Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 23 „SÁUÐ þið hvernig ég tók hann?“ kallaði einn billjarðspilarinn úr hópi eldri borgara í Reykjanesbæ til þriggja félaga sinna sem sátu með kjuðana og horfðu á leik hans við margfaldan Íslandsmeistara. Kennsla meistaranna var samkvæmt þessu farin að bera góðan ávöxt. Hópur eldri borgara leikur saman billjarð tvo morgna í viku í knatt- borðsstofu æskulýðsmiðstöðv- arinnar Fjörheima í Njarðvík. Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar hefur leiðbeint þeim en nú taldi Haf- þór Birgisson forstöðumaður að hann gæti ekki kennt þeim meira og fékk Jóhannes B. Jóhannesson og Arnar Petersen, sem eru margfaldir Íslandsmeistarar og hafa auk þess náð góðum árangri á alþjóðavett- vangi, til að kenna þeim einn morg- un. Voru þeir í Fjörheimum í gær- morgun með um átján manna hóp og virtust allir skemmta sér vel. Valdimar Axelsson sagði að fólkið héldi hópinn í billjarði og minigolfi og mætti undantekningarlítið vel. Hann segir að sumir séu nýliðar, hafi ekki kynnst þessari íþrótt fyrr en kennslan hófst í Fjörheimum, en hafi samt náð mjög góðum árangri. Aðrir hafi byrjað ungir. Sjálfur seg- ist hann hafa kynnst billjarði þegar hann var húsvörður í Holtaskóla og tók stundum leiki við krakkana. Heiðar Viggósson lærði billjarð á Siglufirði, þegar hann vann þar við síldarbræðslu. Segir að mest hafi verið leikið veturinn 1947. Þá hafi menn verið á sex tíma vöktum og yf- irleitt notað fjóra tíma á annarri frí- vaktinni til að leika billjarð í knatt- borðsstofunni Brúarfossi sem þar var. Segist Heiðar hafa lagt kjuðann á hilluna um 1950 og varla snert hann í fjörutíu ár eða þar til fé- lagsstarf eldri borgara fór að bjóða upp á kennslu í Fjörheimum fyrir tveimur árum. „Það er virkilega gaman að þessu þótt árangurinn sé misjafn,“ segir Heiðar. Valdimar tekur undir þetta og segir að þeir sem hafi byrjað ung- ir ættu auðveldara með að ná leikni í íþróttinni en þeir sem væru meiri nýliðar. Valdimar segist reyna að læra sem mest af meisturunum en tekur fram að þau geti lítið kennt þeim á móti, nema þá þeir gætu lært af mis- tökum annarra. „Þetta eru algjörir snillingar, það væri gaman ef hægt væri að fá þá einhvern tímann aft- ur,“ segir Valdimar. Hafþór segir að mikið kapp sé í eldri knattborðsleikurunum. Tekur sem dæmi að sá elsti sé 91 árs og þegar hann komist í úrslit í mótum verði æsingurinn svo mikill að hann þurfi að bryðja nokkrar hjartatöflur til að geta lokið þátttöku í mótinu. Valdimar Axelsson, Jón Kr. Olsen og Heiðar Viggósson fylgjast með. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Jóhannes B. Jóhannesson kennir réttu handtökin við knattborðsleik. Eldri borgararnir eru áhugasamir iðkendur. „Sáuð þið hvernig ég tók hann?“ Njarðvík Þetta hefur hann lært á síldinni . JÓLAFÖNDUR Foreldrafélags grunnskólans er er árviss viðburður í Grindavík og markar upphaf jóla- undirbúningsins hjá mörgum. Þessi stund fangar hugi flestra yngri nem- endanna en einnig þeir eldri mæta með foreldrum sínum og systkinum. „Við bjuggumst ekki við mikilli mætingu því það var mikið að gerast í bænum. En það komu margir og allir voru ánægðir. Það skemmdi ekki fyrir að nýtt jólaföndur var á boðstólum sem hitti í mark og allir voru með bros á vör,“ sagði Þor- steinn G. Kristjánsson, formaður foreldrafélagsins Allir með bros á vör Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson LYNGHÁLSI 4 OG SKÚTUVOGI 2 Ódýrt fyrir alla! LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! OPIÐ 11-20 ALLA DAGA 2790- SKAUTAR strákar/ stelpur st. 28 - 36 1299- KJÚKLINGABRINGUR ferskar/frosnar pr.kg. 9950- RAFMAGNSOFN/ARINN 1850 W nýslátrað og ófrosið LAMBAKJÖT pr.kg.799- LAMBALÆRI Norðlenskt hangikjöt! pr.kg.1395- HANGILÆRI úrbeinað 895-pr.kg. HANGIFRAMPARTUR úrbeinaður 5950- CD SPILARI og útvarpl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.