Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 36
MENNTUN 36 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÆÐUR um aga hafa senni-lega verið fluttar frá upp-hafi vega. Agi er eilíf glímaallra kynslóða. Svo virðist sem aldrei megi slaka á klónni, því ef það er gert fjarar árangurinn út. Páll postuli skrifaði um agavandamálin í Hebreabréfi 12. kafla. Hann ber t.d. saman aga guðs og aga manna: „Því að Drottinn agar þann, sem hann elskar…Þolið aga. …Hver er sá son- ur, sem faðirinn ekki agar?…Enn er það, að vér bjuggum við aga jarð- neskra feðra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum við ekki miklu fremur vera undirgefnir föður andanna og lifa?… Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og rétt- lætis.“ (Heb. 12. 6–12). Agaleysi í íslenskum skólum er heldur ekki nýtt umræðuefni, en nokkuð augljóst er að það helst í hendur við agaleysi barna á heimil- um. Ástæða agaleysis er oft hulin og erfitt að lesa hana úr tíðarandanum. Tilnefndar ástæður eru eins og: of lít- ill frítími foreldra og of mikill frítími barna, sem leiðir til þess að völd þeirra verða of mikil, bæði yfir sjálf- um sér og foreldrum sínum. Forsenda menntunar Agi er forsenda fyrir góðri mennt- un og kennslu dyggðanna eða gilda eins og samkenndar, virðingar, sann- girni, tillitssemi, ábyrgð, sjálfs- aga…allir vita það en fáir fara eftir því. Spurningin er því ævinlega: Hvaða aðferðir eru árangursríkar til að kenna börnum aga? Fræðimenn glíma við þessa spurningu og í nóv- ember komu út a.m.k. tvær bækur á íslensku sem fjalla um uppeldi og aga á börnum heima og í skóla. Önnur þeirra heitir Töfrar 1-2-3 sem Bryn- dís Víglundsdóttir þýðir og Salka (Reykjavík 2002 – 230 bls) gefur út. Bókin, sem er eftir bandaríska sál- fræðinginn dr. Thomas W. Phelan, heitir á frummálinu1-2-3 Magic. Hún fjallar um að ná stjórn á hegðun barna (og sjálfs sín) með því að kenna þeim og þjálfa þau í að ná tökum á hegðun sinni. Bókin fellur vel inn í umræðuna undanfarið um aðferðir til að halda aga í skólastofum, en nokkrar fréttir hafa birst í Morgunblaðinu um svo- kallaða „Gulu- og rauðuspjalda-að- ferðina“ sem kenna má við atferlis- stefnu, og tekin hefur verið upp í nokkrum bekkjum. Töfrar 1-2-3 er af sama meiði og er sennilega notuð í ýmsum bekkjum, því aðferðin er mjög vel þekkt og reynd. Ábyrgðin hjá foreldrum „Uppalendur og kennarar í Banda- ríkjunum nota margir hugmyndir dr. Phelans og ég held að þær gætu stutt foreldra og aðra uppalendur hér,“ segir þýðandinn. „Mér finnst styrkur bókarinnar einkum felast í því að í henni er uppalendum bent á leiðir til að takast á við ótæka/erfiða hegðun og þannig verður þessi hegðun verk- efni frekar en vandamál. Einnig eru skilaboðin skýr; að ábyrgðin er hjá foreldrunum, og öðrum uppalendum, að þeir séu réttlátir, staðfastir og sjálfum sér samkvæmir. En foreldr- arnir eru ekki skildir eftir með sekt- arkenndina eina heldur fá þeir leið- beiningar um að standa sig!“ Blaðamaður ákvað að skoða bókina til að kanna hvort hún gæti nýst í skólastarfi. Hugmyndin á bak við hana er að benda á einfaldar, ná- kvæmar og árangursríkar aðferðir til að ráða við börn á aldrinum u.