Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ABDULLAH Gul, forsætisráðherra Tyrklands, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Tyrkir hefðu ekki formlega skuldbundið sig til að aðstoða Bandaríkjamenn í hernaði gegn Írak ef til hans kæmi. Stjórnin hefði ekki tekið „endanlega“ ákvörð- un í málinu. Tekið var fram að stjórnvöld í Ankara styddu ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að Írakar yrðu að afsala sér ger- eyðingarvopnum en síðan sagði: „Gerist það ekki verður að ná sam- stöðu um frekari aðgerðir í samræmi við alþjóðalög.“ Bandaríkjamenn hafa ekki viljað heita því afdráttarlaust að láta ör- yggisráðið hafa síðasta orðið í þess- um efnum og sagt að þeir áskildu sér rétt til einhliða aðgerða ef annað brygðist. Paul Wolfowitz, aðstoðar- varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að „æðstu ráðamenn“ beggja ríkjanna þyrftu að ræða „þetta mikilvæga atriði“. Bandaríkjamenn eru með flug- bækistöðvar í Tyrklandi og hafa þar að jafnaði um 50 herflugflugvélar. Wolfowitz hefur undanfarna daga átt viðræður við ráðamenn í Ankara og sagði utanríkisráðherra Tyrk- lands, Yasar Yakis, á þriðjudag stjórn sína reiðubúna að leyfa Bandaríkjamönnum full afnot af flugvöllum landsins ef til árása á Írak kæmi. Hann tók þó skýrt fram að skilyrðið væri að öryggisráð SÞ hefði áður samþykkt nýja ályktun þar sem árás væri heimiluð og reyna yrði til þrautar að leysa deiluna við stjórn Saddams Husseins með frið- samlegum hætti. Er spurt var hvort svo gæti farið að mikill fjöldi bandarískra her- manna yrði sendur til Tyrklands til að hafa þar bækistöðvar eða gera þaðan árásir á norðurhluta Íraks sagði Yakis að „erfitt“ gæti orðið að útskýra slíkar ráðstafanir fyrir tyrk- neskum almenningi. Nokkrum klukkustundum eftir að ráðherrann hafði talað á þriðjudag gaf ráðuneyti hans út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki væri um neina skuldbindingu að ræða og ítrekaði Yakis þá skýringu í gær á fundi með fréttamönnum. „Öflug skilaboð“ til Saddams Wolfowitz sagði í gær ljóst að Bandaríkjamenn hefðu ekki enn lagt fram formlega beiðni um aðstoð Tyrkja en stuðningur þeirra væri ljós. „Og ég held að með honum sé stjórn Saddams Husseins í Bagdad send öflug skilaboð um að Írak sé umkringt alþjóðasamfélaginu og verði að taka grundvallarákvörðun um það hvort þeir afvopnist friðsam- lega eða við neyðumst til þess að af- vopna þá,“ sagði Wolfowitz. Hann sagði að Bandaríkjamenn væru nú að huga að því hvar þeir þyrftu að efla viðbúnað sinn til að geta hafið hernaðaraðgerðir og hve miklu fé þyrfti að verja til þess. „Hugsanlega yrði um að ræða nokk- ur hundruð milljóna dollara fjárfest- ingu á ýmsum stöðum sem við gæt- um notað,“ sagði hann. Stór kúrdískur minnihluti býr í Tyrklandi á svæðum sem liggja að kúrdasvæðum í norðurhluta Íraks. Írösku kúrdarnir hafa í áratug notið sjálfsstjórnar í reynd í skjóli Banda- ríkjamanna sem halda uppi flug- vernd á svæðinu með vélum í annarri bækistöð sinni í Tyrklandi, Incirlik. Óttast stjórnvöld í Ankara að ef nið- urstaða styrjaldar vestrænna ríkja við Írak yrði sjálfstætt ríki íraskra Kúrda myndi það efla sjálfstæðis- kröfur Kúrda í Tyrklandi. Wolfowitz sagði að það myndi tryggja hagsmuni Tyrkja ef banda- rískt herlið gæti haft herlið í Norð- ur-Írak kæmi til átaka. „En ég tel að okkur dugi fyllilega að gera árás að sunnanverðu,“ bætti hann við. Engar skuldbindingar enn af hálfu Tyrkja Leggja áherslu á að bandarísk stjórnvöld hafi ekki enn lagt fram formlega beiðni um aðstoð gegn Írak Abdullah Gul Paul Wolfowitz Ankara. AP, AFP. Aðgerða- stjóri hand- tekinn Jakarta. AFP. LÖGREGLA í Indónesíu til- kynnti í gær að hún hefði hand- tekið meintan aðgerðastjóra Jamaah Islamiyah, hryðju- verkasamtaka sem talin eru tengjast al-Qaeda-samtökun- um og hafa borið ábyrgð á mannskæðu sprengjutilræði á Balí í Indónesíu í október. Aðgerðastjórinn, Mukhlas eða Ali Ghufron, var handtek- inn ásamt átta öðrum í bænum Klaten á Jövu, stærstu eyjunni í Indónesíuklasanum, sagði yf- irmaður rannsóknarlögreglu Indónesíu, Erwin Mappaseng. Hann sagði Mukhlas grunaðan um aðild að „sprengjutilræð- um“ en sagði ekki hvort hann væri einnig talinn viðriðinn til- ræðið á Balí. Handtakan er enn ein rósin í hnappagat rannsóknarlögregl- unnar á Balí, sem áður hafði handtekið manninn sem talinn er hafa skipulagt tilræðið í október, Imam Samudra, og annan Indónesa að nafni Amr- ozi. Báðir voru eftirlýstir vegna tilræðisins. Mukhlas er eldri bóðir Amrozis. Rúmlega 