Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 26
SJÓNMENNTAVETTVANGUR 26 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ F RÁ því að utan kom hef ég naumast hitt þann mann, leikan sem lærð- an, sem ekki er hneyksl- aður á þeim framgangs- máta að láta dýrmæt málverk greinargerðarlaust fylgja nýafstað- inni bankasölu, bara si sona. Hér eru leikir jafnvel dómharðari fagmönn- um, einnig mun ferlið hafa hreyft meira við almenningi en föls- unarmálið svonefnda, meint mistök stórum gagnsærri, skeði á einum vettvangi án sýnilegs aðdraganda og umræðu um þennan afmarkaða flöt. Að margra áliti inniber söluferlið skýr skilaboð ráðamanna til þjóð- arinnar; að myndlist og andleg verð- mæti yfirhöfuð skuli undirmálsatriði í samfélaginu, ennfremur að tilgangur lífsins sé öllu öðru fremur stærra sjónvarp, betri þvottavél og flottari bíll, umbúðir í það heila, síður ræktun dýpri gilda. Vitaskuld munu fæstir hafna efnislegu þáttunum, en skýtur þá ekki skökku við að þjóðirnar sem hérlendir viðra sig helst upp við hafna þessum skilningi í algjörleika sínum, telja þvert á móti menninguna mik- ilvægasta hreyfiaflið, um það er vold- ugasta þjóð heims skýrt dæmi. Ímynd hennar ræktuð í spreng, hin mennningarlega landhelgi um leið öflugust, í senn skilvirk og gagnsæ. Gaumgæfilega og með öllum ráðum hlúð að og haldið utan um ímyndina, henni miðlað víða um heim með um- fangsmiklu dreifikerfi, ávextir henn- ar svo alls ekki falir nema fyrir bein- harðan gjaldmiðil, enda um að ræða fjöregg metnaðarfullrar og framsæk- innar þjóðar. Ris hennar aldrei meira en eftir að hún tók þessi mál traust- um tökum, og er fram liðu stundir einnig forustuna í heimslistinni, ætti að gefa augaleið. Í ljósi þessa er mikil spurn hvort einhverjir á Alþingi Íslendinga hafi velt vöngum yfir því hversu valdi að jafnt ríkustu sem fátækustu þjóðir Evrópu hafa lagt svo mikla áherslu á að vera einnig gjaldgengar á und- angengnum áratugum, á sama tíma og skyldir hlutir mæta afgangi hér á landi. Hins vegar rísa upp stórmark- aðir og íþróttahallir með undrahraða, og stöndum við hér öðrum þjóðum í engu að baki nema síður sé, að ógleymdum mengandi bílaflota og náttúruspjöllum. Öðruvísi horfir þeg- ar að listum kemur, sem er afgangs- stærð, einnig að við búum við ein- hverja ruglingslegustu og ógagnsæjustu miðlun innlendrar myndlistar í byggðu bóli sem ógrand- varir notfæra sér óspart. Höfum meiri áhuga á að kynna það sem er- lendir hafa fram að færa en að rækta eigin garð, jafnframt gera okkur sýnilega á alþjóðavettvangi. Jafnvel Færeyingar eru okkur fremri og voru með tíu (!) yfirgripsmikla þætti um þróun færeyskrar myndlistar, þar sem meðal annars nokkrar vinnustof- ur gróinna málara voru heimsóttar. Fyrir kemur að á hásumri þá mest er um ferðalanga í höfuðborginni bjóði söfnin einungis upp á erlendar sýningar og menn hampa helst skrautfjöðrum að utan á listhátíðum, íslenzk list í heild sinni þá í statista- hlutverki, frysti. Erlendir áhuga- menn um menningu þjóðarinnar leita þá í vandræðum sínum í kauphús lista eftir samhenginu í íslenzkri myndlist og myndmennt, svo hollt sem það nú er. Þá hefur Listasafn Íslands aldrei risið undir nafni vegna smæðar sinn- ar og nánasarskapar hins opinbera, sem gerir því ókleift að sinna hlut- verki sínu um skilvirka listmiðlun í breiðu samhengi. Einnegin að ef byggja skal yfir listir fer jafnharðan af stað umræða um nauðsyn á ein- hverju „nytsömu“ til hliðar sem gæfi af sér sýnilegan og skjótfenginn arð, og