Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 51
KNICKERBOX
Laugavegi 62, sími 551 5444
KNICKERBOX
Kringlunni, sími 533 4555
J ó l i n e r u k o m i n í
K N I C K E R B O X
— Munið gjafakortin —
— Sendum í póstkröfu —
Silkikjóll 5.699,-
Silkisloppur 8.299,-
Flísnáttfötin og -slopparnir eru komnir
Buxur 3.299,-
Toppur 1.499,-
Buxur 3.899,-
væntanlegt í næstu viku
Toppur 2.399,-
Brjóstahaldarai 4.699,-
Nærbuxur 1.999,-
JÓLAGETRAUN fyrir 1.–5. bekk
grunnskóla hefur verið send öllum
grunnskólanemendum á þeim aldri
á landinu. Rúmlega 22 þúsund börn
fengu hana senda og leysa hana
með aðstoð foreldra eða kennara.
Á ferð og flugi með jólakettinum
er yfirskrift getraunarinnar að
þessu sinni, en hún byggist á sögu í
átta stuttum köflum og spurn-
ingum tengdum söguþræðinum.
Höfundur texta er Sigríður Ólafs-
dóttir, teikningar eru eftir Jón
Ágúst Pálmason, en hönnuður
verkefnisins var Hilmar Þorsteinn.
Getraunin er unnin í samstarfi Um-
ferðarstofu, embættis ríkislög-
reglustjóra og lögreglumanna sem
annast umferðarfræðslu í skólum
og er hún kostuð að talsverðum
hluta af sveitarfélögunum. Veitt
eru verðlaun og afhendir lögregla
þau í flestum tilvikum rétt fyrir
jólahátíðina.
Mismunandi er hvenær gert er
ráð fyrir að börnin skili lausnum
sínum en gert ert ráð fyrir að börn
í Reykjavík hafi skilað í síðasta lagi
föstudaginn 6. desember nk., en
miðað er við að réttar lausnir verði
birtar á vefsíðu ríkislögreglu-
stjóra, www.rls.is, og Umferð-
arstofu, www.us.is, 16. desember
nk., segir í fréttatilkynningu.
Jólagetraun
fyrir grunn-
skólanem-
endur
2.000, ekki 200
Leiðindavilla slæddist í viðtal við
Kristínu Indriðadóttur, fram-
kvæmdastjóra Menntasmiðju Kenn-
araháskóla Íslands, á blaðsíðu átta í
Morgunblaðinu í gær. Stóð þar að
nemendur við KHÍ væru 200, en þar
vantaði eitt núll, talan átti að vera
2.000. Þetta leiðréttist hér með og eru
hlutaðeigendur beðnir velvirðingar.
LEIÐRÉTT
TÍMARITIN Sumarhúsið og garð-
yrkjuritið Við ræktum hafa verið
sameinuð undir heitinu Sumarhúsið
og garðurinn. Útgefandi er Rit og
rækt ehf. í Mosfellsbæ sem gaf út
bæði ritin áður.
Ráðgert er að gefa út fimm tölu-
blöð á næsta ári, það fyrsta í mars og
síðan á tveggja mánaða fresti. Tíma-
ritið verður bæði selt í áskrift og
lausasölu. Ritstjórar eru Auður I.
Ottesen garðyrkjufræðingur og Páll
Pétursson, sem annast myndvinnslu
og uppsetningu blaðsins ásamt ljós-
myndun.
Rit og rækt ehf. stóð á árinu fyrir
sýningunni Sumarhúsið og garður-
inn og verður hún haldin dagana 15.
til 18. maí á næsta ári.
Tvö tímarit
sameinuð
BENEDIKT Jónsson, sendiherra,
hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra Íslands í Túrkmenistan.
Hann hefur aðsetur í Moskvu.
Afhenti
trúnaðarbréf
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir
vitnum að tveimur umferðaróhöppum
miðvikudaginn 27. nóvember sl.
Hið fyrra varð á bílastæði sunnan
við Hólagarð í Lóuhólum, á tímabilinu
12–19. Þar var ekið utan í bifreiðina
UF-476, sem er rauð Toyota Corolla,
og síðan ekið af vettvangi. Seinna
óhappið varð á bílastæði við Hverf-
isgötu 56, á tímabilinu 20–22:10. Þar
var ekið utan í bifreiðina RP-480 af
gerðinni Toyota Corolla, gráa að lit,
og síðan ekið af vettvangi. Þeir sem
geta veitt upplýsingar varðandi málin
eru vinsamlega beðnir að hafa sam-
band við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
Jólaskemmtun Dansráðs Íslands
verður á Broadway sunnudaginn 8.
desember kl. 13, en húsið er opnað
kl. 12. Að sýningu lokinni mun jóla-
sveinninn koma, dansa í kringum
jólatré og skemmta gestum. Dans-
atriði verða sýnd frá eftirtöldum að-
ilum: Dansskóla Heiðars Ástvalds-
sonar, Danssmiðjunni, Danshúsinu
Kópavogi, Dansskóla Jóns Péturs og
Köru, Dansíþróttafélagi Hafn-
arfjarðar og Jazzballettskóla Báru.
Dansráð Íslands er fagfélag dans-
kennara á Íslandi, í félaginu eru
starfandi kennarar í dans- og grunn-
skólum landsins. Forsala og borð-
apantanir eru hjá Dansrækt JSB,
Lágmúla 9 Rvk dagana til 7. desem-
ber. Einnig er selt inn við inngang-
inn. Miðaverð er kr. 700, frítt fyrir 5
ára og yngri og eldri borgara.
