Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ í desember Pantið tímanlega! Sími: 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Fjölgun útgáfudaga Útgáfudögum fjölgar enn. Í desember gefast auglýsendum aukin tækifæri til að koma skilaboðum til lesenda Morgunblaðsins. Dagurinn sem bætist við nú er föstudagurinn 27. desember. Desember 1 2 4 5 6 7 8 9 10 3 11 12 13 20 28 29 14 15 16 1817 25 19 26 21 22 23 24 30 31 M Þ M F F L S ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 19 21 5 1 1/ 20 02 27 KARNITÍN (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar bú- ið til úr amínósýrunum lýsín og metíonín í lifur og nýrum. Eins og svo mörg önnur efni sem markaðs- sett eru sem fæðubótarefni þá er karnitín framleitt í líkamanum í nægjanlegu magni til að anna eft- irspurn. Þetta á við um heilbrigða einstaklinga en nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta valdið röskun á jafnvæginu milli framleiðslu og notkunar á karnitíni í líkamanum. Auk okkar eigin framleiðslu þá fáum við karnitín einnig úr fæð- unni. Mjög mismunandi er hversu mikið er af karnitíni í mat en mest er að finna af efninu í vörum úr dýraríkinu og þá sérstaklega í nautakjöti og kindakjöti en einnig í svínum, kjúklingum, mjólkurvörum og fiski. Um 98% af karnitíni lík- amans er að finna í beinagrindar- vöðvum og hjartavöðva. Karnitín gegnir mikilvægu hlut- verki í efnaskiptum líkamans og það kann að stuðla að betri nýtingu efna í líkamanum. Karnitín er talið geta tekið þátt í efnaskiptum lík- amans á a.m.k. tvennan hátt: a) sem hluti af nokkrum ensímum sem sjá um flutning á löngum fitusýrum frá umfrymi til hvatbera (orkustöð frumna) og getur efnið því hugs- anlega stuðlað að aukinni fitu- brennslu; b) sem hjálparefni við að viðhalda réttu hlutfalli milli acetyl- CoA og CoA efnanna. Síðarnefnda ferlið getur hugsanlega stuðlað að minni uppsöfnun mjólkursýru í lík- amanum undir miklu líkamlegu erf- iði. Þó nokkur fjöldi af rannsóknum hefur verið gerður á karnitíni og áhrifum/áhrifaleysi á líkamann. Oft hafa þessar rannsóknir beinst að íþróttafólki en undanfarin ár hefur neysla á karnitíni aukist meðal al- mennra líkamsræktarunnenda enda hefur markaðsetning efnisins beinst meira og meira að almenn- ingi. Sumar rannsóknir hafa verið vel framkvæmdar en aðrar ekki. Undantekningalítið hafa þessar rannsóknir verið gerðar á fullorðn- um og er því lítið vitað um áhrif karnitíns á börn og unglinga. Eins hafa fáar rannsóknir tekið fyrir áhrif vegna langvarandi neyslu á karnitíni. Niðurstöður langflestra rannsókna á áhrifum karnitíns á getu í íþróttum hafa ekki sýnt fram á að ráðlagður dagskammtur, sem margir framleiðendur gefa upp sem 5-6 g, bæti árangur í íþróttum. Sér- stök áhersla hefur verið lögð á að kanna hvort aukin neysla á karnit- íni bæti getu í þolgreinum þar sem brennsla á fitusýrum til orkumynd- unar er mikilvæg. Tímalengd flestra þessara rannsókna var 2-3 vikur með ofangreindum dag- skammti. Eins og áður sagði hafa fáar rannsóknir sýnt fram á bætta getu í íþróttum þegar neysla á kar- nitíni hefur verið aukin. Sjaldnast var meira að segja dregin sú álykt- un af niðurstöðum þessara rann- sókna að aukin neysla á efninu hækki styrk þess í vöðvum og er ein möguleg ástæða fyrir því að efnið frásogist illa úr þörmum. Rannsóknir hafa einnig verið framkvæmdar til að kanna hvort karnitín hjálpi í baráttunni við aukakílóin og hvort aukin neysla valdi aukinni brennslu á fitusýrum frá fituvef líkamans (fitugeymslan). Líkt og með rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum karnitíns á ár- angur í íþróttum þá hefur ekki ver- ið hægt að draga þá ályktun af nið- urstöðum þessara rannsókna að aukin neysla á efninu stuðli að auk- inni fitubrennslu. Oftar en ekki hefur skýringin á því að aukin neysla á karnitíni sé ekki til hagsbóta, hvorki í íþróttum né í baráttunni við offituna, verið sú að líkaminn sé í raun með nægilega mikið magn af efninu til að anna eftirspurn. Þetta á við hvort sem einstaklingurinn er kyrrsetumann- eskja og tekur efnið í þeim tilgangi að losna við fitu eða að hann eða hún er keppnismaður í fremstu röð; líkaminn hefur nægilegar birgðir fyrir hvort tveggja. Eins virðist litlu máli skipta hvort nægilegt karnitín komi úr fæðunni yfir höfuð þar sem líkaminn virðist meira að segja framleiða nóg undir þeim kringumstæðum þegar lítið eða ekkert af efninu kemur úr matnum sem borðaður