þ.b. tveggja til tólf ára. Einnig að auðvelt sé að læra þær fyrir nánast hvern sem er. Aðferðin hefur verið þróuð og stunduð frá árinu 1984, þótt grunn- aðferðin sé eldri, og er sögð ein vin- sælasta uppeldisaðferðin í Ameríku. Gefin hafa verið út 500.000 þúsund eintök af bókinni, 85.000 þús mynd- bönd og 1.025 námskeið haldin síðast þegar talið var. Aðferðin er ekki úr lausu lofti gripin, hún er bersýnilega afbrigði af atferlisstefnunni. Mistök uppalenda Höfundurinn telur meginmistök uppalenda felast í því að tala við börn eins og þau séu litlar útgáfur af full- orðnu fólki. Í stað þess að leiðast út í þrætur, rifrildi, hávaða og reiðiköst, eigi þeir að geta fengið barnið til að fara að borða, læra, koma sér í rúmið, taka til í herberginu og drífa sig á fætur með því að 1. hrósa, 2. mæla tímann, t.d. með eldhúsklukku, 3. skerða (taka t.d. af vasapeningum), 4. láta barnið taka eðlilegum afleiðing- um gerða sinna, 5. skrá. 6. nota af- brigði af 1-2-3 aðferðinni, dæmi um það: „Dóttir þín sem er að koma heim úr skólanum hendir úlpunni á gólfið. Þú biður hana að hengja úlpuna upp og hún gerir það ekki. Þú segir ekki annað en, þetta er 1. Ef þú verður að telja fyrir hana upp í 3 fer hún inn í herbergi. Þegar hún kemur fram bið- ur þú hana aftur að hengja úlpuna upp. Ef hún gerir það ekki fer hún aftur inn. Þessu er haldið áfram þar til hún skilur hvað er verið að tala um.“ (114). Í bókinni stendur að tvenn algeng- ustu mistök foreldra og kennara í samskiptum við börn séu þau að tala of mikið og vera með of mikinn æsing. „Þras er slæmt af því að annaðhvort hrífur það ekki eða það dregur þig inn í tala-sannfæra-þrátta-rífast-slá ferl- ið.“ (25). Aðferðin 1-2-3 er talning í stað þrætu, notuð til að fást við hegð- un sem þarf að stöðva. Hún er hins- vegar ekki notuð til að fá börn til að gera eitthvað. Hugmyndin á bak við þetta er að nota fá orð og sýna engan æsing, og ná árangri. Suðað um súkkulaði Dæmi til að varpa ljósi á aðferðina er af barni sem suðar um súkkulaði rétt fyrir matinn. Uppalandinn vill ekki verða við óskinni. Ef hann fer að rökræða málið, þræta, rífast og jafn- vel að æsa sig er hann kominn á al- Agakerfi/Til að fræða barn og mennta þarf jafnframt að temja það og aga. Maðurinn hefur glímt við agann frá upphafi vega. Gunnar Hersveinn segir frá aðferðinni töfrar 1-2-3 á íslensku. Er aginn í góðu lagi í skólastofunni? Morgunblaðið/Kristinn Hvaða aðferðir duga kennurum vel til að hinar dýrmætu kennslustundir nýtist nemendum sem best og farsællega?  Allir vita að forsenda dyggða og gilda er góður agi, fáir hugsa um það  Mistökin felast í að tala við börn eins og þau séu litlar útgáfur af fullorðnu fólki H vað er það eig- inlega við þessi jól?“ spurði ég dóttur mína og hún svaraði um- svifalaust: „Ég skal svara í stök- um orðum, þú getur svo búið til setningar: „Gleði, friður, gjafir, matur, þrifalegt, fallegt, gaman að gefa, rólegt, kósí og fjöl- skyldan saman.