og „fullkomna rúmfræði veðrunar“ og upplifir samspil frostlyftingar og jarðvegsrofs sem „fyllilega jafnfætis bestu verkfræði hvað jafnvægi og margslungið eðli varðar“. Söguleg- um staðreyndum er hafnað. Skilning- ur á eðli jarðvegsrofs og orsökum og afleiðingum skógleysis skiptir ekki máli. Landnýting kemur málinu ekki við. Heilsteypt og heilbrigt vistkerfi, hvað er nú það? Nei, listræn upplifun líðandi stundar er það eina sem gildir og eyðimerkurdýrkunin í algleym- ingi. Í þessum hugarheimi skipta fyrri athafnir mannsins ekki máli. Eyðing skóga gerði ekki annað en að skapa það dásamlega útsýni sem við búum við í dag. Jarðvegsrof sem skógleysið leiddi af sér flokkast bara með ann- arri „veðrun“ og er því af hinu góða. Athafnir mannsins á líðandi stundu skipta hins vegar miklu máli. „Veðrun verður að vernda fyrir mannlegum afskiptum … með það fyrir augum að viðhalda tilgerðar- lausu útsýni sem og sjónrænni heild landslagsins,“ ritar Roni Horn. Sé litið á landslag sem listaverk er þessi skoðun eðlileg. Allar aðgerðir mannsins sem hafa breytingar á landslagi í för með sér hljóta að rýra það. Þú bætir ekki málverk eftir Pi- casso með því að krota á það (krot þitt er jú langt frá því að vera eins merkilegt og krot hans). Og skógrækt er ekki undanskilin. Rétt eins og veggspjald með mynd af Mónu Lísu er verðlaus eftirlíking af upprunalega málverkinu eftir da Vinci er ræktaður skógur verðlaus eftirlíking af alvöru skógi. Og takið eftir að hér er það allt í einu ekki upp- lifunin sem skiptir máli, heldur þekk- ing á uppruna. Eftirlíkingin af Mónu getur litið alveg eins út og hin upp- runalega, en hún hefur ekkert gildi af því að hún er bara búin til af ómerki- legum prentara. Það var bara ómerkilegur skógræktarmaður sem gróðursetti tré með jöfnu millibili, og þar með hefur sá skógur ekkert gildi, rýrir bara hið „upprunalega“ lands- lag. Í þessu felst tvískinnungur. Ann- ars vegar er hið rofna íslenska lands- lag dásamað út frá stundarupplifun og þar skiptir uppruni ekki máli. Hins vegar er ræktaður skógur „smekklaus eftirlíking af nátt- úrunni“ þar sem uppruni skiptir öllu máli. Staðreyndin er sú að hin opna og skóglausa ásýnd landsins, a.m.k. á láglendi, og ræktaðir skógar eru hvort tveggja mannanna verk. Roni Horn fjallar síðan um rækt- unaráhuga Íslendinga, segir hann byggðan á misskilningi, að sveita- sæla sé rómantísk hugmynd sem „… hefur aldrei átt við um Ísland“, og að viðleitni Íslendinga til að gera umhverfi sitt búsældarlegra sé „brjóstumkennanleg og afar trufl- andi“. Þvílíkur hroki! Í einni máls- grein er öll sú vinna sem þorri lands- manna hefur lagt á sig undanfarna áratugi til að gera umhverfi híbýla sinna hlýlegra með skóg- og trjárækt afgreidd sem sandkassaleikur villu- ráfandi óvita. Fjall er ekki listaverk. Fjall er fjall. Ég get á engan hátt fellt mig við að hugsa um náttúruna á sama hátt og ég hugsa um listaverk. Til þess er náttúran of mikilvæg. Að upplifa náttúruna sem listaverk er lítilsvirð- ing við hana. Þegar upp er staðið hefur Roni Horn ekki annað til málanna að leggja en að henni finnst auðnir flott- ar en ekki ræktaðir skógar. Gott og vel. Mér finnst ræktaðir skógar flott- ir en ekki auðnir. Reyndar er þetta ekki spurning um annaðhvort eða. Roni Horn bend- ir okkur sem „erum fylgjandi kerf- isbundinni trjárækt um allt land“ á nokkra staði sem væntanlega er tæp- lega hægt að betrumbæta með skóg- rækt; „Sprengisand, Eldgjá, Laka, Veiðivötn, Barðaströnd, Öskju“. Þessi listi sýnir ágætlega hversu fjarlægar skoðanir hennar eru raun- veruleikanum. Fyrir utan Barða- strönd eru allir þessir staðir á há- lendinu, þar sem skógrækt kemur ekki til greina. Skógrækt, sem önnur ræktun, fylgir byggð. Auðnir hálendisins fá hér eftir sem hingað til að vera í friði fyrir okkur skógræktarmönnum. Það er óþarfi fyrir Roni Horn að vernda jarðvegsrofið, það mun áfram geisa á hundrað sinnum stærra svæði en skógrækt er stunduð á. Fjall er ekki listaverk Eftir Þröst Eysteinsson Höfundur er fagmálastjóri Skógræktar ríkisins. „Auðnir há- lendisins fá hér eftir sem hingað til að vera í friði fyrir okkur skógrækt- armönnum.