Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓLAÓRATORÍAN eftir Jó-hann Sebastian Bach verðuraðalverkefni aðventutónleikaSinfóníuhljómsveitar Ís- lands, Mótettukórs Hallgrímskirkju og einsöngvara, en tónleikarnir verða í Hallgrímskirkju í kvöld og annað kvöld kl. 19.30 og á laugardag kl. 17.00. Stjórnandi er Hörður Áskels- son kantor í Hallgrímskirkju. Auk Jólaóratoríunnar verða fluttar kant- ötur eftir Bach. Einsöngvarar eru Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, finnski mezzósópraninn Monica Groop, Gunnar Guðbjörnsson tenor og þýski baritonsöngvarinn Andreas Schmidt, en þau Groop og Schmidt hafa bæði sungið hér á landi áður. Fá tónverk ef nokkur njóta sömu vinsælda á þessum árstíma og Jóla- óratoría Bachs, og víða um heim er hún sungin um hver einustu jól. Jóla- óratoría Bachs hefur líka veitt öðrum listamönnum innblástur, og má þar nefna samnefnda skáldsögu sænska rithöfundarins Görans Tunströms frá árinu 1983, en fyrir hana hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1984. Jólaóratoríaner ein þriggja óra- toría Bachs, samin árið 1734. Hún er í sex þáttum, eða kantötum, og var hugmynd Bachs sú, að ein kantata yrði flutt í senn við sex messugjörðir, frá jóladegi til þrettándans, og þannig var verkið frumflutt jólin 1734. Hver þáttanna sex segir sögu af fæðingu frelsarans. Jólaguðspjallið er kjarni textans og það er sungið af guð- spjallamanninum, tenorsöngv- aranum. Kórþættir, tónles og aríur skiptast á, þar sem lagt er út af orð- um guðspjallamannsins, en kóralar eða sálmar eru fléttaðir inní og eru eins konar svar safnaðarins við jóla- boðskapnum. Sálmarnir sem Bach notaði eru þekktir og sungnir um jól enn í dag, og því má gera ráð fyrir að þeir séu hluti af sönghefð sem haldist hefur í svipaðri mynd í það minnsta frá dögum Bachs. Stofnaði kórinn með Herði Þýski baritonsöngvarinn Andreas Schmidt hefur margoft komið til Ís- lands, og stofnaði reyndar Mót- ettukór Hallgrímskirkju fyrir tuttugu árum með Herði Áskelssyni. „Við Hörður og Inga Rós Ingólfsdóttir kona hans vorum samtíða í fram- haldsnámi í tónlist í Düsseldorf, en Hörður var líka nemandi pabba míns sem var prófessor þar. Þau sneru heim úr námi í maí 1982, og strax í september sama ár kom ég í heim- sókn, og þá stofnuðum við Mótettu- kórinn. Síðan þá hef ég reynt að koma hingað eins oft og ég get.“ Í fyrstu heimsókninni héldu þeir Hörður tónleika þar sem þeir fluttu einsöngskantötur eftir Bach, og kór- inn sem var þá aðeins tveggja vikna gamall söng í fyrsta sinn opinberlega. Andreas Schmidt hefur oft sungið einsöng með Mótettukórnum síðan þá, en við höfum verið svo lánsöm að þessi heimsþekkti söngvari hefur líka lagt leið sína hingað til að syngja ljóðatónleika, og þá hefur hann komið með færustu píanóleikara með sér. Hann hefur sungið hér alla helstu ljóðaflokka Schuberts og Schumanns og suma oftar en einu sinni. „Það var bara eðlilegt framhald af óratoríu- söngnum að koma hingað til að syngja ljóð. Það hefur alltaf verið gaman, og ég hef haft alveg sérstaka ánægju af því að geta kynnt mig hér á landi líka sem ljóðasöngvara. Píanó- leikurunum mínum hefur líka þótt þetta ánægjulegt, og þeir spyrja mig oft: „Förum við ekki bráðum að halda tónleika aftur á Íslandi?“, þeir eru svo áhugsamir um að koma, og þess vegna hefur það líka verið auðvelt fyrir mig að fá góða menn með mér hingað.“ Andreas Schmidt er ekki síst þekktur sem óperusöngvari, og nú þegar hann hefur sungið hér óra- toríur og ljóð, er þá ekki bara óperan eftir? Hann jánkar því, og segir að það geti vel komið til greina að hann eigi eftir að syngja hér í óperu. En hann er ekki seinn að svara því hvaða svið sönglistarinnar sé honum kær- ast. „Það er ljóðasöngurinn. Ekki vegna þess að mér líki ekki við óra- toríur eða óperur, ljóðasöngurinn er mikil ögrun, því hann er svo erfiður að öllu leyti. Ljóðasöngurinn er erf- iðastur fyrir röddina, - hann reynir líka meira á minnið en annað, - það er erfitt að skipuleggja ljóðatónleika og koma þeim við á milli annarra verk- efna, og það er erfitt að laða fólk að þessari tegund sönglistarinnar. Það finn ég sérstaklega í Þýskalandi, þar sem fólk vill frekar sækja stærri við- burði, frekar en að hlusta á lág- stemmdan og innhverfan ljóðasöng.