“ Þessir þættir gera jólin í hjarta hennar. Og þá er komið að mér að búa til setningarnar: Trú, von og kærleikur eru ein- kennisorð desembermánaðar, og umfram allt annað: Gleðin. Íbúar landsins hafa bæði í heiðni og kristni haldið hátíð ljóssins þegar dagarnir eru svona ótrúlega stuttir. Gildin sem höfð eru í heiðri um jólin og reynt að rækta, bæði hið ytra og innra, eru í raun sammannleg. Umgjörðin er vissulega kristin á Íslandi, og með almennum hætti: Kirkju- sókn á aðventunni, jólaglöggi á vinnustöðum, jólahlaðborðum, daglegum uppákomum vegna út- gáfu á menningu, smáköku- bakstri o.s.frv. Ég held að einstaklingar ann- arrar trúar þurfi ekki nauðsyn- lega að afneita jólunum, enda gera þeir það sjaldnast. Þeir sem hafa valið að búa hér virða yf- irleitt hefðina í landinu og taka þátt í henni ef þeir geta, og þeir finna góðar smugur til að gleðj- ast líka. Jafnvel þeir sem afneita allri trú og öllum guðum taka flestir þátt í ljósahátíðinni, þeir vilja ekki missa af gleði hjartans. Sumir flýja þó úr skarkalanum og aka út fyrir mannabyggð á að- fangadag til að gista í sum- arbústað yfir hátíðirnar. Þeir vilja losna undan þeim ys og þys sem þeim sýnist vera á fólki; streitu og stundum hégóma. Þeir sem velja að dvelja utan við hringiðu vestræns jólahalds finna gleðina og kærleikann, von- ina og trúna (ef þeir eru trúaðir) í prjállausum bústöðunum eða hvar annars staðar sem þeir gista. Mér finnst augljóst að þeir sækist eftir sömu eða svipuðum gildum og hinir sem halda jólin með öllu því sem þeim fylgir. Þetta er bara spurning um að- ferð til að höndla það sem flest- um er dýrmætast. Kraftaverkið gerist í hjartanu óháð búsetu, kyni, stöðu, kynþætti, trúar- brögðum, ríkidæmi, stærð, aldri … Allur hinn ytri búnaður mótast af því hversu mikið þarf til að vekja stemmninguna innra með fólki. Einnig er hann háður smekk og venjum; einum nægir stakt fallegt kerti, öðrum dugar ekkert minna en tugþúsund pera raflýsing í garðinn. Enn aðrir, eins og Selfyssingar, láta sefjast með hópnum og leggja metnað sinn í íburðarmiklar skreytingar. Ég held að þetta sé allt í góðu lagi, magnið skiptir ekki máli, og mér er sama þótt það sjáist ekki í híbýlin fyrir skreytingum, meg- inmálið er að grípa tilfinninguna og finna hana læðast um líkama og sál; eigin gleði og kærleikann til annarra. Engin ástæða er til að hneykslast yfir náunganum eða dæma hann, hver og einn gerir það sem þarf til að gleðja sitt litla hjarta. Jólin virðast því vera einhvers konar stemmning sem felst í samblandi af tilfinningu, athöfn og aðstæðum. Flestir hefja leik- inn á stórhreingerningum, skreytingum og bakstri. Og svo virðist sem þorri landsmanna hafi stigið fyrstu skrefin í þessa átt um liðna helgi. Nú er ljós í öðrum hverjum glugga og jólatré brátt tendruð út um borg og bý. Það er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann velur látlaus eða skrautleg jól, senni- lega allt eftir því hverju hann er vanur. Umgjörðin er frjálst val, en ástand hjartans sem sóst er eftir er það ekki, það er sam- mannlegt. Ástandið er erfitt að höndla með orðum en mætti ef til vill orða svona: „Í dag er glatt í döprum hjörtum.