Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 59
LAUGAVEGI 97 • KRINGLUNNI • SMÁRALIND NÝTT Í VERO MODA Ný snyrtivörulína Verð 390-990 Nýjar jólavörur vikulega MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 59 DOGMA-kvik- myndagerð Danans Lars Von Triers og félaga hans hefur vakið athygli um heim allan enda getið af sér sterkar myndir á borð við Veisluna, Myrkra- dansarann og Ítölsku fyrir byrj- endur. Því hlaut að koma að því að djarf- ari leikstjórar í bíóborginni í vestri myndu láta til leiðast og freista þess að takast á við þetta krefjandi kvik- myndaform þar sem blátt bann er lagt við tæknibrellum og eftir- vinnslu, nokkuð, sem menn hafa hingað til ekki getað verið án í Hollywood. Því kemur það ekki á óvart að það skuli vera Steve Soderberghs sem ryður braut dogma-mynda vestra, en hann hefur margsinnis sýnt að hann er leikstjóri sem þorir, getur og vill. Og það sem meira er þá nýt- ur Soderbergh svo mikillar virð- ingar í bíóborginni eftir sigurgöngu myndanna Erin Brockovich og Traf- fic að stórstjörnurnar slást um að fá að vera með í myndum hans, sama hvað hann tekur sér fyrir hendur. Full Frontal heitir dogma-myndin hans og skartar stjörnum á borð við Juliu Roberts, Brad Pitt, David Duchovny og Chatherine Keener. Myndin var frumsýnd vestanhafs fyrr á árinu við blendnar viðtökur enda voru menn í meira lagi tvístíg- andi yfir henni. Sagan er líka snúin og flæðir milli nokkurra frásagn- arsviða, svolítið í stíl við myndir Ro- berts Altmans, þar sem sífellt bætist við kvikmynd inni í kvikmyndinni. Þannig breytast persónur mynd- arinnar í leikara, sem eru að leika í bíómynd sem verið er að gera í bíó- myndinni og útkoman verður eins og spegilmynd í spegli. Óhjákvæmi- lega ruglingslegt en þeir sem séð hafa segja að sjón sé sögu ríkari. At- hyglisvert er að sjá einn fremsta leikstjóra Bandaríkjanna í dag reyna sig við dogma-reglurnar. Hugmynd Soderberghs er, hvað sem öðru líður, frumleg og sniðug og bregður upp skemmtilegum sjón- arhornum á kvikmyndaformið. Full Frontal verður sýnd í Regn- boganum í dag kl. 17.30, á morgun og um helgina kl. 22.30 og á mánu- dag og þriðjudag kl. 17.30. Miða- verð er 500 kr. fyrir meðlimi Bíó- félagsins 101 en 800 kr. fyrir aðra. Dogma-tilraun Soder- berghs og stjarnanna hans Hvernig skyldi Julia líta út þegar hún þarf að greiða sér sjálf og farða? Hér er hún ásamt Blair Underwood í Full Frontal. Bíófélagið 101 sýnir myndina Full Frontal TENGLAR .................................................... www.biofelag.co.is Sýnd kl. 6 og 8. www.laugarasbio.is BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER Sýnd kl. 10. B. i. 16. . “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. RadíóX DV Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30. FULL FRONTAL Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11.10. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com www.regnboginn.is RadíóX DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.