“ Nú kemur hik á blaðamann, sem hafði ímyndað sér að Þýskaland hlyti að vera höfuðvígi ljóðasöngslist- arinnar, sem þaðan er sprottin, og að þar yndi fólk sér tímunum saman við að hlusta á Vetrarferðir og Malara- stúlkur. „Það eru mjög dramatískar breytingar sem hafa orðið í Þýska- landi á þessu sviði. Ég held að breyt- ingarnar í samfélaginu eigi sök á. Í fyrsta lagi syngja börn ekki í skólum eins og áður var, og það er heldur ekki sungið á heimilunum. Ljóðlistin er líka að hverfa úr skólunum og af heimilunum. Kynslóð foreldra minna kann mörg ljóð okkar mestu skálda utanað. Yngra fólkið, og allt upp í fjörtíu ára, getur þetta ekki, nema kannski örfáir, og fáir hafa áhuga á ljóðlist. Fólk hefur glatað samband- inu við ljóðlistina og sönginn, sem eldri kynslóðir höfðu. En ljóðin tala svo beint til fólks, og miðla oft mikl- um tilfinningum. Ef fólk hefur glatað reynslunni af því að njóta þessarar persónulegu upplifunar, þá verður það hálf hvumsa og kann ekki að leyfa ljóðinu að ná til sín.“ Það kann að koma á óvart að söngvaranum skuli þykja það erfiðara að syngja lítil lög með píanóleikara, en að syngja í stórum verkum, þar sem söngvarinn þarf að taka tillit til allra hinna flytj- endanna, klæðast búningi ef um óp- eru er að ræða og fylgjast einbeittur með öllu sem fram fer. En þannig er það þó. „Í ljóðasöngnum hefur maður enga hjálp, maður er aleinn á sviðinu með píanóleikaranum. Í óperunni hefur maður búning, aðra söngvara, hljómsveit, lýsingu, sviðshreyfingar, sviðsmynd og allt þetta sem hjálpar manni í túlkuninni. Í ljóðasöngnum er maður að skapa alla þessa umgjörð einn og sjálfur grafkyrr með rödd- inni; - búninginn, sviðsmyndina, lýs- inguna og allt hitt. Maður gerir þetta með ímyndunaraflinu og það er mjög krefjandi. Öll litbrigði vinnur maður með röddinni; - hvert lag og hvert ljóð hafa sinn karakter og þetta þarf allt að túlka. Maður þarf að geta beitt röddinni á margan veg, og maður þarf að beita ímyndunaraflinu til að skapa ólíkar stemmningar. Maður hefur bara sjálfan sig og röddina, og það er galdurinn við ljóðasönginn að geta snortið hlustandann á þann hátt.“ Í óperunni hefur Andreas Schmidt sungið mjög fjölbreytt hlut- verk. Mest hefur hann þó verið að syngja í óperum Mozart og Wagners og jafnt gamansöm hlutverk og há- dramatísk. Í Brúðkaupi Fígarós hef- ur hann sungið hlutverk greifans meir en hundrað sinnum, en nú er hann líka farinn að syngja Fígaró. Í Cosi fan tutte hefur hann margoft sungið hlutverk Guiglielmos, og alltaf öfundað þann sem hefur fengið að syngja hlutverk Don Alfonsos, - gamla skröggsins sem plottar á bak við tjöldin. En nú er hann farinn að æfa þetta draumahlutverk og syngur það á næstunni. Hann er líka að æfa fyrir óperuna Wozzek eftir Alban Berg. „Þetta er ein af stórkostlegustu óperum sem til eru, - mikið leikverk, sem Berg tókst að koma frábærlega til skila með tónlist sinni. Næsta ár verður Berg-ár hjá mér því þá verð ég líka að syngja í óperunni Lulu.“ Þýska óperan er greinilega það sem best á við Schmidt, en þó er hann líka vel heima í ítölsku óperunni og hefur fjölmörg stór hlutverk þar í handrað- anum; illmennið Scarpia í Toscu, Malatesta í Don Pasquale, Amonasro í Aidu, og fleiri. Í ítölsku óperunni kýs hann helst hlutverk sem eru jafnfram krefjandi í leik, og oftar en ekki eru það illmennin sem ítölsku tónskáldin setja í hendur baritonsöngvurum, og eins og Láki sagði, þá er gaman að vera vondur; - ekki síst ef maður get- ur klætt sig úr hlutverkinu að sýn- ingu lokinni. Þekkir verkið frá öllum hliðum En aftur að Bach. Schmidt man vel eftir fyrsta skiptinu sem hann heyrði Jólaóratoríuna. „Ég var átta ára. Pabbi var að stjórna verkinu í kirkj- unni sinni. Ég fékk strax ást á verk- inu. Ég var auðvitað vanur Bach, - sat oft og fletti fyrir pabba og tók jafnvel þátt í flutningnum. Ég var tólf ára þegar ég fékk fyrst að vera með í Jólaóratoríunni. Þegar æfingar