“ Þrátt fyrir allt, þrátt fyrir myrkrið, sorgina, stríðin, græðgina, hégómann, streituna, vandann, kvíðann, áhyggjurnar … megi finna gleðina og kærleikann og vonina um betri tíð framundan. Jólin eru aðferð sem ein- staklingarnir stunda til að vekja gleðina og til að geta gefið af sjálfum sér með gleði. Þau eru aðferð til að miðla kærleika, og til að rétta hjálparhönd, til að njóta, til að finna frið. Þau geta verið undarleg ásýndar og minnt á hégóma, en ef rýnt er í ástæð- una verða þau betur skiljanleg. Þau eru þrá hjartans eftir hlut- deild í gleði eilífðarinnar. Þau virðast vera holdleg með öllum sínum veislumat, fínu fötum og öllum þessum hlutum, en í raun eru þetta bara tæki til að vekja gleðina í hjartanu sem ein- staklingurinn þráir að finna. Gleðina sem minnir hann á ham- ingjuna, því þegar stundin renn- ur upp er öllum fyrirgefið og allir eru sáttir um stund. Einstaklingarnir vilja gleðjast og þeir þrá að gleðja aðra með gjöfum sínum og væntumþykju. Jafnvel óþægustu börnin þagna og finna kyrrðina, og þeir sem iðulega hafa allt á hornum sér hemja sig til að jólin geti gengið snurðulaust í garð og til að finna þótt ekki sé nema andartak; ró- semd hjartans. Allir þrá þetta ósegjanlega, líka þeir sem aldrei hafa fundið það sökum erfiðleika, því þeir sjá það í augunum á öðr- um. Jafnvel harðsvíraðir töffarar linast á þessari stundu og hleypa smágleði úr hjartanu út í æðarn- ar: „Á meðan tungan má sig hræra/ á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra/ hvert andartak, hvert æðarslag …“ (V. Briem.) Sagt er að guð búi í glöðu hjarta, og fellur það sennilega vel að jólunum. Einnig að guð elski glaðan gjafara. En það er sama hvaða guð og það er sama hvaða trúarbrögð, jólin eru ævinlega um gildi sem ekki þarf að deila um; kærleika, gleði, von, frið og gjafir. Og þótt dæmigerð jól verði úrelt og þótt einstaklingar kjósi að leggja stund á þau á nýj- an hátt helst innhald þeirra stöð- ugt. Með jól í hjarta Ástand hjartans er erfitt að höndla með orðum en mætti ef til vill orða svona: „Í dag er glatt í döprum hjörtum.“ Þrátt fyrir allt megi finna gleðina og kærleik- ann og vonina um betri tíð framundan. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is OFT líður fjölskyldunni allri verulega illa þegar verið er að takast á um heimalærdóminn á kvöldin. Ef tvö börn eru á heim- ilinu er algengast að annað barn- ið hangi við eldhúsborðið og stari út um gluggann með fýlu- svip. Hitt barnið situr ánægt inni í stofu og er að horfa á sjón- varpið. Mamma og pabbi fara inn í eldhús á fimm eða tíu mínútna fresti til að argast í hinum áhugalausa námsmanni. […] Þetta reynir mjög á sam- skiptin og óbeit barnsins á heimalærdóminum eykst sífellt. Engin einföld ráð eru til við vandanum varðandi heimalær- dóminn. […] Þú skalt ekki klifa á því við barnið hvort það eigi ekki eftir að læra eða hvort það sé byrjað að læra. Reyndu heldur að velja bestu stundina og haltu þig við efnið. Hér skiptir miklu að sýna festu. Ekki trufla krakkann þegar hann er að horfa á uppáhalds- þáttinn sinn í sjónvarpinu með því að segja að nú eigi hann að fara að læra. Engin aðferð er betur til þess fallin að spilla sam- vinnu. Barnið ætti alls ekki að byrja að horfa á þátt sem er á sama tíma og ætlaður er til heimalærdóms. Leyfið ekki að kveikt sé á sjón- varpinu þegar krakkarnir eiga að vera að læra. Hvort sem þið trúið því eða ekki getur verið allt í lagi að hafa kveikt á útvarpinu eða diski í tækinu af því að hvort tveggja myndar samfelldan hljóm í bakgrunninum en sjón- varpið leitast alltaf við að ná at- hygli þinni. Töfrar 1-2-3 eftir Thomas W. Phelan, bls. 131–132. Salka. 2002. Heimalærdómur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.