Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 23 „SÁUÐ þið hvernig ég tók hann?“ kallaði einn billjarðspilarinn úr hópi eldri borgara í Reykjanesbæ til þriggja félaga sinna sem sátu með kjuðana og horfðu á leik hans við margfaldan Íslandsmeistara. Kennsla meistaranna var samkvæmt þessu farin að bera góðan ávöxt. Hópur eldri borgara leikur saman billjarð tvo morgna í viku í knatt- borðsstofu æskulýðsmiðstöðv- arinnar Fjörheima í Njarðvík. Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar hefur leiðbeint þeim en nú taldi Haf- þór Birgisson forstöðumaður að hann gæti ekki kennt þeim meira og fékk Jóhannes B. Jóhannesson og Arnar Petersen, sem eru margfaldir Íslandsmeistarar og hafa auk þess náð góðum árangri á alþjóðavett- vangi, til að kenna þeim einn morg- un. Voru þeir í Fjörheimum í gær- morgun með um átján manna hóp og virtust allir skemmta sér vel. Valdimar Axelsson sagði að fólkið héldi hópinn í billjarði og minigolfi og mætti undantekningarlítið vel. Hann segir að sumir séu nýliðar, hafi ekki kynnst þessari íþrótt fyrr en kennslan hófst í Fjörheimum, en hafi samt náð mjög góðum árangri. Aðrir hafi byrjað ungir. Sjálfur seg- ist hann hafa kynnst billjarði þegar hann var húsvörður í Holtaskóla og tók stundum leiki við krakkana. Heiðar Viggósson lærði billjarð á Siglufirði, þegar hann vann þar við síldarbræðslu. Segir að mest hafi verið leikið veturinn 1947. Þá hafi menn verið á sex tíma vöktum og yf- irleitt notað fjóra tíma á annarri frí- vaktinni til að leika billjarð í knatt- borðsstofunni Brúarfossi sem þar var. Segist Heiðar hafa lagt kjuðann á hilluna um 1950 og varla snert hann í fjörutíu ár eða þar til fé- lagsstarf eldri borgara fór að bjóða upp á kennslu í Fjörheimum fyrir tveimur árum. „Það er virkilega gaman að þessu þótt árangurinn sé misjafn,“ segir Heiðar. Valdimar tekur undir þetta og segir að þeir sem hafi byrjað ung- ir ættu auðveldara með að ná leikni í íþróttinni en þeir sem væru meiri nýliðar. Valdimar segist reyna að læra sem mest af meisturunum en tekur fram að þau geti lítið kennt þeim á móti, nema þá þeir gætu lært af mis- tökum annarra. „Þetta eru algjörir snillingar, það væri gaman ef hægt væri að fá þá einhvern tímann aft- ur,“ segir Valdimar. Hafþór segir að mikið kapp sé í eldri knattborðsleikurunum. Tekur sem dæmi að sá elsti sé 91 árs og þegar hann komist í úrslit í mótum verði æsingurinn svo mikill að hann þurfi að bryðja nokkrar hjartatöflur til að geta lokið þátttöku í mótinu. Valdimar Axelsson, Jón Kr. Olsen og Heiðar Viggósson fylgjast með. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Jóhannes B. Jóhannesson kennir réttu handtökin við knattborðsleik. Eldri borgararnir eru áhugasamir iðkendur. „Sáuð þið hvernig ég tók hann?“ Njarðvík Þetta hefur hann lært á síldinni . JÓLAFÖNDUR Foreldrafélags grunnskólans er er árviss viðburður í Grindavík og markar upphaf jóla- undirbúningsins hjá mörgum. Þessi stund fangar hugi flestra yngri nem- endanna en einnig þeir eldri mæta með foreldrum sínum og systkinum. „Við bjuggumst ekki við mikilli mætingu því það var mikið að gerast í bænum. En það komu margir og allir voru ánægðir. Það skemmdi ekki fyrir að nýtt jólaföndur var á boðstólum sem hitti í mark og allir voru með bros á vör,“ sagði Þor- steinn G. Kristjánsson, formaður foreldrafélagsins Allir með bros á vör Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson LYNGHÁLSI 4 OG SKÚTUVOGI 2 Ódýrt fyrir alla! LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! OPIÐ 11-20 ALLA DAGA 2790- SKAUTAR strákar/ stelpur st. 28 - 36 1299- KJÚKLINGABRINGUR ferskar/frosnar pr.kg. 9950- RAFMAGNSOFN/ARINN 1850 W nýslátrað og ófrosið LAMBAKJÖT pr.kg.799- LAMBALÆRI Norðlenskt hangikjöt! pr.kg.1395- HANGILÆRI úrbeinað 895-pr.kg. HANGIFRAMPARTUR úrbeinaður 5950- CD SPILARI og útvarpl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.