hóf- ust var ég auðvitað settur í sópraninn í kórnum. Þegar búið var að æfa í tvo mánuði var allt orðið svo ein- kennilega hátt fyrir mig, og ég var settur í altinn. Þar var ég í tvær vik- ur. Þá missti ég röddina alveg í heilan mánuð, en náði henni rétt fyrir tón- leika, og ég söng auðvitað í bassanum á tónleikunum! Ég þekki verkið því frá öllum hliðum. En Bach stendur mér nærri, og vegna fortíðar minnar með honum hjá pabba er mér svo eðlilegt og kært að syngja þessi verk, að á hverju ári verð ég að syngja einu sinni í Mattheusarpassíunni, einu sinni í H-moll messunni og einu sinni í Jólaóratoríunni.“ Morgunblaðið/Kristinn Mótettukórinn og Sinfóníuhljómsveitin á æfingu í vikunni með stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni. Bach stend- ur mér nærri Andreas Schmidt er meðal einsöngvara í Jólaóratoríunni og þekkir verkið frá öllum hliðum, eins og Bergþóra Jónsdóttir komst að, – æfði allar kórraddir fyrir eina tónleika, og ekki bara af því að Bach er honum kær. Morgunblaðið/Jim Smart Andreas SchmidtMonica Groop begga@mbl.is Ljósmynd/Jouni Harala Afmælisrit til heiðurs Gunnari G. Schram sjötug- um inniheldur þrjátíu og eina rit- gerð eftir fræði- menn í lögfræði um málefni sem mörg hver eru í brennidepli þjóð- málaumræðunnar einmitt nú, svo sem mannréttindi, umhverfismál, fiskvernd og nýtingu landgæða. Gunnar G. Schram, prófessor í lög- fræði, hefur verið mikilvirkur og virtur á starfsvettvangi sínum. Formaður rit- nefndar: Ármann Snævarr. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 615 bls., prentuð í Lettlandi. Hönnun og umbrot annaðist Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Verð: 6.990 kr. Afmælisrit Andvari 2002 er kominn út. Þetta er 127. árgangur ritsins, sá 44. í nýjum flokki. Að- algreinin í ár er æviágrip Einars Olgeirssonar al- þingismanns eftir Sigurð Ragn- arsson sagnfræðing. Þetta er yfirlit um ævi Einars og störf að stjórn- málum um hálfrar aldar skeið, en hann var lengi formaður Sósíal- istaflokksins. Í Andvara eru einnig þrjár ritgerðir sem varða verk Halldórs Laxness: Hjalti Hugason skrifar um Íslands- klukkuna í kirkjusögulegu ljósi, Ár- mann Jakobsson um organistann í Atómstöðinni og Jón Viðar Jónsson skrifar greinina „Er hægt að leikgera Laxness?“ Þar tekur hann til athug- unar þrjár leikgerðir og eina kvikmynd sem byggðar hafa verið á Atómstöð- inni og ólíkar áherslur þeirra. Loks eru í Andvara ritgerðir um tvo fyrri tíðar fræðimenn: Jón Þ. Þór skrifar um fræðistörf Valtýs Guðmundssonar og Guðrún Kvaran um orðabókarstörf Bjargar Þorláksdóttur, sem síðar nefndi sig Þorláksson. Ritstjórinn, Gunnar Stefánsson, skrifar forustugrein og ræðir þar um þá tvo menn sem Andvari er að mestu helgaður að þessu sinni og báðir áttu aldarafmæli á árinu, Einar Olgeirsson og Halldór Kiljan Laxness. Andvari er 196 bls., prentaður í Odda. Dreifingu annast Sögufélag, Fischerssundi 3. Tímarit Didda og dauði kötturinn er eftir Kikku (Kristlaugu Maríu Sigurð- ardóttur). Í fréttatilkynn- ingu segir m.a.: „Níu ára gömul stelpa + tveir tíu ára gamlir hrekkja- lómar + pabbi sem er lögga + mamma sem er blaðamaður og drekkur minnst tvo lítra af kaffi á dag + frægur rithöfundur sem er að jafna sig eftir taugaáfall + bankarán + tveir dularfullir náungar á ljótum bíl + dauð- ur köttur sem er sprellifandi + lýs- isskúrinn + tómt hús + Vanda sem er ákaflega vönduð manneskja + neð- anjarðargöng + gott veður teboð = ótrúlega spennandi og skemmtileg bók.“ Útg. er ÍsMedia. Verð. 2.195 kr. Börn Lúsastríðið er eftir Brynhildi Þór- arinsdóttur. Sagan spannar viku í lífi þriggja vina sem fá nýstárlega hug- mynd: Um miðjan febrúar, þegar langt er til páska og jólin löngu liðin, gera ellefu ára krakkar næstum hvað sem er til að fá frí í skólanum. Því er lúsin sem Benni ber með sér heim af KR-vellinum í ókunnri húfu afar kærkomin viðbót við 6. MG. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 136 bls., prentuð í Guten- berg. Anna Cynthia Leplar mynd- skreytti og gerði kápu. Verð: 2.490 kr. Unglingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.