úrtöluraddir á fullu. Stendur yfir árum og áratugum saman, bæði í nefndum og loðinni samræðu utan þings sem innan, sbr. tónlistarhús, eru þá lipur klósettrökin ekki spöruð. Líkast sem einhver ógn og háski sé á ferð þegar skapandi atriði eiga í hlut, eða að hér séu lánlausir þurfalimir að biðja landsmenn um ölmusu! Skyldi núverandi ráðamönnum ekki hollt að líta til baka allt til stofn- unar lýðveldisins og gera samanburð á þróuninnni hér og uppbyggingu annarra þjóðheilda á tímabilinu, þar sem þessar grunneiningar hafa ekki gleymst, stórum frekar í öndvegi. Naumast metnaðarfullur kostur að vera helst samstiga úthverfunni; stundargamninu, yfirborðinu í út- landinu, hlutum sem eyðast og hverfa í tímans rás, í stað þess sem til lengri tíma litið eflir og styrkir burð- argrindur þjóðfélaga, ris þeirra og ímynd. Löngu tími kominn til að menn geri sér grein fyrir þeim fornu sannindum, að langtímamarkmið bera í sér drýgstan arð, að þar sem er jafnt og stöðugt blóðstreymi ólgar líf. Gagnsæi Það sem mér þykir mest um vert utan landsteina er ávinningurinn af góðu aðgengi að menningu þjóða, öll- um hliðum menningar, hef tekið eftir að gagnsæið er mest meðal landa sem búa yfir opnasta lýðræðinu nú um stundir. Nefni hér helst; Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og England, og af þeim minni Holland, Belgíu og Danmörku. Öll leggja höfuðáherslu á skilvirkt og hlutlægt aðgengi að menningararfleifð sinni í fortíð og nú- tíð, þjóðirnar gera sér grein fyrir að það eru ekki peningarnir sem alfarið eru undirstaða menningar, heldur og ekki síður menningin sem er und- irstaða peninganna, einkum á sviðum er skara skapandi kenndir og háleitar hugsjónir. Þetta hef ég lengi verið að leitast við að útskýra í pistlum mínum og ætti að vera hverjum manni aug- ljóst sem rannsakar söguna, einkum með því að sækja heim mannfræði-, þjóðhátta- og fornminjasöfn, standa augliti til auglitis við þróunina. Menn fara ekki í banka eða op- inberar stofnanir til að njóta mynd- listar, þótt sómi slíkra sé að hafa hér gott úrval myndverka í húsakynnum sínum, sem er allt annað mál, jafn- framt sómi hverrar metnaðarfullrar höfuðborgar að opin svæði prýði ris- mikil listaverk. Misnotaða tuggan, að listin eigi að fara úr söfnum til fjöldans, löngu úrelt sem slík og ein- ungis hjáróma herhróp tækifær- issinna, frá tímum er söfnin voru ryk- fallnar stofnanir er fáir fundu hjá sér þörf fyrir að sækja heim. Nú eru þetta vistleg hús sem fjöldinn streymir inn í og hér óþarfi að nefna biðraðirnar í hvert sinn sem mikils- háttar viðburður gistir þau, enda alls staðar sýnilegar nema á Íslandi. Á undanförnum áratugum hefur um þvera og endilanga Evrópu verið byggt yfir listir og vísindi sem aldrei fyrr í sögunni, sækir helst hliðstæðu til vöggu vestrænnar menningar, grískrar og rómverskrar, en umfang- ið margfalt meira. Minni á að fyrir 10–15 árum álitu ýmsir betur vitandi spekingar að hámarkinu væri náð, en á tímabilinu hafa einmitt risið upp stærri og mikilfenglegri söfn og menningarhús en sagan kann frá að greina. Um leið eru menn víða að endurnýja og stækka eldri söfn af slíkum fítonskrafti að ég veit ekki hliðstæðu. Orsökina fyrir þessari framvindu má helst finna í þeirri þróun að á sótt- hreinsuðum örtölvutímum sækir hinn upplýstari fjöldi æ meira til blóðríkra athafna. Óhætt að fullyrða, að há- tæknin hafi fætt af sér hvöt hjá fjölda fólks til að minnast í ríkari mæli við skynræn og uppbyggjandi atriði í umhverfinu, eitthvað meira en