Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRAR Reykjanesbæj- ar og Seltjarnarnesbæjar telja að með stofnun sértæks fasteigna- félags, sem kaupi og leigi eignir sveitarfélaga og fjármálastofnana, megi hugsanlega ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri. Að undan- förnu hafa átt sér stað viðræður milli Íslandsbanka og nokkurra sveitarfélaga um málið en stefnt er að því að það verði stofnað síðar í mánuðinum. Félagið mun ekki standa að byggingu eða viðhaldi eignanna með eigin starfsmönnum heldur kaupa alla þjónustu. Samkvæmt nýjum reglum um reikningsskil sveitarfélaga, sem taka gildi um næstu áramót, ber sveitarfélögum að stofna sérstaka eignasjóði, sem ætlað er að sjá um rekstur, nýbyggingar og kaup og sölu fasteigna í umboði sveitar- stjórna. Sveitarfélög leigja síðan fasteignirnar af eignasjóðum sínum. Í leiðbeiningum félagsmálaráðu- neytisins um bókhald og reiknings- skil sveitarfélaga segir að mark- miðið með stofnun eignasjóða sé margþætt. „Sem dæmi má taka að raunkostnaður rekstrareininga verður sýnilegri og kostnaður dreif- ist á rekstur hvers árs. Ætla má að kostnaðarvitund starfsmanna sveit- arfélaganna og sérþekking á rekstri fastafjármuna muni aukast.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, segir að öllum sveitarstjórn- armönnum sé ljóst að það sé ekki skylda sveitarstjórnra að byggja eða reka fasteignir né heldur liggi sérþekking þeirra á því sviði. Mörg dæmi séu um framúrkeyrslu í kostnaði við nýbyggingar og einnig megi nefna óskipulegt viðhald á op- inberum eignum. „Það er því eðli- legt að við leitum hagstæðari leiða í þessu sambandi. Það sem rekið hef- ur sveitarfélög áfram í að byggja og rekja fasteignir sjálf er að þau hafa fengið betri lánskjör en einkaaðilar til bygginga. Á móti má segja að byggingakostnaður hefur oft farið fram úr áætlun. Sú hugmynd sem nú er verið að ræða er að sveit- arfélög stofni fasteignafélag í sam- vinnu við traustar og virtar fjár- málastofnanir, sem hafa reynslu af rekstri fasteignafélaga.“ Árni segir Íslandsbanka hafa leitt þessa vinnu en einnig hafi verið rætt við Lands- bankann og hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað með Sparisjóði Keflavíkur. Hann segir að miðað við þær hugmyndir sem nú eru uppi gæti félagið jafnvel farið af stað með allt að 10–12 milljarða eignir innan sinna vébanda. „Hugmyndin geng- ur út á að okkur yrði tryggð ævi- löng leiga. Í engu tilviki værum við að varpa frá okkur eignum eða sleppa af þeim höndunum nema að okkar eigin ákvörðun. Við gætum því sett þarna inn allar skrifstofu- byggingar, íþróttamannvirki, skóla- húsnæði og margvíslegt húsnæði, sem bærinn hefur eignast í gegnum tíðina. Það er líka mikilvægt að við höfum á fimm ára fresti rétt til að kaupa eignir aftur, t.d. ef við höfum ekki lengur þörf fyrir að nýta ákveðna fasteign, annað félag býður betur eða aðstæður breytast með einhverjum öðrum hætti.“ Hann sagði að þau tækifæri, sem Reykja- nesbær teldi felast í þessari hug- mynd, auk hagkvæmari reksturs, væri fyrst og fremst að hægt væri að nota þá fjármuni er fengust með sölu fasteignanna til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. „Þá væri einnig hægt að stofna sjóð, þar sem byggt yrði á föstum höfuðstóli og ávöxtunin nýtt til áhugaverðrar uppbyggingar í bænum. Við værum að leysa fjármagnið úr steinsteyp- unni.