“ MENN segja oft að peningar vaxi ekki á trjánum. Þessi einfalda hag- fræði er ekki umdeild. Hagfræðihug- tök virðast vera umdeildari. Kapítal- ismi er fagorð sem sjaldan sést í stjórnmálaumræðunni og hagfræð- ingar nota það varla í fjölmiðlum. Á Íslandi skal hagkerfið heita opið markaðskerfi. Hér er sagður vera óræður og dularfullur markaður, líkt og óskeikul náttúran, sem bæði „vill og ákveður, óskar og stýrir, hagræðir og fjárfestir“. Það gleymist, eða er falið með vilja, að í raun er lifandi fólk með ákveðnar skoðanir á stjórnmál- um, hagfræði og siðferði gerendur þessa „náttúruafls“. Ég ætla ekki að brjóta hefðina og fjalla því um hefðbundið markaðs- kerfi með þeim orðum. Í kerfinu er löng reynsla af því að fjármagn vex ekki á trjánum. Menn vita, þvert á móti, að það vex af öðru fjármagni með ýmsum markvissum aðgerðum þeirra sem eiga það og þeirra sem bæta við það með vinnu sinni eða öðru framlagi. Menn geta ávaxtað sitt pund t.d. með verslunarálagningu, með því að lána fé gegn vöxtum, með því að innheimta landskuld eða auð- lindagjöld og með því að láta fólk (gegn launum) auðga hráefni eða vöru í framleiðslu þannig að af henni verð- ur til arður. Um þetta allt hafa menn deilt í hagfræði og stjórnmálum síðan á 19. öld. Deilurnar snúast m.a. um réttmæti alls þessa og þjóðfélagsvöld- in sem spretta af stöðu manna eftir því hvort þeir eiga fjármagnið eða vinna við að ávaxta það fyrir eigend- urna en ekki sjálfa sig, nema að skert- um hluta (þ.e. fyrir sín laun). Um daginn kristölluðust þessar deilur, með ólíkum rökum, í slagnum um SPRON og aðra sparisjóði. Menn töluðu í orðaleikjum um „fjármagn sem enginn ætti“ og „sanngjarna ávöxtun“ á fé sem stofnfjárfestar lögðu fram fyrir löngu. Vörslufé sam- taka eða hins opinbera, og í almanna- þágu, er alþekkt á Íslandi og víðar. Þess vegna hreif ekki síbyljan um „eigendalaust fé“. Hinn frasinn, um ávöxtunina, er öllu mikilvægari; meira um hann hér á eftir. Svo fór sem fór í SPRON-málinu. En deilurnar um réttmæti ávöxtunar- innar, um gagnsemi hins óræða markaðar og um tilgang fólksins, sem er helstu bakhjarlar hans, eru langt í frá hjaðnaðar. Það stefnir nefnilega í, eins og gert hefur reyndar í 1–2 aldir, að hefðbundna markaðskerfið standi ekki undir sjálfu sér og fullnægi ekki réttlætiskennd almennings. Í umræðunni um sanngjörnu ávöxtunina glitti í tvö meginatriði. Hið fyrra varðar það sem sumir hafa kallað sjálftöku fjármagns. Hún verð- ur þegar einstaklingar fá fé fyrir eign sem þeir eiga ekki eða eiga ásamt öðr- um, en aðrir fá ekkert, sbr. úthlutun seljanlegs fiskkvóta. Hún verður líka þegar menn uppskera margfaldan hlut fyrir upprunafjármagn á við aðra í sama geira í krafti sérstöðu, án þess að hafa leitað annarra ávöxtunarleiða. Gildir einu þótt verið sé að úthluta auðlegð skv. lögum eða greiða um- samda fjárhæð fyrir eitthvað hand- fast. Rétt eins og landeigandi og ferða- þjónustuaðili getur ekki selt ferða- mannakvóta getur kjölfestufjár- magnseigandi í SPRON eða Sparisjóði Hafnarfjarðar ekki, með nokkurri sanngirni, uppskorið fimm, tí- eða tuttugufalt meira fyrir að leggja fram 500.000 kr. en sparifjár- eigandi með sömu upphæð á sama tíma. Af hverju ekki? kann einhver að spyrja. Af því að viðkomandi (í fyrra tilvikinu) á ekki ferðaþjónusturétt umfram aðra og af því (í síðara tilvik- inu) að sparisjóðir voru fyrst og fremst stofnaðir og reknir til þess að geyma og ávaxta fé viðskiptavina, ekki þeirra sem lánuðu stofnfé. Þessir aðilar voru bara ljósmæður stofnan- anna. Enn fremur brýtur sjálftakan gegn venjum markaðskerfisins. Ástæðan er einföld: Fjármagn spari- sjóðanna hefur vaxið vegna munarins á inn- og útlánsvöxtum til fjöldans og af þjónustugjöldum. Stofnfjáreigend- ur hafa yfirleitt ekki lagt þar neitt fram umfram upprunalegt tillegg. Menn geta því með engu móti látið eins og peningarnir sem þeir girnast hafi vaxið á trjánum og að dularfull markaðslögmál heimili þeim að selja sinn hlutt fyrir stórfé. Af þessu má læra drjúga lexíu. Að lokum minni ég á að það glitti líka í einn þátt hefðbundna markaðs- kerfisins í deilunum: Nokkurt virð- ingarleysi fyrir og vanmat á almenn- ingi. Hinir almennu fjármagnseig- endur, sparifjáreigendur og við- skiptavinir, sem hafa látið sparisjóðinn dafna, voru einskis spurðir. Þúsundinar voru eins og hver önnur skiptimynt í pókerspilinu. Eftir Ara Trausta Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og viðskiptamaður SPRON. „Hinir al- mennu fjár- magnseig- endur, sparifjáreig- endur og viðskiptavinir, sem hafa látið spari- sjóðinn dafna, voru einskis spurðir.“ Vaxa peningar á trjám? Dregið 24. desemberVeittu stuðning - vertu með! mikilvægt forvarnastarf Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.