grunn- færða og miðstýrða afþreyingu. Og þessi fjöldi lætur ekki segja sér fyrir verkum því á sama hátt og fram- vindan kom miðstýringaröflum í opna skjöldu snýr fjöldinn baki við fram- kvæmdum augljósrar forsjárhyggju, líkt og menn verða hvarvetna varir við, ekki síst hér á landi. Öllu frekar er það ævintýrið að uppgötva og upp- lifa á eigin forsendum sem nú stýrir för, leitin að lífsfyllingu og andlegri næringu sem ber einungis í sér frá- hvarfseinkenni heilbrigðrar nautnar. Á mikilsháttar söfnum geta gestir fylgt þróun listarinnar í tímans rás og orðið margs vísari, skilyrðin til að njóta listaverkanna aldrei fullkomn- ari. Og þótt módernistar liðinnar ald- ar væru ósammála í flestu voru þeir þó sammála því að söfnin væru besti skólinn, ekki einungis listasöfnin heldur einnig fornminja-, þjóðhátta- og mannfræðisöfnin, á seinni tímum má einkum bæta vísindasöfnum við upptalninguna. Hér er einnig við hæfi að minnast þess enn einu sinni, að hið eina sem þeir miklu andans jöfrar Paul Claudel og André Gide voru full- komlega sammála um í mærðum spjallþáttum í franska útvarpinu um miðbik aldarinnar var að því lengra sem menn leituðu burt frá eigin sjálfi þeim meir nálguðust þeir það. Mik- ilvægi safna í nútímanum því óum- deilanleg staðreynd, en augljóst má vera að meðal áhugasamra gesta voru og eru ekki íslenzkir stjórn- málamenn enda þangað engin at- kvæði að sækja, einungis blóðflæði aldanna og birtingarmyndir hug- sjóna. Ranghverfa ímyndar Bankasölumálið er lýsandi dæmi um afhelgun ímyndar, einkum er að því kemur að verðmæt listaverk, laus á veggjum og gólfi, þ.e. ekki naglföst, virðast ekki hafa meira vægi í augum seljenda en borð, stólar og aðrir lausamunir. Hér hafa viðkomandi gengið fram fyrir skjöldu um vanmat á verðgildi myndistarverka sem er ámælisverð gjörð og grafalvarlegt mál. Í stað þess að vísa til og undir- strika verðgildi þeirra sem hluta af dýrmætum menningararfi þjóð- arinnar var verið að lítilsvirða hug- verk, gera léttvæg og stimpla lista- verk sem verðlitla eign, troða á þjóðarstoltinu. Hins vegar virðast kaupendur stikkfríir, þeir aðeins tek- ið við því sem að þeim var rétt. Nú má deila um eignarrétt þjóð- arinnar en hann er varla meiri en hlutafjáreign ríkisins í hverri stofnun fyrir sig, hins vegar yfirsást mönnum fullkomlega gullið tækifæri til að auðga Listasafn Íslands með fágæt- um listaverkum, jafnvel ómet- anlegum lykilverkum í einstaka til- viki. Hefði einnig verið tilefni til að sýna stórhug um aukið rými yfir lista- verkaeign þjóðarinnar, sem sömu að- ilum virðist helst hugnast að séu hulin sjónum manna í geymslum hér og hvar um borgina, auk þess að líta á safnið sem eins konar gjaldfría leigu- Bertel Thorvaldsen: Endurfundir á himnum; Kúpid, ástarguð Rómverja, sonur Venusar og Merkúrs og Psykke, tákn sálarinnar. Hluti frummyndar í Thorvaldsens-safninu í Kaupmannahöfn. Afhelgun ímyndar Myndlistarumræðan hefur tekið kipp undanfarið, nú síðast í kjölfar hins umdeilanlega ferlis að selja banka án merkjanlegrar úttektar á málverkaeign þeirra. Einkum í ljósi þess að þangað höfðu ratað ýmsar perlur, jafnvel þjóðargersemar. Jafnframt er titringur í kringum fölsunarmálið svonefnda þá nið- urstaða þess er seint um síðir í sjónmáli. Hér víkur Bragi Ásgeirsson nokkrum orðum að samræðunni. Í Landsbankanum. Verk eftir Gunnlaug Scheving og Sigurð Sigurðsson. Stúlka. Málverk í Landsbankanum. Verkið var málað í kringum 1921.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.