“ Árni tók fram að ekki væri verið að ræða um félagslegar eignir í þessu sambandi heldur þær bygg- ingar sem notaðar væru undir ýmsa þjónustu. Ætla mætti að Reykja- nesbær gæti lagt inn um 3,5 millj- arða í félagið ef af yrði. Bætt þjónusta með verkaskiptingu Viðræður hafa einnig átt sér stað við Seltjarnarsnesbæ um aðkomu að félaginu. Jónmundur Guðmars- son bæjarstjóri segir Seltjarnarnes ávallt hafa verið varfærið og far- sælt sveitarfélag í fjármálum. „Við höfum nálgast málið af varfærni en jafnframt séð í því mörg tækifæri.“ Kostirnir væru m.a. aukin hag- kvæmni í rekstri, m.a. með lægri fjármagnskostnaði, og jafnara við- hald. Um leið mætti með þessari verkaskiptingu skapa skilyrði fyrir því að bæjarfélagið geti einbeitt sér betur að þjónustu fyrir íbúana sjálfa. „Við gætum einnig losað fé en er- um raunar í þeirri stöðu að vera mjög lítið skuldsett sveitarfélag. Við þurfum ekki frekar en við vilj- um fara í mjög umfangsmiklar eða dýrar framkvæmdir, þar sem upp- byggingu er að mestu lokið. Það gætu hins vegar skapast skilyrði fyrir því að fjármunirnir færu að vinna með okkur og þannig skapað beinan ávinning til fram- tíðar.“ Verðmæti fasteigna, sem til greina kemur að setja inn í félagið, nemur um 2,5 milljörðum, en Jón- mundur segir að líklega væri hyggi- legra fyrir Seltjarnarnesbæ að leggja inn minna eða allt að helm- ing fasteigna í upphafi ef af þátt- töku verður. „Við höfum ekki formlega tekið neina efnislega afstöðu til málsins en sjáum auðvitað þau tækifæri sem í þessu felast. Að lokum stend- ur þetta og fellur hins vegar með mati á langtímahagsmunum bæj- arins. Fulltrúar meirihluta og minnihluta hafa unnið að málinu saman en ekki afgreitt það form- lega. Við höfum gert ráð fyrir að þegar til endanlegrar afgreiðslu verði það í tveimur umræðum í bæjarstjórn, um miðjan desember og í janúar.“ Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Seltjarnarnesbæjar um stofnun fasteignafélags Markmiðið að losa fé og auka hagkvæmni Morgunblaðið/Jim Smart Sjálfstæðisþingmennirnir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Guðmundur Hallvarðsson stinga saman nefj- um á þingfundi í gær en á dagskrá voru fjölmörg mál auk þess sem lögð voru fram svör við fyrirspurnum. HEILDARKOSTNAÐUR ríkis- sjóðs við undirbúning álvers í Reyðarfirði er tæplega 200 millj- ónir kr. á árunum 1997 til 2002. Þetta kemur fram í skriflegu svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Svarinu var dreift á Al- þingi í gær. Í svarinu kemur fram að kostn- aður ríkissjóðs í undirbúningnum hafi verið greiddur af fjárveiting- um Fjárfestingarstofunnar – orku- sviðs og iðnaðarráðuneytis. Þá er tekið fram í svarinu að í heildarkostnaðinum sé innifalinn útlagður kostnaður sem fæst end- urgreiddur komi til framkvæmda. Þingmaðurinn spurði hver þátt- taka Norsk Hydro/Hydro Alumin- ium væri í kostnaðinum og í svarinu segir: „Hlutdeild Fjárfest- ingarstofunnar – orkusviðs í sam- eiginlegum kostnaði sem endur- greiða átti samkvæmt samningi við Reyðarál hf. ef til framkvæmda kæmi er 112,6 milljónir kr. Eins og kunnugt er hætti Norsk Hydro/ Hydro Aluminium við byggingu ál- versins. Í tengslum við samninga um kaup Alcoa Inc. á Reyðaráli var samið um að Alcoa greiddi Fjárfestingarstofunni – orkusviði 600.000 USD eða tæplega 52 millj- ónir kr.