Á NÆSTUNNI
Jólafundur Félags nýrnasjúkra
verður í kvöld, fimmtudaginn 5. des-
ember, kl. 20 í Áskirkju v/Vest-
urbrún. Bragi Skúlason flytur hug-
vekju, Auður Haralds verður með
gleðiávarp og söngnemendur Signýj-
ar Sæmundsdóttur syngja nokkur
lög. Kaffihlaðborð og allir koma með
lítinn jólapakka.
Tourette-samtökin verða með opið
hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 5.
desember, kl. 20.30 í Hátúni 10b
(austasta ÖBÍ blokkin), í kaffiteríunni
á jarðhæðinni. Jólakort samtakanna
verða til sölu. Opin hús eru mán-
aðarlega að vetrinum, þar sem haldn-
ir eru fyrirlestrar, kynningar o.fl.
Í DAG
KIRKJUGARÐAR Reykjavíkurpró-
fastsdæma í samstarfi við Arkitekta-
félag Íslands hafa ákveðið að efna til
samkeppni um útlitshönnun land-
svæðis í Leynimýri við Öskjuhlíð
vegna kirkjugarðs fyrir duftker sem
þar er á samþykktu aðalskipulagi
Reykjavíkur. Jafnframt er ákveðið að
efna til samkeppni um útlitshönnun
landsvæðis og gerð byggingateikn-
inga vegna framkvæmda í Hallsholti
við Gufuneskirkjugarð.
Á Hallsholti, sunnan við Gufunes-
kirkjugarð, verður byggð þjónustu-
miðstöð. Í henni verða skrifstofuhús-
næði, starfsmannaaðstaða, líkhús,
kapella o.fl. Byrjað verður á byggingu
skrifstofuhúsnæðis og starfsmanna-
aðstöðu á næsta ári og síðan verður
bætt við húsnæðið eftir þörfum.
Duftgarðurinn í Leynimýrinni
kemur til með að ná yfir rúmlega
þriggja hektara land. Í samstarfi við
samkeppnisnefnd Arkitektafélags Ís-
lands verður fyrirkomulag sam-
keppni um duftgarðinn og uppbygg-
inguna í Gufuneskirkjugarði mótuð
nú á næstu vikum og síðan verður
auglýst í samræmi við niðurstöður.
Framkvæmdaáætlun Kirkjugarð-
anna gerir ráð fyrir að landið verði
ræst fram á næsta ári og hafist verði
handa við gerð duftgarðs þegar land-
ið hefur verið ræst fram.
Markmiðið með þátttöku arkitekta
og myndlistarmanna í slíkri sam-
keppni er að tryggja að kirkjugarðar
framtíðarinnar verði mótaðir af nýj-
ustu hugmyndum varðandi skipulag,
fagurfræðilegt útlit og byggingalist.
Duftgarðurinn austan við Foss-
vogskirkju er nú nær fullsettur og er
því orðin brýn þörf á nýjum duftgarði
í Fossvogi.
Kirkjugarðarnir
efna til samkeppni
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi ályktun sam-
eiginlegs félagsfundar Drífanda
stéttarfélags, Sveinafélags járn-
iðnaðarmanna, Sjómannafélags-
ins Jötuns og Verslunarmanna-
félags Vestmannaeyja sem
haldinn var í Alþýðuhúsinu 2.
desember sl.:
„Fundurinn lýsir yfir þungum
áhyggjum af ástandi og þróun
atvinnumála í Vestmannaeyjum.
Sífelld fækkun starfa í fisk-
vinnslu og brottflutningur fólks
frá Eyjum er stéttarfélögunum
mikið áhyggjuefni.
Kvótasetning nokkurra
tegunda verði afnumin
Fundurinn krefst þess að
þingmenn Suðurlands beiti sér
fyrir því að sjávarútvegsráð-
herra afnemi kvótasetningu á
keilu, löngu, skötusel og kol-
munna. Enda eru engin vísinda-
leg rök fyrir þeim gjörningi.
Fundurinn lýsir stuðningi við
umsókn bæjarstjórnar um
byggðakvóta og hvetur útgerð-
armenn og fiskvinnslufyrirtæki
til að láta skip sín landa meiri
afla til vinnslu hér í Vestmanna-
eyjum.
Atvinnuleysi og brottflutning-
ur fólks sýna að óbreytt fisk-
veiðistefna er ekki til þess fallin
að bæta lífskjör sjávarbyggða
sem eiga undir högg að sækja.
Fundurinn mótmælir harðlega
þeim verðhækkunum sem nú
dynja yfir og minnir á þjóðarsátt
um að halda verðbólgu niðri.
Fundurinn hvetur stjórnvöld
til að taka höndum saman við
stéttarfélög og atvinnurekendur
í Eyjum til lausnar þessum
mikla vanda er steðjar að byggð-
arlaginu.“
Áhyggjur af atvinnu-
ástandi í Eyjum
OPIN kerfi hf. styrktu Stefán Karl
Stefánsson leikara í baráttu hans
við einelti og til að stofna samtökin
Regnbogabörn í stað þess að senda
út jólakort í ár til viðskiptavina.
Regnbogabörnum er ætlað að berj-
ast með félagslegum verkefnum í
samfélaginu, í víðasta skilningi þess
orðs, eins og Stefán Karl orðar það,
en þar á meðal er baráttan gegn
einelti.
Opin kerfi höfðu í október gefið
Stefáni Karli ýmsan HP búnað, en
nú fékk hann einnig jólakortastyrk-
inn til stuðnings Regnbogabörnum,
segir í fréttatilkynningu.
Stefán Karl Stefánsson, leikari og forgöngumaður að stofnun Regnboga-
barna (t.v.), og Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa hf.
Regnbogabörn
styrkt í stað jólakorta