er. Lítið sem ekkert hefur verið gert af því að rannsaka eituráhrif karn- itíns á líkamann og ekkert er vitað um eituráhrif vegna langvarandi neyslu. Fram til þessa hefur verið talið að dagskammtur allt að 100 g hafi lítil sem engin eituráhrif. Ef farið er langt umfram 100 g á dag má búast við einhverjum óþægind- um/truflunum í meltingarvegi. Það virðist því sem líkami okkar sé fær um að anna eftirspurn eftir karnitíni undir flestum kringum- stæðum hjá heilbrigðum einstak- lingum. Þrátt fyrir það hafa fram- leiðendur karnitíns reynt að telja neytendum trú um að neysla efnis- ins leiði af sér bætta getu í íþrótt- um og að aukin neysla stuðli að aukinni brennslu á fitusýrum (fitu- vef) líkamans. Þegar fyrst var byrj- að að rannsaka áhrif karnitíns á ár- angur í íþróttum og áhrif á fitubrennslu líkamans virtist sem efnið gæti haft jákvæð áhrif. Nið- urstöður nýrri rannsókna sýna að svo er ekki og því er nú talið víst að aukin neysla á karnitíni hafi engin áhrif, hvorki á getu í íþróttum né á fitubrennslu líkamans. Eftir Steinar B. Aðalbjörnsson „...er nú tal- ið víst að aukin neysla á karnitíni hafi engin áhrif, hvorki á getu í íþróttum né á fitu- brennslu líkamans.“ Höfundur er næringarfræðingur og næringarráðgjafi hjá Hollustuvernd ríkisins. L-karnitín í fæðubótarefnum BJÖRN Bjarnason borgarfulltrúi líkist belju á svelli þegar hann ræðir málefni Leikskóla Reykjavíkur, rekstur skólanna og boðaðar gjald- skrárhækkanir. Honum hefur gengið illa að fóta sig í umræðunni um rekst- ur leikskólanna og í fjölmiðlum und- anfarið hefur hann látið hafa eftir sér að fyrirhugaðar hækkanir séu sjúk- dómseinkenni sem sýni einfaldlega að leikskólarnir séu illa reknir. Launin 86% af rekstrarkostnaði Rekstrarkostnaður leikskóla er að mestu fólginn í launum en þau nema 86% af rekstrargjöldum. 10% út- gjalda eru vegna matarkostnaður og eru þá aðeins 4–5% eftir í efniskostn- að, rafmagn, hita og síma svo eitthvað sé nefnt af öðrum rekstrarkostnaði leikskóla. Á yfirstandandi ári eru áætlaðar 177 milljónir í þennan þátt rekstrarins sem gera ríflega 2 millj- ónir á hvern leikskóla á ári. Þetta eru þeir fjármunir sem leikskólastjórar hafa í annan kostnað en laun og mat og þeir fjármunir sem þeir geta haft einhver áhrif á. Kannski að Björn sjái sjálfan sig sem hagsýna húsmóður sem vill spara í matarinnkaupum. Því er til að svara að leikskólarnir hafa haft slíkan sparnað að leiðarljósi í nokkur ár og er þar komið að endamörkum. Þegar rekstur leikskóla Reykjavík- ur er skoðaður er ennfremur rétt að benda á, að á síðustu árum hafa leik- skólarnir verið að taka inn æ yngri börn og er nú öllum tveggja ára börn- um tryggð leikskóladvöl í borginni, sé þess óskað. Yngri börn kalla á fleira starfsfólk og í síðustu kjarasamning- um var fjölgað þeim börnum sem mega vera í umsjá hvers starfsmanns. Þannig hefur álag verið aukið á starfsmenn á sama tíma og aðhald hefur verið ástundað í öllum rekstri. Hver eru laun starfsfólks? Leikskólakennari yfir þrítugt sem hefur fimm ára starfsaldur eftir sitt þriggja ára háskólanám hefur nú 147.724 í laun á mánuði. Deildarstjóri með sömu menntun og starfsreynslu og á sama aldri hefur 164.410 kr. á mánuði. Laun þrítugs leiðbeinanda sem lokið hefur öllum námskeiðum sem í boði eru og hefur fimm ára starfsaldur eru nú 121.735 kr. Miðað við þær upplýsingar sem hér hafa verið gefnar er ótrúlegt að laun starfsfólks Leikskóla Reykjavíkur skuli hafa hækkað umtalsvert eða um 33% á síðustu árum. Fæstir myndu telja þetta há laun þegar tekið er tillit til menntunar, ábyrgðar og krafna í þeim störfum sem um ræðir. Reykja- víkurborg hefur haft það sem stefnu á undanförnum árum að hækka laun „kvennastétta“ en framangreindar launatölur sýna að við getum ekki staðar numið. Áfram þarf að vinna að því að meta þessi störf og bind ég von- ir við starfsmat sem nú er unnið að. Í ljósi ummæla Björns Bjarnason- ar um illa rekna leikskóla og þeirra upplýsinga sem hér hafa verið gefnar vil ég spyrja hvort honum þyki þessi laun dæmi um slæman rekstur. Ef Björn svarar neitandi vill hann vænt- anlega kroppa af fæði barnanna – af öðru er ekki að taka. Eftir Björk Vilhelmsdóttur „Rekstrar- kostnaður leikskóla er að mestu fólginn í laun- um en þau nema 86% af rekstrargjöldum.“ Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður leikskólaráðs. Eru launin of há í leik- skólunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.