“ Í svarinu er tilgreint hvernig kostnaður vegna undirbúnings ál- versins skiptist milli áranna. Kem- ur fram að hann hafi verið um 9 milljónir árið 1997, rúmar 23 millj- ónir árið 1998, rúmar 52 milljónir árið 1999, um 30,4 milljónir árið 2000, um 48,5 milljónir árið 2001 og rúmar 36 milljónir árið 2002. Undirbúningur fyrir byggingu álvers í Reyðarfirði Heildarkostnaður tæplega 200 milljónir ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá verður þriðja umræða um fjáraukalög og þriðja umræða um fjárlög 2003. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í gær ætla að drífa í því að skipa nefnd sem hefði verndun Þingvallaurriðans að markmiði, en Alþingi samþykkti ályktun þessa efnis í mars 1998. Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Össur- ar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en Össur hefur löngum beitt sér fyrir verndun Þing- vallaurriðans. Össur benti á að Þingvallaurriðinn væri einstakur; í honum væru gen sem yllu því að hann yrði seint kyn- þroska og yrði ákaflega stór og gam- all. Össur skýrði frá því að mann- anna verk hefðu hins vegar leitt til þess að urriðinn hefði verið í hættu og að fyrir tíu árum hefði hann verið við það að deyja út. Þá tókust menn á um það hvernig vernda ætti urrið- ann og á Alþingi árið 1998 var sam- þykkt ályktun um að stofnuð yrði nefnd um verndun urriðans, eins og áður sagði. Spurði Össur hvernig starfi nefndarinnar hefði miðað. Gripið til ýmissa aðgerða Í svari Davíðs kom fram að nefnd- in hefði aldrei verið skipuð. Á hinn bóginn hefði verið gripið til ýmissa aðgerða til að vernda urriðann. Með- al annars hefði verið stofnað til tveggja rannsóknarverkefna sem hefðu það m.a. að markmiði að rann- saka hegðun og vistkerfi urriðans. Þá kom m.a. fram í máli ráðherra að í skoðun væri hjá Landsvirkjun í sam- ráði við Veiðimálastofnun að gera varanlegt skarð í stíflu í útfalli Þing- vallavatns þar sem tryggt yrði lág- marksrennsli og um leið sköpuð skil- yrði til hrygningar urriðans ofan við skarðið. Síðar í umræðunni tók Dav- íð fram að hann myndi drífa í því að stofna nefnd um verndun urriðans og að það yrði gert í samráði við Öss- ur Skarphéðinsson. Nefnd um verndun Þingvalla- urriðans TEKJUR Íslenskra söfnunarkassa sf. og Happdrættis Háskóla Íslands af söfnunarkössum og happdrættis- vélum voru samtals rúmir 2,5 millj- arðar árið 2001 og rúmir 2,2 millj- arðar árið 2000. Þetta kemur fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur, við fyrir- spurn Rannveigar Guðmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Al- þingi. Í svarinu kemur fram að tekjur Happdrættis HÍ vegna happdrætt- isvéla hafi verið um 1,2 milljarðar á síðasta ári en um 960 milljónir árið 2000. Tekjur Íslenskra söfnunar- kassa af söfnunarkössum voru rúmir 1,3 milljarðar á síðasta ári og tæpir 1,3 milljarðar árið á undan. Söfnunarkassar og happdrættisvélar Tekjur um 2,5 millj- arðar á síð- asta ári LAGT hefur verið fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp þess efnis að bifreiðar sem nota í til- raunaskyni annan orkugjafa en bensín, dísilolíu eða annað elds- neyti unnið úr olíu verði und- anþegnar greiðslu þungaskatts í eitt ár, þ.e. frá 1. janúar 2003 til 31. desember 2003. Í athugasemdum með frum- varpinu segir að það sé lagt fram með hliðsjón af því að enn séu tilraunir með aðra orku- gjafa en þá sem unnir eru úr ol- íu skammt á veg komnar. „Því er eðlilegt að veita þeim sem stunda slíkar rannsóknir áfram undanþágu frá greiðslu þunga- skatts af ökutækjum sem knúin eru með öðrum orkugjöfum en þeim sem unnir eru úr olíu.“ Tímabund- in undan- þága frá þunga- skatti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.