190 manns, flestir ástralskir ferðamenn, létust í tilræðinu á Balí 12. október. ÖLLUM verzlun- um sænsku IKEA-húsgagna- verzlanakeðjunn- ar í Hollandi, sem eru alls tíu, var lokað eftir að sprengjur fund- ust í tveimur þeirra í gær- morgun. Tals- menn IKEA sögðu sprengju- fundinn þó ekki tengjast skipu- lagðri hryðju- verkastarfsemi. Fréttir þessar höfðu ekki áhrif á starfsemi IKEA á Íslandi, að sögn Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í gær. Greindu talsmenn IKEA í höfuð- stöðvunum í Svíþjóð frá því, að sprengjuhótunarbréf hefði borizt skrifstofum fyrirtækisins í Hollandi áður en sprengjurnar fundust. Í yf- irlýsingu talsmannanna var tekið fram, að ekkert benti til að hér hefðu skipulagðir hryðjuverkamenn verið að verki. „Við höfum engar vísbendingar sem benda til þess og við viljum sér- staklega hrekja allan orðróm um slíkt,“ sagði Marianne Bloos á skrif- stofu saksóknara í Amsterdam um þetta atriði. Tveir hollenzkir lögreglumenn slösuðust lítillega þegar ein sprengjan sprakk er verið var að gera hana óvirka á lögreglustöð í Sliedrecht, suður af Rotterdam. Hin sprengjan sem fannst var í verzlun IKEA í úthverfi Amsterdam-borg- ar. Talsmenn IKEA, stærstu hús- gagnaverzlanakeðju heims, sögðu að ákveðið hefði verið að loka í ör- yggisskyni öllum tíu útibúum keðj- unnar í Hollandi eftir að sprengjur fundust í tveimur verzlunum í Slied- recht og Amsterdam. Ekki var greint nánar frá því hvar sprengj- urnar fundust né um hvers konar sprengiefni var að ræða. Í verzlun IKEA í Duiven í austur- hluta Hollands, nærri landamærun- um að Þýzkalandi, fannst einnig pakki í gær sem þótti grunsamleg- ur, en lögregla greindi síðar frá því að þar hefði enga sprengju verið að finna. Fyrr um daginn hafði lög- regla rannsakað annan grunsamleg- an pakka í IKEA-verzlun í Utrecht, sem einnig reyndist meinlaus. Ekk- ert grunsamlegt fannst við leit í hin- um sex verzlunum IKEA í Hollandi. Skrifstofur fréttastofu rýmdar Önnur sprengjuhótun varð til þess að skrifstofur hollenzku ANP- fréttastofunnar í Haag voru rýmdar í gær. Engin sprengja fannst þó við lögregluleit. Sprengjur í IKEA- verzlunum Öllum útibúum keðjunnar í Hollandi lokað í gær Haag. AFP. Lögreglan lokaði götu af í nágrenni IKEA í Utrecht. APfórst. Ísraelskar herþyrlur skutu a.m.k. þremur flugskeytum að byggingunni í aðgerðum sínum. PALESTÍNSKUR maður sýnir hluta úr eldflaug sem ísraelski her- inn skaut að bækistöðvum heima- stjórnar Palestínumanna í Gaza- borg í gær. Hluti byggingarinnar eyðilagðist í árásinni og einn maður Reuters Ísraelar með aðgerðir í Gaza KAÞÓLSKA erkibiskupsdæmið í Boston í Bandaríkjunum íhugar nú að fara fram á greiðslustöðvun eftir að um 450 manns hafa höfðað mál á hendur kirkjunni og sagst hafa orðið fórnarlömb barnaníðinga í presta- stéttinni, að því er blaðið The Boston Globe greindi frá. Ráðgjafar Bernards Laws kardín- ála, sem er yfirmaður erkibiskups- dæmisins í Boston, hafa einróma ráð- lagt honum þetta, að því er blaðið hafði eftir einum ráðgjafanna, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Leggi kirkjan fram greiðslustöðvunar- beiðni skv. 11. kafla bandarísku gjaldþrotalaganna væri það eins- dæmi. Kostirnir fyrir kirkjuna væru þeir, að málshöfðanirnar myndu stöðvast tímabundið og ekki yrði hægt að höfða fleiri mál á hendur henni á meðan hún endurskipulegði fjárhag sinn. Ennfremur myndi Law sleppa við að svara erfiðum spurningum um barnaníðinga í prestastéttinni og lög- fræðingar hans væru ekki lengur skyldugir til að veita lögmönnum sækjendanna allar þær upplýsingar sem þeir óska. Aftur á móti ætti kirkjan á hættu að þurfa að greiða hærri bætur en ella, fari málið fyrir gjaldþrotadóm- stól, segir The Boston Globe, og einn- ig er hætt við að greiðslustöðvunar- beiðni sverti enn orðspor kirkjunnar. Kaþólska kirkjan íhugar gjaldþrot Boston. AFP. DEMÓKRATINN John Kerry, öld- ungadeildarþingmaður frá Massa- chusetts, segist vera að undirbúa framboð í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum árið 2004. Kerry er 58 ára fyrrverandi sak- sóknari og var fyrst kjörinn í öld- ungadeild Bandaríkjaþings 1984. Enginn repúblikani var í framboði gegn honum þegar hann var endur- kjörinn í nóvember. Kerry barðist í Víetnam og var sæmdur nokkrum heiðursmerkjum fyrir framgöngu sína. Hann hefur gagnrýnt stefnu George W. Bush forseta í skatta- og menntamálum og í málefnum Íraks og Mið-Austurlanda. John Kerry undirbýr framboð Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.